Akureyri


Akureyri - 17.10.2013, Page 12

Akureyri - 17.10.2013, Page 12
12 17. október 2013 Nefnd sem náði ekki að skila verkefni sínu Ekki náðist samstaða hjá nefnd um mótun og stefnu lagninga jarð- strengja sem hefur skilað skýrslu til Alþingis. Ólafur Valsson, fulltrúi landeigenda í nefndinni, lætur bóka í skýrslunni að skortur á trúverð- ugleika Landsnets hamli afgreiðslu. Í sameiginlegri bókun fleiri aðila koma svipuð sjónarmið fram. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur fram skýrsluna en mjög hef- ur verið deilt um legu Blöndulínu 3 og hvort grafa eigi tiltekna hluta hennar í jörð, vegna sjónmengunar og hugsanlegrar truflunar á flugör- yggi á Akureyri svo tvö dæmi séu nefnd. Þann 1. febrúar 2012 var á Al- þingi samþykkt þingsályktunar- tillaga þar sem iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra,v- ar falið að skipa nefnd sem átti að móta stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið kynnt sem taka bæri mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kem- ur fram að á undanförnum árum hafi orkuframleiðsla á Íslandi auk- ist mjög og að jafnframt hafi kom- ið fram gagnrýni á neikvæð um- hverfisáhrif hennar. Nefndin skilaði áfangaskýrslu 24. september 2012 og lokaskýrslu til ráðherra þann 11. febrúar 2013. SAMSTAÐA UM FJÖGUR ATRIÐI Í skýrslu nefndarinnar eru settar fram tillögur er varða breytingar á fyrirkomulagi við undirbúning fram- kvæmda í raforkuflutningskerfinu. Eftirfarandi fjögur meginatriði eru þar tilgreind sem allir nefndarmenn voru sammála um: 1. Breyta vinnuferli í kringum kerfisáætlun og innleiða þriðju raforkutilskipun ESB og sjónar- mið hennar varðandi kerfisáætl- un hér á landi í íslensk lög. 2. Setja fram valkostagreiningu fyrir einstakar framkvæmdir. 3. Setja fram almenn viðmið um hvenær jarðstrengur skuli valinn umfram línu, þrátt fyrir kostn- aðarauka og aðrar grundvallar- reglur. 4. Leggja aukna áherslu á rann- sóknir, bæði umhverfisrannsókn- ir og hagfræði- og kostnaðar- greiningar. Gunnar Svavarsson nefndarfor- maður segir í sérbókun að nefndin hafi ekki náð á starfstíma sínum að leggja fram eina beina tillögu um nákvæma stefnu eðavinnutil- högun um það hvenær jarðstrengur eða loftlína skuli valin við flutning eða dreifingu á rafmagni. Megin- tillögurnar fjórar séu þó mikilvæg- ur áfangi á þeirri leið en leyfisferli sveitarfélaga séu í ákveðinni sjálf- heldu. LANDVERND HARMAR Fulltrúi Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, lýsir vonbrigð- um í sinni bókun: „Ég harma að ekki náðist samstaða í nefndinni um það mikilvæga atriði að lagning raflína (jarðstrengja, loftlína og sæstrengja) verði tekin fyrir í 3. áfanga ramma- áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Flutningskerfin eru hluti virkjana og þær verða ekki reknar án þeirra. Raflínur, sérlega á háu spennustigi, hafa mikil áhrif á um- hverfi sitt og eru órjúfanlegur hluti af því heildarmati sem fara þarf fram á áhrifum virkjanahugmynda á náttúru- og menningarminjar, ferðaþjónustu og útivist, landslag og landslagsheildir.“ Landsnet lýsir einnig von- brigðum en á öðrum forsendum: „Umræður í nefndinni hafa verið jákvæðar og um margt uppbyggi- legar. Það eru þó vonbrigði að nefndin hefur ekki skilað neinum beinum niðurstöðum sem taka af- stöðu til umfangs jarðstrengja á hæstu spennustigum í ljósi þeirra áhrifa sem vænta má á gjaldskrá almennings og atvinnufyrirtækja. Staða Landsnets við undirbúning verkefna í náinni framtíð er því óbreytt. Hagsmunaaðilar um allt land hafa horft til nefndarinnar um svör, en samkvæmt þeirri skýr- slu sem nefndin skilar af sér eru hagsmunaaðilar litlu nær. Nefndin hefur því ekki skilað því verkefni sem henni var falið,“ segir fulltrúi Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri. TRÚVERÐUGLEIKI GAGNRÝNDUR Hörðust gagnrýni á Landsnet kem- ur fram frá Ólafi Valssyni, fulltrúa landeigenda. Hann gagnrýnir