Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vélar á vegum byggingarfélagsins Eyktar mylja
þessa dagana grjót sem kemur frá framkvæmd-
unum á Höfðatorgi, en þar á að rísa 16 hæða hót-
el. Stærsti hlutinn af því grjóti sem til fellur
verður nýttur af Kópavogsbæ í grjótgarð við
höfnina. Afgangurinn er mulinn og keyrður til
baka og notaður við framkvæmdirnar á Höfða-
torgi. Kópavogsbær stefnir að því að hlaða upp
kantana við strandlengjuna á Kársnesi, þannig
að þar verði fallegur grjótgarður. Lagfæring á
strandlengjunni gæti tekið eitt til tvö ár, sam-
kvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grjót úr hótelgrunni nýtt í Kópavogi
Grjótgarður verður hlaðinn upp við strandlengjuna á Kársnesi
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir
meirihlutann í borginni harðlega
fyrir þá töf sem orðið hafi á því að
Reykjavíkurráði ungmenna verði
heimilað að skipa áheyrnarfulltrúa
með málfrelsi og tillögurétt í skóla-
og frístundaráð og í íþrótta- og tóm-
stundaráð. Tilefnið er fundur borg-
arstjórnar með Reykjavíkurráði
ungmenna í gær en forsagan er sú
að Kjartan flutti svipaða tillögu á
sama vettvangi í apríl 2011.
„Tillagan var þá samþykkt ein-
róma en hún hefur ekki enn komist
til framkvæmda þrátt fyrir að ég
hafi stöðugt minnt á hana og rekið á
eftir henni. Fyrst snerist tillagan um
að ungmennin fengju áheyrnarfull-
trúa hjá ÍTR en í framhaldi af til-
flutningi verkefna þaðan til skóla- og
frístundaráðs fluttum við sjálf-
stæðismenn aðra tillögu um að ung-
mennin fengju líka fulltrúa þar.“
Verði samþykkt fljótlega
Spurð um málið sagði Oddný
Sturludóttir, borgarfulltrúi Sam-
fylkingar og formaður skóla- og frí-
stundaráðs, að fyrr á þessu ári hefði
tillaga þessa efnis komið fram í
ráðinu. Fulltrúar meirihlutans hefðu
hitt ungmennin í Reykjavíkurráði.
„Ég og varaformaður skóla- og
frístundaráðs hittum ungmennin á
fundi og hlýddum á þeirra sjónar-
mið. Ég býst ekki við öðru en við
samþykkjum þetta fljótlega. Það er
ekki nóg að við í skóla- og frístunda-
ráði séum jákvæð, þ.e.a.s. borgarráð
þarf að heimila breytingu á sam-
þykkt ráðsins til heimildar á fleiri
áheyrnarfulltrúum,“ segir Oddný og
bendir á að sumarfrí og aðrir þættir
hafi tafið afgreiðslu málsins.
Hún segir aðspurð það ekki rétt
að tillagan hafi fyrst verið borin upp
í ráðinu 2011. Hún hafi fyrst komið
inn á borð skóla- og frístundaráðs
fyrr á þessu ári. „Síðan þá hefur
þetta verið í vinnslu. Ungmennin
hafa sína skoðun á útfærslunni sem
við viljum koma til móts við,“ segir
Oddný Sturludóttir. baldura@mbl.is
Ungmenni
fá ekki
áheyrn
Kjartan
Magnússon
Tafir hjá meiri-
hluta í borginni
Oddný
Sturludóttir
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Starfsgreinasambandið (SGS) og Samtök at-
vinnulífsins náðu ekki samkomulagi um við-
ræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga og
kom málið því til kasta Ríkissáttasemjara, sem
þurfti gefa út viðræðuáætlun fyrir samtökin.
Var það gert í fyrradag.
Starfsgreinasambandið fer með samnings-
umboð fyrir 16 aðildarfélög um gerð aðal-
kjarasamnings ,,Það náðist ekki samkomulag
og [Ríkissáttasemjari] varð að úrskurða,“ seg-
ir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.
Hann segir að deilurnar hafi aðallega snúist
um að SGS vildi undanskilja ákveðna samn-
inga en Samtök atvinnulífsins hafi ekki viljað
fallast á það. Varð niðurstaðan sú að samn-
ingar vegna fiskimjölsverksmiðja á Austur-
landi og í Vestmannaeyjum eru undanskildir
viðræðuáætlun, þar sem gerðir verði sérsamn-
ingar.
Eiga eftir að meta stöðuna
Menn eigi þó eftir að meta hvað þetta felur í
sér fyrir samningana því sum aðildarfélög SGS
veittu sambandinu aðeins samningsumboð
vegna hluta kjarasamninganna sem þau gera
fyrir félagsmenn sína. „Samtök atvinnulífsins
vildu ekki una því nema viðkomandi félög
væru þá líka með aðalkjarasamninga undir í
sínum viðræðuáætlunum.“
Að sögn hans ætti endanleg kröfugerð
vegna viðræðna SGS og SA að liggja fyrir
fljótlega eftir þing sambandsins, sem fram fer
á Akureyri dagana 16.-18. október.
