Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Núverandi staðsetning Reykjavík- urflugvallar er alger forsenda fyrir því að hægt sé að halda úti innan- landsflugi á Íslandi. Ef á að færa flugið langt frá þjónustunni, t.d. til Keflavíkur, þá er enginn rekstr- arlegur grund- völlur fyrir frek- ara flugi vegna þess að farþeg- um myndi fækka það mikið,“ segir Hörður Guð- mundsson, eig- andi og fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Ernis, spurður um afstöðu til framtíðar Reykjavíkurflugvallar. Hörður tekur í sama streng og Árni Gunnarsson, forstjóri Flug- félags Íslands, í Morgunblaðinu í gær, og gagnrýnir áætlanir í að- alskipulagi Reykjavíkur um að leggja niður norður/suður-flug- brautina 2016. „Það yrði rothögg fyrir innanlandsflugið,“ segir Hörð- ur. Hafa tvöfaldað gjöld á flugið á Reykjavíkurflugvelli Hörður gagnrýnir gjaldtöku af fluginu á Reykjavíkurflugvelli sem eru einkum lendingar- og farþega- gjöld, sem ISAVIA hafi hækkað. Lendingar- og farþegagjöld eigi að vera þau sömu á hvern farþega óháð flugvelli en ISAVIA hafi rúm- lega tvöfaldað öll gjöld á flugið á Reykjavíkurflugvelli. ,,Farþega- skattur frá Reykjavík er 1.200 krónur en annars staðar á landinu er hann 498 krónur á hvern far- þega,“ segir Hörður. Óvissan um framtíðarstaðsetn- ingu innanlandsflugsins á höfuð- borgarsvæðinu hefur bein og alvar- leg áhrif á rekstur flugfélagsins að sögn Harðar. „Starfsfólk okkar er óöruggt um framtíð sína og við er- um óöruggir með reksturinn því við vitum ekki hvort flugvöllurinn verð- ur hér áfram eða ekki,“ segir hann. Bendir hann á að margt starfs- fólk sem starfað hafi hjá félaginu og verið þjálfað upp á umliðnum ár- um sé óöruggt vegna þessarar óvissu. Gífurlega kostnaðarsamt sé að þjálfa upp hæft starfsfólk í flugi þar sem gerðar eru miklar hæfniskröf- ur í öllum störfum. Starfsfólk flug- félagsins sé með alþjóðlega mennt- un, sem er vottuð af EASA, Flugöryggisstofnun Evrópu, og getur því gengið í störf erlendis ef það vill hasla sér þar völl. Það hafi því bein áhrif á fyrirtækið ef starfs- fólkið er orðið óöruggt um framtíð flugsins hér og sé kannski farið að hugsa sér til hreyfings. Ernir er með áætlunarflug til Húsavíkur, Vestmannaeyja, Horna- fjarðar, Bíldudals og Gjögurs. Á þessum stöðum eru menn einnig í óvissu um framtíðina ef Reykjavík- urflugvelli verður lokað, að sögn Harðar. Flug með ferðamenn er sívaxandi hluti af þjónustu flugfélagsins Ern- is og skiptir staðsetning Reykjavík- urflugvallar sköpum í því sambandi að sögn Harðar. „Ferðaþjónustan er okkur ákaflega mikilvæg hér í Reykjavík. Við fáum hundruð eða þúsundir farþega beint úr farþega- skipunum, sem myndi algerlega falla niður ef innanlandsflugið yrði t.d. flutt til Keflavíkur,“ segir hann. Dagsferðir með ferðamenn og út- sýnisflug eru mikilvægur og vax- andi hluti af starfsemi félagsins, sem er einnig í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila á áfangastöðum félagsins úti á landi. Hörður telur að dagsferðir með ferðamenn myndu að stórum hluta falla niður ef flugvöllurinn yrði færður úr Vatnsmýrinni. Innanlandsflugið skilar ríkinu verulegum tekjum. „Við erum reyndar með ríkisstyrkt flug en þrátt fyrir það skilum við til rík- isins tvöfaldri þeirri upphæð í sköttum. Skatttekjur ríkisins af hverjum einasta farþega sem Ernir flutti á síðasta ári voru rúmar 7.700 kr.“ „Yrði rothögg fyrir innanlandsflug“  Framkvæmdastjóri Ernis segir ekki rekstrargrundvöll fyrir flugi ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýri  Gagnrýnir aukna gjaldtöku Farþegaskattur frá Reykjavík 1.200 kr. en 498 kr. frá öðrum flugvöllum Morgunblaðið/Ernir Hörður Guðmundsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Verið er að vinna heimildarmynd um Parkinsonsjúkdóminn í tilefni af 30 ára afmæli Parkinsonsamtak- anna á Íslandi. Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir, formaður samtak- anna, segir að gerð myndarinnar sé langt komin en búið er að gera samkomulag um að hún verði sýnd í ríkissjónvarpinu. „Markmiðið með myndinni er að upplýsa almenning um eðli sjúkdómsins, því okkur finnst skorta töluvert á að fólk geri sér grein fyrir hvers eðlis sjúk- dómurinn er,“ segir Hrafnhildur Björk. Hrafnhildur segir að bresku Parkinsonsamtökin hafi sýnt myndinni og afmælisárinu áhuga og hugsanlega verði því settur enskur texti á myndina að sýningu lokinni. Mikið um að vera á næstunni Hrafnhildur Björk segir að þrí- tugsafmælis samtakanna verði minnst með ýmsum hætti. „Við gefum út mjög veglegt afmælisrit og verðum með mjög áhugaverða ráðstefnu 5. október næstkom- andi.“ Ráðstefnan verður haldin á Hilton-hótelinu. Meðal fyrirlesara verða Kári Stefánsson, stofnandi deCode, Hjálmar Bjartmars heila- skurðlæknir, Sigurlaug Svein- björnsdóttir taugasérfræðingur og fleiri. „Erindin verða mjög áhuga- verð og við vonum að sem flestir komi til að hlýða á þau,“ segir Hrafnhildur. Um 550 manns eru í Parkinsonsamtökunum, bæði þeir sem eru greindir með sjúkdóminn og aðstandendur. Áætlað er að rúmlega 600 Íslendingar séu nú greindir með Parkinson. Hrafnhild- ur Björk segir að sjúkdómurinn sé einkum greindur hjá þeim sem eldri eru þó að hann þekkist einnig hjá yngra fólki. Hún vill hvetja alla sem greinst hafa með sjúkdóminn og aðstandendur þeirra til þess að ganga í samtökin. Margt sé í boði og mikið starf fari fram hjá félag- inu. Samtökin standa til dæmis fyrir fræðslufundum fyrsta laug- ardag hvers mánaðar auk þess sem jafningjastuðningsfundir eru tvisv- ar í mánuði. Þá sé félagslífi einnig sinnt. „Það er margt í gangi, línu- dans hvað þá annað,“ segir Hrafn- hildur að lokum. Heimildarmynd um Parkinson  30 ára afmæli Parkinsonsamtakanna Ljósmynd/Guðbjörn Jónsson Félagslíf Á vegum Parkinsonsamtakanna er t.d. hægt að fara í línudans. Reykjavík Skútuvogur 1 Sími 562 4011 Akureyri Draupnisgata 2 Sími 460 0800 Gorenje frystiskápur Áður 179.900 kr. Hausttilboð 129.900 kr. Gorenje frystiskápur F6151AW • Nýtanlegt rými frystihólfs 206 lítrar • Frystigeta 18kg/dag Hljóðstyrkur 40 dB • Orkunýtni A+ • Breidd 60 cm, hæð 145 cm, dýpt 64 cm • 6 skúffur • 5 ára ábyrgð PI PA R\ TB W A · SÍ A · 13 23 6 6 Þú sparar 50.000 kr. Nálægð flugvallarins við sjúkrahús hefur borið hátt í umræðunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hörður var sjúkraflugmaður á Vestfjörðum í rúman aldarfjórðung og segir þetta vera stórmál. Ernir annast nánast allt sjúkra- flug frá Reykjavík til annarra landa. „Flogið er með sjúklinga sem þurfa að vera komnir á skurð- arborð á erlendu sjúkrahúsi eftir kannski fjóra til fimm tíma,“ segir hann. Þegar flogið er með sjúk- linga til Gautaborgar er flugvélinni bent á að lenda á Save-flugvell- inum sem er í miðborg Gautaborg- ar, að sögn Harðar. „Þegar við fljúgum til Kaupmannahafnar með sjúklinga erum við beðnir að lenda í Roskilde, sem er næst sjúkrahús- inu, svo minnstar tafir verði og ef við förum til Stokkhólms lendum við í Bromma, sem er í miðbæ Stokkhólms. Þetta er krafa sjúkra- húsanna sem taka á móti sjúkling- unum. Nálægðin við sjúkrahús skiptir miklu meira máli en margir vilja vera láta.“ Lenda sem næst sjúkrahúsi FLÝGUR MARGAR SJÚKRAFLUGSFERÐIR TIL ANNARRA LANDA Lending „Ferðaþjónustan er okkur ákaflega mikilvæg hér í Reykjavík,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Ernis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.