Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 39

Morgunblaðið - 06.09.2013, Page 39
til sín. Þið heiðurshjónin hafið verið okkur öllum miklar fyrir- myndir í okkar lífi. Hjón eins og þið sem deilduð gleði jafnt sem sorgum og stóðuð ávallt samein- uð sama hvað á gekk. Þó að vissulega hafir þú verið ákveðin og staðið á þínu gagnvart honum skein samt alltaf í gegn ást ykk- ar hvors á öðru og sú gagn- kvæma virðing og traust sem þið sýnduð hvort öðru. Þau eru okk- ur minnisstæð orðin sem þú sagðir við eitt af barnabarna- börnunum þínum á síðasta af- mælinu þínu og þar varstu svo sannarlega að vitna í ykkur afa, „með einum manni í góðu gamni“. Já, orð þín voru svo sannarlega lýsandi fyrir ykkar samband og alltaf var jafnstutt í kveðskapinn hjá þér og kímnina. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar kveðjum þig nú, elsku amma Marsa, með gleði og þakklæti í hjarta fyrir allt sem þú gafst okkur í lífinu. Við sign- um þig þrisvar sinnum og kyss- um á báðar kinnar og biðjum Guð og englana að vaka yfir þér alveg eins og þú gerðir við okkur er þú baðst fyrir okkur og óskað- ir okkur velfarnaðar í lífinu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kærleiks- og þakklætiskveðj- ur, Þórður (Doddi), Anna Lilja og dætur, Bjarni, Anna María og börn, Jóhannes Karl (Jói Kalli), Jófríður og synir, Atli og Íris, Tjörvi og Harpa. Eftir langa sjúkrahússdvöl er amma okkar farin í sína hinstu för og leiðir okkar skiljast um tíma. Minningin um ástkæra og góða ömmu stendur eftir í hjört- um okkar. Margar góðar minn- ingar koma upp í huga okkar þegar við minnumst ömmu. Amma var kjarnorkukona, ást- kær, ákveðin, blíð, góður kokkur, góður vinur, fyndin og skemmti- leg svo lengi mætti telja. Amma vildi allt fyrir okkur gera, heimili hennar og afa var okkur ætíð opið. Við máttum alltaf koma með vini okkar og var alltaf boðið upp á dýrindis kærsingar og skemmtilegt spjall. Amma var einstaklega gjafmild kona og vildi öllum vel, við fórum aldrei frá henni öðru vísi en að hún laumaði að okkur smá pen- ingi til þess að kaupa eitthvað gott. Hún var mikill stuðningur og stór klettur í okkar lífi, átti alltaf falleg og uppbyggjandi orð í okkar garð. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá og allir voru henni jafnir. Hún var dugnaðarforkur, reykti London Docks, lét engan vaða yfir sig og var vel máli far- in. Við eigum margar skemmti- legar minningar úr veiðiferðum og úr sumarbústaðinum í Ölveri. Að lokum viljum við þakka fyrir allt sem þú varst okkur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakk þú inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. Elsku amma Guð geymi þig. Þórður Már, Lára, Ingunn Þóra og Guðjón. Það er merkilegt hvernig fréttir, sem alltaf er von á, koma á óvart og slá mann út af laginu þegar þær koma loksins. Þannig var það hjá okkur systrum í síð- ustu viku þegar við fengum þá vitneskju að tími væri kominn til að kveðja elsku ömmu Mörsu okkar í síðasta sinn. Eftir löng veikindi hefur Marselía amma okkar kvatt þennan heim. Á þessum tíma- mótum rifjast upp góðar minn- ingar af glaðværri, ákveðinni og umhyggjusamri konu, sem amma okkar var. Amma var ein- staklega hnyttin og hafði gaman af að setja saman vísur, raula lög og ljóð sem hún þekkti. Við syst- ur höfðum unun af að hlusta á hana fara með vísur og segja sögur frá fyrri tímum. Alltaf var jafn gott að koma á Skólabraut- ina til hennar og afa og ávallt átti amma