Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 28

Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Norð-urlöndinhafa ekki verið ofarlega á gátlista Banda- ríkjamanna. Þar eru væringar litlar og ógnir ekki teljandi. Þau eru þó ekki með öllu þýðingarlaus í heims- pólitíkinni, ekki síst nú þegar siglingaleiðir opnast og auð- lindir verða aðgengilegar vegna bráðnunar íshellunnar á norðurpólnum. Bandaríkja- menn voru lengi vel andvara- lausir gagnvart þeim breyt- ingum, sem bráðnunin veldur, en hafa verið að vakna til vit- undar. Á miðvikudag fundaði Bar- ack Obama, forseti Bandaríkj- anna, með leiðtogum Norður- landanna í Stokkhólmi. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra fékk það hlutverk á fundinum að fjalla um norðurslóðamál. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst hann hafa farið yfir þró- unina og lagt áherslu á „mik- ilvægi þess þar af leiðandi að löndin störfuðu saman að því að undirbúa þá þróun, tryggja umhverfisvernd, öryggi og innviðina sem þarf til að nýta þau tækifæri sem eru að skap- ast …“ Sagði Sigmundur Dav- íð að hann hefði fengið mikil viðbrögð, ekki síst frá Banda- ríkjaforseta, og bætti við: „Ég hef haft áhyggjur af því und- anfarin ár að Bandaríkjamenn hafa ekki sinnt þessum mála- flokki sem skyldi en það er orð- in breyting á því núna með Barack Obama forseta og ekki síst með John Kerry utanrík- isráðherra sem leggur á þetta mikla áherslu.“ Forveri Kerrys, Hillary Clinton, beindi reyndar einnig sjónum að norðurslóðum og á fundi, sem Kanadamenn héldu fyrir þremur árum og hugðust taka forustu í norðurslóða- málum, gagnrýndi hún harka- lega að aðeins ríkjunum fimm, sem eiga strandlengju innan norðurskautsins, hefði verið boðið, en inúítar, Íslendingar, Finnar og Svíar skyldu snið- gengnir. „Ég vona að norð- urskautið verði ávallt til vitnis um getu okkar til að vinna saman, ekki til að valda nýrri sundrungu,“ sagði Clinton þá. Kerry sýndi í sumar að áhuginn á norðurslóðum er vaknaður í Washington þegar hann sótti fund Norður- heimskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð. Þar voru Kínverjar meðal sex þjóða, sem veitt var áheyrnaraðild að ráðinu. Það er ekki að furða að norð- urslóðir séu komnar á dagskrá hjá bandarískum stjórnvöld- um. Rússar hafa skiljanlega lagt mikla áherslu á þessi mál. Þeir hafa alltaf lagt mikla áherslu á aðgang að höfn- um þar sem aldrei leggur ís og það var undirstrikað með táknrænum hætti þegar kafbátur var sendur á hafsbotn á norðurpólnum til að koma þar fyrir rússneska fánanum. Það er einnig til marks um það hversu mikilvægt málið er í hugum Rússa að árlega halda þeir mikla ráðstefnu um mál- efni norðurslóða og ávallt er Vladimír Pútín Rússlands- forseti meðal gesta. Áhugi Kínverja á norð- urslóðum fer heldur ekki á milli mála. Í fyrra sigldi kín- verski ísbrjóturinn Snædrek- inn norðurleiðina til Íslands og umleitanir kínverska auð- mannsins Huangs Nubos um að fjárfesta hér á landi hafa einnig verið settar í samhengi við aukin umsvif Kínverja á norðurslóðum. Ekki er ólíklegt að í Wash- ington sjái nú ýmsir eftir því að hafa kvatt bandaríska varn- arliðið burt frá Íslandi árið 2006 og telji að það hafi verið skammsýni. Sparnaðurinn af því var óverulegur þegar horft er til útgjalda Bandaríkja- manna til hernaðarmála, en hagsmunirnir kannski þeim mun meiri. Viðræður Bandaríkjamanna við Evrópusambandið um frí- verslunarbandalag voru einnig ræddar á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna. Því hefur verið haldið fram að það gæti orðið Íslendingum dýrkeypt að standa utan ESB eftir að slíkur samningur taki gildi. Á fundinum var sá hræðsluáróður talsmanna að- ildar að Evrópusambandinu af- hjúpaður. Í yfirlýsingu leiðtog- anna segir að samhliða viðræðunum um fríversl- unarsamning milli Bandaríkj- anna og ESB verði „leitað leiða til að efla viðskipti og fjárfest- ingar milli Bandaríkjanna og Noregs og Íslands“. Þessi orð bera því vitni að Bandaríkjamenn líta á Norð- urlöndin sem heild og hafa