Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 31
samar að fá að hafa toppstykkið
í lagi alveg fram á síðasta dag og
ég veit að það var þeim mikils
virði. Það var bara núna í vor að
Ása setti saman ljóð fyrir
mömmu sem mamma skrifaði
aftan á mynd og færði krabba-
meinslækni sínum sem þakklæt-
isvott. Ég vona svo innilega að
einhverjir eigi eftir að taka verk-
in hennar Ásu saman og gefa út
í bók eða bókum.
Mamma og Ása voru góðar
saman í félagsstarfinu, þær
settu oft saman dagskrá fyrir
stúkufundi og þá jafnvel samdi
Ása sögur og ljóð og mamma
flutti það sem flytja þurfti af
mikilli list. Þær skemmta núna
sér, og jafnvel fleirum, á öðrum
stað með skemmtilegum frá-
sögnum og dillandi hlátri.
Ég votta Victori og öðrum að-
standendum mína dýpstu sam-
úð, viss um að minning um þessa
dásamlegu konu muni lifa í
hjörtum þeirra um ókomna tíð.
Sigþrúður Sigurðardóttir
(Sísí.)
Á langri ævileið verða kynni
kær við svo marga sem undur-
gott er að eiga með samleið. Svo
eru einstaka þannig gerðir að
með eðliskostum sínum, verm-
andi vináttu og kærleika til alls
sem lifir þá búa þau sér stað í
brjósti manns og verða manni
hjartakær eins og perlur. Slík
perla var sú sem við kveðjum í
dag, hún var dýrmæt svo ótal-
mörgum sem höfðu af henni
kynni, sönn vinkona, sönn mann-
eskja. Klökkur í hjarta og huga
minnist ég svo margra ómetan-
legra stunda er við áttum sam-
starf fleiri ára svo ágætt að
hvergi féll skuggi á:
Ásgerður að skrifa bréf fyrir
skjólstæðing með sannfærandi
lýsingu á högum og heilsu, hún
að stjórna fundi af einstakri
röggsemi en ekki síður lagni,
hún á kaffistofunni okkar, segj-
andi frá svo mörgu skemmtilegu
sem verður lifandi ljóst í frá-
sögninni, Ásgerður að yrkja fal-
legt ljóð sem óðar hrífur huga
manns, hún að semja og syngja
einstaklega smellnar gamanvís-
ur, hún að semja leikþætti sem
vöktu sanna kátínu og svellandi
hlátur, Ásgerður á leiksviði,
túlkandi hugarfóstur sín og ann-
arra með afbrigðum vel, hún
flytjandi hvatningu á Einingar-
fundi, Ásgerður vinkona okkar
hjóna sem alltaf var hægt að
treysta til alls sem gott var. Allir
sem hún kynntist báru henni
sögu svo fallega og hlýja, með
bros á vör og birtu í svip vitnaði
fólk í velgjörðir hennar og verk
öll.
Hún Ásgerður var sérlega vel
gerð kona sem hefði náð langt á
hverju því sviði sem hún hefði
helgað sig, hún var bráðgreind
og skarpskyggn, hún kenndi til í
stormum sinnar tíðar svo vitnað
sé í skáld sem hún kunni svo góð
skil á, las ógrynni af vönduðum
bókmenntum og hafði tilvitnanir
í það bezta á hraðbergi, minnug
svo af bar.
Hún var afar félagslega sinn-
uð, þar átti samhjálpin sinn
örugga og einbeitta talsmann,
hún flutti mál sitt vel, rökhugs-
un skýr og afdráttarlaus, það
var ljóst að hugur fylgdi máli og
oft talaði hún enga tæpitungu.
Hún var skáldmælt vel og lék
þar á ýmsa strengi, allt frá léttu
gamni yfir í efnismikil og falleg
ljóð.
Okkur Einingarfólki var hún
einstaklega dýrmæt, setti sinn
mæta svip á fundina okkar, lagði
þar svo ótalmargt til og allt svo
vel unnið, dagskrárefnin svo frá-
bær og efnismikil, enda byggt á
traustum grunni og sjálf fór hún
afar vel með efni hvort sem var í
leik, söng eða hvers konar flutn-
ingi öðrum.
