Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 ✝ Andri VatnarRúriksson fæddist 28. desem- ber 1987 í Reykja- vík. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst 2013. Foreldrar hans eru Rúrik Vatn- arsson lögmaður og Harpa Helga- dóttir sjúkraþjálf- ari. Andri Vatnar var elstur fjögurra systkina sem eru; Sigurberg Rúriksson, f. 20. mars 1989, unnusta Elísa Guðjónsdóttir; Lilja Rúriks- dóttir, f. 27. ágúst 1991, unn- usti Aaron Moten og Dagbjört brautaskólanum við Ármúla sem lauk vorið 2007. Eftir út- skrift úr FÁ var Andri í dag- vist á Lyngási hálfan daginn og sótti jafnframt nokkur nám- skeið í Fjölmennt. Hann fluttist að Árlandi, heimili fyrir börn í Fossvogi 1994. Hann fluttist á sambýlið Sólheimum 21b, Reykjavík, í september 2009 og bjó þar til dánardags. Í janúar 2012 veiktist Andri mjög alvar- lega og náði ekki aftur sömu heilsu og áður og hefur síðan ekki sótt dagvist utan heimilis nema námskeið Fjölmenntar. Hann hefur stytt sér stundir á morgnana við að fylgjast með heimilisverkum og skrif- stofustörfum en þó mest við að horfa á íþróttir og tónlistar- myndbönd. Útför Andra Vatnars fer fram frá Langholtskirkju í dag, 16. ágúst 2013, og hefst athöfn- in kl. 15. Rúriksdóttir, f. 3. ágúst 1994. Föð- uramma Andra Vatnars og fóst- urmóðir er Sigríð- ur Sigurðardóttir, leikskólastjóri, f. 2. apríl 1944. Andri Vatnar var í þjálfun og greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins frá október 1988. Í maí 1989 fékk hann vistun á dag- heimilinu Lyngási í Safamýri. Hann hóf nám við Safamýr- arskóla 1993. Hann stundaði nám við starfsbraut í Fjöl- Lófar þínir svo mjúkir iljar gerðar til gangs augun sem þekkja mig ekki enn beðið eftir fyrirmælum sem aldrei bárust ókunnar leiðir rofnar af óþekktu meini. Það sem heftir þroska þinn efldi minn. Allt sem þú gafst mér: þú kynntir mig Sorginni og Voninni og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt. Ég gaf þér ekkert nema lífið. (Þórarinn Eldjárn) Nú ertu loksins frjáls, elsku, yndislegi drengurinn minn og ég veit að þegar við sjáumst aftur þá getum við aftur talað saman eins og við gerðum í draumunum. Þín mamma. Andri Vatnar, sonur minn, fæddist á dimmu vetrarkvöldi um jólin 1987. Myrkrið er greypt í huga mér vegna þess hversu illa fór. Vegna andvaraleysis starfs- fólks á Fæðingarheimili Reykja- víkur var allt um seinan þegar hann fæddist andvana. Hann var lífgaður við á Landspítalanum en hlaut mikinn heilaskaða vegna súrefnisskorts og varð fjölfatlað- ur, ófær um að tjá sig og hafði nánast enga sjálfráða hreyfingu, varð spastískur og þjáðist af mik- illi krampavirkni allt sitt líf. Allt þetta vegna atburðarásar sem átti sér stað á nokkrum mínútum. Að lokum var viðurkennt af sér- fræðingum og af Landlækni að mistök hefðu átt sér stað sem leiddu til þessara hörmulegu af- leiðinga. Svo hófst lífið framundan og Andri tókst á við það af öllum sín- um kröftum. Hann hefur sigrað hverja orrustuna á fætur ann- arri, erfið veikindi, skurðaðgerðir og önnur áföll. Harpa konan mín og móðir Andra sinnti sjúkraþjálfun við hann í mörg ár og lærði meðferð- ir vegna fjölfatlaðra einstaklinga. Hún gerði allt sem hún gat og rúmlega það til að reyna að örva þá litlu hreyfigetu sem var fyrir hendi og oft var lagt hart að litla drengnum í þessu skyni þannig að manni þótti nóg um. Andra leið