Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Þegar valið stóð á milliþess að fara til Bretlandsog Íslands til að nemendurgætu æft sig í ensku voru kennararnir við menntaskólann La Salle í Mollerussa ekki lengi að ákveða sig. Ísland er spennandi æv- intýraland í augum margra Spán- verja og hér á landi tala flestir góða ensku. Þess vegna hefur mörgum kennurum, þar á meðal Julio Miral- les, þótt þessi leið skemmtileg og óhefðbundin í enskukennslunni. Auk þess fá íslensku nemendurnir tæki- færi til að æfa sig í spænsku sem er hluti af náminu. Vika með íslenskri fjölskyldu Alls komu tuttugu og fjórir nemendur frá Mollerussa á Spáni. Hver og einn dvelur á heimili nem- anda í fimmta bekk Verslunarskól- ans og síðar á önninni heimsækja Íslendingarnir Spánverjana. Nem- endurnir taka þátt í daglegu lífi fjöl- skyldunnar, mæta í skólann, læra heima og fara í ferðalög. Dagskráin er því nokkuð þétt, þessa viku sem þeir eru í heimsókn enda mega nem- endurnir ekki slá slöku við í náminu Þroskandi ævintýri að koma til Íslands Það er ekki laust við að það lifni dálítið yfir Verslunarskóla Íslands þegar kata- lónsku nemendurnir koma í heimsókn. Þetta er fimmta árið í röð sem nemendur í menningarfræðum við alþjóðasvið skólans taka á móti jafnöldrum sínum frá Spáni. Því fylgir töluverð ábyrgð, skemmtun og oftar en ekki einhver ævintýri. Bæði fyrir íslensku nemendurna og ekki síður þá spænsku. Freisting Þeim þótti ísinn aðeins of freistandi til að horfa bara á hann. Dans er sannarlega hreyfing sem nýtur stöðugra vinsælda og spyr hvorki um aldur fólks né stöðu. Dancecenter og stjarnan Kameron Bink úr þáttunum So You Think You Can Dance bjóða upp í dans í dag kl. 17 á Grensásvegi 14. Þar verður hitað upp fyrir komandi dans- vetur. Fólk ætti þó að skrá sig á vefsíð- unni áður en það mætir á staðinn. Vefsíðan www.dancecenter.is Dans Hreyfingin er góð fyrir hina ýmsu aldurshópa. Dansað af lífi og sál í vetur Tríó Kandís er skipað þeim Særúnu Harð- ardóttur sópran, Auði Guðjohnsen messó- sópran og Lilju Egg- ertsdóttur söngkonu og píanóleikara. Þær munu halda hádeg- istónleika í Háteigs- kirkju klukkan 12.00 í dag og standa í hálftíma. Tóleikarnir bera yfirskriftina: Í ljóma liðinna daga. Á efnisskránni eru dægurlagaperlur á borð við Í rökkurró, Manstu gamla daga, Við gengum tvö og Vegir liggja til allra átta. Það er um að gera að bregða út af vananum í hádeginu og hlýða á tóna liðinna daga. Endilega ... ... sjáið Kandís í hádeginu Kandís Tríóið skipa þær Særún, Auður og Lilja Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Farðu ótroðnar slóðir. Audi A6 Allroad quattro. Það eru ótal leiðir á áfangastað. Með nýja Audi A6 Allroad quattro eru þær allar færar. Audi A6 Allroad 3.0 TDI kostar frá kr. 11.840.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.