Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
Sá sem gengur að fallegri veiðiá með
stöngina sína verður fyrir töfrum.
Og það er margt sem heillar. Það
er auðvitað áin sjálf, hyljir hennar
og flúðir, þar sem
laxinn getur
leynst við hvern
stein, ef hann
sýnir sig þá ekki
með stökki.
Svo er það líka
umhverfi árinnar
með öllum sínum
breytileika.
Gott dæmi um
þetta allt er Vest-
urá, sem er ein þriggja sem falla í og
mynda Miðfjarðará. Afar mikil fjöl-
breytni og fegurð er í gljúfrinu og
hyljirnir miklir og skemmtilegir. Á
börmum gljúfursins má svo sjá hvar
brýr voru fyrr á árum og veiðihús.
Ofan við gljúfrið sést móta fyrir
gömlum eyðibýlum með magnaða
sögu. Mætti gera meira af því að
koma sögunni til veiðimannanna.
Ofarlega í Vesturá er Guðna-
vörðuhylur. Á kletti við hylinn er
gömul varða sem heitir Guðnavarða
og gefur hylnum nafnið. Hún mun
hafa verið reist í minningu ellefu ára
drengs, Guðna Stefánssonar, sem
varð úti á Vesturárdalshálsi þann 5.
mars 1864. Hann átti heima á bæn-
um Spena, sem nú er í eyði. Dreng-
urinn hafði verið að sækja hesta í
haga þegar á skall stórhríð sem
hrakti hann á hálsinn og til dauða.
Fannst hann daginn eftir óveðrið.
Faðir hans bar líkið heim, nokkurra
kílómetra leið. Heimild: Magnús F.
Jónsson, Rökkurgestir.
Ég hef fengið lax í þessum hyl.
Um það er þetta ljóð.
Flugan dansar
á straumgárunum
og laxinn er á
það glampar fallega
á silfraðan fiskinn
þegar hann strikar
í hylnum
og stekkur
Guðnavarða fær sting
í hjartað
ellimóð og hokin
beygir hún af
vegna hængsins unga
sem deyr nú
inn í landið
eins og drengurinn
frá Spena.
HELGI KRISTJÁNSSON,
Ólafsvík.
Fegurðin
og sagan við ána
Frá Helga Kristjánssyni:
Helgi Kristjánsson
Sérkennslu er þörf
vegna skilgreinanlegs
ástands eða aðstæðna
nemanda sem valda því
að hann getur ekki
mætt almennum kröf-
um grunnskólans og
nýtt sér þá kennslu sem
öllum stendur til boða.
Sérkennsla felur í sér
sérstök námsmarkmið,
sem reynt er að nálgast
með annars konar námsferli og náms-
efni og stefnir að öðrum þekking-
arlegum og getulegum niðurstöðum
en almenn kennsla gerir. Sérkennsla
er sérstök kennsla, frábrugðin al-
mennri kennslu um markmið og leiðir,
innihald sem árangur, (niðurstöðu).
Sá skilningur liggur hér að baki að
almenn kennsla leiði ávallt til al-
mennrar menntunar en sérkennsla til
öðruvísi menntunar, sérstakrar
menntunar. Ljóst er að námsárangur
nemenda er misjafn, þeir ná misgóð-
um tökum á almennu námsefni, sumir
sýna jafnvel alls óviðunandi árangur.
Um slíka niðurstöðu má aldrei fjalla
sem sérkennslu, (sérstaka menntun),
eða á þann veg að nemandinn hafi með
henni komið sér upp sérkennsluþörf,
þ.e. þurfi á sérkennslu, (sérstakri
kennslu), að halda til þess að ná við-
unandi tökum á almennu námsefni.
Þessi nemandi þarf ekki sér-
kennslu, hann hefði þurft meiri og
betri almenna kennslu en þarfnast nú
aðstoðar og endurvinnslu, auka-
kennslu, hjálpar- eða stuðnings-
kennslu.
