Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Nýtt skip hefur bæst við flota skipa- félagsins Ness hf. en gengið var frá kaupum á skipinu í lok júl- ímánaðar. Skipið hefur fengið nafn- ið Sunna en um er að ræða syst- urskip Hauks, sem félagið hefur notað í tíu ár. Sunna var smíðuð, rétt eins og Haukur, í Sava Shipyard skipa- smíðastöðinni í Serbíu og er 74,5 metra löng, 12,7 metra breið og með þrjú þúsund tonna burðargetu. Sunna var afhent Nesi hf. í borginni Varna í Búlgaríu en þar fór það í sex vikna þurrkví hjá skipaviðgerðarstöðinni Terek. Skipið er sérstaklega smíðað fyr- ir flutning á lausum förmum, svo sem fiskimjöli, möl og sandi, salti, fóðurvörum, áburði og hvers konar byggingarvörum. Í stað hefðbund- inna skipskrana er skipið útbúið með Komatsu 450 gröfu en með gröfunni getur skipið lestað og los- að lausa farma án aðstoðar frá landi. Skipið lestaði sinn fyrsta farm hjá nýjum eigendum, fullfermi af korni, í Varna um miðjan sept- embermánuð til losunar í Oristario í Sardiníu. Að því loknu hélt það til Spánar en þar lestaði skipið full- fermi af götusalti fyrir Reykjavík- urborg. Er Sunna síðan væntanleg til Reykjavíkur 16. október næst- komandi. 39 ára gamalt skipafélag Nes hf. var stofnað árið 1974 og festi kaup á fyrsta skipi sínu sama ár. Í dag gerir það út, auk Sunnu, þrjú skip, Hauk, Lóm og Svan. Öll skipin flytja lausavörur, en helst mætti nefna fiskimjöl, fóður, grjót, timbur, stál og kalkþörunga. BYKO, Íslenska kalkþörunga- félagið og Eden Export eru stærstu viðskiptavinir félagsins, en auk verkefna á Íslandi hefur félagið alla tíð siglt milli erlendra hafna með lausavöru. Ljósmynd/Nes hf. Skipið Sunna Nýjasta skip skipafélagsins Ness hf., Sunna, var í slipp í borginni Varna í Búlgaríu í um sex vikur. Nýtt skip í flota Ness hf.  Sunna til Reykjavíkur í næstu viku með fullar lestar af salti Matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á hinn 30. september hef- ur hækkað í verði frá sam- bærilegri könn- un sem gerð var í byrjun október 2012 hjá flestum verslunum. Nettó hefur þó oftar lækkað verð en hækk- að. Áberandi er að ávextir og græn- meti hafa hækkað miklu meira en aðrir vöruflokkar eða um allt að 66%, skv. upplýsingum ASÍ. Sem dæmi um aðrar vörur sem hafa hækkað í verði er KEA skyr- drykkur sem hefur hækkað um 1- 15%, hangiálegg frá Búrfelli hefur hækkað um 5-16%, Swiss miss m/ sykurpúðum um 5-25% og rófur um 13-45%. Nettó hefur lækkað verð oftast. Verslunin Nettó hefur oftar lækkað verð en hækkað, 25 vöruteg- undir af 49 hafa lækkað, verð stend- ur í stað á fjórum en hefur hækkað á 20. Lax lækkaði í verði Sem dæmi um lækkanir hefur vara eins og lax lækkað um 10% á milli ára, Gerber-eplasafi um 16% og Merrild-kaffi um 4%. Nóatún er sú verslun sem er oft- ast með sama verð og í fyrra, eða í 14 tilvikum af 59, Fjarðarkaup í 13 til- vikum af 55, 10-11 í 12 tilvikum af 41 og Samkaup-Strax í 10 tilvikum af 25. Iceland hefur oftast allra hækk- að verð á vörum síðan í fyrra, í kjöl- farið fylgja Bónus, Krónan og Sam- kaup-Úrval. Þær verðbreytingar sem ASÍ birti í gær miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verð- lagseftirlits ASÍ hinn 1.10. 2012 og 30.9. 2013. Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Sam- kaupum-Úrvali, Samkaupum-Strax, Kaskó, 10-11, Kjarvali og Nóatúni. Mest verð- hækkun á áxöxtum og grænmeti Ný skósending frá www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 • í yfir 50 fallegum litum Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ Skráning hafin á hekl- og prjónanámskeið SJÓN ER SÖGU RÍKARI! H a u ku r 5 .1 3 Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur finnur@kontakt.is Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Tveir Subway staðir á Benidorm. Velta 100 mkr. og góður hagnaður.• Miklir möguleikar fyrir duglega aðila að opna fleiri staði á svæðinu. Danskt iðnfyrirtæki, með sölukerfi um alla Evrópu, sem auðvelt er að• flytja til Íslands. Ársvelta 600 mkr. Góðar hagnaður. Mjög hagstætt verð. Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,• en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu árin um 300 mkr. og góð framlegð. Fiskvinnsla í útflutningi á ferskum fiski. Mjög snyrtileg vinnsla í eigin• húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Stöðug velta 230 mkr og EBITDA 16%. Öflugt ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni óskar eftir meðfjárfesti til• að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu. Vel tækjum búið verktakafyrirtæki og vélaleiga sem starfar í• byggingageiranum. Spennandi hótelverkefni að Arnarholti á Kjalarnesi. Möguleiki á allt að• 100 herbergjum í nýju hóteli. Hagstæður leigusamningur. Adventure Car Rental. Vinsæl bílaleiga í fullum rekstri með 25 velbúna• jeppa í útleigu. Fullbúið verkstæði, tvo lén, tvær heimasíður og fullkomið bókunarkerfi. Stórt þvottahús og efnalaug með móttökustaði víðsvegar um• höfuðborgarsvæðið. Pisa Guesthouse & Restaurant í Lækjargötu með 14 herbergjum og• ítölskum veitingastað í eigin húsnæði. Hagstæð áhvílandi lán. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.