Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 42

Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Ég myndi giska á að ég væri 90 ára af útlitinu að dæma, en varað heyra það að ég yrði núna fimmtugur,“ segir SverrirStormsker, tónlistarmaður og afmælisbarn dagsins, sem hefur varla ennþá áttað sig á því hversu gamall hann er. „Ég er ekki með neitt sérstakt planað í tilefni þess hvað ég er orðinn hrikalega gamall. Ætli ég fari ekki bara á einhverjar útfararstofur að máta líkkistur og skoða legsteina. Og svo er náttúrlega meiningin að detta dauður niður eins og lög gera ráð fyrir. Svo getur vel verið að ég gifti mig, en það er nú kannski eitt og hið sama,“ segir Sverrir. Sverrir er landsþekktur tónlistarmaður en hann fór í tónlistina af praktískum ástæðum: „Ég nennti ekki að verða bankastjóri eða hryðjuverkamaður, þó að það séu vissulega heillandi og vel launuð störf. Mér fannst skáldskaparlistin meira spennandi og því starfi fylgir aðeins meira næði.“ Á næsta ári verða liðin 30 ár frá því að Sverrir fór út í tónlistina. „Þá kemur út svona fjögurra diska safn- pakki með 80 lögum með úrvali af því besta.“ Sverrir er að spá í að kalla gripinn „The Very Very Skást of Greatest Shits“. Fyrir utan tónlistina hefur Sverrir ýmis áhugamál, þar á meðal snóker og pool. „Ég var mikið í snóker á mínum yngri árum en færðist yfir í poolið af augljósum ástæðum þegar bannað var að drekka í snóker árið 1996.“ Fyrir utan ballskákina hefur Sverrir gaman af bóklestri og því að skjóta fíla í Afríku. „Það er alltaf gríðarlega hressandi að plaffa niður fíla, kannski ekki fyrir fílana, en fyrir mig náttúrlega. Mjög líflegt og skemmtilegt sport. Ég fíla að drita niður fíla. Ég meina, hver gerir það ekki?“ sgs@mbl.is Sverrir Stormsker er 50 ára í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimmtugur á fílaveiðum Eitt af áhugamálum Sverris Stormskers er að skjóta fíla í Afríku, sem mun vera hressandi fyrir alla nema fílana. Hvorki bankastjóri né hryðjuverkamaður Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Högni og Elín Héð- insbörn og El- ísabeth Ösp Ein- arsdóttir héldu tombólu fyrir utan bókasafnið í Sól- heimum. Þau söfn- uðu 3.681 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Reykjavík Ásgeir Ragnar fæddist 25. mars kl. 1.05. Hann vó 3.994 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Ás- gerður Höskuldsdóttir og Sigurjón Ragnar Rögnvaldsson. Nýir borgarar Akranes Guðrún Salka fæddist 24. desember. Hún vó 3.100 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Sigurðardóttir og Hróðmar Hall- dórsson. F riðrik Adolfsson fædd- ist á Eyrarvegi 2a á Akureyri 6.9. 1953 og ólst upp á Eyrinni. Hann var auk þess nokkur sumur í sveit á Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þegar hann hætti að fara í sveit á sumrin vann hann í Dúkaverk- smiðjunni hjá föður sínum. Friðrik gekk í Oddeyrarskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1970. Hann hefur auk þess setið nokkur námskeið á vegum HÍ og annarra menntastofnana. Að námi loknu hóf Friðrik störf hjá Sjóvá á Akureyri. Hann flutti síðan fljótlega til Reykjavíkur og vann þar við Alþýðubankann. Friðrik flutti til Ísafjarðar og starfaði þar hjá Flugleiðum, 1974- 80. Þá flutti hann aftur til Akureyr- ar og varð sölu- og markaðsstjóri Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair – 60 ára Í kjöltum fjölskyldunnar Friðrik og Kolbrún, ásamt börnunum, Hildi, Rúnari, Hörpu og Arnari. Grænland að verða land tækifæranna Framkvæmdastjórinn Friðrik við eina af fjórum flugvélum Norlandair. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA M.BENZ E 200 CGI Coupe Blue Efficiency Árgerð 2011, ekinn 19 Þ.KM, bensín, topplúga, leður, sjálfskiptur. Lækkað verð 8.290.000. Rnr.400049 HYUNDAI GETZ GLS DIESEL 06/2007, ekinn 125 Þ.km, 5 gíra. Verð 990.000. Raðnr.250781 FORD F350 HARLEY DAVIDSON 4X4 40“ 09/2005, ekinn 110 Þ.km, dísel, sjálfsk. Nýuppt. hedd! Nýskoðaður! Verð 3.890.000. Raðnr.290121

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.