best í vatni og þar átti hann margar góðar stundir. Eftir að við eignuðumst fleiri börn tók móðir mín þá ákvörðun að taka að sér umönnun Andra. Hann var margra manna maki í umönnun. Andri þurfti vegna veikinda sinna að dvelja oft á sjúkrahúsum og gjörgæslu, hann fór í ótal aðgerðir og lyfjameð- ferðir. Móðir mín var með honum hvert einasta skref, og andvöku- næturnar eru óteljandi. Þessi kraftur og ákveðni móður minnar er eitthvað alveg einstakt. Fjöldi fólks hefur auk þess komið að umönnun Andra með ýmsum hætti, læknar og annað heilbrigð- isstarfsfólk, starfsfólk á dag- heimilum og sambýlum þar sem hann hefur dvalið og margir fleiri, fólk sem vinnur ómetanlegt starf. Þegar maður horfir á barn sitt þjást eins mikið og Andra þá velt- ir maður fyrir sér hvort og hver sé tilgangur almættisins. Eina svarið sem ég hef er að Andri hefur þroskað og bætt alla þá sem hafa umgengist hann, kynnst honum og elskað hann. Öll viðmið breytast, hversdags- legar áhyggjur verða hjákátleg- ar, hann lýsti upp tilveru allra þeirra sem voru honum samferða með krafti, dugnaði og æðruleysi. Lítið bros frá Andra sigraði al- mættið léttilega. Þegar ég kveð þig, elsku drengurinn minn, þá er ótal spurningum ósvarað. Við þekkt- umst vel, en samt svo lítið. Við gátum ekki talað saman með orð- um, en samveran var ómetanleg. Þú hefur með þínum hætti fært mér meiri skilning á lífinu og til- verunni. Þegar upp er staðið þá er minningin um þig skær og björt, þú komst með ljós og orku inn í heiminn sem lifir áfram. Ég hef velt því fyrir mér hvort það sé eitthvað líf eftir dauðann. Nú á ég engan annan kost en að trúa því. Ekki væri verra ef þú gætir tekið brosandi á móti mér þegar þar að kemur, hraustur, heilbrigður og glaður. Ég er þakklátur fyrir að þú sért sonur minn. Rúrik Vatnarsson. Fóstursonur minn og sonar- sonur, Andri Vatnar lauk lífsbar- áttu sinni 9. ágúst síðastliðinn, 25 ára að aldri. Eftir sit ég tómur og hugsi þó að ég hafi vitað að hverju stefndi. Andri skaðaðist í fæðingu og var upp frá því fjöl- fatlaður og var því öðrum háður með allar athafnir daglegs lífs, allan sólarhringinn. Hvert ár í viðbót í lífi hans var því alltaf sem lítið kraftaverk. Við Andri kynntumst fyrst þegar ég dvaldi hjá honum um nætur á Landspítalanum þegar hann var tveggja mánaða gamall. Á næstu átján árum okkar saman varð til fallegri og dýpri vinátta en ég hafði áður vitað að væri til. Eins var um samband hans við ömmu sína og fósturmóður. Líf okkar Andra saman er kröftug saga. Virðing mín fyrir þeirri mögnuðu persónu sem Andri Vatnar var er óendanlega mikil. Best skynjaði ég hversu mikið hann þurfti á hlýju og væntum- þykju minni að halda er við geng- um gólf um nætur og krampar fóru um lítinn kroppinn sem raf- straumar með miklum sársauka. Hann naut þó lífsins þegar hann var frískur. Þá var hann fjörkálf- ur og skríkti sínum magnaða hlátri þegar gaman var. Hann skellihló þegar ég dró hann um snjóskafla á teppi, oft héldum við svo lengi áfram að setja þurfti hendur og fætur hans í volgt vatn til að ná upp hita þegar inn kom. Hann undi því að liggja með mér undir trjám í vindi þegar sólin smellti geislum sínum framan í hann eða þegar regnið féll á and- lit hans. Andri var magnaður náttúru- unnandi. Ekki gerði honum síður gott að vera í hlýrri sólinni á Kanaríeyjum um jól og áramót. Hátt