Morgunblaðið - 06.09.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
Tískudagar í Bata um helgina
Vertu vinur á
afsl. af dömu
og herra skóm20%
36.990.-
21.990.-32.990.-
21.990.-
29.592.-
17.592.-26.392.-
17.592.-
12.990.-
Sumarið er komið í
Álafoss
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is
fjórðungs hlut í hvoru leyfi eins og
samningur Íslands og Noregs frá
árinu 1981 heimilar þeim, að því er
fram hefur komið í fjölmiðlum.
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri
verkfræðistofunnar Mannvits, sagði
að honum þætti líkt og það hefði
runnið á landann gullgrafaraæði í
kringum olíuleitina. „Það eru sterkar
vísbendingar um að það sé olía á
Drekasvæðinu. Það á eftir að sann-
reyna það. Við skulum hafa varann á
og ganga hægt um gleðinnar dyr,“
sagði hann.
Olíuleit minnir um margt á nýtingu
jarðvarma, að hans sögn. Tilkostnað-
urinn sem og ávinningur er mestur í
upphafi á meðan leitað er, og minnkar
eftir því sem lengra dregur í vinnslu-
ferlinu. Þegar nýta á jarðvarma er
búið að leggja fram 30% af heildar-
fjárfestingunni áður en vitað er hvort
svæðið sé nýtanlegt.
Sækir um olíuleit-
arleyfi í næstu viku
Eykon leggur fram þrjár umsóknir um olíuleit í næstu viku
Morgunblaðið/Kristinn
Olíufundur Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon, og Morten Lindbæck,
sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Fondsfinans í Noregi, héldu erindi um olíuleit í Hörpu á fundi í gær.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Íslenska olíuleitarfyrirtækið Eykon
hefur opnað skrifstofu í Noregi og
mun leggja fram þrjár umsóknir um
leitarleyfi í næstu viku. Sótt er um tvö
svæði í Norðursjó og eitt í Noregs-
hafi. Fyrirtækið hefur þegar fengið
tvö leyfi á Drekasvæðinu, reyndar er
hið seinna ekki formlega í höfn.
Þetta sagði Gunnlaugur Jónsson,
forstjóri fyrirtækisins, á fundi sem
VÍB, eignastýringarþjónusta Íslands-
banka, stóð fyrir í gær í Hörpu, undir
yfirskriftinni: Er íslenskt olíuævin-
týri í uppsiglingu?
Blásið var til fundarins vega þess
að tvö íslensk félög hafa fengið leyfi til
að leita að olíu á Drekasvæðinu.
Orkustofnun veitti félögunum Faroe
Petroleum Norge og Íslensku kol-
vetni annars vegar og Valiant Petro-
leum og Kolvetni hins vegar sérleyfi
fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis
(olíu og gass) á svæðinu. Auk þess
hafa norsk stjórnvöld ákveðið að
norska ríkisolíufélagið Petoro verði
þátttakandi í báðum leyfunum, að
Noregur tekur þátt
» Orkustofnun hefur veitt ís-
lenskum félögum sérleyfi fyrir
rannsóknir og vinnslu kolvetn-
is (olíu og gass) á Drekasvæð-
inu.
» Norska ríkisolíufélagið Pe-
toro verður þátttakandi í báð-
um leyfunum, að fjórðungshlut
í hvoru leyfi, samkvæmt samn-
ingi frá 1981.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+//.12
++3.+4
,+.54/
+4./55
+/.,,+
+,/.11
+.,-/2
+/,.1/
+34.2,
+,+.+5
+/4.,,
++3.35
,+.02+
+4./4+
+/.,10
+,4.+5
+.,+,+
+/5.5,
+2-.-1
,-,.50-3
+,+.0,
+/4.2/
++3./1
,+.3,0
+4.404
+/.5,1
+,4.04
+.,+32
+/5./2
+2-.3,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Engar breytingar verða gerðar á
stýrivöxtum Evrópska seðlabankans
næsta mánuðinn, sem er í samræmi við
það sem spáð hafði verið. Peninga-
stefnunefnd bankans komst að þessari
niðurstöðu á fundi sínum í gærmorgun.
Stýrivextir Evrópska seðlabankans eru
0,50%. Bankinn spáir því að verðbólga
mælist 1,5% á evrusvæðinu í ár og að
verðbólgan verið komin niður í 1,3% ár-
ið 2014.
Ekki voru heldur gerðar breytingar á
öðrum vöxtum bankans á fundi nefnd-
arinnar í gær. Er vaxtaákvörðunin í sam-
ræmi við væntingar sérfræðinga á fjár-
málamarkaði.
Hagvöxtur mældist 0,3% á evru-
svæðinu á öðrum ársfjórðungi.
Stýrivextir á evrusvæð-
inu verða áfram 0,5%
● Reginn hf. hefur gert tilboð í 100% hlutafjár í Eik
fasteignafélag hf. Kauptilboðið miðast við að greitt
verði fyrir allt hlutafé í félaginu með nýju hlutafé í
Regin hf., að nafnverði 603 m.kr., samkvæmt því
sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar í
gær. Gangi viðskiptin eftir og allt hlutafé í Eik verði
keypt mun það þýða að nýir eignarhlutir í Reginn hf.
sem gefnir verða út vegna kaupanna munu nema
u.þ.b. 32% af heildarhlutafé félagsins. Hver hlutur í
Eik er í tilboðinu metinn á 5,05 krónur á hlut. Það er
21% yfir gengi bréfa Eikar í 750 milljóna króna hlutafjáraukningu félagsins í ágúst.
Þar var gengið 4,15 krónur á hlut. Miðað við tilboðsverðið greiðir Reginn um 8,1
milljarð króna fyrir allt hlutafé í Eik.
Framangreind tilboðsfjárhæð er byggð á uppgjörsupplýsingum sem hafa verið
birtar á árinu 2013, þ.e. ársreikningi 2012 og uppgjöri fyrsta og annars ársfjórðungs
þessa árs. Tilboðið sem gildir til 20. september nk. er með fyrirvara um að tilboðs-
gjafi fái aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum félagsins til að unnt verði að fram-
kvæma lögfræði-, fjárhags-, tækni- og skattalega áreiðanleikakönnun á félaginu.
Tilboðið er gert með fyrirvara um samþykki hluthafa Regins. Ef af viðskiptunum
verður er áætlað að þeim verði lokið fyrir áramót.
Reginn gerir tilboð í 100% hlutafjár í Eik
Smáralind er eign Regins.