Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 v a tn b ló ð fita Nú er nóg komið af sukki sumarsins! Taktu heilsuna föstum tökum og fylgdu Detoxáætlun um betri heilsu. Hafið samband á joninaben@ nordichealth.is eða í síma 8224844 Heilbrigt líf er hvorki sjálfsagt né sjálfgefið. Það er vinna að viðhalda heilbrigði. Í form á 40 dögum er áskorun um að taka slíka ákvörðun. Það er undir þér komið að snúa heilsunni þér í hag - en hér færðu verkfærin sem styðja þig og efla. Verkefnið Í form á 40 dögum byggir á fyrirlestrum, hugleiðingum, ítarlegri verkefnabók og miklum stuðningi á heilsuvefnum www.nordichealth.is Við lifum nú mestu tækni- og þekking- arbyltingu mannkyns- sögunnar. Á síðustu öld urðu straumhvörf í fræði- legri eðlisfræði. Þá verða til afstæðiskenn- ingin og skammta- fræðin sem eru tvær meginstoðir nútíma eðlisfræði. Þessi grundvallarvísindi hrintu af stað þekkingarskriðu og tæknibyltingu sem enn er á fullri ferð. Afstæð- iskenningin breytti heimsmyndinni í veigamiklum þáttum og skammta- fræðin og hálfleiðaratæknin eru grunnurinn undir tölvubyltingunni. Fyrir nokkrum árum komu fram á sjónarsviðið símar sem hægt er að tengja netinu og þar með tölvum um allan heim. Í símanum er hægt að fá upplýsingar um flesta hluti á örskots- stund, hlusta á tónlist, horfa á sjón- varp, lesa bækur og stunda viðskipti. Ef framkvæma þarf flóknar reikniað- gerðir þá er það leyst á stundinni af stærðfræðiforritum á vefnum. Snjallsíminn og systurtæki þess, spjaldtölvan, eru nú orðin algeng verkfæri við upplýsingaöflun og al- genga tölvuvinnu. Þetta skapar ný tækifæri til að gera stærðfræði- kennslu gagnlegri fyrir flesta og um leið ódýrari. Rafbækur og stærð- fræðiforrit eru langtum betri aðferð til að kenna stærðfræði en blaðs- og blýantsaðferðin sem er í aðalatriðum miskunnarlaus utanbókarlærdómur. Hin öra þróun veldur því að skólar eiga afar erfitt að fylgjast með og verða á eftir með kennsluefni og þjálfun kennara. Nú er ljóst að miklar breytingar eru framundan í skólastarfi en hver ætlar að stíga fyrsta skrefið? Menntamálaráðuneytið semur vandaðar námsskrár sem leggja lín- urnar um efnisval og gefa skólunum svigrúm til að útfæra kennsluna á ýmsan hátt. Skólameistarar hafa nóg að gera við að halda skólunum gangandi vegna sífellds niðurskurðar rík- isvaldsins og benda á stærð- fræðikennarana en þeir vilja helst engar breytingar. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar og end- urnýjun á tölvubúnaði skólanna. Sem betur fer eru að koma nýjar og mun ódýrari spjaldtölv- ur á markaðinn sem lækka kostnaðinn við nauðsynlega endurnýj- un. Fullkomið net og vandaður skjávarpi er nú lágmarksbúnaður í allar skólastofur. Vinnumarkaðurinn og daglegir lifn- aðarhættir þarfnast nýrra aðferða í menntun sem er meira í takt við þróun þjóðfélagsins. Nútímamaðurinn notar verkfæri til að vinna með og í dag eru allir sér- fræðingar hver á sínu sviði. Þetta vinnulag krefst mikillar yf- irlitsþekkingar og stór hluti mennt- unar verður endurmenntun og þjálf- un í nýrri tækni. Kennslutilraunir og ný viðhorf í skólamálum Undirritaður hefur sl. 14 ár gert ýmsar tilraunir með notkun stærð- fræðiforrita í skólastarfi og skrifað nokkrar bækur um þetta efni. Með tilkomu stærðfræði- og þekk- ingarforritsins Wolfram Alpha varð þetta starf mun einfaldara og árang- ursríkara. Tilraunir með góða nemendur sýndu mikla ánægju með aðferðina og sömu sögu er að segja um sein- færa nemendur. Ég hef síðustu árin haft mikinn áhuga á „tossunum“ það er nemendum sem ekki ná grunn- skólaprófi. Þetta efni hefur verið mikið feimnismál en vitað er að all- stór hópur, sérstaklega strákar, nær ekki lágmarksárangri í grunnskóla. Það vakti mikla athygli þegar hin skarpa fréttakona Lóa Pind Aldís- ardóttir gerði nokkra frábæra, hisp- urslausa og fræðandi sjónvarpsþætti um málið sl. vetur. Hún kynnti málið frá nýrri hlið og varpaði nýju ljósi á þetta vandamál. Undirritaður hefur fengið að gera kennslutilraunir í skólum með þessa nemendur. Það fyrsta sem maður uppgötvar er að þessir nemendur eru alls ekki illa gefnir en skólinn vill nota óbreyttar kennsluaðferðir á þetta fólk þó reynslan sýni að það hefur ekki gengið. Það var mér mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að prófa Alpha- aðferðina við stærðfræðikennslu í grunnskóla. Þetta var fyrsta til- raunin á þessum velli og ýmislegt þarf að lagfæra í námsefninu en út- koman var samt afar jákvæð. Það vakti sérstaka athygli mína var að í hverjum 20 manna bekk voru nokkr- ir nemendur sem stóðu illa að vígi og fengu einkakennslu af leiðbeinendum en í bekknum voru einnig nokkrir framúrskarandi nemendur. Þessir nemendur fengu enga athygli eða hjálp. Þessir góðu nemendur eiga líka sinn rétt og þeim má kenna í hóp með góðum árangri. Mikið sorgarefni er einnig að raun- greinarnar eðlis- og efnafræði eru ekki kenndar í grunnskóla. Nauðsynlegt er að talkennsla í ís- lensku verði kennslugrein en með smá leiðbeinandi hjálp er hægt að bæta málfar ungmenna þannig að fólk fari að heilsast og kveðjast á ís- lensku og hætta að segja þú veist í tíma og ótíma. En mikið eru nemendur í dag elskulegt og viðkunnanlegt fólk og það er kannski aðalatriðið. Störf kennara eru grunnurinn að velferð fólks og þessi stétt á skilið mikla virðingu fyrir sín störf eins og gert er í Finnlandi. Að lokum heilræði til kennara Þórarinn Björnsson fyrrverandi skólameistari á Akureyri sagði við skólasetningu: „Ég vona að kennararnir gefi skól- anum sem mest af sál sinni, því án þess verður enginn merkur í kenn- arastarfi. Göfgi og erfiði kenn- arastarfsins er í því fólgið, að það er sálarstarf. Það má aldrei gleymast“ Stærðfræði í takt við tímann Eftir Ellert Ólafsson »Rafbækur og stærð- fræðiforrit eru langtum betri aðferð til að kenna stærðfræði en blaðs- og blýants- aðferðin sem er í aðal- atriðum miskunnarlaus utanbókarlærdómur. Ellert Ólafsson Höfundur er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Tölvu- og Stærð- fræðiþjónustunnar ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.