Hún sagði svo vel frá að unun
var á að hlýða, allt svo skemmti-
legt og fjarri öllu grómi. Mikið
eigum við eftir að sakna hennar
Ásgerðar, því hvar sem hún var
á vettvangi var hún umvafin
hlýju og gleði sem hreif alla sem
nálægt henni voru. Lífslán henn-
ar mest fólst í öndvegiseigin-
manni og ágætum börnum sem
og þeirra fólki. Hugur okkar
Hönnu leitar til Victors sem er
einstakur að allri gerð og gjarn-
an nefndum við þau í sömu and-
ránni svo samtaka og samheldin
voru þau og þar féll kærleik-
urinn aldrei úr gildi. Honum og
öllu þeirra fólki sendum við
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Veri okkar yndislega vinkona
kært kvödd. Þar fór um veg
kjarnakona af beztu gerð og
blessuð sé hin geislandi bjarta
minning hennar.
Helgi Seljan.
Merk samferðarkona er
kvödd í dag. Ásgerður Ingimars-
dóttir. Um árabil sat hún í stjórn
Sjóðs Odds Ólafssonar hjá Ör-
yrkjabandalagi Íslands, ásamt
okkur Önnu Ingvarsdóttur. Ás-
gerður var vandvirk og tillögu-
góð og setti sig nákvæmlega inn
í hvert mál. Stjórnarfundir voru
iðulega á heimili þeirra hjóna,
hennar og Victors. Ásgerður var
ritari stjórnar og leysti það vel
af hendi.
Þegar formlegum fundi lauk
var tekin fyrir umræða um mál-
efni öryrkja og þjóðmálin rædd
vítt og breitt. Hún hafði leiftr-
andi kímnigáfu og sagði vel frá.
Ásgerður hafði víðtæka þekk-
ingu á málefnum öryrkja, enda
helgaði hún þeim málefnum
drjúgan hluta starfsævi sinnar.
Hún var jákvæð og hlý mann-
eskja og fólki þótti notalegt að
leita til hennar. Allir fóru léttari
í bragði af hennar fundi. Að leið-
arlokum er þakkað fyrir gott
samstarf og ljúf kynni. Aðstand-
endum er vottuð innileg samúð.
Ólafur Hergill Oddsson.
Góð vinkona og stúkusystir er
látin. Skarð er höggvið í vina-
hópinn og stutt reyndist á milli
Ásgerðar og annarrar vinkonu
okkar, Sigrúnar Gissurardóttur
sem lést í júlí.
Margs er að minnast eftir 50
ára vináttusamband. Ásgerður
var kletturinn í sinni fjölskyldu
og margar eru sögurnar hennar
og ljóðin sem hún setti saman
eftir ljúfar samverustundir. Hún
átti auðvelt með að semja og
yrkja, og oft reyndist það
skemmtileg upprifjun að hittast
og heyra Ásgerði lesa upp það
sem markverðast gerðist með
sinni glettni og frásagnarhæfi-
leikum. Ása og Victor voru sér-
staklega samrýmd hjón sem gott
var að vera með.
Veiðiferðirnar í Hítarvatn til
margra ára voru fjölskyldum
okkar mikils virði og tilhlökk-
unarefni ungum sem öldnum
meðan þær voru farnar.
Félagsskapurinn í stúkunni
okkar Einingunni gaf lífinu gildi
og gott var að leita til Ásgerðar
um dagskrárefni. Hún bara
samdi sögur, ljóð og leikþætti
eftir því sem þurfti, en leikritið
„Hneykslið á Hótel Ölfusá“ er
okkur minnisstæðast enda sýnt
á Revíukvöldi stúkunnar í gömlu
Templarahöllinni. Ásgerður
gegndi störfum æðstatemplars
og varatemplars Einingarinnar
um árabil.
Við sem fórum saman á ung-
templaramót til Oscarshamn í
Svíþjóð 1968 nutum þess að
ferðast saman. Fern hjón voru í
eldri kantinum og fóru um Suð-
ur-Svíþjóð á mótsstað, meðan
yngra fólkið fór norðurleiðina.