Í grunnskólalögunum nr. 63/1974
var ráðgjafar- og sálfræðiþjónustunni
ekki einungis ætlað að greina fötlun
nemenda svo þeir gætu notið lögboð-
innar sérkennslu, heldur einnig með
greiningarstörfunum, rannsóknum og
ráðgjafarstörfum til að fyrirbyggja og
forða því að ófatlaðir nemendur, sem
kynnu að eiga í tímabundnum erfið-
leikum, væru sendir í sérkennslu,
jafnvel til frambúðar.
Stefnumörkun grunnskólalaganna,
(nr. 63/1974), í sérkennslumálum var
skýr. Þeir nemendur, sem vegna fötl-
unar sinnar geta ekki
notið venjulegrar
kennslu, eiga rétt til
sérstakrar kennslu við
sitt hæfi. Það er sér-
kennsla; önnur mark-
mið, ólíkt námsefni,
umgjörð og aðferðir. Af
þessu leiðir að sér-
kennsla er ekki aðferð-
in til að tryggja ófötl-
uðum nemendum
viðunandi árangur í al-
mennu grunn-
skólanámi.
Hvað er þá sérkennsluþörf?
Í þrengstu merkingu er átt við það,
að einhver skilgreinanleg ástæða
valdi því að nemandinn sé ófær um að
tileinka sér námsefni almennrar
grunnskólakennslu á viðunandi hátt
og sér að gagni. Sérstök kennsla, sér-
kennsla, er þeim nauðsyn og eina
leiðin til að tryggja þeim þann þroska
sem er þeim mögulegur. Þá fyrst
njóta þeir jafnréttis í námi að þeim sé
svo mismunað að viðfangsefni séu við
þeirra hæfi en ekki þau sömu og ann-
arra. Á þann einn hátt sjá þeir árang-
ur erfiðis síns, upplifa sigra og öðlast
sjálfstraust. Þessir nemendur þarfn-
ast raunverulega sérkennslu vegna
fötlunar sinnar og til að tryggja laga-
legan rétt þeirra til kennslu „…í sem
fyllstu samræmi við eðli og þarfir
nemenda…“ er stuðli að „…alhliða
þroska, heilbrigði og menntun hvers
og eins…“ verður að halda fast við
þessa þröngu skilgreiningu hugtaks-
ins sérkennsla.
En framkvæmdin hefur orðið önn-
ur. Allt frá níunda áratugnum er
áhrifa grunnskólalaga og viðeigandi
reglugerða fer að gæta, hafa stjórn-
völd sem og skólar sveigt frá fyrir-
mælum grunnskólalaganna nr. 63/
1974 einkum er varðar greiningar
verðandi sérkennslunemenda.
Er nú svo komið að tæp 30%
grunnskólanema eru í sérkennslu og
um helmingur þeirra án formlegrar
greiningar.
Á níunda áratugnum þótti það
óhæfa að ætlast til sérkennslu fyrir
2-3% nemenda jafnvel þótt grein-
ingar á vanda þeirra lægju fyrir.
Nú er svo komið að fötluðu sér-
kennslubörnin, 3-4 prósentin, verða
kaffærð af fimm til sexföldum fjölda
sínum af „sérkennslunýbúum“ sem
ekki eru fatlaðir, en eiga í erfiðleikum
í námi, trufla, eru áberandi og þarfn-
ast hjálpar. Vandi þessara nemenda
er annar en þeirra fötluðu. Samt er
þörf þeirra fyrir einhvers konar að-
stoð. Brýn og öflug aðstoð við slíkar
aðstæður skilar nemandanum gjarn-
an vel áleiðis í námi og hefur sér-
kennslan þá ekki sannað gildi sitt?
Ef góður fjórðungur nemenda í al-
mennu grunnskólanámi nær ekki að
læra það sem allir þurfa að læra þá er
eitthvað að. Skólinn bendir á nem-
andann; þarna er vandinn, þessi
þarfnast sérkennslu. Slík „sér-
kennsla“ ber jafnan góðan árangur
og með því að mæta sérkennsluþörf
nemandans er henni jafnframt eytt.