engan hug á því að undanskilja Noreg og Ísland þótt ríkin séu ekki í Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu leiðtogafund- arins er farið yfir vítt svið og vekur athygli að ákveðið var að stofna sameiginlega vettvang Bandaríkjanna og Norður- landanna til árlegra samræðna um öryggismál í heiminum. Slíkur vettvangur jafngildir vitaskuld ekki sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, en hann ber vitni vilja til þess að efla samskipti Bandríkjanna og Norðurlandanna til fram- búðar. Samskipti við Norð- urlönd efld á leið- togafundi í Svíþjóð} Obama á norðurslóðum G rannt er fylgst með fréttum á mínu heimili. Hlustað á morg- unfréttir áður en haldið er til vinnu eða skóla, sexfréttirnar síðar um daginn. Stillt á frétta- tíma RÚV þegar fréttum Stöðvar 2 lýkur, oft- ar en ekki er kíkt á erlendar fréttastöðvar í spjaldtölvunni, ósjaldan hlustað á BBC World Service í bílnum. Þess fyrir utan er reglulega tékkað á mbl.is og öðrum netmiðlum. Börnin á heimilinu komast ekki undan þessu fréttaflóði. Á hverjum degi þarf því að svara ótal spurningum þeirra um stöðu ým- issa mála, bæði hér heima og erlendis, útskýra eftir fremsta megni af hverju þetta er svona en ekki hinsegin. Svona eins og foreldrar gera gjarnan. Stundum þrýtur þó hæfnina til útskýringa. Til dæmis hef ég engar skýringar á því hvers vegna Pal- estínumenn og Ísraelsmenn eru ekki fyrir lifandis löngu búnir að semja frið, þrátt fyrir hundrað og eitthvað frið- arráðstefnur og loforð. Ég get heldur ekki útskýrt fyrir dætrum mínum af hverju fólk úti í heimi er andvígt því að samkynhneigðir njóti sömu mannréttinda og annað fólk. Og þegar enn ein fréttin um kynbundinn launamun birtist í sjónvarpinu er mér lífsins ómögulegt að útskýra fyrir þeim hvernig standi á því að einhverjum detti í hug að borga konu lægri laun en karli fyrir sama starf. Undanfarið hafa tvær launakannanir, önnur frá BSRB, hin frá BHM, sýnt sömu niðurstöðuna (sem svo oft hefur komið fram áður); karlar fá hærri laun en konur eftir að búið er að taka tillit til allra þeirra þátta sem gætu skekkt niðurstöð- urnar, eins og t.d. vinnutíma, starfsaldurs, menntunar, álags og mannaforráða. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Sam- kvæmt tölum frá Evrópusambandinu fá kon- ur í löndum sambandsins talsvert lægri laun en karlar. Reyndar er sama hvar í heiminum er borið niður; karlar fá alls staðar hærri laun en konur. Sömu laun fyrir sömu vinnu virðast hvergi tíðkast í heiminum. En það er ekki eins og öllum finnist þetta gott og blessað. Í hvert einasta skipti sem enn ein könnunin sýnir launamun kynjanna kemur hver á fætur öðrum fram og heitir því að gera eitthvað í málunum. Þetta sé alger- lega ólíðandi. Og hvað gerist svo? Nákvæmlega ekki neitt. Meðaltal þess kynbundna launamunar sem mældist í þeim tveimur launakönnunum sem að ofan er getið er um 10%. Það er tæp klukkustund af átta tíma vinnudegi, á milli fjórar og fimm klukkustundir á viku. Á hverju ári eru um 235 vinnudagar og 10% af því eru um 24 dagar. Íslenskar konur þurfa sem sagt að vinna 24 dögum lengur á hverju ári en íslenskir karlar til að bera það sama úr býtum og þeir. Það má líka líta þannig á að þær vinni launalaust í 192 klukkustundir á hverju ári. Það er varla nema von að það sé erfitt að útskýra þetta fyrir börnunum. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill 192 tímar launalaust á ári STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Vinnuslysum fer heldurfækkandi milli ára en allsvar tilkynnt um 871 slíktslys á karlmönnum og 481 á konum árið 2012 samkvæmt árs- skýrslu Vinnueftirlitsins fyrir sama ár. Þá varð aðeins eitt dauðaslys á árinu en það var á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Krossa þegar sendibifreið fauk í vindhviðu og lenti framan á vörubifreið sem kom á móti. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir orsakir slysa vera fjölbreyttar og þróun þeirra vera mismunandi milli atvinnu- greina. „Þróunin sem við horfum á í byggingu og viðgerð mannvirkja er mjög jákvæð en á sama tíma hefur slysum fjölgað í fiskvinnslu,“ segir Kristinn Vakning eftir Kárahnjúka Byggingariðnaðurinn tók tölu- verða dýfu strax eftir hrun en þrátt fyrir það segir Kristinn að vinnu- slysum hafi fækkað hlutfallslega meira en nam samdrættinum. „Auð- vitað varð hrun í þessum geira sam- félagsins en fækkun slysa hefur ver- ið meiri en samsvarandi fækkun starfsmanna í greininni. Ef tíðnin væri óbreytt frá því sem var værum við með helmingi fleiri slys í dag en raunin er.“ Á framkvæmdatíma Kára- hnjúkavirkjunar varð töluverður fjöldi slysa sem leiddi m.a. til þess að Landsvirkjun og fleiri fyrirtæki tóku upp það sem Kristinn kallar núll- slysastefnu. „Stórir verktakar og verkkaupar hafa innleitt þessa stefnu hjá sér og við sjáum að hún hefur skilað sér með færri slysum. Eins er vert að nefna áliðnaðinn en þar hefur starfsmönnum fjölgað mikið en ít- arlegar og auknar öryggiskröfur halda slysum niðri. Fjölgun slysa í fiskvinnslu Þrátt fyrir að aukna skilvirkni og fækkun starfsmanna í fiskvinnslu hefur slysum fjölgað í atvinnugrein- inni. „Aukning slysa í fiskvinnslu starfar í raun og veru af tvennu. Ann- ars vegar standa fyrirtækin í grein- inni sig betur í skráningu slysa og við sjáum það m.a. í því að minni slysum fjölgar sem eflaust hefðu ekki verið skráð áður. Hins vegar hefur alvar- legum slysum einnig fjölgað, sem gefur til kynna að slysum sé almennt að fjölga í greininni. Eflaust er þetta vegna meira álags og hraða í þessum geira,“ segir Kristinn sem telur það ekki viðunandi að fiskveiðiþjóð standi sig ekki betur á þessu sviði. Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri ASÍ, telur mjög mikilvægt að samtök vinnuveitenda og launþega taki höndum saman til að sporna gegn vinnuslysum. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að slysatíðni er of há í fiskvinnslunni, sérstaklega hjá börnum og unglingum í sum- arstarfi. Strax var haft frumkvæði að því að Vinnueftirlitið ásamt fyr- irtækjum og launþegasamtökum gerðu átak í þessum málum.“ Lögreglumenn of fáir Slys á lögreglumönnum falla undir liðinn opinber stjórnsýsla en þar má sjá aukningu á slysum frá hruni að sögn Kristins Tómassonar. „Þarna hefur orðið aukning sam- hliða niðurskurði til löggæslumála. Lögreglan hefur í samvinnu við okk- ur bætt, slysaskráningu sem skýrir hluta aukningarinnar en þegar við skoðum sjálf slysin sést að þau eru nokkuð alvarleg. Því verðum við að spyrja okkur hvort mannfjöldinn í lögreglunni sé nægilegur til að við- halda fullu öryggi við þeirra störf,“ segir Kristinn en hann bendir á að til að tryggja öryggi í vinnu þarf m.a. að hafa viðeigandi mannafla í þeim verkum sem fengist er við. Gísli Freyr Valdórsson, að- storðarmaður innanríkisráðherra, segir að lögreglumönnum verði fjölgað á þessu kjörtímabili. „Í stjórnarsáttmálanum er skýrt tekið fram að löggæsla verði efld á þess- um kjörtímabili og vinna við það er þegar hafin.“ Slysum fjölgar í lög- gæslu og fiskvinnslu Fjöldi vinnuslysa Fjöldi tilkynntra vinnuslysa í nokkrum atvinnugreinum eftir kyni og árum Heimild: Vinnueftirlitið Ál- og járnblendiiðnaður 33 7 27 2 31 8 39 6 24 6 mannvirkja- gerð og viðald 376 3 159 3 118 3 98 0 55 2 Fiskiðnaður,landvinnsla 46 35 48 21 60 33 93 61 89 55 Fiskveiðar 11 13 15 10 22 14 10 10 14 3 Fjarskipta- og póstþjónusta 31 54 20 50 26 34 31 39 29 46 Flutningastarfsemi o. fl. 95 18 78 8 88 17 80 9 80 7 Framkv. opinb. aðila o. fl. 23 1 22 3 18 6 12 2 16 5 Landbúnaður 8 7 12 6 14 4 10 6 9 5 vinnsla landb.afurða 57 14 32 15 30 17 33 9 43 13 Menningarstarfsemi 12 16 7 17 13 10 5 7 9 8 Opinber stjórnsýsla 126 74 116 51 82 68 165 104 136 100 Opinber þjónusta o.fl. 22 81 32 103 33 116 33 113 34 109 Rafm.-, hita- og vatnsv. 27 3 19 3 15 2 19 5 17 3 Smásöluverslun 35 29 12 12 21 23 19 20 13 14 Veitinga- og hótelrekstur 11 22 12 21 14 25 17 21 24 24 Samtal allra greina 1370 492 935 426 855 474 996 525 877 481 2008 2009 2010 2011 2012 karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.