Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Fáðu heyrnartæki til reynslu og stjórnaðu þeim með ReSound Appinu Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Heyrðu umskiptin og stilltu heyrnartækin í Appinu 50% afslátturaf rafhlöðum í ágúst Finndu okkur á facebook SVIÐSLJÓS Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Að stytta nám til stúdentsprófs er mjög mikilvægt fyrir atvinnulífið, sérstaklega ef það reynist rétt að námsleiði sé stór orsök þess að ung- lingar falla frá námi,“ segir Hall- dór Árnason, hag- fræðingur Sam- taka atvinnulífsins. Hann segir það kosta atvinnulífið mikið fé að mennta þetta fólk síðar og það verður af þeirri menntun í nokkur ár, á með- an hefur þetta fólk aðeins grunn- skólapróf. „Í fyrsta lagi teljum við að það komi atvinnulífinu verr að fá fólk fyrr inn á vinnumarkaðinn og í öðru lagi teljum við að ein af orsökum þess vanda sem felst í því að fólk flosnar úr námi er að námstíminn er of langur og ekki nógu hnitmiðaður og með styttra námi til stúdentsprófs yrði námsefnið gert mun markvissara,“ segir Halldór sem segir að þá yrði reynt að nýta þá tækni betur sem til staðar er til að auðvelda nemendum menntun. Horfa þarf á heildina Halldór segir mikilvægt að horfa á grunnskólann og framhaldsskólann sem eina heild. „Grunnskólinn á að geta tekið að einhverju leyti að sér þá menntun sem nú fer fram í yngri bekkjum framhaldsskólans,“ segir Halldór, en Samtök atvinnulífsins hafa einnig horft til þess að stytta grunn- skólann um eitt ár. Þá yrði nám til stúdentsprófs tveimur árum styttra en það er nú og sambærilegt og í mörgum löndum í kringum okkur. Nýta stærri hluta starfstíma „Það þarf að reyna að auka sveigj- anleika starfstíma kennara og huga að því að nýta stærri hluta starfstím- ans til kennslu heldur en nú er gert,“ segir Halldór sem telur að nýta mætti skólaárið mun betur til kennslu. „Það fer mikill tími í próf og úrlausn prófa. Það er hægt að nýta árið betur án þess að lengja skólaárið.“ Halldór segir mikilvægt að endur- skoða launakjör kennara og taka upp fyrirkomulag kjarasamninga. „Kjarasamningur kennara er flókn- ari heldur en margra annarra stétta. Hann er t.d. bundinn í mínútum og dögum. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða vel.“ Mikilvægt fyrir atvinnulífið  „Ein af orsökum þess vanda sem felst í því að fólk flosnar úr námi er að námstíminn er of langur“ Morgunblaðið/Ómar Kennsla Hagfræðingur SA segir hægt að nýta skólaárið betur án þess að lengja það. Halldór Árnason „Ársæll hittir naglann í höfuðið þegar hann segir að skólinn verði aukaatriði hjá mörgum því lífsstíllinn er ekki síður vinna en skóli. Ég tel hinsvegar að sá lífsstíll sé veiga- meiri ástæða fyrir löngum námstíma á Ís- landi en kemur fram í viðtalinu við Ársæl,“ seg- ir Baldur J. Baldursson fram- haldsskólakennari, eftir viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guð- mundsson, skólameistara Iðn- skólans í Hafnarfirði. Baldur segir að lífsstíll námsmanna hér á landi sé með nokkuð öðrum hætti heldur en algengast er í samanburðarlöndunum. „Það er óhjákvæmilegt að þessi sér- íslenski lífsstíll námsmanna hafi bein áhrif til lengingar náms- tíma og aukins brottfalls í ís- lensku skólakerfi,“ segir Baldur. Bílastæðavandamál óþekkt Hann telur þennan séríslenska lífsstíl vera að hér vinni náms- menn almennt launavinnu sam- hliða námi í þeim tilgangi að vinna sér inn peninga fyrir dag- legri neyslu. Það neyslumynstur ungmenna á framhaldsskóla- og háskólaaldri sem þykir eðlilegt og sjálfsagt hér á landi blasir daglega við í auglýsingum sem beint er til umræddra hópa. Þá hefji ýmsir barneignir, stofni fjölskyldu og leigja eða kaupa sér íbúð. „Það segir margt um lífsstílinn að hér séu bílastæða- vandamál við flesta framhalds- skóla, það þekkist ekki annars staðar.