Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 11
Seljalandsfoss Hópurinn ferðaðist víða um landið og var tíminn nýttur til hins ýtrasta.
þó að þeir séu fjarri heimahögum.
Þeir fá bara frí í einn dag og svo
auðvitað yfir helgina. Að sögn Hildu
Torres Ortiz, spænskukennara við
Verslunarskólann, eru nemendurnir
fljótir að aðlagast þó svo að flestir
séu feimnir í upphafi heimsókn-
arinnar. Í sumum tilvikum kviknar
áhugi spænsku nemendanna á ís-
lenskri tungu og kunna flestir að
bjóða góðan dag og þakka almenni-
lega fyrir sig áður en þeir fara aftur
heim.
Að sögn Hildu myndast oft góð
tengsl á milli íslensku og spænsku
nemendanna og flestir Spánverj-
anna vilja ólmir komast til Íslands
aftur.
Jökulsárlón töfrum líkast
Félagarnir David Farre, Migu-
el Amaros og José Maria Cairo voru
sammála um að það sem bar hæst í
ferðinni til Íslands hafi verið að
skoða Jökulsárlón. „Við sáum Jök-
ulsárlón í sjónvarpinu og okkur
þótti það mjög sérstakt og enn sér-
stakara var að koma þangað sjálfur.
Í okkar augum er alveg ótrúlegt að
sjá hafið öðrum megin brúar og lón
hinum megin, fullt af ísjökum. Við
vorum uppnumin og fórum að
hlaupa út um allt. Sum okkar gerð-
ust svo djörf að príla upp á ísinn en
það má kannski ekki,“ sagði Miguel
Amaros sposkur á svip.
Stórfurðulegur matur
David Farre sagðist hafa
smakkað margt furðulegt hér sem
Íslendingar leggja sér til munns.
„Sumt af því var nú bara mjög gott
en ég er samt á því að maturinn við
Miðjarðarhafið sé besti matur í
heimi. Ætli úrvalið þar sé ekki að-
eins betra. Við smökkuðum samt
allt sem okkur var boðið: hákarl,
hval, lunda og harðfisk. Mér fannst
það ekki gott,“ sagði David Farre
ögn skömmustulegur á svip.
Íslendingar þöglir
en vingjarnlegir
Menningarmunurinn á Íslend-
ingum og Spánverjum hlýtur að
teljast nokkur en þeim félögum
þótti mesti munurinn á fólkinu fel-
ast í því hversu fálátir Íslendingar
eru. Alla vega í samanburði við
Spánverja. „Munurinn á þjóðunum
tveimur er mjög mikill. Íslendingar
segja fátt en þeir eru samt eins vin-
gjarnlegir og við. Þeir eru ekki
nærri því eins kaldir og aðrar þjóðir
í þessum hluta Evrópu,“ sagði José
Maria Cairo, sem segist ætla að
koma aftur til Íslands um leið og
færi gefst. Undir það taka félagar
hans sem snúa nú aftur til Spánar,
reynslunni ríkari.
Litrík Nemendur við Gullfoss sem skartaði sínu fegursta á góðum degi.
Hópurinn Verslunarskólinn lifnar við þegar Spánverjarnir koma.
Íslendingar eru að
mati félaganna ekki
eins kaldir og aðrar
norrænar þjóðir.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Í gær var opnuð háskaleg ævintýrasýning
á Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Þar
gefur að líta myndir úr myndasögunni The
Wandering Ghost eftir þýska listakonu
sem kallar sig Moki. Moki er frá Berlín og
hefur komið víða við, bæði sem listmálari,
teiknimyndasagnahöfundur og gjörninga-
listamaður. Sýningin á myndum bók-
arinnar The Wandering Ghost eða Sveim-
ur, eins og titillinn hefur verið þýddur
leiðir áhorfendur inn í draumkenndan
heim listakonunnar. Hún er þekkt fyrir að
sækja innblástur til myndskreytinga úr
bókum finnska rithöfundarins Tove Jans-
son, sem þekktust er fyrir sögurnar um
verurnar í Múmíndalnum en innblástur
sækir hún einnig til teiknimynda japanska
kvikmyndagerðamannsins Hayao Miya-
zaki. Sýning Moki stendur fram eftir
hausti og er sýningartími sá sami og af-
greiðslutími safnsins.
