Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Í fyrirspurnum á Alþingi í gærkom fram að þingmenn stjórn-
arandstöðunnar hafa miklar
áhyggjur af því að fjárfestingar-
stefnunni svokölluðu, sem vinstri-
stjórnin kynnti skömmu fyrir kosn-
ingar, skuli ekki hafa verið
framfylgt af núverandi ríkisstjórn.
Þingmenn spurðu ráðherrana
hvort þeir hefðu ekki miklar
áhyggjur af öllum störfunum sem
myndu tapast vegna þessa.
Sigurður Ingi Jó-hannsson, sjáv-
arútvegs- og land-
búnaðarráðherra,
svaraði þessu ágæt-
lega og benti á að í
fyrirspurn Lilju
Rafneyjar Magnús-
dóttur, þingmanns
VG, kæmi fram af-
staða til atvinnu-
uppbyggingar sem
væri ólík skoðun
hans.
Sigurður Ingibenti á að með fjárfestingar-
stefnu vinstristjórnarinnar hefði
verið gert ráð fyrir mikilli viðbótar-
skattlagningu sem hefði eyðilagt
störf og að með því að falla frá
henni hefðu störf verið varin.
Þá væri hann ósammála LiljuRafneyju, sem teldi að störfum
fjölgaði með því að ríkið byggi þau
til. Hann teldi að störfin yrðu til
með því að fyrirtækin í landinu
hefðu möguleika á að fjárfesta og
byggja sig upp. Til dæmis væru
gríðarleg tækifæri í greinum
tengdum sjávarútvegi ef fyrirtæki
þar hefðu fjárfestingargetu. Þess-
um störfum myndu til viðbótar
fylgja afleidd störf.
Vandi atvinnusköpunar hér álandi á liðnum árum hefur ein-
mitt verið sá að vinstristjórnin
skildi aldrei þessi einföldu sannindi.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Skapar skatt-
lagning störf?
STAKSTEINAR
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Veður víða um heim 8.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 2 rigning
Nuuk -1 snjókoma
Þórshöfn 8 súld
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Helsinki 12 þoka
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 17 skýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 20 skýjað
París 18 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 15 skýjað
Berlín 13 skýjað
Vín 17 léttskýjað
Moskva 11 skýjað
Algarve 27 léttskýjað
Madríd 26 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 13 skýjað
Montreal 12 léttskýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 18 heiðskírt
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:02 18:30
ÍSAFJÖRÐUR 8:11 18:30
SIGLUFJÖRÐUR 7:54 18:13
DJÚPIVOGUR 7:32 17:58
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Miðvikudaginn 9. október, kl. 16:00 í HÖRPU
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina
á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 9. október
kl. 16:00 í Hörpu (salur: Ríma).
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
og verður sem hér segir:
• Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf.
• Gísli Gíslason, hafnarstjóri:
- Rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2014.
• Bergþóra Bergsdóttir:
- Skýrsla um atvinnulíf og þróun í Gömlu höfninni.
• Helga Thors:
- Harpan og tengslin við þjónustu á hafnasvæðunum.
• Regína Ásvaldsdóttir:
- Akraneshöfn - ferðaþjónusta og samgangur milli hafnasvæða.
• Guðjón Friðriksson:
- Stutt æviágrip hafna Faxaflóahafna sf.
• Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með
fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu
fyrir viðskiptavini.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri.
Ferðamönn-
um fjölgað
þrefalt á
tólf árum
Fjölgunin nemur
19,2% milli ára
Um 73 þúsund er-
lendir ferðamenn
fóru frá landinu
um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar
í september í ár
eða 8.500 fleiri
ferðamenn en í
september í fyrra, samkvæmt taln-
ingum Ferðamálastofu. Fjölgunin
nemur 13,2% milli ára. Fjöldi ferða-
manna hefur þrefaldast á því tólf ára
tímabili (2002-2013) sem Ferða-
málastofa hefur haldið úti talningum.
Ferðamannafjöldinn hefur farið úr
24.533 árið 2002 í 73.189 árið 2013.
Fjölgað hefur að jafnaði um 10,9%
milli ára en miklar sveiflur hafa verið
í fjölda milli ára. Frá áramótum hefur
639.951 erlendur ferðamaður farið frá
landinu, um 103 þúsund fleiri en á
sama tímabili í fyrra. Fjölgunin nem-
ur 19,2% milli ára.
Um 40% fleiri Bretar hafa heimsótt
landið en í fyrra, fjórðungi fleiri N-
Ameríkanar, fjórðungi fleiri ferða-
menn frá löndum sem flokkast undir
annað og um 15% fleiri Mið- og S-
Evrópubúar. Norðurlandabúum hefur
hins vegar fjölgað mun minna eða um
2,9%, segir í frétt frá Ferðamálastofu.
Flestir frá Bandaríkjunum
Af einstaka þjóðernum voru flestir
ferðamenn í september frá Banda-
ríkjunum (15,8), Bretlandi (11,0%),
Þýskalandi (10,5%) og Noregi (9,2%).
Þar á eftir komu Danir (6,7%), Svíar
(5,3%), Frakkar (5,3%) og Kanada-
menn (4,0%). Samtals voru þessar
átta þjóðir um tveir þriðju (67,8%)
ferðamanna í september.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Bret-
um, Bandaríkjamönnum og Þjóð-
verjum mest milli ára í september.
Þannig komu 1.774 fleiri Bretar í
september í ár en í fyrra, 1.727 fleiri
Bandaríkjamenn og 1.251 fleiri Þjóð-
verjar.