Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
✝ Þórður Vil-mundarson,
fyrrverandi bóndi
og smíðakennari,
Mófellsstöðum,
Skorradal, Borg-
arfjarðarsýslu,
fæddist á Mófells-
stöðum 22. sept-
ember 1931. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 31. júlí
2013.
Þórður var sonur hjónanna
Vilmundur Jónssonar, f. 17.6.
1884, d. 20.4. 1959, bónda á Mó-
fellsstöðum, og konu hans Guð-
finnu Sigurðardóttur, f. 30.4.
1894, d. 30.6. 1984. Föðurfor-
arstað sínum Mófellsstöðum og
var heimilsfastur þar alla ævi. Í
barnaskóla var hann í sveitinni
sinni fram að fermingu. Hann
stundaði nám við Reykjaskóla í
Hrútafirði 1951-́53 og í handa-
vinnudeild Kennaraskóla Íslands
1953-́55. Hann vann við smíðar í
Reykjavík í tvö ár að námi loknu
og kenndi smíðar við grunnskól-
ann á Hvanneyri 1974-́88. Hann
átti sæti í byggingarnefnd
Skorradalshrepps 1971-́86.
Bóndi var hann á Mófellsstöðum
ásamt systkinum sínum Bjarna
og Margréti. Fyrst ásamt Guð-
finnu móður þeirra þar til hún
lést. Þórður var heimakær mað-
ur sem vann vel að sínu, hagur í
höndum og hugmyndaríkur á því
sviði. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Þórðar fer fram frá
Hvanneyrarkirkju í dag, 16.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
eldrar Þórðar voru
hjónin Jón Þórð-
arson, bóndi á Mó-
fellsstöðum, og kona
hans Margrét Ein-
arsdóttir. Móðurfor-
eldrar voru hjónin
Sigurður Ásmunds-
son og Geirlaug Eyj-
ólfsdóttir, Breiðuvík
á Snæfellsnesi.
Þórður var yngst-
ur fjögurra barna
Vilmundar og Guðfinnu á Mó-
fellsstöðum. Elstur systkinanna
var Sigurjón. f. 19.7. 1925, d. 26.4.
1948, þá Margrét. f. 12.11. 1926,
og Bjarni, f. 26.8. 1928.
Þórður ólst upp á fæðing-
Þórður Vilmundarson, Mó-
fellsstöðum í Skorradal, var
einkar vel gefinn maður til
munns og handa. Hæfileikar sem
Þórður hlaut í vöggugjöf og gott
uppeldi á vönduðu heimili gerðu
hann að eftirminnilegum mann-
kostamanni. Við systkinin áttum
því láni að fagna að dvelja nánast
öll okkar æskusumur á Mófells-
stöðum. Þórður og fjölskylda
hans voru mikilvæg í lífi okkar.
Þórður var fallegur og glæsi-
legur maður en mest prýddi
hann þó meðfædd kurteisi. Hann
var greindur maður og gætinn,
fremur hlédrægur, skemmtileg-
ur í viðræðum og oft gamansam-
ur. Íþróttamaður var Þórður
góður á yngri árum og fótfrár.
Hann gekk snemma í Ung-
mennafélagið Íslending og mun í
keppni hafa hlaupið 100 metrana
á um 11 sekúndum.
Forsaga þess að við systkinin
dvöldum svo mikið á Mófellsstöð-
um var að faðir okkar var þar
snúningadrengur frá níu ára
aldri. Yngstu systkini hans tvö
dvöldu þar smábörn þegar Ís-
land var hernumið 1940.
