Morgunblaðið - 06.09.2013, Síða 52
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Ósamstæðir skór vegna sýkingar
2. Ég hef ekki farið í neinar ...
3. Atli Þór selur penthouse-íbúðina
4. Sviðin jörð svikara
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndafyrirtækið RVK Studios
hefur stofnað dótturfélag sem nefn-
ist HTMC ehf. í tengslum við kvik-
mynd kanadíska leikarans Ryans
Goslings, How to Catch a Monster, þá
fyrstu sem hann leikstýrir. RVK Stud-
ios er að hluta í eigu leikstjórans
Baltasars Kormáks. Frá þessu segir á
vef News of Iceland. Valdís Ósk-
arsdóttir klippir myndina og hefur
Gosling dvalið hér á landi frá því um
miðjan júlí, með hléum, og unnið í
myndinni. Auk klippingar fer mestur
hluti eftirvinnslu myndarinnar fram
hér á landi, hjá fyrirtækinu Frame-
stone sem Baltasar og Daði Einars-
son eiga, þ.e. þann hluta þess sem er
hér á landi. How to Catch a Monster
verður frumsýnd um mitt næsta ár, ef
marka má kvikmyndavefinn Internet
Movie Database.
HTMC stofnað vegna
myndar Goslings
Myndlistarmað-
urinn Ragnar
Kjartansson mun
fremja gjörning á
YouTube fyrir
Tate-listasafnið
24. október nk.
Þrír slíkir gjörn-
ingar verða fluttir
í september, októ-
ber og nóvember og eru hluti nýrrar
dagskrár safnsins, BMW Tate Live.
Gjörningarnir eru eingöngu ætlaðir
til sýningar í beinni útsendingu á net-
inu, að því er fram kemur á vef Tate.
Listamaðurinn Nicoline van Hars-
kamp ríður á vaðið 19. september nk.
Frekari upplýsingar má finna á vef
Tate, www.tate.org.uk.
Fremur gjörning
á netinu fyrir Tate
Á laugardag Vaxandi suðlæg átt, 13-20 m/s og fer að rigna vest-
anlands síðdegis. Bjartviðri fyrir austan. Hiti 8 til 17 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og úrkomulítið en áfram bjart að
mestu suðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 14 stig að deginum,
hlýjast fyrir austan.
VEÐUR
Körfuboltamaðurinn Logi
Gunnarsson er kominn með
leikheimild hjá uppeldisfélagi
sínu, Njarðvík. Hann er þó
ekkert endilega að fara að
spila með félaginu þó að
hann sé með leikheimild þar
núna. Loga langar aftur út en
það er erfiðara en nokkru
sinni fyrr að komast á mála
hjá liði erlendis þar sem
Bandaríkjamönnum hefur
fjölgað mjög hjá evrópskum
liðum. »2
Erfiðara en
nokkru sinni fyrr
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs-
markvörður í handknattleik, fór á
kostum með sínu nýja liði, Berg-
ischer, þegar það vann Evr-
ópumeistaralið Ham-
burg í þýsku 1.
deildinni í fyrra-
kvöld. Björgvin
kann mjög vel
við sig hjá ný-
liðunum og
segir stór-
kostlegt að
spila í
stemningu
eins og var á
þessum fyrsta
heimaleik liðs-
ins á tíma-
bilinu. »4
Björgvin Páll ánægður
hjá nýliðunum
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði
Þórs/KA, segir að tímabilið í ár
hafi verið tóm vonbrigði fyrir Ís-
landsmeistarana frá því í fyrra. Nú
ætli leikmenn liðsins hins vegar að
bæta sér upp þau vonbrigði með
því að standa sig vel í Meist-
aradeildinni. Þar dróst Þór/KA í
gær gegn rússneska liðinu Zorkij
Krasnogorsk í 32 liða úrslitum. »3
Ætla að bæta upp
vonbrigði sumarsins
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þetta var nú englahverfi, það var
svo gott fólk þarna, og alls engin
djöflaeyja,“ segir Jón Birgir Pét-
ursson, Þróttari og blaðamaður,
um gamla braggahverfið á Gríms-
staðaholtinu í Vesturbænum þar
sem Þróttur Reykjavík hafði að-
setur fyrstu árin. Þeir Jón Birgir,
Sölvi Óskarsson, Helgi Þorvalds-
son og Gunnar Baldursson ætla að
stýra göngu á sunnudaginn þar
sem gengið verður um æskustöðv-
ar knattspyrnufélagsins Þróttar
og talað um uppruna þess.
