Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Gæsaveiðitímabilið hófst 20. ágúst sl. og stendur
nú sem hæst. Ágætlega hefur gengið að veiða
gæsina, að sögn Elvars Árna Lund, formanns
Skotveiðifélags Íslands, en sumstaðar, þá aðallega
á miðju Norðurlandi, var hún seinni en venjulega
á hefðbundna hauststaði. „Það bendir til þess að
varpið hafi verið svolítið seinna á ferðinni vegna
snjóþyngsla fram eftir vori víða á heiðum. Annars
staðar, þar sem var minna af snjó, hafa menn séð
mikið af gæs, það hefur til dæmis verið mjög góð
veiði á Austurlandi,“ segir Elvar.
Andaveiðitímabilið hófst 1. september. „Það
virðist vera mikið af stokkönd og rauðhöfðaönd,
sem eru helstu veiðitegundirnar, þannig að vet-
urinn lofar góðu. En það er ekki fyrr en gæsin er
farin að menn fara að gera sig út í öndina.“
Fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár er ekki komið í
ljós en verið að skoða það innan umhverfisráðu-
neytisins. „Við áttum fund í ráðuneytinu í gær [mið-
vikudag] og við væntum ákvörðunar innan tveggja
vikna um það hvernig rjúpnaveiðum verður háttað í
vetur. Við vonum að það verði bætt við dögum því að
talningar í vor gáfu til kynna að stofninn standi sterk-
ari að vígi en var búið að spá fyrir tveimur árum. Auk
þess viljum við meina að þótt veiðidögum verði fjölg-
að, úr þessum níu dögum, hafi það ekki áhrif á af-
komu stofnsins,“ segir Elvar. ingveldur@mbl.is
Gæsaveiðar hafa gengið ágætlega
Gæsa- og andaveiðitímabilið stendur yfir en fyrirkomulag rjúpnaveiða er ekki komið í ljós
Morgunblaðið/Ingó
Á veiðum Fjórir félagar á gæsaveiðum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í vikunni. Veiðitímabilið hófst 20. ágúst og stendur nú sem hæst.
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Lagðar voru línur fyrir komandi haustþing á undirbún-
ingsfundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem fram fór í
Grímsnesi í vikunni. „Það var margt rætt sem skiptir
okkur máli sem þjóð og vonandi verður afraksturinn
sýnilegur þegar nýtt þing kemur saman hinn 1. október.
Það er hefð fyrir því að halda undirbúningsfund sem
þennan á hverju hausti. Í ár kynntu ráðherrar það sem er
á döfinni í hverju og einu ráðuneyti og það sem þeir
hyggjast leggja áherslu á. Eðli málsins samkvæmt greini
ég ekki frá því heldur sjá þeir um það sjálfir þegar að því
kemur, en það er margt spennandi í farvatninu,“ segir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins.
Frumvörp sem valda ekki pólitískum deilum
Aðspurð um áherslumál þingflokksins á komandi
haustþingi, sem mun vara í sex daga, segir Ragnheiður
að lögð verði áhersla á það sem hægt er að vinna með á
þessum stutta tíma. „Það liggur fyrir svokallað hagstofu-
frumvarp sem forsætisráðherra lagði fram á sumarþingi
og unnið er að í allsherjarnefnd og menntamálanefnd. Þá
hef ég heyrt að væntanleg séu tvö frumvörp sem fela í sér
tæknilegar breytingar sem þarf að gera en eru að öðru
leyti ekki þess eðlis að þau valdi pólitískum deilum. For-
sætisráðherra mun flytja skýrslu um stöðu mála og efna-
hagshorfur auk þess sem hinir hefðbundnu þættir þings
verða á sínum stað eins og óundirbúnar fyrirspurnir og
störf þingsins,“ segir Ragnheiður.
Sjálfstæðismenn lögðu
línurnar fyrir haustþingið
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þingflokkur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu lín-
urnar fyrir komandi haustþing á undirbúningsfundi.
Margt spennandi í farvatn-
inu, segir þingflokksformaður
Nicorette Fruit-
mint, lyfjatyggi-
gúmmí, er illfá-
anlegt í
apótekum og
verslunum. Bára
Einarsdóttir,
markaðsstjóri
hjá Vistor, sem
flytur inn vöruna, segir skortinn á
þessu vinsæla tyggigúmmíi stafa af
vandræðum við framleiðslu þess.
„Lyf eru viðkvæm framleiðsla og
vanda þarf til allra þátta hennar.