Nú liggja viðræðuáætlanir fyrir hjá Ríkis-
sáttasemjara vegna endurnýjunar allra kjara-
samninga sem renna út í lok nóvember næst-
komandi en þær eru nokkuð á áttunda tug
talsins. Skv. lögum um stéttarfélög og vinnu-
deilur ber avinnurekendum og stéttarfélögum
að hafa tilbúnar viðræðuáætlanir um skipulag
kjaraviðræðna í síðasta lagi 10 vikum áður en
kjarasamningur rennur út.
Náðu ekki saman um viðræðuáætlun
Ríkissáttasemjari þurfti að gefa út viðræðuáætlun fyrir SA og Starfsgreinasambandið
Á áttunda tug viðræðuáætlana eru tilbúnar vegna samninga sem renna út í lok nóvember
Morgunblaðið/Golli
Í haust Samningar renna út í nóvember.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ef ríkið hefði haldið eignarhlut sín-
um í Arion banka og Íslandsbanka í
stað þess að láta þá í hendur erlendra
kröfuhafa hefði sá hagnaður sem þar
hefur myndast farið langt með að
vega á móti beinu tapi ríkisins af
efnahagshruninu.
Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar,
lektors í hagfræði við Háskóla Ís-
lands, sem telur þessa ráðstöfun vera
eina af fernum meginmistökum sem
gerð hafi verið eftir hrunið.
Safnað í nýja snjóhengju
„Hagnaður nýju bankanna þriggja
á síðustu árum er fyrst og fremst til-
kominn vegna uppfærslu eigna í kjöl-
far efnahagsbata og lægri vaxta,“
segir Ásgeir en samanlagður hagn-
aður Arion banka,
Íslandsbanka og
Landsbankans
frá 1. janúar 2009
til 30. júní 2013 er
um 250 milljarð-
ar. Ásgeir bendir
á að hagnaður
sænska ríkisins af
yfirtöku á „slæm-
um“ eignum í
bankakreppunni
þar á 9. áratug síðustu aldar hafi að
miklu leyti bætt sænska ríkinu upp
tapið vegna bankakreppunnar.
Þessi hagnaður á Íslandi hafi hins
vegar fallið erlendum kröfuhöfum í
skaut sem hljóti á einhverjum tíma-
punkti að vilja flytja hann úr landi.
Þannig hafi ábatinn af efnahagsbat-
anum fyrir bankana orðið að nýrri
snjóhengju. Önnur meginmistökin að
mati Ásgeirs er sú ráðstöfun að af-
henda erlendum kröfuhöfum í
þrotabú gamla Landsbankans
skuldabréf í erlendri mynt sem kalli
á 300 milljarða gjaldeyrisgreiðslur á
næstu árum sem enn hafi bætt í snjó-
hengjuna. Raunar séu krónueignir
erlendra aðila orðnar svo miklar að
ekki sé með neinu móti hægt að sjá
fyrir sér að þær verði greiddar úr
landinu.
Líkir Ásgeir þessu við kröfur á
hendur Þjóðverjum eftir fyrri heims-
styrjöld, þegar þeim var gert að
greiða stríðsskaðabætur í erlendri
mynt sem voru þeim ofviða.
Ísland komið í ósjálfbæra stöðu
Þriðju og fjórðu mistökin að mati
Ásgeirs voru þau að láta neyðarlögin
ekki gilda fyrir aðrar fjármálastofn-
anir en bankana þrjá. Milljarðartugir
hafi tapast í vonlausum tilraunum til
þess að bjarga sparisjóðakerfinu en
dýrast hafi þó verið að Íbúðalána-
sjóður skuli ekki hafa verið gerður
upp strax árið 2009 þegar vaxtastig
var enn það hátt að hægt var að
greiða upp útgáfur sjóðsins án veru-
legs taps. Tap sjóðsins hafi verið
gríðarlegt frá þeim tíma.
„Síðustu ár hafa verið ár hinna
breiðu baksýnisspegla og það er
ávallt hægt að vera vitur eftir á. Allar
þessar ákvarðanir áttu sér sínar
ástæður og röksemdir, en samt sem
áður hafa þær leitt íslenska efna-
hagslífið í stöðu sem nálgast það að
vera ósjálfbær þegar litið er fram.
Það versta er þó að setning gjaldeyr-
ishafta hefur heft athafnafrelsi bæði
fyrirtækja og einstaklinga og þannig
komið í veg fyrir fjárfestingar, út-
flutning og nýja lífskjarasókn.“ »21
Dýrkeypt mistök eftir
hrun hafi skapað þjóðarvá
Hagfræðingur telur hagkerfið nálgast ósjálfbæra stöðu vegna erlendra krafna
Ásgeir
Jónsson