Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUM HÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900
Sagt var frá því á
vef grænlenska
dagblaðsins Ser-
mitsiaq í gær að
Aleqa Hammond,
formaður land-
stjórnarinnar á
Grænlandi, hefði
ekki fengið sæti
við borðið þegar
fjórir norrænir
forsætisráð-
herrar og forsetar Bandaríkjanna
og Finnlands funduðu í Stokkhólmi
í fyrradag. Var Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra við
fundarborðið.
Haft var eftir Helle Thorning-
Schmidt, forsætisráðherra Dan-
merkur, að í þessu efni hefði verið
stuðst við formvenju og hefðir.
Kom sjónarmiðum á framfæri
Henni þætti leitt ef Grænlend-
ingar teldu að framhjá þeim hefði
verið gengið. Tók hún jafnframt
fram að hún hefði lagt áherslu á að
sjónarmið Grænlendinga kæmust á
framfæri á fundinum.
Skammt er síðan Grænlendingar
tóku ekki þátt í leiðtogafundi
Norðurskautsráðsins í Kiruna í Sví-
þjóð í maí sl. til að mótmæla því að
fá ekki að sitja við hlið utanríkis-
ráðherra Dana við fundarborðið.
Hammond fer jafnframt með
utanríkismál í grænlensku land-
stjórninni og kom hún á framfæri
mótmælum vegna fundarins í Kir-
una. Hún segir aðspurð í samtali við
Morgunblaðið að sjálfsmynd Græn-
lendinga sé að breytast. Þeir upplifi
sig ekki lengur sem land sem lúti
stjórn Dana í einu og öllu, líkt og
fyrri kynslóðir gerðu.
Allt laut stjórn Dana
„Þegar móðir mín var á svipuðu
reki og ég var heimur okkar ólíkur.
Móðir mín var alin upp í landi þar
sem allt laut stjórn Dana. Það sást á
hegðun hennar og kom fram í við-
horfum hennar og lífsstíl. Allt var
ákveðið í Danmörku. Ég ólst hins
vegar upp á tímum þegar heima-
stjórnin tók til starfa á Grænlandi.
Sjálfsmynd mín og skilningur
minn á Grænlandi byggist á því að
við ákveðum allt sjálf og tökum
ábyrgð á gerðum okkar. Mín sjálfs-
mynd hefur lítið með Danmörku að
gera. Hún snýst um mig sjálfa sem
manneskju. Þetta tvennt er mjög
mikilvægt að undirstrika.“
Hammond ekki
boðið til fundar
Thorning-Schmidt vísar til venju
Helle Thorning-
Schmidt
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Grænlendingar ráða yfir miklum
vannýttum auðlindum í hafinu og
stefna á stóraukna nýtingu fiski-
stofna á hafsvæði sínu. Er þeirri nýt-
ingu ætlað að renna styrkari stoðum
undir efnahag landsins og þannig
stuðla að fullu sjálfstæði frá Dönum
síðar á þessari öld.
Þetta segir Aleqa Hammond, for-
maður landstjórnar Grænlands, í
samtali við Morgunblaðið en hún
kom til Íslands í einkaerindum.
Var hún á heimleið eftir að hafa
setið árlegan fund með Helle Thorn-
ing-Schmidt, forsætisráðherra Dan-
merkur, og Kaj Leo Holm Johann-
esen, lögmanni Færeyja, um stöðu
mála innan danska konungsríkisins.
„Við Grænlendingar hagnýtum að-
eins lítið brot af fiskveiðiauðlindinni.
Ríkisstjórn mín myndi vilja stækka
fiskveiðisvæðin. Við höfum því sett
tilraunaveiðar í forgang, þar með tal-
ið austur af Grænlandi þar sem haf-
svæði okkar og Íslendinga skarast.
Við höfum séð mikla aukningu í mak-
ríl- og síldargöngu í landhelgi okkar.
Mikilvægi veiðanna mun aukast á
næstu árum. Við ætlum að halda til-
raunaveiðum áfram næstu eitt til tvö
árin. Það veiðist fljótt upp í kvótann
og niðurstöður tilraunaveiða benda
til þess að það sé traustur grundvöll-
ur fyrir því að við getum gefið út
makríl- og síldarkvóta í framtíðinni.“
Undirstöðugreinar
Hammond segir brýnt að Græn-
lendingar standi sjálfir að baki rann-
sóknum og tilraunaveiðum. Það sé
liður í að öðlast aukið sjálfstæði. Litið
sé á fiskveiðar, ferðaþjónustu og
námavinnslu sem lykilgreinar fyrir
hagvöxt á Grænlandi. Olíuboranir
standi yfir við vesturströndina en
enginn viti hvort næg olía finnist.
– Karl Lyberth, sjávarútvegs-
ráðherra í grænlensku landstjórn-
inni, sagði mér fyrir hálfum mánuði
að þið stefnduð að því að fá stöðu
strandríkis við samningaborðið um
skiptingu makríls og norsk-íslensku
síldarinnar. Hver er staða málsins?
„Á þessu stigi leggjum við áherslu
á mikilvægi samræðna við ríkin sem
eiga hagsmuna að gæta. Við fylgj-
umst einnig vel með þróun mála hjá
Íslendingum og Færeyingum. Við
teljum mikilvægt að líta á svæðið
sem heild, sem vestnorrænt svæði,“
segir Hammond og skírskotar til
yfirstandandi deilna Færeyinga við
Evrópusambandið vegna síldar- og
makrílveiða annars vegar og hótana
ESB um refsiaðgerðir á hendur Ís-
landi vegna makrílveiða hins vegar.