Mófellsstaðaheimilið var ann-
álað myndarheimili. Þekktastur
heimilismanna var þjóðhaginn
Þórður Jónsson er varð blindur í
æsku. Gísli Sigurðsson blaða-
maður á Samvinnunni kom 1958
til að ræða við hann: „Á Mófells-
stöðum býr Vilmundur Jónsson,
bróðir Þórðar, og kona hans
Guðfinna Sigurðardóttir. Þau
voru bæði heima við og var mér
boðið til stofu. Þar voru svo fal-
leg húsgögn, að unun var á að
horfa: Borðstofuborð, stólar og
skápur. Það var í nýjum og létt-
um stíl, en þó minnist ég þess
ekki að hafa séð svipuð húsgögn í
búð. Enda kom það á daginn, að
slíkt mundi vandfundið í búðum,
því hér var um að ræða heimilis-
iðnað á Mófellsstöðum. Þórður
hafði smíðað skápinn en sonur
þeirra hjóna hafði smíðað borðið
og stólana. Þótti þeim augljóst,
að hann hefði svipaðar hagleiks-
gáfur og Þórður, frændi hans.“
Án efa sótti Þórður þekkingu
sína og hæfileika í sömu rót og
föðurbróður hans, en hann bætti
um betur, varð trésmiður að
mennt og kenndi smíðar árum
saman. Bóndi var hann á Mó-
fellsstöðum ásamt systkinum
sínum, Bjarna og Margréti að
foreldrum þeirra gengnum,
fjórði ættliðurinn sem situr þá
jörð. Þórður var íhugull, aldrei
asi á honum, vel hugsað hvaðeina
sem hann vann. Allt lék í höndum
hans, smíðar sem vélavinna
hverskonar. Sjaldan var sótt að-
stoð til annarra þó eitthvað bilaði
á Mófellsstöðum, bræðurnir þar
gátu gert við flest. Sveitungum
var Þórður hjálplegur og nem-
endum viðmótshlýr og góður
kennari.
Síðari árin var Þórður oft las-
inn en æðrulaus var hann fram á
hinsta dag.
Börn okkar systkina voru flest
í sveit að Mófellsstöðum í lengri
eða skemmri tíma og loks barna-
börn okkar. Yngri systur okkar,
Svana og Sunna, fengu að dvelja
orlofsdaga á Mófellsstöðum og
ýmsir ættingjar okkar voru þar
einnig í sveit mörg sumur.
Smáfólkinu var Þórður undur
hlýr og þannig var jafnan viðmót
hans við okkur öll.
Hér er þetta þakkað, og að
hafa þekkt svo hjartahreinan og
heiðarlegan mann sem Þórður
var. Guð blessi minningu hans og
gefi systkinum hans, Bjarna og
Margréti, styrk í þeirra mikla
missi. Við sendum þeim ástúð-
legar samúðarkveður.
Guðrún, Einar og Kristján
Guðlaugsbörn.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Þórðar á Mófellsstöð-
umsem þrotinn kröftum kvaddi
okkur 31. júlí sl. Hann var, ásamt
Möggu og Bjarna, alla tíð partur
af mínu lífi. Vinskapur, samvinna
og samvera var alla tíð hátt sett
milli heimilisfólksins í Neðri-
Hreppi og á Mófellsstöðum. Þær
eru margar minningarnar sem
koma upp í hugann á þessari
stundu, og allar góðar. Heyskap-
ur, smalamennska, sauðburður,
útreiðar á fögrum sumarkvöld-
um og góðar samverustundir.
Allt er það tengt Þórði, Möggu
og Bjarna. Jóladag, alla mína
æsku, komu systkinin alltaf í
kaffi heim í Neðri-Hrepp eftir
messu. Við systkinin óþreyjufull
að sýna jólagjafirnar og ekki stóð
á athyglinni. Við vorum alltaf
þess virði að sinna. Þórður var
um nokkurt skeið smíðakennari í
Andakílsskóla. Ég var ein af
þeim heppnu að vera í skólanum
á þeim tíma. Hann var listasmið-
ur, algjörlega sjálfmenntaður og
kennari af guðs náð. Sú enda-
lausa þolinmæði, natni og tillits-
semi, sem hann sýndi okkur
nemendum sínum bar vitni um
þann góða dreng sem hann var.
Um hæfni hans bera fagurt vitni
m.a. skírnarfontur Hvanneyrar-
kirkju, auk margra annarra fag-
urra gripa sem eftir hann liggja.
Það sem stendur mér næst er
forláta dúkkurúm sem hann gaf
mér þegar ég var stelpa. Ég
þekkti Þórð allt mitt líf og sá
hann aldrei skipta skapi. Hann
var vinsæll af nemendum sínum,
þó að þeir væru misjafnir. Ég
veit að ég tala fyrir munn þeirra
margra hér þegar ég minnist
hans með hlýju, gleði og virð-
ingu. Það var það viðmót sem
hann sýndi nemendum sinum.
Alltaf. Þær eru ofarlega í huga
mér smalamennskurnar með
Þórði á Mófellsstöðum. Fyrstu
árin fór maður labbandi að aust-
anverðu með Bjarna, sem voru
skemmtilegar ferðir og fræðandi.
Þegar maður eltist aðeins fengu
sumir, ég þar með talin, að fara
vestanmegin ríðandi með Þórði.