Háskaleg ævintýrasýning á Borgarbókasafni
Myndasagan Forsíða bókarinnar
The Wandering Ghost eftir Moki.
Eins og japanskur Múmíndalur
Wandering ghost Innblásturinn sótti Moki meðal annars til Múmíndalsins.
Ég ákvað að nýta vaktafrís-dagana mína ekki í þaðsem ég myndi undir eðli-legum kringumstæðum
gera, sitja heima hjá mér og spila
tölvuleiki á nærbuxunum, heldur tók
ég að mér það verkefni að lóðsa held-
ur óhefðbundna ferðamenn um suð-
vesturhorn landsins. Ferðamenn
þessir voru komnir hingað til lands til
að kynna sér „hina hliðina“ á Íslandi.
Þau vildu ekki bara fara Gullna
hringinn og í Bláa lónið, heldur vildu
þau vita hvað venjulegir Íslendingar
gera. Samt vildu þau sjá smá af túr-
ista-Íslandi. Við vorum ekki fyrr búin
að beygja inn á Þingvallaafleggj-
arann þegar þau hrópuðu: „Stopp-
aðu! Við þurfum að taka myndir!“
„En, þetta er bara Mosfellsdal-
urinn,“ hugsaði ég og fannst ég hvort
tveggja vera kominn allt of langt
frá gamla Vesturbænum og
var algjörlega ómeðvitaður
um að ósnortin náttúra væri
nokkuð sem þú finnur ekki
víða í þessum heimi.
Eins og við var að búast
missti þetta ágæta fólk hálf-
partinn andlitið þegar
það sá Strokk frussast
upp í loftið og Hvítána
koma öskrandi niður
Gullfoss – sjálfur hef
ég alltaf borið ótta-
blandna virðingu
fyrir stórum vatns-
föllum.
Daginn eftir teymdi
ég þetta föruneyti um það
sem þau lýstu sem stiga
eftirvæntingarinnar.
Þau bjuggust ekki við
miklu þegar við gengum gráu þrepin
í Kjörgarði niður til Kormáks og
Skjaldar, en skildu hvorki upp né
niður í því hvað svona demantur væri
að gera jafnvel falinn fyrir almenn-
ingi. Eftir að við kvöddum Kormák,
sem skálaði við okkur í Bríó, lá leið
okkar að öðrum álíka óspennandi
þrepum Kex-Hostels. Aumingja fólk-
ið gat ekki skilið hvernig svona lítið
og fámennt land getur haft upp á
svona mikið að bjóða, ekki bara nátt-
úrufegurðina. Hún er eins og önnur
fegurð – við fæðumst með hana og
gerum lítið til að verðskulda. Það
sem merkilegra er er það sem við
gerum sjálf – sál lands og þjóðar
sést miklu betur í drifkrafti okkar
eyjaþjóðar og hugvitssemi og út-
jónarsemi fólksins heldur en í
vatni sem er ýmist kyrrstætt, á
leið upp í loft eða niður af bjarg-
brún. Það er kannski ekki
svo vitlaust að vera
stundum túristi í eigin
landi – ekki í hefð-
bundnum skilningi,
heldur túristast um
götur Reykjavíkur og
hennar verslanir og
bari. Annars verður
þetta jafnsjálfsagt og
Almannagjá, Gullfoss
og Geysir.
»Það er kannski ekki al-vitlaust að vera stund-
um túristi í eigin landi
HeimurGunnars Dofra
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Skagfirskur sveitabiti
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Mýksti brauðosturinn
á markaðnum nú á tilboði!
Fáanlegur 26% og 17%.