Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 8
Mun verja hagsmuni sína fyrir dómi Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Jökull Bergmann, sem rekur þyrluskíða- fyrirtækið Arctic Heliskiing í Skíðadal á Tröllaskaga, segir að þeir samningar sem hann hefur gert um einkarétt á þyrlu- skíðaferðum á svæðinu muni sannarlega standast fyrir dómi, enda hafi landeig- endur fullan rétt til að semja um afnot af landi sínu. Hann muni verja rétt sinn láti önnur þyrluskíðafyrirtæki reyna á gildi samninganna. Í Morgunblaðinu í gær sagði Orri Vigfússon, sem býður upp á þyrluskíða- ferðir frá Deplum í Fljótum, að lögfræð- ingar teldu að samningarnir sem Jökull hefði gert stæðust ekki, flugumferð væri ekki háð einkaeignarrétti. Ekki áhrif á aðra Jökull bendir á að reglur um al- mannarétt tryggi rétt almennings til frjálsrar farar um landið. Almannarétt- urinn gildi hins vegar ekki um fyrirtæki sem ætli að selja starfsemi á einkalöndum. Hann hafi gert samning við sveitarfélög og landeigendur um að fá að nýta land þeirra til þyrluskíðaferða í atvinnuskyni. Land- eigendur hafi fullan rétt til að gera slíka samninga, rétt eins og þeir hafi rétt á að gera samninga um beitarréttindi eða ann- að. Samningarnir sem hann hafi gert hafi engin áhrif á rétt annarra til að fara gang- andi, á skíðum, vélsleðum eða öðrum far- artækjum um löndin, heldur taki samning- arnir eingöngu til þyrluskíðaferða í atvinnuskyni. Á þeim hafi hann samið um einkarétt.  Geti leigt land sitt fyrir þyrluskíðaferðir  Skerðir ekki almannarétt Jökull Bergmann 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Borgaryfirvöld sendu í gær frásér sundurliðun um kostnað við breytingar á Hofsvallagötu þar sem þau töldu að í fréttaflutningi liðinna daga hefði fólk fengið skakka mynd af kostnaði við fugla- hús.    Að vísu hafðiekkert verið missagt í fréttum um kostnaðinn, en borgaryfirvöld töldu nauðsyn- legt að senda frá sér bréf og nákvæmari sundurliðun til að út- skýra að fuglahúsin og flöggin hefðu ekki verið jafndýr og hægt hefði verið að ætla af fyrri upplýs- ingum, sem voru ekki jafnsundur- liðaðar.    Í bréfi borgaryfirvalda gleymistþó að draga fram hver kostn- aðurinn var við yfirborðsmerk- ingar, en eins og vegfarendur hafa tekið eftir voru hjólabrautirnar merktar allrækilega, svo ekki sé meira sagt.    En hvern gat órað fyrir kostn-aðinum við þetta skelfilega „skraut“. Í sundurliðuðum gögn- unum eru þrír liðir sem hver um sig lýsir kostnaði við 458 stk. af hjóla- merkingum en af mismunandi stærðum.    Samtals gera þetta 1.374 stk. afhjólamerkingum og kostnaður- inn við þær er samtals 7.144.800 kr.    Borgaryfirvöld leggja nú miklaáherslu á að breytingarnar á Hofsvallagötu eigi aðeins að vera tímabundnar. En var virkilega nauðsynlegt að sóa rúmum sjö milljónum króna í tímabundnar málaðar hjólamerkingar á þessum stutta götukafla? 7 m.kr. að mála hjól á Hofsvallagötu STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 léttskýjað Bolungarvík 10 heiðskírt Akureyri 10 heiðskírt Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 31 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 27 heiðskírt París 32 heiðskírt Amsterdam 30 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 22 léttskýjað Vín 23 léttskýjað Moskva 8 skúrir Algarve 25 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 17 skýjað Montreal 15 skýjað New York 23 skýjað Chicago 21 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:26 20:27 ÍSAFJÖRÐUR 6:26 20:37 SIGLUFJÖRÐUR 6:08 20:21 DJÚPIVOGUR 5:54 19:58 Sunna Gunnars Marteinsdóttir hefur verið ráðin annar aðstoð- armaður Gunn- ars Braga Sveinssonar ut- anríkisráðherra. Sunna er 29 ára og hefur BA- gráðu í almanna- tengslum frá University of West- minster, auk þess sem hún stundaði nám í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Þá starfaði hún sem skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins frá 2010 og var aðstoðarmaður kosningastjóra flokksins 2009. Sambýlismaður Sunnu er Sigurbjörn Magnús Gunn- laugsson. Önnur til aðstoðar utanríkisráðherra Sunna Gunnars Marteinsdóttir 27 starfsmönnum Intersport hefur verið sagt upp störfum vegna lok- unar í Lindum í Kópavogi. Í stað Intersport verður verslunin Sports Direct opnuð á sama stað. Eftir lok- unina verður eina Intersport- verslunin á höfuðborgarsvæðinu á Bíldshöfða. Að sögn Brynju Hall- dórsdóttur, framkvæmdastjóra Norvik, eiganda Intersport, verður kappkostað að reyna að finna starfsmönnunum 27 starf innan keðjunnar. vidar@mbl.is Sögðu 27 starfs- mönnum upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.