Eitt og annað er um ferðina að
segja og mismunandi húsakost-
ur beið okkar á leiðinni, en Ás-
gerður kunni að gera gott úr
öllu.
Ágerður gerðist ung að árum
félagi í IOGT og fetaði í fótspor
foreldra sinna, en pabbi hennar,
Ingimar Jóhannesson, var um
áratugaskeið einn af forystu-
mönnum reglunnar.
Traustur vinur er mikils virði
og fyrir það er þakkað að leið-
arlokum. Að laða fram það góða
er hæfileiki sem er mikils virði. Í
störfum sínum talaði hún fyrir
réttlæti og sanngirni og vitað er
að góð ráð hennar urðu mörgum
til mikillar hjálpar á lífsleiðinni.
Fyrir öll ykkar störf fyrir
stúkuna og bindindismálið er
þakkað með einlægu hjarta.
Kæri Victor, missirinn er
mikill en vitundin um að fjöl-
skyldan stendur þétt saman í
anda Ásgerðar hjálpar vonandi
til. Minningin um góða konu lif-
ir.
Þá hugsjónir fæðast, fer hitamagn um
önd,
Þá hugsjónir sigra, fer þrumurödd um
lönd,
Því gæt þess vel, sem göfgast hjá þér
finnst,
og glæddu vel þann neista, sem liggur
innst.
Sé takmark þitt hátt, er alltaf örðug
för,
sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðs-
ins kjör.
Sé merkið hreint, sem hátt og djarft
þú ber,
snýr hindrun sérhver aftur, sem mæt-
ir þér.
(Guðmundur Magnússon.)
Kolbrún og Gunnar
Þorláksson.
Ása er horfin á vit forfeðra
sinna og vina, við söknum henn-
ar mikið en óskum henni til
hamingju með að hafa kvatt
þennan heim án þess að skulda
nokkrum neitt, því aldrei lagði
hún nokkuð illt til nokkurs
manns og var öllum góð.
Sigrún, konan mín, var 12 ára
er hún kynntist Ásu. Feður
þeirra settu þá upp leikritið Álf-
konan í Selhamri. Þar lék og
söng Ása aðalhlutverkið, þá tví-
tug og Sigrún gleymdi því aldrei
hve hátt hún leit upp til þessarar
fallegu ungu stúlku. 5 árum síð-
ar urðu kynni okkar Sigrúnar
við Ásu og Victor meiri. Við vor-
um þá í stúkunni Sóley ásamt
mörgum öðrum unglingum og
starfsemin var fjölbreytt og
skemmtileg. Settir voru upp
stuttir gamanleikþættir, lesnar
sögur og ljóð, haldnir dansleikir
og æfðar frjálsar íþróttir og
handknattleikur, einnig var á
hverju sumri farið í ferðalög.
Ása tók þátt í öllu þessu af mikl-
um krafti og þá fórum við að
njóta hæfileika hennar sem
skálds. Hún skrifaði marga gam-
anþætti bæði um félagana og
aðra, færði lýsingar á ferðalög-
um okkar í skemmtilegan bún-
ing. Henni veittist þetta auðvelt
og einnig það að setja saman
ljóð en hún var frábært ljóð-
skáld. Ása hefði áreiðanlega
geta náð langt á ritbrautinni,
vinir hennar þekktu þetta en
alltof fáir aðrir sökum lítillætis
hennar.
Ása var vinur vina sinna og
sem dæmi um orðheppni hennar
í því sambandi sagði hún eitt
sinn við Sigrúnu, konu mína,
„Það er svo gott að geta kvartað
við þig út af fólkinu mínu, vegna
þess að ég veit að þú þekkir þau
og veist að þetta er allt ágæt-
isfólk“. Ég gæti rifjað upp ýmis
atriði í samskiptum okkar í
gegnum árin sem snerta fjöl-
skyldur okkar, svo sem fæðingar
barnanna, skírnir, fermingar og
giftingar, andlát foreldra okkar
o.fl. Alltaf voru þau hjónin okkur
til stuðnings. Eitt atriði vil ég þó
nefna sem oft kemur mér í hug.
