Akureyri


Akureyri - 17.10.2013, Side 21

Akureyri - 17.10.2013, Side 21
2117. október 2013 er mikilvægt að efla, því í sköpuninni eru þeim eru allir vegir færir.” LEIKLISTARSKÓLI LEIKFÉLAGS AKUREYRAR ÓÆSKILEGIR EIGINLEIKAR ERU HÆFILEIKAR Í LEIKLIST „Þau átta sig kannski ekki alveg á því í byrjun að í náminu felst svo margt annað en bara að sprella. Það kemur þeim hinsvegar undan- tekningalaust þægilega á óvart,” segir Þóhildur Örvasdóttir kennari í leiklistarskóla Leikfélags Akureyr- ar. Hún segir að í leiklistinni sé rými fyrir þætti í fari barna sem síður rúmist annarsstaðar, t.d. í venjulegu skólastarfi og námið miði að því að virkja hæfileika allra nemenda, sama hvernig einstaklinga sé um að ræða. „Í leiklistinni eru eiginleikar sem oft þykja til trafala hjá börnum kostur, t.d. að einbeita sér að mörgum hlut- um í einu, hreyfiþörf, mikilli tján- ingarþörf og þörfinni á að uppgötva hluti í gegn um tjáningu. Til dæmis er það mjög mikilvægt í leiklistinni að geta haft athyglina á mörgum stöð- um samtímis,” segir Þórhildur. Þeir sem eru rólegri fái hvatningu til að stunda opnari samskipti og þeir njóti einnig hæfileika sinna enda sé í leik- húsinu mikið unnið með mismunandi hreyfingu og hraða. Þórhildur bendir á að mikilvægt sé að hugsa út fyrir rammann en í leiklistinni uppgötvi börn oft, að eitthvað sem almennt sé talið neikvætt í þeirra fari, séu í raun hæfileikar í leikhúsinu. „Við vinnum í gegn um æfingar og leiki þar sem ákveðnir þætt- ir eru þjálfaðir, t.d. líkamsbeiting, raddbeiting, rýmisskynjun, spuni og margt fleira,” segir Þórhildur, en mikil áhersla sé lögð á frumsköpun. „Í frumsköpun læra börnin að móta hugsanir sínar og setja þær fram á þann hátt að aðrir skilji. Þannig geta aðrir tekið við hugmyndum þeirra og saman er hægt að búa eitthvað til,” segir Þórhildur og bendir á að hluti þess sé þjálfun í því að standa með eigin hugmyndum en að hafa sam- tímis þá víðsýni að geta tekið á móti og fléttað aðrar hugmyndir saman við sínar. “Þannig eru þau farin að skapa og taka þátt í einhverju sem er stærra en þau sjálf,” en rannsóknir hafa sýnt að það auki hamingju og lífsgæði. Í leiklistarskólanum er ekki að- eins verið að þjálfa leikara og hreint ekki markmið að búa til stjörnur. Margt bendi til þess að ástundun lista í frítíma auki hamingju og hæfni í ýmiskonar samskiptum enda reyni það á heilabúið á annan hátt en margt af því sem börn taki sér fyrir hendur. Mikið sé lagt upp úr spuna og því að leyfa hugmyndum að flæða fram án þess að ritskoða þær. „Við leggjum áherslu á að krakkarn- ir búi til sýningar og fjalli um það sem þeim dettur í hug eða virkilega brennur á þeim,” segir Þórhildur. Börn eigi því kost á því að koma frá sér skoðunum og upplifunum og spegla þær í öðrum, enda eitt megin hlutverk leikhúsa að vera spegill á samfélagið. „Við erum einnig að stuðla að auknum lífsgæðum í framtíðinni,” bendir Þórhildur á. „Með aldrinum eru menningarupplifanir eitthvað sem margir sækjast eftir en leiklist- arnámskeið eru hluti af því að auka læsi á listir og menningu.” Það leiði af sér aukna færni til að ná utan um tilgang verka og auki þannig upplif- un á fjölbreyttri menningu. Þjálfun í leiklist fylgi því börnum allt lífið. a ANDARTAK Á AKUREYRI ANDArtAk Á AkUreYrI Arndís Bergsdóttir SARAH SMILEY sem hér er ásamt snjöllum íshokkístúlkum, segir íþróttina samfélagslega frábæra Ásgrímur Ágústsson „VIÐ LISTSKÖPUN ERU BÖRN Í NÚ-INU,” segir Rannveig Helgadóttir kennari við Myndlistaskólann á Akureyri. Rannveig Helgadóttir ÞÓRHILDUR ÖRVARSDÓTTIR ásamt nemendum í leiklistarskóla LA, en í starfinu er lögð áhersla á skapandi spuna og mótun hug- mynda Völundur

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.