Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nánast ógerlegt er fyrir fullorðna að komast að hjá geðlæknum hér á landi að sögn Ellenar Calmon, framkvæmdastjóra ADHD- samtakanna. „Það eru margir geð- læknar hættir að taka við nýjum sjúklingum. Þá getur verið tæplega árs bið í fyrsta viðtal hjá geðlækni og síðan getur verið hálfs árs bið til viðbótar í einhvers konar grein- ingu. Staða geðlækninga á Íslandi er verulega slæm,“ segir Ellen. Fáir geðlæknar eru starfandi á Íslandi og stéttin eldist mun hrað- ar en hún endurnýjast. Frá því í mars á þessu ári hefur verið sérstakt ADHD-teymi starf- andi á geðdeild Landspítalans. Það er samsett af geðlæknum og sál- fræðingum og á að létta á þeim biðlista sem er til geðlæknis. „Við höfum verið að reyna að hafa áhrif á heilsugæsluna um að vera meðvitaðri um ADHD. Það á ákveðin skimun að geta farið fram þar en það er ekki alltaf reyndin. Ef heilsugæslulæknir skimar getur hann sent sjúklinginn áfram til teymisins á Landspítalanum. Þar fer fram önnur skimun, sem er að- eins dýpri, og þá annaðhvort skim- ast sjúklingurinn frá, þ.e. greinist ekki með ADHD, eða hann skimast þannig að hann þurfi nánari greiningu, þá klárar teymið greininguna og sjúklingurinn kemst í hendur geðlæknis. Það er mikill léttir fyrir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 28 ára karlmann, Ingvar Dór Birgisson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Brotin framdi hann á þáverandi heimili sínu í miðborg Reykjavíkur á vormánuðum 2010. Þá var honum gert að greiða stúlk- unni 900 þúsund krónur í miska- bætur. Maðurinn komst í kynni við stúlk- una í gegnum samfélagsvef og náði að tæla hana heim til sín. Hann var sakfelldur fyrir að hafa nýtt sér yf- irburðastöðu sína gagnvart stúlk- unni vegna aldurs-, þroska- og afls- munar og haft við hana samræði. Lét hann ekki af háttsemi sinni þrátt fyrir að stúlkan bæði hann ítrekað um að hætta og segði hon- um að hann væri að meiða hana. Áður en málið var þingfest kom Ingvar Dór þeim boðum áleiðis til dómsins að hann væri fluttur til Cayman-eyja og væri ekki á leið til landsins í náinni framtíð. Var því gefin út handtökuskipun á hendur honum auk þess sem áform voru uppi um að fá hann framseldan. Kom þó ekki til þess því Ingvar Dór mætti fyrir dóminn í júní síðast- liðnum. Var hann þá úrskurðaður í farbann. Í niðurstöðu dómsins segir að Ingvar Dór eigi sér engar máls- bætur, hann hafi brotið á mjög ungri stúlku, á viðkvæmu þroska- skeiði hennar, auk þess sem málið hafi tafist vegna hans. Tafði málið með því að setjast að á Cayman-eyjum  Karlmaður á þrítugsaldri dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku Klefi Maðurinn fer í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Ellen segir ADHD-samtökunum berast fjöldinn allur af fyr- irspurnum frá fullorðnum einstaklingum sem eru að reyna að komast að í greiningu hjá geðlækni en gengur erfiðlega. „Sálfræðingar geta líka greint ADHD en þeir kosta aug- að úr; tíminn kostar 10 til 15 þúsund krónur og grein- ing á bilinu 80 til 120 þúsund krónur. Sálfræðingar eru innan heilbrigðiskerfis annars staðar á Norð- urlöndunum en ekki hér,“ segir Ellen. Fá fjölda fyrirspurna Ellen Calmon ADHD-GREINING marga því það er svo erfitt að komast að hjá geðlækni án tilvís- unar.“ Ellen segir teymið hafa náð um þrjátíu til fjörutíu greiningum það sem af er ári en þurfi að vera að- eins öflugra til að ná að ganga á biðlistann. Staðan skánar ekki í bráð Kristinn Tómasson, formaður Geðlæknafélagsins, segir að nánast allir geðlæknar taki einvörðungu við nýjum sjúklingum í gegnum til- vísanir. „Með tilvísun er fjögurra til tólf vikna bið. Án tilvísunar er raunverulegur biðtími yfir þrír mánuðir,“ segir Kristinn. „Það er langur listi sem bíður þess að fá þjónustu og til þess að forgangs- raða í þeirri þjónustu hafa menn valið það að taka sjúklinga fyrst og fremst eftir tilvísun frá heim- ilislækni eða öðrum heilbrigð- isstarfsmanni.