Morgunblaðið - 06.09.2013, Side 48
» MyndlistarsýninginWorks on Paper var opn-
uð í galleríinu i8 við Tryggva-
götu í gær. 30 listamenn, ís-
lenskir sem erlendir, eiga
verk á sýningunni en út-
gangspunktur hennar er
pappír, annars vegar tekist á
við miðilinn sem efnivið og
hinsvegar hugmyndafræði.
Works on Paper var opnuð í i8 í gær
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Elsa Vestmann Stefánsdóttir.
Örn Jóhannsson og
Kristín Þorsteinsdóttir.
Hrafnkell Sigurðsson og
Auður Jörundsdóttir.
Verk á sýningunni.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sölvi Signhildar-Úlfsson og Ástríður Magnúsdóttir.
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013
Áárunum 1965 og 1966voru framin fjöldamorð íIndónesíu þegar komm-únistum var steypt af
stóli af hægrisinnuðu hern-
aðarbandalagi. Dauðasveitir
spruttu upp hér og þar með það
eitt að markmiði að útrýma
kommúnisma. Menn deila enn um
það í dag hversu margir voru aflíf-
aðir en í The Act of Killing er því
haldið fram að tala látinna hafi
verið á bilinu ein til þrjár milljónir
manna. Þeir sem stóðu fyrir morð-
unum hafa enn ekki verið látnir
gjalda fyrir þau, enda lifir arfleifð
þeirra enn þann dag í dag góðu
lífi þar í landi þó svo það sé á
allra vitorði hversu hræðileg
morðin voru.
Leikstjóri myndarinnar, Joshua
Oppenheimer, hélt til Indónesíu
þar sem hann hitti fyrir glæpa-
mennina Anwar Congo og Adi
Zulkadry. Þeir fóru fyrir dauða-
sveitum á sínum tíma og talið er
að Congo hafi meðal annars myrt
rúmlega þúsund manns upp á eig-
in spýtur með ýmsum aftöku-
aðferðum.
Oppenheimer tjáði þeim að
hann vildi kvikmynda aftökur
þeirra og bað þá að setja þær á
svið og tóku félagarnir vel í það.
Það sem vakti þó fyrir Oppen-
heimer var að búa til heimild-
armynd um þessa fyrrverandi
meðlimi dauðasveitanna setja
voðaverk sín á svið. Þess má til
gamans geta að einn framleiðenda
myndarinnar er þýski leikstjórinn
Werner Herzog.
Kvikmyndin er virkilega flott og
mörg atriði hennar myndu sóma
sér vel í myndbandsverkum þar
sem fagurfræðin er helsti drif-
krafturinn. Það er einmitt einkar
athyglisverð andstæða við þann
viðbjóð sem Congo og Zulkadry
lýsa fyrir áhorfendum að hafi átt
sér stað. Andar asískra hroll-
vekjuköltmynda svífa einnig yfir
vötnum og þá helst í atriðum þar
sem Congo setur á svið eigin mar-
traðir sem hafa plagað hann frá
því að aftökunum lauk. Listrænt
eðli kvimyndarinnar gerir það þó
að verkum að stundum virðist
framvinda hennar svolítið sam-
hengislaus og áhorfandinn þarf að
hafa sig allan við að skilja hvað er
í gangi, sem þarf svo sem ekki
endilega að vera neikvætt ef farið
er út í það.
Oppenheimer nær engu að síður
að byggja upp ákveðinn strúktúr
og þær persónur sem áhorfandinn
kynnist í byrjun myndarinnar, þá
helst Congo, mæta nokkurs konar
innri mótspyrnu sem þær þurfa
síðan að glíma við eins og góðu
handriti sæmir. Congo áttar sig til
að mynda smám saman á því
hversu viðbjóðslegur verknaður
morðin voru og fer að velta fyrir
sér hvort hann hafi í raun og veru
syndgað. Oppenheimer gerir vel í
því að skeyta því saman við hvern-
ig morðingjarnir hafa glímt við
samvisku sína í gegnum tíðina og í
raun ótrúlegt hversu góðu lífi
margir þeirra virðast lifa. Það er
einnig áhugavert hvernig kvik-
myndin sýnir fram á að hið góða
og hið illa býr innra með öllum.
Áhorfendum er til að mynda sýnt
hvernig aðalpersóna myndarinnar,
og jafnframt vondi karlinn ef svo
má að orði komast, getur verið
góður við afabörn sín og virðist
hafa samvisku.
Kvikmyndin er mjög átakanleg
og má þar nefna viðbjóðslegar lýs-
ingar félaga dauðasveitanna á því
hvernig þeir aflífuðu kommúnista
og Kínverja með því að troða við-
arskafti upp í endaþarm þeirra og
hvernig þeir hafi dottið í lukku-
pottinn þegar þeir nauðguðu börn-
um andstæðinga sinna. Oppen-
heimer nær á lunkinn hátt að sýna
hvernig spillingin viðgekkst á
ýmsum stöðum á tímum dauða-
sveitanna og hvernig sú myglu-
skán lifir enn utan á indónesísku
samfélagi í dag.
Einhverjir hafa haldið því fram
að Oppenheimer hafi gerst sekur
um ósiðlegt athæfi með því að
ganga á bak orða sinna og búa til
heimildamynd í stað hefðbund-
innar kvikmyndar með morð-
ingjana sem aðalleikara eins og
hann sagðist ætla að gera. Sjaldan
skal réttlæta illt með illu en ef sú
lygi varpar ljósi á þau viðbjóðs-
legu morð sem þarna áttu sér
stað, og bregður jafnvel fæti fyrir
þau öfl sem stóðu fyrir morðunum
og hafa enn í dag víðtæk völd í
landinu, finnst mér tvískinnungur
Oppenheimers nú fyrirgefanlegur.
Góðir rannsóknarblaðamenn hafa
gert slíkt hið sama.
The Act of Killing er virkilega
áhugaverð kvikmynd, ekki síst
fyrir þær sakir hversu lítið Vest-
urlandabúar virðast vita um við-
bjóðinn sem þarna átti sér stað.
Bíó Paradís fær að sama skapi
hrós fyrir að velja myndina til
sýningar og fari það í hurðalaust
helvíti að einungis fjórir skyldu
mæta á frumsýningu hennar hér á
landi.
Áhugaverð „The Act of Killing er virkilega áhugaverð kvikmynd, ekki síst
fyrir þær sakir hversu lítið Vesturlandabúar virðast vita um viðbjóðinn sem
þarna átti sér stað,“ segir m.a. í gagnrýni um kvikmyndina.
Sadistar túlka eigin sora
Bíó Paradís
The Act of Killing bbbbm
Leikstjórn: Joshua Oppenheimer. Nor-
egur, Danmörk og Bretland, 2012. 122
mín.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
MEIRA ÚRVAL
MEIRI GÆÐI
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
EFTIR MÁLI
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Boðið verður upp á listamanna-
spjall um sýningu Spessa, Nafnlaus
hestur, í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur í kl. 12.10 í dag. Spessi mun,
ásamt Einari Kárasyni rithöfundi
og Jóni Proppé listheimspekingi,
ræða um tilurð sýningarinnar og
mun þríeykið skoða vegamenn-
inguna út frá Djöflaeyjunni, áhrif-
um skrifa Jack Kerouac og upp-
lifun sinni á amerískri menningu,
eins og segir í tilkynningu. Safnið
er til húsa í Grófarhúsi við
Tryggvagötu, á 6. hæð.
Vegamenning Ein af ljósmyndum
Spessa á sýningunni Nafnlaus hestur.
Spjallað um
sýningu Spessa