Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 1 3
234. tölublað 101. árgangur
NÁTTÚRAN ER
UPPSPRETTA
FEGURÐAR
HELGI
BJÖRNS
SYNGUR HAUK
NORÐURLJÓSIN
SJÁST OG FUGLA-
SÖNGUR HEYRIST
HEIMSKLASSI 38 BAKKAFJÖRÐUR 18ÞÓRUNN BÁRA 10
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Mikil þörf er á öldrunargeðdeild
fyrir eldra fólk með geðræna sjúk-
dóma en öldrunargeðlæknarnir fóru
af landi brott í hruninu. Pálmi V.
Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækn-
inga á Landspítalanum, segir geð-
heilbrigði aldraðra vera eitt síðasta
stóra málið í öldrunarþjónustunni
sem enn eigi eftir að ganga frá.
Á árunum fyrir hrun var mótuð
stefna á vegum heilbrigðisráðuneyt-
isins um göngu- og legudeild fyrir
eldra fólk með geðræna sjúkdóma.
Göngudeildin var tekin í gagnið en
legudeildin fyrirfórst í hruninu. Þá
fluttu þeir tveir öldrunargeðlæknar,
sem voru starfandi á Íslandi, af
landi brott, að sögn Pálma. Segir
hann þörfina fyrir slíka deild síst
minni nú en fyrir hrun.
„Þetta fer ekki hátt, þetta er
mjög veikt fólk, því líður illa and-
lega og er stundum hreinlega nær
dauða en lífi en það er ekki verið að
taka á málum á sérhæfðasta og
besta máta.“
Hann segir mikilvægt að taka
upp þráðinn aftur. „Það kreppir enn
víða að en þetta er mjög raunveru-
legt og á meðan gömlu fólki fjölgar
þá bara versnar ástandið. Ef fólk
fær ekki viðeigandi þjónustu endar
það inni á stofnun og það er virki-
lega dýrt og langmesta skerðingin á
lífsgæðum sem hægt er að hugsa
sér,“ segir hann. »4
Vantar geðdeild aldraðra
Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir þörf fyrir öldrunargeð-
deild fyrir eldra fólk með geðræna sjúkdóma Brýnt sé að taka upp þráðinn aftur
Morgunblaðið/Guðmundur
Aldraðir Þörf á öldrunargeðdeild.
Vetur konungur lét sjá sig í höfuðborginni í gær,
mörgum að óvörum. Stillt og fallegt veður var á
höfuðborgarsvæðinu og lá snjóbreiðan yfir en um
tíma var þrettán sentímetra jafnfallinn snjór á jörð-
inni. Þessi ungi drengur nýtti sér tækifærið og
bragðaði á snjónum en hann fær líkast til ekki ann-
að tækifæri til þess í bráð.
Í dag eru horfur á þurrviðri og hlýnandi veðri en
búist er við rigningu á morgun vestantil á landinu.
Eitthvað var um umferðaróhöpp í gær, enda víða
hált og ófært, en sem dæmi rann strætisvagn til við
Holtasel og olli töluverðum töfum á umferð. Þá
varð útafakstur á Álftanesvegi, bílvelta í Áslandi og
þriggja bíla árekstur á Nýbýlavegi.
Morgunblaðið/Golli
Vetur konungur minnti á sig
Rúnar Pálmason
Baldur Arnarson
Ástandið í byggingariðnaði er að batna og
ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Mikið munar
um byggingu nýrra hótela og gistiheimila í
Reykjavík en þótt ýmislegt sé að gerast er
enn of lítið byggt af
íbúðum á
höfuðborgar-
svæðinu, að mati
Friðriks Á. Ólafs-
sonar, forstöðu-
manns byggingar-
sviðs Samtaka
iðnaðarins.