„Það skiptir máli að grannþjóðir
okkar viti hvert við stefnum. Græn-
lendinga bíða mikil tækifæri til auk-
inna veiða austur af landinu. Þar er
nú lítið veitt í ágóðaskyni. Grænlend-
ingar eiga eftir að kortleggja og
rannsaka fjölda fisktegunda sem
kann að reynast arðbært að veiða,“
segir Hammond og nefnir að þörf sé
á auknu fé til rannsókna og til-
raunaveiða í grænlenskri lögsögu.
Sæki aukið fé til ESB
Þar horfi Grænlendingar til ESB,
enda sé samband Grænlands og Evr-
ópusambandsins gott, í ljósi þess að
landið var áður eitt aðildarríkja Evr-
ópusambandsins.
„Við þurfum að gefa tilraunaveið-
unum þann tíma sem þær þurfa. Við
þurfum einnig að vera þolinmóð við
úthlutun kvóta, þá ekki einvörðungu
vegna Grænlands heldur einnig
vegna nágrannaríkja okkar sem eru
að veiða þessa stofna. Það er mikil-
vægt að ríkisstjórnir Grænlands og
Íslands ræði saman um þau áhrif
sem það kann að hafa á íslenskan
sjávarútveg ef Grænlendingar ætla
að gefa út makríl- og síldarkvóta,“
segir Hammond og á við útgáfu
kvóta til langframa, gefist til-
raunaveiðar á makríl og síld vel.
Spurð út í refsiaðgerðir ESB gegn
Færeyingum vegna stóraukins
síldarkvóta segir Hammond að hún
beri virðingu fyrir getu Færeyinga
til að bregðast hratt við breytingum
sem séu að verða í lífríki hafsins.
„Það er mjög mikilvægt að ESB
gefi þessum breytingum í hafinu
gaum og þeirri þýðingu sem þær
hafa fyrir samstarfsríki sambands-
ins. Ég tel jafnframt að ESB ætti að
vera opnara gagnvart þeim breyt-
ingum sem vestnorrænu ríkin eru að
upplifa vegna hlýnunar og breytinga
á hafstraumum,“ segir hún.
Spurð hvaða stefnu Grænlend-
ingar hafa mótað varðandi áhuga er-
lendra ríkja á nýtingu auðlinda í
landinu nefnir Hammond ný lög þar
sem segi að öll auðæfi í jörðu á Græn-
landi tilheyri fólkinu í landinu.
Fari að innlendri löggjöf
Sendiráð hvaðanæva úr heiminum
hafi sýnt Grænlandi áhuga og að
mikið álag sé á grænlenska stjórn-
kerfinu vegna þessa.
Viðbúið sé að fyrirhuguð náma-
vinnsla muni hafa mikil áhrif á menn-
ingu og líf svo fámennrar þjóðar.
Fyrirhuguð nýting auðlinda sé enda
lykilmál í stjórnmálaumræðu.
„Síðustu kosningar snerust mikið
um hvernig á að nota tekjur af auð-
lindum á Grænlandi,“ segir Ham-
mond og nefnir hvernig stjórn henn-
ar vinni að nýjum lagaramma utan
um auðlindanýtingu í landinu.
Verður þar m.a. kveðið á um að er-
lendir aðilar verði að fara að inn-
lendri vinnulöggjöf og að innlent
vinnuafl skuli nýtt í verkefni til jafns
við aðflutt vinnuafl. Þá geti aðflutt
vinnuafl aðeins dvalið í landinu með-
an á framkvæmdum stendur.
„Það má því til dæmis ekki flytja
inn þúsundir kínverskra verkamanna
aðeins af því að þeir eru ódýr starfs-
kraftur. Það er minn vilji að við höld-
um hér í heiðri sömu gildi og við ger-
um sem þjóð. Við þurfum að gæta
okkur á því að verða ekki minnihluti í
okkar eigin landi. Ef við gætum okk-
ar ekki verða námafyrirtækin aðeins
að einni margra leiða til að komast
inn í landið.
Við þurfum að gefa okkur nægan
tíma en ekki miða við þann tíma-
ramma sem fyrirtækin vilja setja
okkur. Við þurfum að stjórna hrað-
anum. Við erum smáþjóð, mjög fá-
menn þjóð, og námavinnsla er ný fyr-
ir okkur. Við ætlum okkur að hafa
hag af þessari þróun. Ég er mjög
bjartsýn og tel að við munum úthluta
tveim leyfum til námavinnslu á kjör-
tímabilinu.“
Spurð hvenær hún telji að Græn-
land fái efnahagslegt sjálfstæði frá
Dönum kveðst Hammond, sem er 47
ára, vonast til að hún eigi eftir að
upplifa það áður en hún deyr.
Verði liður í sjálfstæðisbaráttunni
Morgunblaðið/RAX
Forystukona á Grænlandi Aleqa Hammond hefur hlýja nærveru en ber með sér að vera kona ákveðin.
Formaður grænlensku landstjórnarinnar boðar mikla uppbyggingu í sjávarútvegi landsins
Með því skapist auknar tekjur sem færi Grænlendinga nær efnahagslegu sjálfstæði síðar á öldinni