eitthvað til að lauma upp í litla svanga munna meðan fullorðna fólkið fékk sér kaffi. Með hlýju í hjarta þökkum við fyrir tímann sem við fengum með ömmu Mörsu og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar. Helga Lára og Hildur María. Nú þegar Marselía Guðjóns- dóttir, eða amma Marsa eins og ég heyrði hana oftast nefnda, hefur kvatt þessa jarðvist finn ég hjá mér þörf til að stinga nið- ur penna og líta um öxl. Kynni mín af þessari sóma- konu verða þó aldrei slitin úr samhengi við kynni mín af fjöl- skyldu hennar sem heildar, enda er það mjög rökrétt, eins sam- heldin og samstiga og fjölskyld- an er. Kynni mín af hjónunum Mörsu og Þórði tengist vináttu minni og Borgars Þórs, sem er barnabarn þeirra en naut þeirra forréttinda að búa hjá þeim upp- vaxtarárin fram að menntaskóla- aldri. Einhverjum fannst hann búa við fordekur ömmu sinnar og afa, væntanlega er eitthvað í þeim vangaveltum sem erfitt er að hrekja með rökum. Alloft eyddum við Borgar tíma við eld- húsborðið á Skólabrautinni í spjall við þau hjónin, oftast var það laxveiði eða pólitík sem rætt var um og aldrei skorti veiting- arnar. Einnig reyndi Marsa oft- ar en ekki að sannfæra mig um að rjúpnaveiðar væru ekki göfug veiðimennska og þær ætti alls ekki að stunda. Er mér þó sér- staklega minnisstætt þegar Marsa var að mæra laxinn sem veiddist í Glerá í Dalasýslu, en þá á hafði fjölskyldan á leigu til nokkurra ára. Gamla konan full- yrti að laxinn úr Gleránni væri bragðbetri en allur annar lax og þegar ég lét þá skoðun mína í ljós að þetta væri nú hvað öðru líkt sagði Marselía: „Settu tvö soðin og ómerkt laxastykki á disk, annað úr Gleránni en hitt úr einhverri annarri á. Ég skal segja þér eftir smökkun, með 100% vissu, hvort þeirra kemur úr Gleránni. Gæðamunurinn er svo augljós að þetta er eins og dagur og nótt.“ Á þessum tíma var ég um þrítugt og Borgar Þór um tvítugt. Finnst mér aðdáun- arvert og öðrum til eftirbreytni að hvorki Marsa og Þórður né við Borgar skynjuðum kynslóða- bilið sem vissulega var til staðar. Við eldhúsborðið á Skólabraut- inni voru allir á pari. Ekki get ég minnst hennar Mörsu án þess nefna kímnigáf- una sem hún bjó yfir. Hún gat verið lítillega háðsk ef því var til að dreifa, en á afar kurteisan og skemmtilegan hátt. Er mér sér- lega minnisstætt þegar ég var að byggja mér lítið og snoturt hús rétt utan við bæjarmörkin á Akranesi. Einhverra hluta vegna fór Borgar Þór með ömmu sína í bíltúr og keyrðu þau inn Innnes og þar með fram hjá húsinu sem var í byggingu. Þá var búið að reisa útveggi og þak svo augljóst var hver stærð hússins var. Ekki þótti henni mikið til stærðarinn- ar koma og mælti þessi ógleym- anlegu orð við Borgar: „Mikið er hann Pétur nú sniðugur að byrja á bílskúrnum.“ Að endingu vil ég þakka fyrir það tækifæri að hafa fengið að kynnast þeim hjónum, Marselíu og Þórði, sem og fjölskyldu þeirra allri. Afkomendum og aðstandend- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur, að kynnast manneskju eins og Marselíu Guðjónsdóttur er gott veganesti. Pétur Ottesen. