Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 927
fokheldar og lengra komnar íbúðir
en bygging á 750 íbúðum til viðbótar
er skemmra á veg komin, sam-
kvæmt nýrri taln-
ingu Samtaka
iðnaðarins.
Óveruleg breyt-
ing er á heildar-
fjölda íbúða á öll-
um byggingar-
stigum frá fyrri
talningu SI sem
gerð var í byrjun
árs 2013.
Friðrik Á.
Ólafsson, forstöðumaður byggingar-
sviðs SI, segir að ástandið sé að
skána en það hafi reyndar ekki þurft
mikið til. „Því það var ekkert að ger-
ast.“
Ýmis jákvæð teikn séu á lofti.
Mannvirki sem hafi staðið auð og
ókláruð frá hruni séu nú komin í
notkun og talsvert sé um nýfram-
kvæmdir í sumum sveitarfélögum.
„Það er ýmislegt að gerast en það
er ekki nóg til að uppfylla þörf fyrir
húsnæði, hvað þá uppsafnaða þörf,“
segir Friðrik.
Hann bendir á að hefja þurfi
byggingu á 1.500-1.800 íbúðum á ári,
til að hægt sé að mæta eðlilegri eft-
irspurn.
Framleiðslan þyrfti að tvöfaldast.
Lóðarverð þarf að lækka
Frá því byrjað er á íbúðarhúsi og
þar til hægt er að flytja inn, líða yfir-
leitt að minnsta kosti 18-24 mánuðir.
Af þessari ástæðu eingöngu getur
liðið töluverður tími þar til fram-
boðið eykst til samræmis við eftir-
spurnina. Fleira dregur úr framboði.
Friðrik bendir á að lóðarverð sé enn
of hátt og þurfi að lækka verulega.
Nú sé fyrirhugað að byggja mikið
miðsvæðis í Reykjavík en hann ótt-
ast að lóðarverð þar verði of hátt
sem valdi því m.a. að fólk sem er að
kaupa sína fyrstu íbúð eigi tæpast
kost á þeim.
Fyrir nokkru hafi komið fram í
greiningarskýrslu banka að lóðar-
verð hafi verið allt að 30% af sölu-
verði eigna. Sveitarfélög hafi undan-
farið litið svo á að söluverð lóða í
nýjum hverfum eigi að standa undir
kostnaði við byggingu skóla og leik-
skóla. Þessu eru SI andvíg. Friðrik
bendir á að kostnaðinn ætti með
réttu að greiða í gegnum útsvarið.
Kaupendur séu fjölbreyttur hópur
og ekki eigi allir börn á skólaaldri.
Þá hafi kostnaður við húsbygg-
ingar aukist vegna aukins efnis-
kostnaðar og viðbúið sé að hann auk-
ist enn vegna stífari krafna í nýrri
byggingareglugerð.
Enn sé verið að byggja sam-
kvæmt kröfum eldri reglugerðar en
frá og með sumrinu 2014 verði vænt-
anlega að mestu byggt eftir kröfum
nýju reglugerðarinnar. Frá því
reglugerðin tók gildi í febrúar 2012
hafi verið gerðar um hundrað breyt-
ingar á henni en Friðrik segir að hún
sé enn of ósveigjanleg. SI vilji að
reglugerðinni verði enn breytt, m.a.
þannig að hægt verði að byggja mis-
munandi flokka af húsum, líkt og
m.a. sé gert í Danmörku, en það
myndi þýða að ekki þyrftu allar
íbúðir í öllum húsum að vera gerðar
á grundvelli „algildrar hönnunar“.
Afsláttur við fyrstu kaup
Að mati SI er þörfin á húsnæði
mest hjá þeim sem eru að kaupa
íbúð í fyrsta sinn. Friðrik segir að
þessi hópur þurfi að geta valið um
ýmsar gerðir húsnæðis, t.d. íbúðir í
fjölbýlishúsi án bílakjallara en gera
megi ráð fyrir að stæði í bílakjallara
kosti a.m.k. þrjár milljónir. Víða séu
hins vegar gerðar kröfur um bíla-
kjallara í skipulagi sem hækki bygg-
ingarkostnað verulega.
Ekki sé á kostnaðinn bætandi fyr-
ir þann hóp sem er að kaupa sína
fyrstu íbúð. Friðrik bendir á að
Íbúðalánasjóður láni nú 80% af
kaupverði og með hækkandi íbúða-
verði sé sífellt erfiðara að útvega af-
ganginn. Kosti íbúð 24 milljónir
þurfi fólk að eiga 4,8 milljónir í sjóði.