Þá fannst manni að maður væri
alvörusmali. Í þeim ferðum
bergði maður af brunni þess
blíða ljúfmennis sem Þórður var.
Alveg sama hversu oft var spurt
um sama hlutinn, alltaf svar eins
og spurt væri í fyrsta sinn. Rétt
eins og í smíðatímunum í Anda-
kílsskóla hér áður fyrr. Alltaf
þessi endalausa þolinmæði og
ljúfmennska. Svo ekki sé minnst
á hvað hann sagði manni og upp-
fræddi að fyrra bragði. Þær eru
mér ofarlega í huga heimsókn-
irnar mínar tvær, nú í sumar, að
Mófellsstöðum. Það duldist mér
ekki í hvað stefndi, en spjall um
liðna tíð og líðandi stund rifjuðu
upp enn og aftur allar þær góðu
stundir sem Þórður tengist í
mínu lífi. Sléttri viku fyrir hans
dag til að kveðja, gekk ég ásamt
yngri strákunum mínum tveimur
gamla leið. Við gengum á bak við
Mófellið, upp frá Mófellsstöðum.
Þetta var dagurinn sem Þórður
var fluttur á sjúkrahús, þrotinn
kröftum. Gangan var yndisleg í
yfir 20 stiga hita þó aðlangt væri
liðið á dag. Þessi leið, með öllum
sínum litbrigðum, giljum, foss-
um, einstigum og ótrúlegu útsýni
er og verður ómetanleg í mínum
huga. Þarna rifjuðust upp marg-
ar minningar liðinna ára, allar
bjartar og fallegar. Táknrænar
fyrir þann góða dreng, ljúfmenni
og öðling sem við kveðjum hér í
dag. Blessuð sé minning Þórðar
á Mófellsstöðum.
Steinunn Á. Einarsdóttir.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og synda-
gjöld.
Þessi vísa Bólu-Hjálmars kom
í hugann við andlát Þórðar á Mó-
fellsstöðum, sem bar að rétt um
tveim vikum eftir útför Krist-
ófers frá Stóru-Drageyri. Tveir
kærir vinir kveðja í sama mán-
uði. Við leiðarlok þín, Þórður, er
margs að minnast. Ég man upp-
skipunarferðirnar til Akraness á
árunum um 1960 – sér í lagi eina
þar sem unnar voru 44 stundir á
tveimur sólarhringum. Maður
fékk aðeins sofið í fjóra tíma.
Ófá voru dagsverkin sem þú
hjálpaðir okkur við byggingu
fjárhúss og hlöðu. Þið Oddur á
Steinum náðuð vel saman við þá
smíði, og gaman var að vinna
með ykkur. Öll smíðavinna lék í
höndum þínum, hvort sem um
húsbyggingu eða mublusmíði var
að ræða. Um það bera skírnar-
fontar í kirkjunum á Borg á Mýr-
um og á Hvanneyri, ásamt öllum
húsum á Mófellsstöðum vott.
Þessa hæfileika áttir þú ekki
langt að sækja því föðurbróðir
þinn og nafni var völundarsmið-
urinn Þórður blindi á Mófells-
stöðum.
Þá kemur í hugann atvik frá
1969. Sjór í fór í lestarfóður
flutningaskips sem kom til Borg-
arnes. Við fengum að hirða fullan
bílfarm af kúafóðurkögglum, allt
í pokum sem voru að helmingi
eða 1/4 blautir. Því, sem við ekki
hirtum af þessum farmi, átti að
aka á öskuhauga. Þá kom spurn-
ing: Hvernig átti að bjarga sem
mestu af þessum verðmætum?
Lausnin fannst – vinir og kunn-
ingjar í Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðju Akraness, Guðmundur
frá Steinsstöðum og fleiri sögðu
okkur að koma með kögglana til
sín. Ingvar á Múlastöðum keyrði
farminn út á Akranes – pokar all-
ir losaðir og innihaldið fór í gegn-
um þurrkunarkerfið í verksmiðj-
unni. Síðan var sekkjað í nýja
síldarmjölspoka og ánægðir vor-
um við þegar skipt var farminum
á milli okkar, þegar heim kom.
Þá minnist ég snjóavetrar á
níunda áratugnum. Við Jóhann
Viðar komum á vélsleðum að Mó-
fellsstöðum. Þú settist á sleðann
hjá mér en Bjarni hjá Jóhanni. Á
innan við 10 mínútum ókum við
frá Mófellsstaðahlaðinu upp á
hábungu Mófells. Slíkir dagar
skilja eftir skemmtilegar minn-
ingar.