Félagið stofnað
yfir lomberspili
„Félagið var upphaflega stofnað
til þess að lægja öldur í hverfinu,
það var ófriðlegt milli drengja á
Grímsstaðaholti og í Skerjafirði og
háðar orustur,“ segir Jón Birgir.
Það leiddi til þess að Eyjólfur
Jónsson sundkappi og Halldór
Sigurðsson stofnuðu félagið. „Þeir
sátu og voru að spila lomber, og
inn á milli ræddu þeir að það
vantaði félag fyrir strákana,“ segir
Jón Birgir. „Eftir það hættu menn
að berjast innbyrðis og fóru bara
að berjast saman inni á vellinum
þannig að Þróttur var friðar-
samtök upphaflega,“ segir Jón
Birgir.
Þrótturum hefur ekki gengið
sem skyldi í karlaboltanum í sum-
ar. Jón Birgir segir stöðuna af-
leita. „Við vonum þó að við förum
með sigur í veganesti,“ segir Jón
Birgir en Þróttur leikur við KF á
Valbjarnarvelli daginn áður og
gæti sigur skipt sköpum fyrir fé-
lagið í fallbaráttunni.
Jón Birgir segir aðdragandann
að því að ákveðið hafi verið að
fara í göngu nú þann að reglulega
sé haft uppi á frumkvöðlum fé-
lagsins, fólki sem hafi verið í
Þrótti frá stofnun. „Þeir eru ótrú-
lega margir enn lifandi, töluvert á
annað hundraðið.“ Jón Birgir seg-
ir að þeir ætli langflestir að mæta
í gönguna, sumir jafnvel í hjóla-
stól.
Gangan hefst kl. 13 á Ægisíðu
þar sem Þróttarabragginn stóð áð-
ur, en þar starfaði félagið í rúman
áratug eftir stofnun 1949. Er fyr-
irhugað að gangan taki um
klukkutíma og er ekki gert ráð
fyrir að fólk þurfi að vera göngu-
garpar. Að göngu lokinni verður
svo farið upp í Þróttaraheimili í
Laugardalnum þar sem boðið
verður upp á kaffi. Það má því
segja að hægt verði á sunnudag-
inn að fylgja hinni stórmerku sögu
Þróttar frá upphafi til dagsins í
dag.
Ganga um söguslóðir Þróttar
Knattspyrnu-
félagið stofnað til
að halda friðinn
Morgunblaðið/Kristinn
Þróttarar Þeir Jón Birgir Pétursson og Gunnar Baldursson eru meðal þeirra sem stýra sögugöngu Þróttara en hún
verður farin núna á sunnudaginn, 8. september. Gengið verður um Vesturbæinn þar sem félagið sleit barnsskónum.
Sú flökkusaga hefur heyrst að upp-
haf Þróttar megi rekja til þess að
skotfastur KR-ingur hafi dúndrað
boltanum af Melavelli yfir Suðurgöt-
una og ekki þorað að sækja boltann í
braggahverfið. Jón Birgir hlær við
þegar sagan er borin undir hann og segir að hugsanlega sé eitthvað til í
henni. „Milli KR og Þróttar var alltaf elskulegt ástand og mikill friður en
hitt er annað mál að á þessum árum var mikill skortur á fótboltum, það
fór enginn út í búð til að kaupa fótbolta í þá daga.“ Fótboltaskorturinn
náði svo langt að oft áttu félögin sjálf ekki nema örfáa bolta og varð-
veittu þá vel. Jón Birgir segir að menn hafi helst þurft að þekkja sjómenn
sem keyptu bolta fyrir þá. „Ég var til dæmis mjög vinsæll í hverfinu því
að ég átti fótbolta.“
Félögin vantaði alltaf fótbolta
FLÖKKUSÖGUR UM UPPHAF ÞRÓTTAR