Erlendis þekkist að þeir sem
kaupa sína fyrstu íbúð njóti skatta-
afsláttar. Eðlilegt sé að skoða mögu-
leika á því hér á landi einnig.
Umsvif við hótel
Þegar litið er á aðra geira bygg-
ingariðnaðarins ber fyrirhugaðar
framkvæmdir við hótelbyggingar
hæst en vænta má mikilla umsvifa í
tengslum við þær víða um land á
næstu árum.
Að sögn Friðrik eru opinberar
framkvæmdir hins vegar með
minnsta móti og engin stærri út-
boðsverk í gangi. Þannig hafi Húsi
íslenskra fræða verið slegið á frest,
jafnvel þótt tilboð hafi verið opnuð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Upp Fjölbýlishús rís af grunni á Hampiðjureitnum í austurbæ Reykjavíkur.
Á leið upp úr djúpinu
Íbúðum í byggingu hefur lítið fjölgað frá síðustu talningu Samtaka iðnaðarins
Jákvæð teikn á lofti í byggingageiranum en enn of lítið byggt af íbúðarhúsum
Friðrik Á. Ólafsson
Á fyrri hluta ársins var fjárhæð
nýrra verðtryggðra íbúðalána 17,7
milljarðar borið saman við 12,9 millj-
arða í óverð-
tryggðum lánum.
Var hlutur verð-
tryggðra lána því
58%.
Þetta kemur
fram í Fjár-
málastöðugleika,
riti Seðlabanka
Íslands, en þar
segir að starfs-
menn lánastofn-
ana telji að flestir „sem hafa hug á,
greiðslugetu og svigrúm til að
breyta verðtryggðum lánum í óverð-
tryggð séu búnir að því og þar með
miðist eftirspurn eftir nýjum óverð-
tryggðum lánum frekar við íbúðar-
kaup eða nýbyggingu í stað endur-
fjármögnunar“.
Þá kemur fram í ritinu að hrein
eign heimila án lífeyrissparnaðar
hafi á árinu 2012 aukist úr 106% af
landsframleiðslu í 115% og er aukn-
ingin sögð nær að öllu leyti tilkomin
vegna hærra fasteignaverðs.
Eignastaða heimila styrkist
„Þar sem húsnæðisverð hefur
haldið áfram að hækka það sem af er
ári og skuldir nánast staðið í stað að
nafnvirði á sama tíma hefur hrein
eign heimila hækkað enn frekar og í
lok júní er áætlað að hún hafi verið
119% af landsframleiðslu.
Ef litið er aftur til ársloka 2010
hefur hrein eign heimila hækkað um
19% í samanburði við landsfram-
leiðslu, sem verður að teljast umtals-
verð breyting og er staðan nú betri
en árin fyrir bóluárin 2005-2007. Til
að mynda var hrein staða að meðal-
tali 102% af landsframleiðslu á ár-
unum 2001-2004,“ segir þar m.a.
Einnig kemur þar fram að dregið
hafi úr skuldavanda einstaklinga.
Þannig hafi 31,3% einstaklinga
skuldað 95% eða meira af eignum
sínum í árslok 2012, 32,8% 2011 og
35,3% 2010. Tilheyra flestir tveim
tekjuhæstu hópunum. Loks hefur
hlutfall heimila í vanskilum haldið
áfram að lækka en í lok ágúst 2013
voru um 12% af heildarútlánum
þriggja stærstu viðskiptabankanna
og ÍLS til heimila vanskilum, borið
saman við 16% vanskilahlutafall í lok
júní 2012. baldura@mbl.is
Verð-
tryggt
vinsælla
Eignastaða
heimila fer batnandi
Þingholtin úr lofti.
Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar,
segir greinilegt að byggingaiðnaðurinn sé að taka við
sér. Lítið atvinnuleysi sé í geiranum. „En ég hef ekki
orðið var við að iðnaðarmenn séu að koma heim frá
Noregi ennþá,“ bætir hann við.
Verði af stórframkvæmdum sem eru á teikniborð-
unum, einkum hótelbyggingum í Reykjavík, sé ljóst að
fá þurfi iðnaðarmenn að utan, enda eigi þessar fram-
kvæmdir að taka skamman tíma. Enginn fjöldi iðn-
aðarmanna sé hér á lausu. Iðnaðarmenn sem fóru til
starfa ytra virðist bíða eftir því að ástandið hér verði stöðugra.