Aldrei tranaðir þú þér fram
eða sóttist eftir vegtyllum, en
sveitungar og samferðamenn
komu ótal verkum í þínar hend-
ur. Aðeins eitt skal nefnt, þegar
stofnuð var byggingar- og skipu-
lagsnefnd í Skorradalshreppi
1971 þá leiddir þú hana í 15 ár
eða til 1986.
Nú að leiðarlokum þakka ég
þér, kæri vinur, samfellda sam-
fylgd í hart nær 70 ár eða svo
langt sem minni mitt nær. Við
systkini mín og okkar fjölskyldur
sendum Margréti og Bjarna inni-
legar samúðarkveðjur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Davíð Pétursson.
Í dag er til moldar borinn einn
af okkar elstu og bestu vinum,
Þórður á Mófellsstöðum. Ómet-
anlegt er að hafa fengið að eiga
slíkt sómafólk sem þau systkinin
Þórð, Bjarna og Margréti á Mó-
fellsstöðum að sem nágranna og
vini. Tryggari vini er varla hægt
að hugsa sér – alltaf hafa þau
borið hag okkar fyrir brjósti og
fylgst grannt með því sem var að
gerast á hverjum tíma hjá öllum
fjölskyldumeðlimum.
Ég á margar góðar minningar
frá bernskuárum um heimsóknir
í gamla húsið á Mófellsstöðum
þegar eldri kynslóðin réð ríkjum
og þau systkinin voru enn á
besta aldri. Vináttutengsl héld-
ust áfram og efldust eftir að ég
eignaðist mína eigin fjölskyldu
og flutti loks aftur í sveitina. Öll
okkar börn og síðar barnabörn
hafa alltaf verið velkomin í heim-
sókn að Mófellsstöðum til að
hitta kýr og kálfa og hænur og
ekki síst öll litlu lömbin um sauð-
burðinn. Vafalaust hefur ekki
verið á annir þeirra bræðra bæt-
andi um hásauðburðinn en aldrei
létu þeir á því bera og sýndu
þessum ungu gestum endalausa
góðvild og þolinmæði, ekki brást
heldur að boðið var inn þar sem
Magga beið tilbúin með rausn-
arlegar veitingar.
Þórður var mjög dagfarsprúð-
ur og rólegur maður sem aldrei
sagði illt orð um nokkurn mann.
Hann var mikill hagleiksmaður
eins og nafni hans og náfrændi
Þórður blindi á Mófellsstöðum
enda starfaði hann við smíða-
kennslu samhliða búskapnum um
árabil og gat sér gott orð í því
starfi. Eftir hann liggja ýmsir
góðir munir eins og til dæmis
skírnarfonturinn í Hvanneyrar-
kirkju.
Þórði var það mikið gleðiefni
þegar þau Karólína og Ottó
fluttu í gamla húsið á Mófells-
stöðum fyrir fáeinum árum, en
það er ekki síst þeim að þakka að
honum var það kleift að eyða sín-
um síðustu árum heima ásamt
Bjarna bróður sínum þrátt fyrir
ört hrakandi heilsu. Samband
þeirra bræðra var alla tíð mjög
náið og eins við Margréti systur
þeirra sem nú dvelur í Brákar-
hlíð í Borgarnesi. Missir þeirra
systkinanna er mikill og er hug-
ur okkar hjá þeim svo og öðrum
aðstandendum.
Rúna og Jóhannes
í Efri-Hreppi.
Þá er lífsins göngu Þórðar ná-
granna okkar á Mófellsstöðum
lokið, svo skrýtið sem það er.
Það er nefnilega þannig að
hann var einhvern veginn jafn
sjálfsagður og bæjarlækurinn, já
eða Skarðsheiðin. Hann var elsk-
aður og dáður af sveitungum sín-
um og öllum þeim sem honum
kynntust. Mig langar að minnast
hans í örfáum fátæklegum orðum
nú við leiðarlok.
Við hér í Mófellsstaðakoti höf-
um notið þess að búa í nágrenni
við systkinin á Mófellsstöðum
alla tíð og það er nú einu sinni
þannig að það er erfitt að taka
eitt þeirra út úr og minnast, slík
var samstaða þeirra og samhug-
ur. Samstarf og samvinna bræðr-
anna Þórðar og Bjarna var ein-
stakt. Þeir voru afar nánir og
stunduðu búskap sinn af sér-
stakri natni og samvinnu. Í raun
voru þeir í sínum störfum eins og
vél eða tannhjól sem virkuðu
saman ljúft og smurt. Þórður var
einstaklega vandaður maður í
verki, allt sem hann gerði var af-
ar vandað. Hann var smiður góð-
ur, einkanlega á tré, og þá var nú
engin hrákasmíðið á hlutunum.
