Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fleiri voru áætlaðir utan vinnu- markaðar í júní en í sama mánuði fyrir ári, eða alls 35.500 í júní borið saman við 31.800 í júní í fyrrasum- ar. Þróunin á fyrri hluta ársins allt aftur til ársins 2008 er sýnd hér fyrir neðan en fólk sem er hvorki starfandi né atvinnulaust er skráð sem utan vinnumarkaðar. Er fólk sem er í atvinnuleit skráð at- vinnulaust en ella utan vinnumark- aðar. Það er Hagstofa Íslands sem tek- ur saman tölur yfir fjölda fólks utan vinnumarkaðar og byggja þær á reglulegri vinnumarkaðskönnun. Yfirfært á allt vinnuaflið Tiltekið úrtak er þar spurt út í stöðu á vinnumarkaði og eru niður- stöðurnar yfirfærðar á vinnuaflið, 188.300 manns, en alls voru 226.500 manns á vinnualdri, 16-74 ára, í júní og að meðaltali 226.200 á 2. ársfjórð- ungi í ár. Svör þeirra sem flokkaðir eru utan vinnumarkaðar eru sundurliðuð og má sjá sundurgrein- ingu fyrir árið 2013 hér fyrir neðan. Sveiflur milli mánaða geta verið töluverðar og eiga þær sér ýmsar skýringar, að sögn Ólafs Más Sig- urðssonar, sérfræðings hjá Hag- stofu Íslands, enda sveiflast framboð á vinnuafli og störfum í tilteknum starfsgreinum eftir árstíðum. Athygli vekur að á 2. ársfjórðungi 2010 var áætlað að 2.100 manns væru veikir af alls um 37.200 manns sem þá stóðu utan vinnumarkaðar og byggði það á svörum í könnun- inni. Þeim hefur síðan fjölgað ár frá ári og voru orðnir 4.800 á 2. ársfjórð- ungi í ár, þegar 37.900 manns voru skráðir utan vinnumarkaðar. Er aukningin frá 2010 langt yfir vik- mörkum. Heimavinnandi hefur einnig fjölg- að en þar er aukningin innan skekkjumarka, eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan. Þá hefur ör- yrkjum eða fötluðum fjölgað en námsmönnum og fólki í fæðingaror- lofi fækkað. Er fækkun námsmanna innan vikmarka en fækkun fólks í fæðingarorlofi umfram vikmörk. Áætlaður fjöldi fólks á eftirlaunum sem stendur utan vinnumarkaðar er svipaður á öðrum ársfjórðungi sam- anburðarárin fjögur, m.t.t. vik- marka. Áætlað er í vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar að 12.900 manns hafi verið án vinnu á 2. árs- fjórðungi í ár, 13.300 á 2. ársfjórð- ungi í fyrra, 15.800 árið 2011 og 16.200 árið 2010. Talan fyrir 2. ársfjórðung í ár er mun hærri en atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunar. Samkvæmt júnískýrslu Vinnumálastofnunar voru 6.935 atvinnulausir í júní og samsvaraði það 3,9% atvinnuleysi. Eru það um 6.000 færri en Hag- stofan áætlar að hafi að jafnaði verið án vinnu á 2. ársfjórðungi þessa árs. Munurinn liggur í skráningu Segir Ólafur Már að munurinn liggi í mismunandi skráningu. Vinnumálastofnun horfi eingöngu til þeirra sem eru skráðir í atvinnu- leit, en Hagstofan byggi tölur sínar á áðurnefndum könnunum. Af þeim 37.900 manns sem voru utan vinnumarkaðar á 2. ársfjórð- ungi í ár sögðust 1.200 vera án vinnu. Segir Ólafur Már ekki hægt að leggja þá saman við þá 12.900 ein- staklinga sem Hagstofan hafi þá áætlað að hafi verið án vinnu. Hóp- Sjötti hver utan vinnumarkaðar  Hagstofan áætlar að um 37.900 manns hafi að jafnaði verið utan vinnumarkaðar á 2. ársfjórðungi í ár  Það jafngildir 16,7% fólks á vinnualdri  Veiku fólki sem stendur utan vinnumarkaðar fer fjölgandi Ólafur Már Sigurðsson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e:  netaafskurði  hlutum úr f lottrolli  nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Lítið framleiðslufyrirtæki í Reykjanesbæ neyðist til að hækka vöruverð sitt um 12% vegna aukins eftirlitskostnaðar hjá Mat- vælastofnun. Þetta kom fram í bréfi sem Morgunblaðið hefur und- ir höndum og er ritað af eigendum fyrirtækisins. Fyrirtækið Matvæladreifing ehf. sendi bréfið til viðskiptavina sinna um miðjan síðasta mánuð en fyrirtækið framleiðir Kútter síld og Kútter fiskibollur. „Gríðarlega álagður kostnaður“ „Ástæða verðbreytingar hluta hækkunarinnar er gríðarlega álagður kostnaður vegna eftirlits- iðnaðar, þ.e. kostnaður Mat- vælastofnunar og aðkeypt aðstoð verktaka við að sinna öllu því skrif- ræði sem sú stofnun krefur fram- leiðslufyrirtæki nú um og tröllríður öllu landinu,“ segir m.a. í bréfinu. Árið 2010 borgaði fyrirtækið tæpar 40.000 kr. á ári til Heilbrigð- iseftirlitsins í eftirlitskostnað skv. bréfinu. Þessi kostnaður virðist hafa hækkað mikið eftir að Mat- vælastofnun tók við eftirlits- hlutverkinu því fyrirtækið sér nú fram á að borga a.m.k. 280.000 kr. á ári til Matvælastofnunar. Þarf að ráða aukastarfsmann Fram kemur að fyrirtækið þarf að ráða til sín verktaka í vinnu til að sinna skráning- arvinnu sem kveðið er á um í reglum Matvælastofnunar. Þetta er óbærilegur kostnaður að mati forsvarsmanna fyrirtæk- isins þar sem fyrirtækið er lítið og eingöngu með 4 starfsmenn í vinnu við framleiðslu. „Heildarkostnaðurinn kemur til með að vera ca. 840.000 kr. á ári vegna þessa eftirlits sem er kostn- aðarhækkun um 2.000%, og þá er ekki meðtalinn kostnaður vegna breytinga innanhúss sem gerðar eru kröfur um af Matvælastofnun,“ segir í bréfinu. Hækkun á öllum kostnaði Í bréfinu kemur einnig fram að nánast öll innkaup fyrirtækisins hafa hækkað undanfarna mánuði. Fyrirtækið notar m.a. hveiti, syk- ur, síld, fisk, olíu, lauk, krydd og umbúðir í sína framleiðslu. Þá kemur einnig fram að allur dreif- ingarkostnaður hafi hækkað gíf- urlega. Eigendur fyrirtækisins Mat- væladreifingar ehf. vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þau standa á bak við það sem kem- ur fram í bréfinu. Sinna miklu skrifræði sem tröllríður öllu landinu  Fyrirtæki hækkar vöruverð um 12% vegna Matvæla- stofnunar  Borgar 280.000 krónur í eftirlitskostnað  Dreifingar- og innkaupakostnaður hækkar líka Hækkun Kútter fiskibollur hækkuðu í verði 1. ágúst síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.