Ekki komið heim frá Noregi
GÆTI ÞURFT AÐ FÁ IÐNAÐARMENN TIL LANDSINS
Þorbjörn
Guðmundsson
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Tilboð barst í eina fjölbýlishúsalóð í
Skarðshlíð, óbyggðu hverfi í
Hafnarfirði, áður en umsóknarfrest-
ur um þær rann út. Þegar lóðir í 1.
áfanga Skarðshlíðar voru auglýstar
var tekið fram að umsóknarfrestur
væri til 27. september en þeim skil-
málum hefur reyndar verið breytt
og áfram er tekið við umsóknum,
samkvæmt upplýsingum frá Hafn-
arfjarðarbæ.
Flest eða allt er til reiðu til að
hægt sé að hefja framkvæmdir í
Skarðshlíð. Lagt hefur verið fyrir
heitu og köldu vatni í hverfið og raf-
magnsleiðslur eru komnar á sinn
stað. Búið er að malbika götur og
leggja göngustíga. Það eina sem
vantar eru húsin og íbúarnir. Þann-
ig hefur staðan verið frá árinu 2008.
Í hverfinu er gert ráð fyrir 16
fjölbýlishúsum, 129 einbýlishúsum
og 123 rað- og parhúsum, samtals
460 íbúðum.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar,
segir að töluvert hafi verið spurt um
lóðir og allir hafi fengið þær upplýs-
ingar að áfram yrði tekið við um-
sóknum, hvað sem umsóknarfrest-
inum liði.
Lóðin eina sem boðið var í er við
Bergsskarð 5 og er neðst í hverfinu,
uppi við hverfi sem nefnist Vellir 6.
Verðið er um 43 milljónir.
Ekki heitustu lummurnar
Lóðirnar í hverfinu voru settar að
veði þegar bærinn samdi um 13
milljarða lán hjá Depfa-bankanum.
Samkvæmt lánaskilmálum munu
90% af kaupverði lóða renna til að
greiða af láninu. Bærinn fær því um
4,3 milljónir vegna sölunnar á lóð-
inni við Bergsskarð 5.
Steinunn segir að húsið falli vel að
Völlum 6 og því sé hægt að úthluta
þeirri lóð, burtséð frá því hversu
margar aðrar lóðir seljist í hverfinu.
Hafnarfjarðarbær auglýsti lóðir í
Skarðshlíð töluvert nú í haust.
Steinunn segir að bærinn hefði vilj-
að sjá fleiri umsóknir. „En við gerð-
um okkur grein fyrir því að við vær-
um ekki endilega með heitar
lummur og að þetta tæki tíma,“
sagði hún.
Sölu á lóðum í hverfinu mætti
líkja við langhlaup. „Fólk er ennþá
að spyrjast fyrir og það er búin að
vera töluverð traffík upp í hverfið til
að skoða. Og við vonumst til að
þetta skili okkur einhverju í kjölfar-
ið. Þetta er rosaflott hverfi og það
er allt tilbúið,“ segir hún.
Boðið í eina lóð í Skarðshlíð
Löngu búið að leggja götur og lagnir
90% af kaupverði fer í greiðslu á láni
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Framtíðarland Götur, stígar og ljósastaurar bíða enn eftir íbúum.
Ungur karlmaður var í fyrradag
dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands
til þriggja ára fangelsisvistar vegna
kynferðisbrots gegn börnum. Einnig
var manninum gert að greiða um 2,3
milljónir í miskabætur. Var hann
sakfelldur fyrir tvo ákæruliði.
Í öðru tilvikinu hafði hann sam-
ræði við 13 ára barn í júní árið 2010.
Í seinni liðnum var honum gefin að
sök nauðgun og kynferðisbrot gegn
barni með því að hafa í nóvember ár-
ið 2012 neytt 13 ára barn til þess að
hafa við sig munnmök. Maðurinnn
nýtti sér yfirburðastöðu sína gagn-
vart stúlkunni sökum aldurs- og
þroskamunar og vakti þannig hjá
henni ótta og bjargarleysi. Maður-
inn var þá 18 ára. Hann játaði sök
hvað varðar fyrri liðinn en neitaði
sök í þeim síðari. Hann á langan af-
brotaferil þrátt fyrir ungan aldur.
Tvö brot
gegn 13 ára
börnum
Í fangelsi í þrjú ár