Eitthvað í framleiðslunni veldur
erfiðleikum og því er framleiðand-
inn ekki tilbúinn að senda vöruna
frá sér,“ segir Bára en að hennar
sögn er þessi bragðtegund sú vin-
sælasta og því eflaust margir fyrr-
verandi reykingamenn, sem treysta
á tyggjóið, ósáttir.
Óþarfi er að örvænta enda nægar
birgðir af öðru Nicorette-tyggjói til
í landinu að sögn Báru „Það er alls
enginn skortur á Nicorette-tyggjói
og nóg til af bæði freshmint- og
whitemint-tyggigúmmíinu.“
Reykingamenn sem hyggjast
hætta reykingum geta leitað ann-
arra ráða en að tyggja Nicorette,
t.d. má nota plástur eða nefúða
kjósi menn ekki aðrar bragðteg-
undir en Nicorette Fruitmint.
Skortur á
Nicorette
Fruitmint
Vandamál í fram-
leiðslu tyggjósins
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Um 270 sjúklingar bíða þess nú að
komast í hjartaþræðingu á Land-
spítalanum. Er það óvenjulega mikill
fjöldi.
„Biðlistinn í hjartaþræðingu er
langur núna og lengri en hann hefur
verið eða við teljum æskilegt að hann
sé. Vonandi mun hann styttast á
næstu mánuðum og við erum að
vinna að því,“ segir Ingibjörg Jóna
Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjarta-
þræðinga á Landspítalanum.
Biðlistinn hef-
ur safnast upp á
síðastliðnu ári af
ýmsum orsökum
að sögn Ingi-
bjargar. Sumrinu
sé ekki eingöngu
um að kenna, þá
hægist á starf-
seminni en listinn
hafi verið að safn-
ast upp á lengri
tíma en það.
„Það eru ýmsar orsakir, til dæmis
mannafli og tækjabúnaður að ein-
hverju leyti. Í vetur stendur til að fá
nýja þræðingastofu og þá verðum
við komin með aðra öfluga þræð-
ingastofu sem í framtíðinni mun von-
andi hjálpa til. Auðvitað þarf líka að
vera mannafli og þekking fyrir
hendi.“
Forgangsraðað á lista
Spurð hvort sjúklingum sé að
fjölga segir Ingibjörg þjóðina vera
að eldast og með vaxandi aldri fjölgi í
þeim sjúklingahópi sem kann að
þurfa kransæðaþræðingu. „En það
hefur ekki orðið nein stór aukning
upp á síðkastið sem skýrir þennan
biðlista.“
Um sjö hjartaþræðingaraðgerðir
eru framkvæmdar á spítalanum á
dag að meðaltali, eða um 2.000 á ári.
Ákveðin forgangsröðun er á list-
anum en þeir sem eru með óstöð-
ugan sjúkdóm ganga fyrir og þurfa
ekki að bíða lengi, eins er með þá
sem liggja inni. Ingibjörg segist að-
spurð ekki vita til þess að að fólk sé
að hrökkva upp af á meðan það bíð-
ur. „Ef fólk verður bráðveikt kemst
það inn á sjúkrahús og í bráðaþræð-
ingu.“
Ingibjörg er bjartsýn á að þau nái
að vinna á biðlistanum en ef aðrir
þættir komi upp sé ekki hægt að lofa
neinu. Aðspurð hvort ástandið á
Landspítalanum undanfarið gæti
spilað þar inn í svarar Ingibjörg:
„Þetta er í sjálfu sér mjög sérhæft
starf sem fer fram á þræðingastof-
unni og sérhæfður hópur lækna sem
sinnir því. Það hefur ekki haft mikið
að segja enn sem komið er en hins
vegar ef þessi sérhæfði hópur þræð-
ingalækna þarf í auknum mæli að
fara að sinna öðrum mjög dreifðum
verkefnum þá gæti það vel gerst, já.“
Margir bíða eftir hjartaþræðingu
Biðlisti í hjartaþræðingu á Landspítalanum lengri en æskilegt er að sögn yfirlæknis Hátt í þrjú
hundruð sjúklingar bíða Safnast upp á síðastliðnu ári Reyna að stytta biðlistann næstu mánuði
Ingibjörg J.
Guðmundsdóttir
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
hrærivélar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Drive-HM-140 1600W -
14 cm hræripinni - 2 hraðar
19.990,-
Lescha steypurhrærivél SBM
P150 150 lítra (hægt að taka
í sundur - þýsk gæði)
59.900,-
Lescha steypuhrærivél SM 145S
140 lítra (þýsk gæði)
71.900,-
Steypu