Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins, verði næsti forsætis- ráðherra Noregs og myndi ríkissjórn með Framfaraflokknum með stuðn- ingi eins eða tveggja miðflokka eftir þingkosningar á mánudaginn kemur. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta skipti sem Framfaraflokkurinn kemst til valda frá því hann var stofn- aður fyrir fjórum áratugum. Framfaraflokkurinn var næst- stærsti flokkurinn í síðustu þing- kosningum í Noregi fyrir fjórum ár- um, fékk þá 22,9% atkvæða og 41 þingsæti. Hann hefur reyndar verið næststærstur í þrennum kosningum, á árunum 1997, 2005 og 2009, en aðrir flokkar, sem hafa sakað hann um öfgastefnu, hafa hingað til hafnað stjórnarsamstarfi við hann. Hægriflokkurinn léði máls á sam- starfi við Framfaraflokkinn í síðustu kosningum en miðflokkarnir Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Venstre tóku það ekki í mál. Andstaðan við flokkinn hefur hins vegar minnkað í miðflokkunum. Eins og staðan er núna er talið líklegast að Hægri- flokkurinn og Framfaraflokkurinn myndi minnihlutastjórn með stuðn- ingi miðflokkanna tveggja. Þótt flokkarnir fjórir deili um margt, t.a.m. um málefni innflytjenda og umhverfismál, eru þeir á einu máli um að mestu máli skipti að binda enda á átta ára valdatíma vinstri- flokkanna. Hefur mildað tóninn Framfaraflokkurinn hefur lagt áherslu á að lækka skatta, tryggja frelsi einstaklingsins, draga úr skrif- finnsku og koma á auknu markaðs- frelsi. Hann er einnig hlynntur því að olíusjóður Noregs verði notaður til að fjárfesta í innviðum landsins. Framfaraflokkurinn hefur verið sakaður um að ala á hatri á útlend- ingum, einkum múslímum, en flokkurinn fordæmdi fjöldamorð Anders Behring Breivik og hefur mildað tóninn í yfirlýsingum sínum um innflytjendamál. Hann er þó enn hlynntur því að löggjöfin um innflytj- endur verði hert. Stefnir í að Fram- faraflokkurinn komist til valda  Talið að hægriflokkarnir myndi minnihlutastjórn með hjálp miðflokka AFP Leiðtogi Siv Jensen hefur farið fyr- ir Framfaraflokknum frá 2006. Þriðji stærstur » Nýjasta skoðanakönnun Ver- dens Gang bendir til þess að Framfaraflokkurinn verði þriðji stærsti flokkur Noregs og þing- sætum hans fækki úr 41 í 25. » Verkamannaflokknum er spáð 51 þingsæti og Hægri- flokknum 49. Skv. nýjustu könnuninni gætu Hægriflokk- urinn og Framfaraflokkurinn náð meirihluta með Kristilega þjóðarflokknum sem er spáð tólf þingsætum. Hugsanlegt er þó að hægriflokkarnir þurfi einnig stuðning miðflokksins Venstre sem er spáð 10 sæt- um. Ásakanir um að Þjóðarörygg- isstofnun Bandaríkjanna hefði njósnað um forseta Brasilíu og Mexíkó vörpuðu skugga á leið- togafund G20-ríkjanna. Forset- arnir kröfðust báðir skýringa á fréttum um að stofnunin hefði njósnað um þá og fylgst með tölvusamskiptum þeirra. Forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, stöðv- aði undirbúning fyrirhugaðrar heimsóknar sinnar til Wash- ington 23. október og forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, krafðist rannsóknar á málinu. Njósnað um leiðtogana? KURR Í FORSETUM Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar G20-ríkjanna ræddu ágreining sinn um hvort grípa ætti til hernaðaraðgerða í Sýrlandi yfir kvöldverði í