Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tæplega 200 harmónikur, 190 talsins svo rétt sé með farið, standa bísperrtar á lofti gamla pakkhússins í Neðstakaupstað á Ísafirði. Sumar gljáfægðar og lit- skærar, aðrar eru máðar af notkun. Þetta er harm- onikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar, elsti gripurinn er frá árinu 1830 og í safninu er margar harmonikur sem áður voru í eigu þekktra íslenskra harmoniku- leikara. „Ásgeir færði okkur safnið að gjöf árið 2008, en hann hafði safnað harmonikum í áratugi. Þá taldi safnið um 140 harmonikur, en síðan þá hefur bæst nokkuð í safnið,“ segir Björn Baldursson safnvörður í Byggðasafni Vestfjarða sem hefur umsjón með safninu. „Flestar eru íslenskar, en sumar hafa verið pantaðar að utan. Margar eru gríðarlega fágætar,“ segir Björn. Húsið sem nikkurnar hýsir, Turnhúsið, er ekki síður merkilegt en það er eitt gömlu húsanna í Neðstakaupstað. Þau eru frá tíma dönsku einok- unarverslunarinnar og eru elsta varðveitta húsa- þyrping landsins. Þar er Byggðasafn Vestfjarða til húsa og einnig hefur þar verið rekinn veitinga- staður. Elsta húsið á svæðinu er Kramhúsið sem var byggt árið 1757 og eins og nafnið gefur til kynna var þar rekin verslun. Um 10.000-11.000 manns sækja Neðstakaupstað heim árlega og koma margir þeirra af erlendum skemmtiferðaskipum. Turnhúsið á sér langa sögu „Þetta hús, Turnhúsið, var áður pakkhús og var byggt 1784 af dönsku einokunarkaupmönnunum. Hér var lengi geymsla, en húsið var lítið notað seinni hluta 20. aldarinnar,“ segir Björn. Hann segir að þegar ákveðið var að gera húsið upp um 1970 hafi það verið fullt af drasli. „Allt burðarvirkið er upp- runalegt, en gólfið hefur verið endurgert. Hér kom eldur upp í tvígang á síðustu öld, en sem betur fer urðu skemmdirnar ekki mjög miklar.“ Harmonikurnar þarf að meðhöndla og varð- veita með gát. Þær eru viðkvæmar, belgurinn er úr pappa og rétt rakastig og hitastig skiptir miklu máli, að sögn Björns. Er hægt að spila á þær allar? „Kannski ekki al- veg allar, en flestar.“ Meira en 200 ára gamalt hús í Neðstakaupstað geymir gersemar Morgunblaðið/Kristinn Harmonikur Af öllum stærðum og gerðum standa þær í röðum í lofti Turnhússins í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hundrað og níutíu harm- onikur á pakkhúslofti Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Það leggst heldur betur vel í mig að flytja á heimaslóðirnar. Ég hafði reyndar alltaf hugsað mér það, en svo fékk ég tækifærið með þessu starfi,“ segir Edda María Hagalín sem nýlega var ráðin fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar. Edda María er fædd og uppalin á Ísafirði og þar er fjölskylda henn- ar búsett að mestu. Hún er gift Alexíusi Jónassyni, sem ættaður er úr Æðey í Ísafjarðardjúpi, og eiga þau tvær dætur, fimm ára og átta mánaða. Edda María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði og fór síðan til náms í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Að námi loknu starfaði hún hjá Deloitte. Spurð um nýja starfið segist hún hlakka til að fást við það. „Þetta felur í sér umsjón með fjármálum sveitarfélagsins, áætlanagerð, um- sjón með bókhaldinu og skýrslugerð. Barnvænt samfélag Við höfðum talað um að flytja á Ísafjörð áður en eldri dóttir okkar byrjaði í grunnskóla. Þetta er svo æðislegt samfélag til að vera með börn. Þarna eru góðir skólar og úr svo mörgu að velja fyrir börnin, góð- ur tónlistarskóli og fjölbreyttar íþróttir. Svo þurfa foreldrar ekki að verja löngum tíma í að keyra börnin í tómstundir eins og víða annars staðar.“ Nýi fjármálastjórinn hlakkar til að flytja á heimaslóðirnar Tilhlökkun Edda María Hagalín er nýr fjármálastjóri Ísafjarðar og hlakkar til að flytja í bæinn en þar ólst hún upp. Hún segir samfélagið vera barnvænt. ÍSAFJÖRÐURDAGA HRINGFERÐ Fitulítil og próteinrík . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Særaf ehf. • Silfurgata 5, 400 Ísafirði • Sími 450 6000 Verslun: Tölvur, aukahlutir, símar o.m.fl. Tölvuþjónusta: Ráðgjöf, kerfisþjónusta og tölvuviðgerðir Bátaþjónusta: Uppsetning og viðgerðir á siglingatækjum. Margra ára reynsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.