trú- verðugleika Landsnets: „Ég harma að ekki hafi í starfi nefndarinn- ar verið reynt að nálgast gögn um áreiðanleika þeirra kostnaðarupp- lýsinga sem flutningsfyrirtækið held- ur á lofti um háspennulínur í jörð á 220kV. Flutningsfyrirtækið, sem eitt fyrirtækja hefur sérleyfi á þessu sviði, hefur ítrekað sett fram í opin- berrri umræðu og í samskiptum við einstök sveitarfélög og landeigend- ur (einnig eftir að forstjóri þess settist í nefndina f.h. fyrirtækisins í nóvember 2012) villandi upplýs- ingar um kostnaðarmun á loftlínum og jarðstrengjum. Í fundargerð fyrri nefndar kemur fram að fyrirtækið hafi gefið upplýsingar um að kostn- aður væri 6-8 faldur við að leggja jarðstreng. Órökstuddar upplýsingar um kostnað hafa og komið frá fyrir- tækinu á opinberum vettvangi, m.a í tengslum við þverun Eyjafjarðar við Akureyrarflugvöll. Bæjarfulltrúi í Vogum greindi nýlega í fjölmiðl- um frá fullyrðingum fyrirtækisins á fundi með fulltrúum sveitarfé- lagsins um 6-7 faldan mun. Í ný- legu bréfi lögmanns fyrirtækisins til landeiganda í Vogum er fullyrt að kostnaðarmunurinn sé 5-9 faldur. Fullyrðingarnar eru ekki studdar gögnum,“ segir í bókun Ólafs. Ólafur segir að í umfjöllun nefndarinnar hafi fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram gögn er sýndu að á síðasta ári var tekinn í notkun 220kV jarðstrengur í Danmörku (svokallaður Anholtsstrengur) og hafi stofn- kostnaður á kílómetra reynst einungis um 1.5 sinnum hærri en áætlaður kostnaður 220kV loftlínu í áætlunum Landsnets um Blöndu- línu 3. „Þrátt fyrir allt ofangreint hefur fulltrúi flutningsfyrirtækisins ekki lagt fyrir nefndina nein gögn og útreikninga sem að baki full- yrðingunum kynnu að standa. Allt þetta hefði átt að gefa nefndinni tilefni til að láta fara fram óháða rannsókn á kostnaðarupplýsingum flutningsfyrirtækisins.“ MIKILVÆGI ÓHÁÐS AÐILA Í sameiginlegri bókun Bændasam- taka Íslands, landeigenda, Land- verndar, Neytendasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í skýrslunni: „Við stöndum að skýrslu meirihluta nefndarinnar með þeirri athugasemd að við telj- um að svo tillagan um svokallaða valkostaskýrslu megi að fullu ná tilgangi sínum, hefði þurft að koma fram ráðagerð um að skýrslan og þau gögn sem að baki henni liggja yrðu yfirfarin af óháðum skoðunar- aðila. Ennfremur hefði þurft að auka skýrleika fyrirhugaðs kynn- ingarferlis með því að lýsa betur samráðinu, sem jafnframt væri undir atvinnuvega- og nýsköpun- arráðherra, sem síðar staðfesti valið. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur áherslu á að flutningskerfi raforku, þ.e. raflínur, jarðstrengir og sæstrengir, verði viðfangsefni í rammaáætlunar 3. áfanga. Að flutn- ingskerfi raforku verði tekið fyrir í rammaáætlun er í samræmi við nefndarálit meirihluta umhverf- is- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.“ HÓPURINN SEM REYNDI AÐ NÁ SÁTT Í nefndinni áttu eftirfarandi sæti: Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður, formaður, Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður um- hverfismála, tilnefnd af Samtökum Atvinnulífsins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tilnefndur af Landvernd, Guðríð- ur Þorvarðardóttir, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, tilnefnd af umhverfis- og auðlinda- ráðherra, Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,Ólafur Valsson, dýralæknir, tilnefndur af landeigendum á áhrifasvæði fyr- irhugaðra línulagna (Blöndulínu og SV- línu), Ómar Örn Ingólfsson, verk- fræðingur, tilnefndur af atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar, tilnefndur af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður Neytendasamtakanna, tilnefnd af Neytendasamtökunum. a TRÚVERÐUGLEIKI LANDSNETS OG ýmsar yfirlýsingar sem sagðar eru órökstuddar frá ríkisstofnuninni er m.a. til umfjöllunar í nýrri skýrslu.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.