Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 25

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 25
Morgunblaðið/Kristinn Brauð og kökur Í Gamla bakaríinu eru hefðirnar í hávegum hafðar. á báti hvað það varðar, en við bök- um líka mikið af ýmsum sér- brauðum eins og t.d. orkubrauð- um, sem eru mjög vinsæl. Vínar- brauðin eiga líka marga aðdáendur. Ef ég á að nefna eitthvað eitt sem mér finnst skemmtilegast að baka, þá eru það terturnar. Ann- ars hefur mér aldrei fundist þetta leið- inlegt, mér finnst alltaf jafngaman að mæta í vinnuna. Ég væri varla bú- inn að vera í þessu í tæpa hálfa öld ef mér leiddist. Ég er auðvitað alinn upp við þetta, ég byrjaði að hjálpa til í bakaríinu þegar ég var svo lítill að ég þurfti að standa uppi á sultufötu til að ná upp á borð.“ Hvert er leyndarmálið á bak við velgengni í bakarísrekstri? „Þetta er hörkuvinna, eins og allt annað, og það þarf að vera með hugann við þetta meira eða minna öllum stundum. Við höfum haldið í það gamla og fólki líkar það vel. Við leggjum líka mikla áherslu á handverkið, við erum t.d. eitt fárra bakaría sem gera eigin kleinu- hringi frá grunni. Það eru margir að hita þetta upp.“ Árni gefur lítið fyrir vinsæla matarkúra, þar sem fólki er ráðið frá því að borða brauð. „Það er svo mikil orka í kolvetnunum og nauð- synlegt að borða brauð. Sjálfur borða ég a.m.k. 8-10 brauðsneiðar á dag. Enda væri annað slæmt til afspurnar.“ Fékk viðurnefni árið 1884 „Það er smá saga á bak við nafnið á bakaríinu. Þetta var fyrsta bakaríið hér á Ísafirði og hét þá bara Bakaríið. Norðmenn opnuðu bakarí hér árið 1884, það var kallað norska bakaríið og þá var farið að kalla þetta gamla bak- aríið.“ Árni segir algengt að fólk sem leið eigi um Ísafjörð noti tækifærið til að birgja sig upp af ýmsum kræsingum sem ekki fást annars staðar, bæði brottfluttir Ísfirð- ingar og aðrir. „Svo er líka tölu- vert um að fólk hringi hingað, láti setja í poka fyrir sig og senda með flugi til Reykjavíkur.“ Hvað finnst bakaranum best í Gamla bakaríinu? Kringlan er best. Og það er allra best að kljúfa hana í tvennt, smyrja með jarðarberjasultu og setja ost ofan á. Þá er ég glaður.“ Morgunblaðið/Kristinn Árni bakari „Ég væri varla búinn að vera í þessu í tæpa hálfa öld ef mér leiddist.“ 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morgunblaðs- ins er Bolungarvík. Á morgun Fægður og flöskugrænn fornbíll með áletruninni „Gamla bakaríið. Gamalt en síungt“ stendur fyrir framan Gamla bakaríið og vekur at- hygli þeirra sem framhjá fara. Hann er í eigu Árna og Rósu konu hans, en þau rákust á bílinn á ferðalagi um England fyrir nokkrum árum og festu í framhaldinu kaup á honum. „Þetta er enskur T-Ford, árgerð 1924 og í toppstandi. Við keyrum hann alltaf heim á kvöldin,“ segir Árni. Ungur miðað við bakaríið BÍLL GAMLA BAKARÍSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.