boði Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í Peterhof-höll ná- lægt Pétursborg í gærkvöldi. Deilan um Sýrland var ekki form- lega á dagskrá leiðtogafundarins en togstreitan vegna hennar var svo mikil að um tíma var útlit fyrir að hún myndi raska dagskránni. Pútín til- kynnti á síðustu stundu að leiðtogarn- ir gætu rætt Sýrlandsmálið yfir kvöldverðinum, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, reyndi að sannfæra leiðtogana um að nauðsynlegt væri að grípa til hernaðaraðgerða gegn Sýr- landsstjórn vegna mannskæðrar eit- urgassárásar í Damaskus í ágúst. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði að Rússar héldu öryggis- ráði SÞ „í gíslingu“ í Sýrlandsdeilunni og hefðu brugðist alþjóðlegum skyld- um sínum. Öryggisráðið hefði einnig brugðist sýrlensku þjóðinni vegna gallaðs kerfis sem gerði Rússum kleift að halda ráðinu í gíslingu með því að beita neitunarvaldi sínu. „Í stað þess hefur kerfið verndað forréttindi Rússa – verndara einræðisstjórnar sem hefur blygðunarlaust gert mestu efnavopnaárás í heiminum í aldar- fjórðung.“ Fundu merki um sarín David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að rannsókn breskra vísindamanna á sýnum úr jarðvegi og fötum frá árásarstaðnum hefði leitt í ljós að efnavopnum hefði verið beitt. AFP hafði eftir breskum embættis- manni að niðurstaða rannsóknarinn- ar væri að sarín-gasi hefði verið beitt. AFP Togstreita á leiðtogafundi Vladímír Pútín og Barack Obama heilsast fyrir leiðtogafundinn í Pétursborg í gær. Segir Rússa halda ör- yggisráðinu í gíslingu  Leiðtogar G20-ríkja deildu um Sýrland yfir kvöldverði Suðurkóreska raftækjafyrirtækið Samsung hefur kynnt snjallúr sem hefur marga af helstu kostum snjall- síma. Úrið er með litaskjá, getur tekið við skilaboðum, hægt er að nota það sem síma og hlaða í það smáforritum. Snjallúrið var kynnt á IFA- raftækjasýningunni í Berlín sem hófst í fyrradag. Snjallúrinu er ekki ætlað að koma í stað snjallsíma held- ur er það hugsað sem aukabúnaður við Galaxy-síma Samsung sem eru mest seldu snjallsímar í heimi um þessar mundir. Fréttavefur BBC hefur eftir sérfræðingum að það geti þýtt að úrið eigi ekki eftir að slá í gegn með sama hætti og Galaxy- símarnir. Samsung hefur skýrt frá því að sala á vörum frá fyrirtækinu hafi minnkað og því bíða fjárfestar eftir því hvort fyrirtækinu tekst að setja á markað vöru sem auki söluna að nýju. Sala á snjallúrinu hefst 25. sept- ember. Fregnir herma að aðal- keppinautur Samsung, Apple, hafi í bígerð að setja snjallúr á markað undir vörumerkinu iWatch. Snjallúr sett á markað Heimildir: Samsung/fréttir fjölmiðla Lætur notandann vita af hringingum, sms-skilaboðum og tölvupóstum Gerir notandanum kleift að hringja án þess að taka farsímann úr vasanum Með innbyggðan hátalara og hljóðnema sem eru tengdir við Galaxy-snjallsíma með bluetooth Samsung kynnti snjallúrið á raftækjasýningu í Berlín Ending rafhleðslu: um sólar- hringur Væntanlegt verð: um 300$ (36.000 kr.) Hægt er að lesa inn textaskilaboð Hægt er að nota ýmis smáforrit, m.a. fyrir tónlist og skrefmæli Verður sett á markað 25. september 4 GB minni 4 cm skjár Myndavél: 1,9 milljóna punkta upplausn Samsung bindur vonir við að snjallúr slái í gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.