rakastig við sjóinn gerði til- veruna betri og gaman fannst honum að skoða marglita fiskana í sjónum. Þannig er hægt að minnast svo ótal margs sem hann hafði unun af fyrstu æviárin. Oft og lengi dvaldi Andri á barnadeild Landspítalans og urðu læknar og hjúkrunarfólk góðir vinir hans. Fyrstu æviárin var Andri á Lyngási yfir daginn þar sem mannkosta fólk annaðist hann og þjálfaði. Síðar flutti Andri smátt og smátt á Árland af heimili okkar Sigríðar, þá að nálgast unglingsaldur. Þar kynntumst við fleiru góðu fólki sem síðar urðu margir af hans bestu vinum. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa upplifað hlýhug og vin- áttu í öllu því þjónustuferli sem Andri naut um dagana. Önnur hlið og dekkri sem tengdist tilvist Andra var sú að vera talsmaður hans um mann- réttindi sem kostuðu peninga. Það er mikið vandaverk að taka ákvarðanir fyrir þann sem ekki getur tjáð sig. Ég sem fósturfaðir hans reyndi mitt besta. Seinustu árin bjó Andri á Sam- býlinu Sólheimum 21b. Kæra starfsfólk og íbúar Sólheima. Ég votta ykkur og öðrum vinum og velgjörðarmönnum Andra Vatnars mína dýpstu samúð og fjölskyldu hans allri. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og synda- gjöld. (Bólu-Hjálmar.) Skjöldur Vatnar. Það er mikil sorg í hjarta mínu en viss léttir að kveðja þig úr þessu jarðneska lífi, elsku Andri Vatnar. Þú náðir því að verða 25 ára gamall í desember sl., og það rifj- ast nú upp fyrir mér hversu mikla eftirvæntingu foreldrar þínir og öll fjölskyldan höfðum á meðgöngu þinni að fá þig í heim- inn. Móðir þín fór eftir öllum nýj- ustu fræðum um lækniseftirlit, heilsufar og mataræði fyrir verð- andi mæður, enda var meðganga þín allan tímann eðlileg. Það varð því gríðarlegt áfall þegar upplýst var eftir fæðinguna, að þú hefðir orðið fyrir miklum súrefnisskorti í fæðingunni. En það var því mið- ur ekki brugðist rétt við þessum aðstæðum og þér bjargað með keisaraskurði. Eftir nákvæma skoðun barna- lækna var foreldrum þínum til- kynnt að þú mundir aldrei geta orðið venjulegt barn sem mundi geta hlaupið og leikið sér, heldur mundir þú verða að glíma við of- urfötlun allt þitt líf, gætir mjög sennilega ekki lifað nema í örfá ár og þyrftir stórt teymi í heil- brigðiskerfinu þér til stuðnings. Þú hefur farið óteljandi ferðir á spítala þar sem reynt hefur ver- ið að lækna líkamleg vandamál sem hafa komið upp vegna krampa og annarra sjúkdóma sem eru bein afleiðing eftir súr- efnisskort. Það er augljóst, Andri minn, að þú hefur gengið í gegnum miklar þjáningar. Oft eftir heimsóknir mínar til þín er ég horfði á hversu erfitt líf þitt var, þar sem þú hafðir enga möguleika á að tjá þig, þá vökn- uðu spurningar hjá mér til æðri máttarvalda um tilgang lífsins og hvernig hægt væri að leggja svo miklar raunir á elsku barnið okk- ar. Ég mun nú í bænum mínum biðja þess að hvar sem tilvera þín er getir þú nú hlaupið, sungið og dansað. Amma Dagbjört. „Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir hugskot mitt, og sé í björtum boga brosandi andlit þitt.