“ Nýlegar rannsóknir hafa sýnt það að meirihluti íslenskra fram- haldsskólanema stundar launa- vinnu samhliða námi. „Langur námstími er ekki sér- stakt viðfangsefni eða sök til- tekins skólastigs, heldur er um að ræða mál sem varðar öll skólastig og sem verður þarf af leiðandi að taka á á öllum skóla- stigum samhliða,“ segir Baldur. Ekki skipulagsvandamál „Eðli málsins samkvæmt tekur full þátttaka í lífsgæðakapp- hlaupinu sinn tíma af hverjum sólarhring og því minni tími eftir til þess að sinna öðrum málum eins og námi. Afleiðingin er sú að nám með fastan námsein- ingafjölda dreifist yfir fleiri ár, þ.e. námstími á Íslandi verður lengri heldur en tíðkast í saman- burðarlöndum Íslendinga þar sem þátttaka nemenda í lífs- gæðakapphlaupinu hefst ekki að neinu marki fyrr en eftir náms- lok. Stytting á námstíma á Ís- landi er því að stórum hluta spurning um breytta forgangs- röðun í lífi einstaklinga og breytt samfélagsleg norm, frem- ur en um skipulagsvandamál í menntakerfinu,“ segir Baldur sem telur hætt við að gildi náms á Íslandi skerðist ef einblínt er á styttingu á námstíma án tillits til innihalds námsins og þess lífsstíls sem er norm í samfélag- inu. Kominn í gang vítahringur „Það blasir við að nýta mætti þann tíma sem námsmenn verja til launavinnu til markvissari námsvinnu og stytta þannig námstíma. Fjölgun kennsludaga án breytinga á lífsstíl náms- manna myndi ekki gera annað en að aðlaga skólakerfið enn frekar að lélegri nýtingu á náms- tíma og þannig ekki taka á hinu eiginlega vandamáli, þ.e. betri nýtingu á daglegum tíma nem- enda til námsvinnu. Önnur hlið á framangreindum lífsstíl ís- lenskra námsmanna er síðan sú staðreynd að mikill þrýstingur er á kennara um það að kröfur um námsástundun og námsárangur taki tillit til hins almenna og viðurkennda lífsstíls náms- manna. Hér er því kominn í gang vítahringur, sem ekki mun verða átakalaust að brjótast út úr,“ segir Baldur. Íslenskur lífsstíll námsmanna ástæða fyrir löngum námstíma MEIRIHLUTI ÍSLENSKRA FRAMHALDSSKÓLANEMA Í VINNU Baldur J. Baldursson Talið er að lágt hlutfall kennslutíma kennara hérlendis dragi úr fram- leiðni þeirra og geri launahækkanir erfiðari. Ef við miðum við löndin í kringum okkur sést vel að hlutfall vinnutíma kennara á Íslandi sem fer í kennslu er minna en annars staðar. Kennarasamband Ísland segir að hægt væri að auka hlutfall vinnu- tíma kennara með tvennum hætti. Annars vegar að draga úr heildar- vinnutíma kennara, án þess að fækka kenndum stundum. Hins veg- ar er hægt að auka við kennslutíma kennara án þess að auka við heild- arvinnutímann á móti. Þegar borin eru saman laun kennara á Íslandi við hin Norð- urlöndin erum við með lægstu laun- in. Laun kennara á Íslandi eru lág í alþjóðlegum samanburði. Kennarar þurfa fimm ára háskólanám sem og meistaragráðu til að fá vinnu og eru skólarnir ekki samkeppnishæfir í launum á vinnumarkaðinum. Lítil sem engin endurnýjun hefur verið meðal framhaldsskólakennara á Ís- landi. Heimild: Kennarasambandið og OECD Hlutfall vinnutíma kennara sem fer í kennslu Prósent 2012 Laun kennara USD þús. á ári, 2012 OECD Noregur Danmörk Ísland 51% 44% 39% 34% 25 43 29 29 33 Ísland Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Lægstu launin og lágt hlutfall kennslutíma kennara Kennarasamband Íslands og Félag framhaldsskólakennara sendu frá sér tilkynningu á miðvikudag eftir viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, skólameistara Iðn- skólans í Hafnafirði. Þar segir: „Ís- lenskur framhaldsskóli er ekki eins- leitur, gamaldags og ósveigjanlegur borinn saman við ýmis Evrópulönd sem enn skipta nemendum vandlega eftir námsgetu á skólagerðir. Áfangakerfið á Íslandi hefur þvert á móti þótt nýstárlegt og auka á sveigjanleika í námi samanborið við önnur lönd. Námsval nemenda er hins vegar of einsleitt og stærri hluti hópsins streymir beint í bóknám til stúdentsprófs en í nágranna- löndunum.“ Þá segir í tilkynningunni að fram- haldsskólanám á Íslandi sé nem- endum og fjölskyldum mjög kostn- aðarsamt og því sé öðruvísi farið í nágrannalöndunum. Þá tekur sam- bandið undir orð Ársæls um þörf á að hækka grunnlaun kennara, að nýta mætti skólaárið betur og að framhaldsskólakerfið sé fjársvelt. Framhaldsskólar ekki einsleitir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.