Samkvæmt
nýrri talningu SI
eru nú 927 fokheld-
ar og lengra komn-
ar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Bygging á
750 íbúðum til viðbótar er skemmra á veg
komin. Þetta er óveruleg breyting frá upp-
hafi árs. Til þess að halda í við eðlilega eftir-
spurn þyrftu tvöfalt fleiri íbúðir að vera í
byggingu, segir Friðrik. Huga þurfi að leið-
um til að auðvelda fólki að eignast sína
fyrstu íbúð, s.s. með skattaafslætti.
Myndi skapa mikla þörf
Framkvæmdir við hótel á Hljómalindar-
reitnum og við Höfðatorg eru hafnar og
stefnt er að því að opna stórt hótel við
Hörpu árið 2016. Ef allar framkvæmdir
sem eru á teikniborðinu verða að veruleika
yrði þörf fyrir stóran hluta þeirra íslensku
iðnaðarmanna sem fluttu utan í kjölfar
hrunsins 2008.
Fram kemur í ritinu Fjármálastöðugleiki
að um 60% íbúðalána sem veitt voru á fyrri
hluta ársins voru verðtryggð. Þá segir þar
að eignastaða heimila hafi batnað mikið.
Uppfylla
ekki
þörfina
Mikið munar um
framkvæmdir við hótel
Laust
» Tilboð barst í
eina lóð í
Skarðshlíð,
óbyggt hverfi í
Hafnarfirði. Þar
er gert ráð fyrir
460 íbúðum.
MÁ leið upp úr djúpinu »6
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
„Þetta slapp fyrir horn en ástand-
ið hefði geta orðið mjög erfitt ef við
hefðum fengið inn alvarlega slasaða
sjúklinga á þessum nokkrum
klukkutímum á meðan bæði tækin
voru biluð,“ segir Ólafur Baldurs-
son, framkvæmdastjóri lækninga á
Landspítalanum.
Í gær kom sú alvarlega staða upp
að bæði tölvusneiðmyndatæki spítal-
ans voru biluð í nokkurn tíma. Tækið
í Fossvogi hefur verið bilað undan-
farna sex daga en að sögn Ólafs
standa vonir til að það komist í lag í
dag. Síðustu daga hafa sjúklingar
verið sendir til myndatöku á Hring-
braut en í gær bilaði tækið þar einn-
ig, og komst ekki í lag fyrr en um
kvöldmatarleytið. Þriðja mynd-
greiningartækið, ísótópatækið, bil-
aði líka í gær.
Tveir fluttir í Orkuhúsið
„Framkvæmdastjórnin brá strax
við og setti upp viðeigandi áætlun til
að bæta öryggi sjúklinga eins og
mögulegt var við þessar aðstæður,“
segir Ólafur, en kallað var til skyndi-
fundar um vandann. Hann segir að
tveir sjúklingar hafi verið fluttir í
Orkuhúsið þar sem þeir fóru í
myndatöku. „Það er auðvitað alltaf
erfitt þegar svona ástand skapast en
sem betur fer er það sjaldgæft.“
Alvarlegt
en „slapp
fyrir horn“
Kallað til skyndi-
fundar á Landspítala
Morgunblaðið/Ómar
Spítali Þrjú tæki voru biluð í gær.
Hundruð ferðamanna sátu fastir
á Fjarðarheiði í gærkvöldi, en á
tólfta tímanum unnu björgunar-
sveitir frá Egilsstöðum og Seyðis-
firði að því að selflytja fólkið til
Seyðisfjarðar.
Ferðafólkið kom með Norrænu
til Seyðisfjarðar og var í dagsferð á
Héraði á fjórum rútum, alls hátt í
300 manns. Mikil hálka var á Fjarð-
arheiði og komust bílarnir því ekki
niður brekkuna til Seyðisfjarðar á
bakaleiðinni, segir í frétt frá Lands-
björgu.
Allir tiltækir bílar frá björgunar-
sveitunum og tvær minni rútur frá
Seyðisfirði voru notuð við flutn-
ingana. Hluti fólksins var verulega
skelkaður og því voru félagar úr
Rauða krossi Íslands boðaðir í Nor-
rænu til að veita fólkinu áfallahjálp.
Hundruð ferðamanna
fastir á Fjarðarheiði