En er rétt að aðgreina og stimpla
um fjórðung nemenda sem verða fyr-
ir því að misstíga sig í mennta-
valsinum? Erum við þá ekki refsa
fórnarlambinu? Hvað með að leita or-
sakanna og laga málið á forsendum
nemandans? Kalli viðunandi lausn á
nýbreytni í skólastarfi þá er það vel.
Við megum ekki sameinast um það
að stefna framtíð saklausra barna í
hættu með því að staðfesta þörf
þeirra fyrir sérkennslu þegar allt
sem þau þarfnast er sú almenna
kennsla sem samfélagið hefur lofað
þeim.
P.S. Engin gögn liggja fyrir um
heildarkostnað vegna sérkennslu,
ráðuneyti menntamála hefur nú orðið
lítil afskipti af framkvæmdinni og
sveitarfélög ráða ekki við að skil-
greina kostnað við þennan málaflokk
sérstaklega!
Er sérkennsla markviss
úrbót eða stjórnlaus sóun?
Eftir Sturlu
Kristjánsson »Ef góður fjórðungur
nemenda í almennu
grunnskólanámi nær
ekki að læra það sem
allir þurfa að læra þá er
eitthvað að.
Sturla Kristjánsson
Höfundur er kennari, sálfræðingur og
Davis-ráðgjafi. Les.is – www.les.is.
Golf/brids
Golf/brids-mótið verður haldið á
Strandarvelli (Hellu) laugardaginn
7. september og hefst kl. 10.30. Mæt-
ing eigi síðar en 9.45. Tvímenningur í
golfi (betri bolti) og brids og sam-
anlagður árangur gildir. Matur eftir
golfið og síðan spilamennska. Verð
5000 kr á mann.
Nánar á golf.is og hjá Lofti s: 897
0881.
Bikarkeppnin
Dregið hefur verið í þriðju umferð
bikarkeppni BSÍ og spila eftirtaldar
sveitir saman:
Hvar er Valli? - SFG
Rimi - J.E. Skjanni
Grant Thornton - Lögfræðistofa Íslands
Hjördís Sigurjónsdóttir - Stilling
Síðasti spiladagur er 1. septem-
ber. Undanúrslitin verða svo spiluð
14. og 15. september.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Aukablað alla
þriðjudaga
Skoðaðu úrvalið
www.jens.is Síðumúla 35
Kringlunni og
Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf
Vatnajökull
7.900.- Eyjafjallajökull
5.900.-
Jöklaskálar
Kökuhnífar
Sultuskeiðar
henta einnig fyrir
pestó og hnetur
11.800.-
12.800.-
8.900.-6.900.- BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Kvosin Landsímareitur –
breyting á deiliskipulagi
Borgarráð Reykjavíkur staðfesti niðurstöðu umhverfis-
og skipulagsráðs og samþykkti, tillögu um breytingu á á
deiliskipulagi fyrir Kvosina – Landsímareit, á fundi sínum þann
25. júlí 2013.
Deiliskipulagsbreytingin var kynnt í samræmi við 40. – 41. gr.
Skipulagslaga.
Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 23. maí 2013, en á
fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. maí var samþykkt
að framlengja athugasemdafresti til 30. maí 2013. Alls bárust
214 athugasemdir/bréf og undirskriftalisti með 200 nöfnum
vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 12. júlí 2013 var hin
auglýsta tillaga lögð fram og samþykkt með vísan til umsagnar
skipulagsfulltrúa dags. 9. júlí 2013. Uppdráttum var breytt í
samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa og hefur erindi verið sent
Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppdráttum má nálgast á
vefsíðunni skipbygg.is.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og
skipulagssviðs, embættis skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar,
netfang er skipulag@reykjavik.is.
Reykjavík 16. ágúst 2013
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Umverfis- og skipulagssvið