“ Geðlæknar eru ekki hættir að taka við nýjum sjúklingum, að sögn Kristins, en hjá elstu og um- setnustu geðlæknunum getur biðin verið löng og erfitt að komast að. „Vandinn er sá að stéttin er að eldast heilmikið. Þetta er hópur manna á aldrinum 65 til 70 ára sem hafa verið mjög öflugir en þeir munu hætta á næstu árum og margir farnir að minnka við sig því það hefur orðið samdráttur í fjölda viðtala. Nýir læknar koma ekki inn og því fækkar í stéttinni. Í því felst vandinn, það er engin endurnýjun.“ Kristinn sér ekki stöðuna skána í fyrirsjáanlegri framtíð. „Kjörin hér heima eru ekki samkeppnishæf við nágrannalöndin og það er ákveðinn þröskuldur. Þá hafa heildarfjárveitingar til geðheil- brigðismála ekki náð að mæta þeirri þörf sem er skilgreind út frá eðli og umfangi geðsjúkdóma í samfélaginu.“ Morgunblaðið/Kristinn Beðið Þeir sem bíða eftir að komast í greiningu á ADHD hjá geðlækni eru margir. Myndin er sviðsett. „Staða geðlækninga er verulega slæm“  Erfitt fyrir fullorðna að fá tíma hjá geðlækni án tilvísunar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég hef látið hefja vinnu við gerð frumvarps sem felur í sér að skipu- lagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli, eða því svæði sem hann nær yfir, sé hjá Alþingi. Ég er þeirrar skoðunar að það sama eigi að gilda um Reykja- víkurflugvöll og gildir um Keflavík- urflugvöll. Þar er skipulagsvaldið hjá ríkinu,“ segir Höskuldur Þór- hallsson, þingmaður Framsóknar- flokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefnd- ar, um baráttu- mál sem hann vinnur nú að. Spurður hvaða stuðning hann reikni með að frumvarpið fái í þinginu segir Höskuldur að það verði að koma í ljós. „Ég ætla að kynna þetta í þingflokknum og svo hyggst ég leggja frumvarpið fram í september. Vonandi fær það mál- efnalega umfjöllun,“ segir Höskuld- ur sem telur að líkindi séu með tillög- unni og tillögu sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þáverandi forseti Alþingis, lagði fram um að skipu- lagsmál á svonefndum Alþingisreit skyldi vera á höndum Alþingis. Landsbyggðin sé áhrifalaus „Skipulagsmálin heyra undir Reykjavíkurborg hvað varðar svæð- ið sem Reykjavíkurflugvöllur er á. Við erum með alla þessa umræðu um flugvöllinn vegna þess að borgar- yfirvöld eru að semja skipulag sem nær yfir Reykjavíkurflugvöll og landsmenn allir hafa ekkert um að segja,“ segir Höskuldur. Hann segir málið lúta að sjálfs- ákvörðunarvaldi sveitarstjórna. Í stjórnarskránni komi fram að sveitarstjórnir fari með málefni inn- an sinna landsvæða nema annað sé tilgreint í lögum. Telur hann því að borgin muni missa yfirráð yfir skipu- lagi Reykjavíkurflugvallar ef frum- varpið verður samþykkt. Ríkið fái skipulagsvaldið  Þingmaður Framsóknarflokks leggur fram frumvarp um Reykjavíkurflugvöll  Skipulag flugvallarsvæðisins skuli færast frá Reykjavíkurborg yfir til ríkisins Höskuldur Þór Þórhallsson Vegna rekstr- arstöðvunar á skólpdælustöð við Skeljanes í gær ráðlagði Heilbrigðiseft- irlit Reykjavík- ur sjósunds- fólki að synda ekki í nágrenni dælustöðv- arinnar og í Nauthólsvík og Fossvogi í gær og í dag. Ástæðan er sögð möguleg saurgerlamengun í sjó yfir viðmiðunarmörkum með- an á viðgerð stendur og fyrst á eftir. Varað við mögulegri saurgerlamengun Sjór Varað við meng- un við Nauthólsvík. Viðskiptatækifæri Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Adventure Car Rental Til sölu er vinsæl bílaleiga í fullum rekstri með 25 vel búna jeppa í útleigu. Góð nýting og miklar bókanir framundan. Fullbúið verkstæði, varahlutir, tvö lén, tvær heimasíður og fullkomið bókunarkerfi fylgir með í kaupunum. H a u ku r 0 9 .1 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.