“ (Höf. ók) Nú hefur elsku Andri minn kvatt okkur öll sem elskuðum hann. Hefur hann þá lokið verk- efnum sínum hér á jörð? Já, lík- lega en ég held þó að allt það sem hann hefur kennt samferðafólki sínu eigi eftir að hafa áhrif um ókomin ár. Það er einstakt að sá sem fæddist dáinn og hlaut af því óbætanlegan skaða hafi átt slíkan smitandi lífskraft og lífsvilja. Líf- ið hans var ekki auðvelt, það var fullt af sársauka og harðri bar- áttu en líka vellíðan og gleði þrátt fyrir allt. Það sem er efst í huga mínum núna er þakklæti: Þakk- læti fyrir að Andri valdi mig til að aðstoða sig í gegnum lífið sitt. Þakklæti fyrir að mér entist ald- ur og heilsa til þess. Þakklæti fyrir að hann kvaddi þetta líf á heimilinu sínu, yfirvegaður, ótta- laus og rólegur í fangi mínu og foreldra sinna. Þakklæti fyrir allt það góða fólk sem hefur komið inn í líf okk- ar um lengri eða skemmri tíma við þjálfun, kennslu, umönnun og hvers konar þjónustu í öll þessi ár. Ykkar framlag er óendalega dýrmætt. Ég vil ekki nefna nein nöfn en þau eru mjög mörg sem koma upp í hugann. Elsku, yndislegi, fallegi Andri minn, takk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Þú skilur eftir mikið tómarúm í mínu lífi en ég vil fylla það með fallegum myndum og minningum um þig. Elska þig að eilífu. Sigríður, amma þín. Elsku besti Andri okkar. Við þökkum þér kærlega fyrir sam- fylgdina. Hún Ólöf á eftir að sakna þín mikið en á milli ykkar ríkti einstakt vinarþel. Þið eruð búin að fylgjast að svo lengi, svo til allt ykkar líf. Fyrst saman á Lyngási, fluttuð saman í Árland- ið og svo voru það okkur mikil gleðitíðindi þegar kom í ljós að þið áttuð að fá að búa áfram sam- an þegar þið fluttuð í Sólheima 21b. Það var yndislegt að horfa á samband ykkar, hvernig þið kúrðuð saman smákríli í vatns- rúminu í Árlandinu og hversu sterk böndin voru á milli ykkar, látbragð og smáhljóð, þið skilduð hvort annað. Elsku Andri, mitt ljúfa ljós, ég með þér gleði naut. Ei lengur við semjum lífsins ljóð, nú farinn ertu á braut. Hvíl í friði, okkar kæri vinur. Við sendum samúðarkveðjur til Siggu ömmu og fjölskyldu Andra. Ólöf, Gyða, Bjarni og fjölskylda. Í dag kveðjum við kæran vin, Andra Vatnar. Það verður tóm- legt á heimilinu okkar án þín. Við áttum margar góðar samveru- stundir, horfðum saman á DVD- myndir, hlustuðum á tónlist og einnig fórum við oft saman í bæ- inn, á kaffihús, listasöfn eða bara að skoða mannlífið. Við munum sakna hans mikið því við áttum svo mörg góð ár saman. Við mun- um geyma allar góðu minning- arnar um hann hvert í sínu hjarta. Ei skaltu stormur stæra þig, því stráið sem þú braust var allra jarðargrasa grennst á grund og varnarlaust. Og burt var sumarsafi þess og sveigja, undir haust. Það hafði barist vinda við og vorkul nætursvalt. Þó skini sólin sterk á storð varð stundum nokkuð kalt. En lífið á þann leyndardóm og líkn - að þola allt. Þú hverfur, eyðist. Enginn man þín áhlaup grimm og skjót. En grasið rís úr gröf á ný og grær á sinni rót. - Það stemmir engin stigu þess sem stefnir himni mót. (Kristján frá Djúpalæk) Elsku Sigga amma, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Minningar um góðan dreng munu alltaf lifa með okkur. Bergdís, Kristinn (Deddi) og Óskar Óli. Þó vindar blási á litla logann þinn. Og líka streymi regn – hann blikar þarna! Því flýgurðu ekki hátt í himininn. Þar hlýtur þú að vera fögur stjarna. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Fallinn er nú frá góður vinur Lyngáss, Andri Vatnar. Andri byrjaði á Lyngási ungur að árum og eignaðist marga vini þar og tók þátt í leik og starfi í um 23 ár. Þegar Andri Vatnar útskrifað- ist úr framhaldsskóla markaði hann spor ásamt skólafélögum sínum í breyttri starfsemi Lyng- áss þar sem hann tók þátt í að móta starf fyrir fullorðna ein- staklinga. Andri Vatnar var ákveðinn og lét alveg í ljós þegar honum líkaði ekki eitthvað. Hann steig fyrstu sporin í list- og menningarstarfi og er minni- stæðastur veturinn sem fenginn var leikari til að sinna leikrænni tjáningu. Í þessum stundum naut hann sín vel þar sem hann kynnt- ist annarri nálgun að náttúrunni, tónlist og nánd við annað fólk. Hann var þátttakandi í gjörningi á vegum hátíðarinnar List án landamæra um vorið sem lukk- aðist vel. Fyrir rúmu ári síðan hætti Andri á Lyngási sökum þess að heilsu hans hrakaði en við fylgdumst með honum og fengum reglulega fréttir af líðan hans. Óbilandi kjarkur er okkur ofar- lega í huga. Kenndu mér klökkum að gráta, kynntu mér lífið í svip, færðu mér friðsæld í huga, finndu mér leiðir og veg. Gefðu mér gullin í svefni, gættu að óskum og þrám, minntu á máttinn í sálu, minning er fegurri en tár. Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. (Sigmundur Ernir) Við þökkum þér samfylgdina og allt sem þú gafst okkur, kæri Andri Vatnar, og fjölskyldunni vottum við okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd vina á Lyngási. Birna Björnsdóttir. Andri Vatnar flutti til okkar í Sólheima 21b í september 2009. Hann heillaði okkur strax með ljúfmennsku sinni og fallegu bláu augunum. Hann hafði einstakt lag á því að láta skoðanir sínar og langanir í ljós þótt ekki hefði hann orðin. Meðan hann hafði enn heilsu til að fara í Lyngás lét hann alltaf vita af sér, þegar hann kom heim, með ákveðnum hljóðum sem við vorum búnar að túlka sem „Hæ, ég er kominn heim, getur einhver aðstoðað mig“. Þegar við komum og heils- uðum honum og buðum hann vel- kominn heim fengum við fallegt bros. Andri naut þess að vera í fé- lagsskap annarra íbúa og starfs- fólks og kom það vel í ljós þegar hann fór að vera meira heima. Í hádeginu var það orðinn fastur liður að fá hárdekur. Þá var hárs- vörðurinn nuddaður og vorum við rækilega minntar á það ef við vorum að gleyma okkur. Andri hafði sterka og góða nærveru og hafði áhrif á alla sem kynntust honum. Hann gaf mikið af sér og skilur eftir sig stórt skarð hér í Sólheimunum. Við getum yljað okkur við minningarnar um ljúfan ungan mann sem gaf okkur svo margt. Við viljum votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Sambýlið Sólheimar 21b, Ólafía Magnea Hinriksdóttir og Pálína G. Benjamíns- dóttir. Í dag kveðjum við ljúfan pilt, hann Andra Vatnar. Við kynnt- umst Andra þegar við unnum í Árlandi og mikið fannst okkur gaman að fá að vinna þar! Í Ár- landi var ýmislegt brallað og Andra leið best þegar við vorum mikið á ferðinni. Ef við fórum í gönguferðir þá líkaði honum ósléttur vegur best, hann elskaði Andri Vatnar Rúriksson ✝ Útför móður okkar, HÓLMFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, áður til heimilis í Smárahlíð 1a, Akureyri, hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks í Lögmannshlíð fyrir góða umönnun. Kristrún Ellertsdóttir, Gauja Ellertsdóttir, Guðmundur Ellertsson og fjölskyldur. ✝ Þökkum fyrir samúð og vináttu sem okkur var sýnd við fráfall UNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Kvígindisfelli. Systkini hinnar látnu og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.