Það var í október 2002, börnin
okkar voru að mála íbúðina okk-
ar og við vildum ekki vera fyrir
á meðan og leigðum okkur smá-
hýsi nálægt Akureyri. Þótt okk-
ur hafi nú yfirleitt komið mjög
vel saman hjónunum, þá datt
okkur til hugar að bjóða Ásu og
Victori að dvelja með okkur
þessa viku, sem þau þáðu. Victor
hafði ekki trú á að þau hefðu tök
á að vera alla vikuna, sjálfsagt
hefur hann ekki viljað vera lengi
frá hestunum sínum, en þau ætl-
uðu alla vega að vera yfir
helgina. Við vorum sérlega
heppin með veður. Það var sól,
blíða og blankalogn alla vikuna,
svo það varð úr að þau voru með
okkur allan tímann okkur til
mikillar ánægju. Við fórum til
Ólafsfjarðar, þar sem fjöllin
spegluðust í sjónum. Út í Fjörð-
ur í sól og blíðu og þar gekk Ása
í möl og grjóti alveg út að sjón-
um, hún þurfti endilega að koma
við sjóinn. Þá fórum við til Mý-
vatns og í minningunum höfðum
við aldrei komið að Mývatni í
eins fallegu veðri, kannski vegna
þess að við vorum svo seint á
ferð að engin fluga var, en
haustlitirnir voru komnir á lauf
og lyng.
Ég votta Victori, börnum
þeirra og fjölskyldum, okkar
innilegustu samúð vegna fráfalls
góðrar eiginkonu, móður, ömmu
og langömmu. Guð blessi minn-
ingu góðrar konu.
Sigurður Jörgensson.
Við söknum þín, vina. Þú gafst okkur
geislana bjarta,
þeir geymast og duga og minningin
vakir um þig.
Þú áttir svo mikið af yl í huga og
hjarta,
því hjarta sem bærðist og lífgaðir
fólkið og mig.
Í hljóðlátum skrefum, fullum af mann-
úð og mildi,
við mættum þér. Ennþá brosið úr aug-
um þér skín.
Nú fagnar þér kristur, hann gaf þínu
lífi sitt gildi.
Gakk inn í fögnuð þíns herra, vinkona
mín.
(Árni Helgason.)
Þegar við kveðjum Ásgerði er
sár söknuður í huga okkar og
hjarta. Hún var góð kona sem
alltaf var boðin og búin að gera
öðrum greiða. Ég hitti hana
fyrst þegar hún vann á skrif-
stofu Kvenfélagasambands Ís-
lands fyrir yfir fjörutíu árum
síðan. Við vorum einnig saman í
stúkunni Einingunni þar sem
hún var ómetanlegur félagi. Ás-
gerður var einstaklega greiðvik-
in kona. Þegar ég sá um öldr-
unarstarfið í Bústaðakirkju
aðstoðaði hún mig mjög oft með
skemmtiatriði enda góður upp-
lesari og einstaklega hagmælt.
Ég kveð þig, vinkona, með
þakklæti fyrir samveru liðinna
ára.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Við Þórhallur sendum fjöl-
skyldu Ásgerðar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigrún Sturludóttir.
Við andlát náinna samferða-
manna og vina leitar hugurinn
ávallt til liðinna daga og liðinna
stunda. Þannig er því einmitt
varið nú, þegar við kveðjum Ás-
gerði Ingimarsdóttur, hana Ásu.
Svo nátengd er hún okkar
bernsku að við munum ekki eftir
okkur öðruvísi en að Ása væri
hluti af lífinu og tilverunni. Í
seinni tíð var hún tenging við
gamla heimilið í Gröf. Hún
mundi eftir foreldrum okkar
sem ungu fólki, hún mundi
Siggu litlu systur okkar sem
aldrei varð stór, hún mundi
heimilisbraginn í Gröf, daglegt
líf jafnt sem tyllidaga, gleði og
sorgir. Allt fékk þetta líf í frá-
sögnum hennar.
Kynni fjölskyldnanna hófust
þegar faðir Ásu, Ingimar Jó-
hannesson, varð skólastjóri í ný-
stofnuðum skóla á Flúðum árið
1929. Í þá daga var ekkert þétt-
býli á Flúðum, aðeins skóla-
stjórafjölskyldan sem sinnti bú-
skap ásamt uppfræðslunni.
