Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 24
ÍSAFJÖRÐURDAGA HRINGFERÐ 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Vínarbrauðin volg þar fást og margvíslegt annað góðgæti. Mjúkir snúðarnir, hjúpaðir dökku súkku- laði, eru löngu orðnir landsfrægir. Stökkar kringlur með kúmenkeim, napóleonskökur sem eru dálæti forsetans og brauð af öllum mögu- legum tegundum. Í Gamla bak- aríinu á Ísafirði hefur verið bakað frá árinu 1871 og gamlar upp- skriftir eru í heiðri hafðar. Það er gaman að koma í Gamla bakaríið. Ekki bara vegna góðgætisins sem þar er bakað, heldur líka vegna þess að þar er einstaklega notalegt andrúmsloft. Óvenjulegt veggskraut vekur at- hygli. „Þetta er veggur aldraðra Ísfirðinga,“ segir Árni Aðalbjarn- arson, bakarameistari í Gamla bakaríinu, og bendir á einn vegg- inn í bakaríinu sem er prýddur ljósmyndum af rosknu fólki. „Ég vildi heiðra þetta góða fólk.“ Uppskriftir úr afatíð Áður gengu þarna um bak- arísgólf afi og faðir Árna. Að sögn Árna var bakaríið stofnað árið 1871 af Þorsteini Þorsteinssyni. Það var í eigu nokkurra bakara uns afi Árna, Tryggvi Jóakimsson, keypti bakaríið árið 1920. Hann var ekki bakaramenntaður og réð því bakara til starfa. Faðir Árna, sem lærði bakaraiðn í Kaupmanna- höfn, tók við rekstrinum eftir lát föður síns árið 1956. Við lát hans árið 1970 tók móðir Árna, Ruth Tryggvason, við rekstrinum ásamt börnum sínum. Hún lést árið 2011 og nú er Árni við stjórnvölinn. Í Gamla bakaríinu vinna tólf, þar af eru fimm bakarar. „Hér hafa margar uppskriftir verið notaðar síðan í tíð afa míns,“ segir Árni. „Til dæmis rúgsigti- brauðið og napóleonskökurnar.Við erum auðvitað mjög montin yfir því að forsetinn okkar segist hvergi hafa fengið jafngóðar napóleonskökur og á Ísafirði. Svo eru það kringlurnar okkar og snúðarnir og jólakökurnar þykja einstakar.“ Stóð uppi á sultufötu Árni segir kringlurnar hafa haldið velli í öldusjó tískustrauma í neysluvenjum. „Þær eru alveg sér Sigtibrauð, napóleonskök- ur og snúðar  Í Gamla bakaríinu á Ísafirði er bak- að eftir þrautreyndum uppskriftum „Ég tók leikhúsið með mér hingað til Ísafjarðar. Og þá fyrst byrjaði fjörið fyrir alvöru,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari hjá Kóme- díuleikhúsinu á Ísafirði. Leikhúsið stofnaði hann í Reykjavík, en líf færðist í starfsemina þegar Elfar fluttist til Ísafjarðar árið 2000. Síð- an þá hefur leikhúsið sett upp yfir 30 sýningar og flestar sækja þær efniviðinn í vestfirskan sagnaarf. Meðal annars hafa verið sett upp leikrit um Samúel í Selárdal, Sig- valda Kaldalóns og æskuár Jóns Sigurðssonar. Í vetur verða sett upp tvö verk, annars vegar Fjalla Eyvindur og hins vegar sýning byggð á Höllu, ljóðabók Steins Steinars. Í síð- arnefndu sýningunni nýtur leik- húsið fulltingis finnsks ballettdans- ara, en að öllu jöfnu starfa Elfar og eiginkona hans, Marsibil Kristjáns- dóttir, að sýningunum. „Við erum leikhús á hjólum, sýn- ingarnar okkar eru ferðavænar og leikmyndirnar eru einfaldar. Við getum því sýnt hvar sem er og för- um í skóla, félagsheimili og á menn- ingarhátíðir. Sú af okkar sýningum sem hefur farið víðast er Gísli Súrs- son, en við höfum farið með hana í allflesta skóla á landinu og erlend- is.“ Listfengir Ísfirðingar „Það er full vinna á veturna að sækja alla þá listviðburði sem eru í boði á Ísafirði,“ segir Elfar Logi. „Hér er öflug leiklistarstarfsemi og mikið um að vera í myndlistar- og tónlistarlífi. Heimamenn eru af- skaplega skapandi og listfengir og svo koma hingað listamenn alls staðar að af landinu. Þetta gerist ekki betra.“ annalilja@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kómedíuleikarinn Elfar Logi í gervi Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Mikið fjör í Kómedíuleikhúsinu og listalífið er í blússandi blóma Fiskbúð Sjávarfangs Sindragötu 11 – Ísafirði Fiskbúð Sjávarfangs óskar Morgunblaðinu til hamingju með 100 ára afmælið Og ísfirðingum með að hafa aðgang að frábærri fiskbúð Frábær heyrnartól HAFNARSTRÆTI 12 · ÍSAFIRÐI · SÍMI 456 4751 STÓRKOSTLEG NÝ SJÓNVÖRP 45.900 L I S TAVERÐ : TILBOÐSVERÐ: 36.900 FM útvarp með 40 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA, iPod, iPad (gegnum usb) · USB, RCA, Heyrnartól, Video out (f. iPod) · 2 x 15W hátalarar · Spilar og hleður iPod Hljómtækjastæða X-CM31 6400 LÍNAN UExxF6475SB: 40" = 199.900 46" = 249.900 55" = 379.900 65" = 699.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.