Allt sem hann gerði var unnið af
natni og aldrei var flanað að
neinu. Við hér nutum oft aðstoð-
ar þeirra bræðra í ýmsum vanda
í gegnum árin sem seint verður
fullþakkað.
Þórður var smíðakennari að
mennt og naut ég þess ásamt
öðrum börnum í grunnskólanum
á Hvanneyri á þeim tíma, að
hann kenndi okkur smíði. Hann
kenndi okkur þá að allt sem við
gerðum skyldi vandað. Dæmi um
það var þegar ég 12 ára heimtaði
að smíða lampa úr kýrhorni.
Ekki var nú Þórður alveg á því
til að byrja með en ég náði þó
mínu fram, kannski fyrir ná-
grennið en ég man það að ekki
var ég alltaf sáttur þegar Þórður
lét mig pússa lampann allan vet-
urinn. Það er þó svo að lampinn
er uppi á hillu hjá mér í dag rúm-
um 30 árum síðar og ég sé ekki
eftir vinnunni sem lögð var í
hann í dag.
Það er margs að minnast úr
samstarfi og samvinnu bæjanna
hér undir Mófellinu í gegnum ár-
in sem ekki verður tíundað hér.
Þau systkinin, Magga, Bjarni og
Þórður, bjuggu sínu búi af mynd-
arskap eins lengi og kraftar
leyfðu. Það var svo fyrir nokkr-
um árum að heilsan tók að bresta
hjá systkinunum og þá voru
breytingar óumflýjanlegar. Mar-
grét þurfti að fara á dvalarheim-
ili en bræðurnir gátu áfram verið
heima á Mófellsstöðum og kíkt á
búskapinn hjá Kæju og Otta og
farið í göngutúra saman sem var
þeim báðum mikils virði.
Við ferðalok viljum við í Mó-
fellsstaðakoti þakka þér, elsku
Þórður, fyrir samferðina í gegn-
um árin og votta ykkur, elsku
Bjarni og Magga, samúð okkar,
megi góður Guð styrkja ykkur og
styðja í sorginni.
Jón Eiríkur Einarsson.
Þórður
Vilmundarson
HINSTA KVEÐJA
Manstu er við hleyptum yfir mel
og mó
á Molda, Tígli og Grána?
Og þóttumst fær í flestan sjó
og fórum á stökki yfir ána?
Eða við lékum með legg og skel
við lækinn þegar við máttum
og vorum bændur og bjuggum
vel
í búinu sem við áttum.
Og daglega rákum við kvígur og
kýr
fram með Kaldá og niður í Flóa
og einatt gerðust þar ævintýr
sem ennþá í huganum glóa.
Við fórum í réttir og rúðum fé
og rökuðum hey í teigum
og mér þykir enn að þetta sé
það sem við kærast eigum.
(KG)
Kristján Guðlaugsson.
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
HILMAR ÓLAFSSON,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA BJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
Glaumbæ,
Reyðarfirði,
lést þriðjudaginn 13. ágúst á Dvalarheimilinu
Uppsölum, Fáskrúðsfirði.
Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. ágúst
klukkan 14.00.
Stefán Björnsson, Hjördís Káradóttir,
Halldór Björnsson, Sigurjóna Scheving,
Þórhildur Björnsdóttir, Hafsteinn Larsen,
Ingileif Björnsdóttir,
Kristinn Björnsson, Sesilía Magnúsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
HALLDÓR KRISTINN HELGASON
frá Hnífsdal,
Túngötu 18, Ísafirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut í
Reykjavík mánudaginn 12. ágúst.
Útför Halldórs fer fram laugardaginn
24. ágúst frá Ísafjarðarkirkju kl. 14.00.
Steingerður Ingadóttir,
María Sveinfríður Halldórsdóttir, Sig. Valgeir Jósefsson,
Birkir Guðjón Halldórsson, Pia Majbrit Hansen,
Karitas Ása Halldórsdóttir, Smári Garðarsson,
Bryndís Halldórsdóttir, Valur Jóhannesson,
Kristján Freyr Halldórsson, Bryndís Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.