Nágrannarnir á Flúðum og í
Gröf tengdust sterkum vina-
böndum og sá vinskapur entist
alla tíð þótt Ingimar og Sólveig
flyttu annað eftir um áratug í
sveitinni.
Í stríðinu var reynt að koma
Reykjavíkurbörnum á sveita-
heimili vegna yfirvofandi hættu
á loftárásum. Foreldrar okkar
voru beðnir fyrir Ásu, sem þá
var 11 ára gömul. Í sjö sumur
kom hún snemma að vori og var
fram eftir hausti. Þeirra stunda
minntist hún með mikilli gleði og
mundi ótrúlegustu atvik.
Það var einmitt eitt af hennar
einkennum að muna löngu liðna
tíð, jafnvel smæstu smáatriði,
þessi sem vantar svo gjarnan í
minningar okkar hinna. Þessu
kunni hún að miðla á svo
skemmtilegan hátt að löngu liðn-
ir atburðir urðu sem ljóslifandi.
Ása las mikið, hún var ljóða-
unnandi og kunni mikið af ljóð-
um og lausavísum sem hún hafði
á hraðbergi og kryddaði frá-
sagnir sínar gjarnan með. Hún
var frábær penni og skrifaði
greinar í blöð og tímarit. Hún
var mannvinur og hafði til að
bera skilning á margbreytileika
mannlífsins, sem kom sér vel í
starfi hennar sem framkvæmda-
stjóri Öryrkjabandalags Íslands.
Að leiðarlokum þökkum við
Ásu samfylgdina og geymum
minningu um góða vinkonu. Við
kveðjum hana með síðasta er-
indinu úr ljóðabréfi sem faðir
okkar skrifaði til hennar í okkar
orðastað þegar við vorum litlar
stelpur:
Kveðja þig með kurt og pí,
kellur sem þér unna.
Óska að sjá þig enn á ný,
Áshildur og Gunna.
(E.Ásg.)
Elsku Victor, við sendum þér
og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ásgerðar
Ingimarsdóttur.
Guðrún Emilsdóttir.
Áshildur Emilsdóttir.
Við fráfall Ásgerðar Ingi-
marsdóttur fyllist hugurinn
trega en jafnframt þakklæti fyr-
ir allt sem hún var mér þann
tíma sem leiðir okkar lágu sam-
an.
Ásu var margt til lista lagt því
hún var bæði greind og hæfi-
leikarík. Uppeldi á menningar-
heimili mótaði hana og þann arf
rækti hún vel alla ævi. Hún hafði
áhuga á menningu og listum,
hún las mikið, kunni ljóð og sög-
ur og var vel hagmælt sjálf.
Bæði bundið mál og greinar eftir
hana birtust í blöðum og tímarit-
um.
Þjóðfélagsmál voru Ásu hug-
leikin, hún hafði ákveðnar skoð-
anir og þorði að taka einarða af-
stöðu í þeim málum sem hún bar
fyrir brjósti. Hún var frjálslynd
og jafnréttissinnuð og barðist
ávallt fyrir réttlæti og hagsmun-
um þeirra sem minna máttu sín í
lífinu.
Hún var félagslynd og vildi
láta gott af sér leiða og með
verkum sínum aflaði hún sér
virðingar samferðamanna sinna.
Ása var mikil fjölskyldumann-
eskja og heimili hennar og Vic-
tors í Sigluvoginum var áratug-
um saman miðpunktur barnanna
og fjölskyldna þeirra. Hjá þeim
hjónum var hist, hvort heldur
sem var í gleði eða sorg. Þar var
umhyggja sýnd og aðstoð veitt
og þar var einnig innilega glaðst
þegar það átti við. Ása gaf af
hjartans örlæti.
Þegar ég, sveitadrengur vest-
an af fjörðum, tengdist fjöl-
skyldunni var mér tekið af ein-
stakri hlýju og skilyrðislausum
stuðningi í hverju því verkefni
sem lífið færði mér.