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 ✝ Ingólfur Sig-urmundsson fæddist í Vest- mannaeyjum 24. desember 1939. Hann lést á heimili sínu í Vest- mannaeyjum 20. ágúst 2013. Foreldrar Ing- ólfs voru Sigur- mundur Runólfs- son, f. 4. ágúst 1904 á Hausthúsum á Stokkseyri, d. 16. febrúar 1974, og Ísey Skafta- dóttir, f. 13. mars 1911 á Suður- Fossi í Mýrdal, d. 6. júní 1987. Bræður hans voru Heiðmundur, f. 23. feb. 1935, d. 13. júlí 2010, Sólólfur, f. 9. apríl 1936, d. 7. október 1943, Arnar, f. 19. nóv. 1943, og Guðjón Róbert, f. 13. sept. 1948, d. 8. desember 2012. Árið 1964 kvæntist Ingólfur Emilíu Jónasdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 12. mars 1935. Þau skildu árið 1981. Foreldrar Emilíu voru Jónas Jónasson úr Flatey á Skjálfanda og Guðríður Kristjánsdóttir frá Skeiði í Svarfaðadal. Börn Ingólfs og Emilíu eru: 1) Guðmundur Berg- ur, f. 22. maí 1962. Börn Guð- mundar og fyrrverandi sam- býliskonu hans, Karitasar Markúsdóttur, eru Melkorka, f. 1992, og Guðbjörg María, f. 1998. 2) Örnólfur Örvar, f. 14. okt. 1964. Maki er Hulda Harð- ardóttir, f. 1960. Börn Örnólfs og fyrrverandi eiginkonu hans, Bergþóru Sigurðardóttur, eru Unnur Ósk, f. 1984, sonur henn- ar er Bjarki, f. 2012, og Katrín Ösp, f. 1985, synir hennar eru Krist- inn Snær, f. 2008, og Alexander, f. 2012. 3) Úlfhildur Ösp, f. 8. des. 1967. Maki Steinarr Kr. Ómarsson, f. 1968. Dóttir þeirra er Helena Júlía, f. 2002. 4) Erlingur Geir, f. 23. sept. 1970, búsettur í Svíþjóð. Börn: Linea Isabelle, f. 1991, Hanna Josefine, f. 1993, Angelica Samira, f. 1996, Mi- kaela Sabina, f. 1999, Albin Geir, f. 2003, og Liam Oskar, f. 2005. 5) Logi Garðar Fells, f. 26. jan. 1973. Maki Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1979. Börn: Hafsteinn Ingi, f. 2006, og Vig- dís Linda, f. 2012. 6) Sólrún, f. 25. júlí 1975. Ingólfur og Emilía eignuðust sex börn, þrettán barnabörn og þrjú barna- barnabörn. Ingólfur lauk sveinsprófi í húsasmíði í Vestmannaeyjum árið 1961 og meistararéttindum í greininni þremur árum síðar. Ingólfur var með trésmíðafyr- irtæki í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu 1973 og hélt áfram að vinna við smíðar á höf- uðborgarsvæðinu þar til hann fluttist á ný til Vestmannaeyja í árslok 1980. Ingólfur vann við smíðar í Vestmannaeyjum þar til heilsan gaf sig. Útför Ingólfs fór fram í kyrr- þey. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Ég var búin að plana dagsferð til Eyja þriðjudaginn 20. ágúst en varð að fresta henni um sólar- hring vegna óhapps sem Helena dóttir mín varð fyrir. Ég hlakk- aði alltaf svo til að fara til Eyja en núna var eitthvað ekki eins og það átti að vera, ég sagði við Steinar minn að mig langaði ekk- ert sérstaklega að fara, það væri einhver kvíði í mér. Ég hafði mikið reynt að ná í þig, pabbi, en það var nú svo sem ekkert nýtt að þú svaraðir ekki í síma, símar voru þér ekki að skapi. Brottfar- ardaginn 21. ágúst vöknuðum við fjölskyldan snemma og bað ég Steinar um að ganga frá gjöf handa þér, sagði svo við hann að við skyldum byrja á því að líta til þín, svo hringdi síminn og himn- arnir hrundu. Ef ég hefði farið 20. ágúst til Eyja hefði ég líklega komið að þér látnum, mér var augljóslega ekki ætlað það hlut- verk. Nú ertu farinn, elsku karl- inn minn, og ég fékk ekki tæki- færi til að knúsa þig áður. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín. Takk fyrir allt, pabbi minn, og góða ferð. Ég veit hver þín hinsta ósk var og mun ég ganga í það mál um leið og hjartað mitt hefur aðeins jafnað sig. Elska þig að eilífu. Þín dóttir, Úlfhildur Ösp. Síminn hringdi, það var að nálgast miðnætti og ég hálfsof- andi. Ég fékk þær fréttir að hugsanlega væri eitthvað að hjá pabba. Ég tók þessar fréttir ekk- ert of alvarlega þar sem þónokk- uð hafði gengið á í gegnum tíð- ina, sérlega þegar Bakkus var við völd hjá þér, pabbi minn. Varla var símtólið komið á þegar barið var að dyrum og var þar prest- urinn kominn og tilkynnti mér að þú værir látinn. Tíminn stoppaði. Pabbi var farinn, þessi yndis- lega góði maður sem háði svo marga bardaga í sínu lífi. Ól okk- ur systkinin fjögur af sex einn upp með fullri vinnu og stóð sig mjög vel. Pabbi var húsasmíða- meistari að mennt og starfaði í meira en fimmtíu ár sem slíkur og ég bar þá gæfu að fá að læra hjá þér, elsku pabbi minn. Þú vannst eins og stórmeistari í skák, hugsaðir marga leiki fram í tímann og aldrei nein vandamál, alveg sama af hvaða toga verkið var. Eitt er víst að ég mun muna þig að eilífu, pabbi minn. Þú varst allt sem góður faðir á að hafa. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum þar sem þú glímdir við heilsubrest í hátt á annan áratug og aldrei þáðirðu hjálpina við að ná bata þegar það bauðst. Mikið á ég nú eftir að sakna þín, pabbi, þíns rólega skaps og lundar og sagnanna sem þú sagðir svo oft. Svo var alltaf stutt í hláturinn. Margs er að minnast og margt að þakka. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) Ég geymi þig í hjarta mínu að eilífu, hittumst seinna. Þinn sonur, Logi Garðar. Ingólfur Sigurmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Mér fannst gaman að fara í labbitúra og bíltúra með þér í Vestmannaeyj- um. Þú varst góður afi. Nú ferðu upp til Guðs og von- andi líður þér vel. Þín afastelpa, Helena Júlía. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý- hug og vináttu við fráfall og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS STEINDÓRSSONAR, Lækjarbrún 3, Hveragerði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalar- heimilisins Bæjaráss í Hveragerði fyrir elskusemi og umönnun Aðalsteins á ævikvöldi hans. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Kristinn Sigurjónsson, Auður Aðalsteinsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Hörður Lúðvíksson, Sveinn Aðalsteinsson, Helga Pálmadóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, HILDUR JÚLÍUSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hrafnhildur Jónsdóttir, Júlíus Sigurjónsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýju og samúð vegna veikinda, andláts og útfarar okkar ástkæra SVANBJÖRNS SIGURÐSSONAR fyrrverandi rafveitustjóra, Hringteigi 5, Akureyri. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri. Reine Margareta Sigurðsson, Birna María Svanbjörnsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Geir Kristján Svanbjörnsson, Jakobína Guðmundsdóttir, Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir, Oddný og Sóley Gunnarsdætur, Bríet Reine og Karvel Geirsbörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR INGIMARSDÓTTUR, Fróðengi 7, áður Sigluvogi 3. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Landspítalans, deild 11G. Victor Ágústsson, Sólveig Victorsdóttir, Ágúst Victorsson, Ólöf Alfreðsdóttir, Ingimar H. Victorsson, Sonja Jónasdóttir, Victor Örn Victorsson, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Hólavegi 9, Sauðárkróki, lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. september kl. 14.00. Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN ANTONÍUSSON fyrrverandi útgerðarmaður frá Fáskrúðsfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 4. september. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Kröyer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.