Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Ég las fyrir stuttu
ágæta grein eftir Ólaf
Baldursson, fram-
kvæmdastjóra lækn-
inga LSH, í Mogg-
anum. Í dag birtist svo
frétt á mbl.is. með fyr-
irsögninni „Neyð-
arplan vegna lækna-
skorts“. Þar er
ástandinu lýst á spít-
alanum eins og það
horfir við viðmælandanum. Ég velti
því fyrir mér hvort greinar sem þess-
ar nái til vitundar meirihluta þjóð-
arinnar og ráðamanna hennar? Sama
á við um þetta tilskrif. Svo virðist
sem þessi málaflokkur – heilbrigð-
ismál – sé býsna langt frá hugsun
þeirra sem ekki hafa þurft á aðstoð
heilbrigðiskerfisins að halda. Margir
– og þá sérstaklega þeir sem ekki
hafa sjálfir eða fjölskyldur þeirra
ennþá þurft á þjónustu kerfisins að
halda – virðast líta svo á
að það sé sjálfgefið að
heilbrigðiskerfið „sé
gott“. Ég efast um að
þetta mat sé rétt.
Á sama tíma og því
er haldið fram að „kerf-
ið sé gott“ sjáum við
margar fréttir þar sem
einstaklingar leggja
mikið á sig utan kerfis
til að vekja athygli á
bágri stöðu margra
sjúklingahópa. Nú síð-
ast höfum við orðið
vitni að mikilli baráttu og hjarta-
gæsku Sigurðar Hallvarðssonar. Er
þetta ástand á heilbrigðiskerfinu
eitthvað sem við erum sátt við? Ólaf-
ur bendir á að grunnurinn fyrir góð-
um tölfræðilegum samanburði í dag
var lagður fyrir 30 árum. Á því „lif-
um“ við í dag. Hvað viljum við leggja
afkomendum, börnum og barnabörn-
um, til? Sjálfur naut ég þess að starfa
fyrir samtök lækna í sjö ár. Á þeim
tíma þurfti ég á heilbrigðiskerfinu að
halda. Það reyndist mér vel. Síðan ég
hætti að starfa fyrir samtökin hafa
nánir fjölskyldumeðlimir þurft á
kerfinu að halda. Samanburður er
ekki nýjum tímum í vil. Starfsfólkið
er jafnyndislegt og áður en allur að-
búnaður er verri. Hin sjö góðu ár eru
augljóslega að baki, næstu sjö ár
geta fært okkur aftur til tíma sem við
kærum okkur ekki um. Er einhver
sem hefur áhyggjur af því? Varn-
aðarorð Ólafs eru löngu tímabær –
og vonandi að þau séu ekki skrifuð út
í tómarúmið …
Er íslenska heilbrigðis-
kerfinu viðbjargandi?
Eftir Gunnar
Ármannsson »Hin sjö góðu ár
eru augljóslega
að baki, næstu sjö ár
geta fært okkur aftur
til tíma sem við kærum
okkur ekki um.
Gunnar Ármannsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Primacare.
Ég hef verið að
hugleiða málefni
flugvallarins í Vatns-
mýrinni mikið und-
anfarin ár. Eins og
ég hef nefnt áður á
þessum vettvangi
hefur staðsetning
hans verið mér þyrn-
ir í augum af marg-
víslegum ástæðum,
sem bæði ég og aðrir
hafa rakið í skrifum
okkar í dagblöð.
Ég hef hugleitt gamla hugmynd
Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra
um að koma flugvellinum fyrir á
Lönguskerjum, steinsnar frá nú-
verandi staðsetningu. Mér hugn-
ast sú hugmynd allvel þar sem
aðrar staðsetningar eru að lík-
indum ekki fyrir hendi. Þó mun
næstbesta staðsetningin vera á
Álftanesinu ef flugvöllurinn verður
fluttur á annað borð. Þar er geysi-
stórt landflæmi autt og ónotað,
sem mun vera miklu meira en
nægilega stórt undir alþjóða-
flugvöll.
Mér heyrðist á sínum tíma, þeg-
ar þar til menntaðir flugspekingar
viðruðu þá hugmynd opinberlega,
að flestir þeir sem tjáðu sig töldu
þeirri góðu hugmynd það helst til
foráttu, að nálægðin við Bessa-
staði væri of mikil. Í fljótu bragði
virðist nú ekki vera stór munur á
ónæði því sem Bessastaðabóndinn
hefur af núverandi flugvelli og því
ónæði sem kynni að verða af stað-
setningu flugvallarins á Álftanes-
inu, enda geri ég því skóna að að-
flugsstefna brautanna yrði
nokkurn veginn sú sama og er á
núverandi flugbrautum.
Augljóst má vera að
yrði flugvöllurinn
fluttur út á Löngu-
sker, eins og ég nefndi
í upphafi máls míns,
yrði að byggja upp
nokkurt land með
jarðvegi. Það mætti
auðveldlega gera með
því að heimila jarð-
vinnuverktökum á
næstu árum að losa
hentugan uppgröft af
höfuðborgarsvæðinu á
flugvallarstæðið fyr-
irhugaða á Löngu-
skerjum í stað þess að aka honum
alla leið upp í námurnar í Bolöld-
um, margfalda þá vegalengd sem
er út á Löngusker. Það yrði í senn
þjóðhagslega hagkvæmt í stór-
sparnaði á sliti vörubílanna sem
og á eldsneytiskostnaði auk þess
sem fyllingin yrði ódýrust á þenn-
an veg. Því ekki að undirbúa jarð-
veginn með því að heimila þegar í
stað losun jarðvegs á Lönguskerj-
um þó svo að endanleg ákvörðun
bíði seinni tíma? Það væri þá í öllu
falli hægt að byggja þar íbúð-
arbyggðina sem margir eru svo
áfjáðir í að byggja á núverandi
flugvallarstæði – eða þá að setja
þar niður nýja Landspítalann.
Ekki amalegt útsýni úr því sjúkra-
húsi á Lönguskerjum!
Reykjavíkur-
flugvöllur
Eftir Jóhann Boga
Guðmundsson
Jóhann Bogi
Guðmundsson
» Þó mun næstbesta
staðsetningin vera
á Álftanesinu ef flug-
völlurinn verður
fluttur á annað borð.
Höfundur er vélvirkja- og
húsasmíðameistari.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir
öryggi í samskiptum milli starfsfólks
Morgunblaðsins og höfunda. Morg-
unblaðið birtir ekki greinar sem einnig
eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem liðurinn
"Senda inn grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig
sem notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/