Að leiðarlokum þakka ég af
einlægni allar þær góðu stundir
sem ég naut í návist Ásu og
sendi ættingjum hennar og ást-
vinum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Yngvi Hagalínsson.
Elsku amma Ása.
Að setjast niður og skrifa
minningarorð um þig er eitthvað
sem ég hélt að ég þyrfti ekki að
gera á næstunni. Einhvern veg-
inn er það þannig að maður
heldur að þeir sem standa manni
næst hverfi manni aldrei sjón-
um, og það er þannig, elsku
amma, þú hverfur mér aldrei.
Að horfa yfir farinn veg getur
verið erfitt og sársaukafullt. En
þegar ég hugsa til baka yfir þau
fjörutíu ár sem við áttum saman,
eru minningarnar bjartar og fal-
legar eins og sumarnæturnar
fyrir austan í Birtingaholti þar
sem við áttum margar stundir
saman í bústaðnum ykkar afa.
Það er gott að geta átt minn-
ingar sem þessar og það er gott
að geta þakkað fyrir umhyggj-
una og hlýjuna sem streymdi frá
þér, elsku amma. Umhyggja og
hlýja til handa öllum sem þú
þekktir. Þú gafst af þér og varst
falleg fyrirmynd á mörgum ólík-
um sviðum, og það er gott að
alast upp með sterka fyrirmynd
til að líta upp til.
Ef ég ætti að velja eitt orð til
að lýsa þér, elsku amma, þá er
það blessun. Blessun er orð sem
við notum ekki mikið utan kirkj-
unnar, en ég veit svo sannarlega
að þú þekktir þetta orð og það
lýsir þér vel. Við vitum hvernig
dagar geta verið fullir blessunar
og gæfu þegar maður vaknar,
sólin skín og allt verður lifandi
og fallegt. En það eru vissar
manneskjur sem fylgir blessun.
Þeim fylgja sólargeislar og gæfa
og amma, þú varst ein af þeim.
Þú fylltir dagana gleði og lífi,
óþrjótandi viskubrunnur, með
bók eða nál og tvinna í hönd í
stofunni í Sigluvoginum. Ég
minnist þess sérstaklega hvern-
ig við skrifuðum saman minning-
arorð fyrir einn af lokaáföngun-
um mínum í guðfræðinni. Þann
dag hugsaði ég einmitt hvað þú
hefðir orðið flinkur og góður
prestur.
Ég ylja mér við minningarnar
hér úti í Noregi. Að geta kallað
fram góðar og fallegar minning-
ar þegar við ferðumst í gegnum
dagana í huganum, er að öðlast
viturt hjarta. Að taka inn í
hjarta sitt allt það góða sem lífið
gefur manni með sínum bless-
uðu dögum og þeim blessuðu
manneskjum sem maður fær að
eyða lífinu með, það er að öðlast
viturt hjarta.
Lífið og dagarnir virðast ógn-
arstuttir þegar kemur að því að
þurfa að kveðja þá sem maður
elskar, í Davíðssálmi 103 segir;
Dagar mannsins eru sem grasið,
hann blómgast sem blómið á
mörkinni, þegar vindur blæs á
hann er hann horfinn og staður
hans þekkir hann ekki framar.
En hver um sig opna dagarnir
sig, yndislega fallegir, hver með
sitt sérkenni.
Á hverjum degi er eitthvað
sem við getum þakkað fyrir, eitt-
hvað sem við upplifum nýtt og
merkilegt. Á hverjum blessuðum
degi vill Guð okkur eitthvað, feg-
urð sem við upplifum með fólk-
inu sem við elskum. Og þú gerð-
ir svo sannarlega dagana
yndislega fallega og fulla af sér-
kennum.
Elsku amma Ása, minning-
arnar um dagana sem við höfum
verið samferða gegnum öll þessi
ár, ylja hjartanu og gera dagana
sem framundan eru, sannarlega
bjartari og betri. Takk fyrir allt
og allt, Guð blessi þig í eilífðinni
og haldi þér í faðmi kærleikans
þar til við sjáumst að nýju og ég
get faðmað þig aftur.
Þinn dóttursonur,
Haraldur Örn Gunnarsson.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013