Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 10
Malín Brand malin@mbl.is L júfir óperutónar leika um vinnustofu Þór- unnar Báru og hún er í óðaönn að merkja mál- verkin sín fyrir sýn- inguna. Hún hlustar oftast á tónlist, breska ríkisútvarpið eða hljóðbækur þegar hún málar og það er líka eins gott því annars hefði hún ekki hug- mynd um hvað tímanum liði. „Ég tapa tímaskyninu. Þegar ég er komin inn í málverkið, þegar ég er búin að gera óreiðuna og er byrjuð að sortera aftur þá er eins og ég gleymi mér og það er besti tíminn því að þá gleymir maður alveg sjálfum sér. Eins og að vera með ungabarn. Þetta er svipuð tilfinning.Hún er mjög þægileg og maður verður ekki sjálfhverfur,“ seg- ir listakonan Þórunn Birna. Tungumál, heilbrigðisstéttin og myndlistin Vinnustofa Þórunnar Báru og heimili eru í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Menntaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi af málabraut. Árið 1970 hóf hún nám í frönsku og sænsku og er með BA- gráðu í báðum tungumálum. Upp- haflega ætlaði hún sér þó að verða bóndi og hafði hug á að fara í bænda- skólann á Hvanneyri. Það má segja að hún hafi farið langa leið að mynd- listinni því skömmu eftir útskriftina úr háskólanum fór hún í sjúkralið- anám og lauk því árið 1980. Fimm ár- um síðar byrjaði hún að læra mynd- list, bæði hér heima, í Skotlandi og Bandaríkjunum. Nú er hún á grænni grein og listaverkin verða til hvert á fætur öðru. „Maður fer stundum hring í lífinu og mér fannst ég þurfa að fara þennan hring því það var svo margt sem ég þurfti að gera því ég vissi það í hjarta mínu að þegar ég yrði komin á þennan stað yrði ekkert aftur snúið.“ Lífsorkan og Surtsey Þann 14. nóvember 1963 hófst eldgos suðvestur af Heimaey. Því man Þórunn Bára vel eftir en hún var þá þrettán ára. Síðan hefur Surtsey skipt hana miklu máli og oft verið henni innblástur við listsköpun. Að- spurð hvers vegna segir hún einfald- lega að Surtsey sé líf. „Surtsey er bara merki um líf og lífsorkuna og það hvernig lífið hefur þróast. Þeir vísindamenn sem eru að fást við rannsóknir þar hafa getað fylgst vel með því hvernig vistkerfin vinna saman og hvað lifnar og hvað deyr.“ Hún hefur alltaf haft mikla ást á nátt- úrunni. „Náttúran er undur, eilíf uppspretta og fegurð. Svo hef ég líka unnið mikið með það hvernig fólk skynjar tilveruna og í myndlistinni næ ég saman þessu sem ég hef mest- an áhuga á og finn mér óþrjótandi innblástursefni. Það þarf eitthvað að kveikja í manni og maður þarf að vera forvitinn og áhugasamur, ann- ars held ég að það verði aldrei neitt af viti úr því sem maður er að gera,“ og í list og lífi Þórunnar báru er náttúran Náttúran er undur og uppspretta fegurðar Þórunn Bára Björnsdóttir er sjúkraliði og myndlistarkona. Hún málar lífheiminn eins og hún skynjar hann og smáatriðin í náttúrunni eru að hennar mati óþrjót- andi uppspretta fegurðar. Á morgun verður opnuð myndlistarsýning með verkum hennar og í forgrunni er Surtsey og hið undraverða lífríki sem þar er. Það er vel við hæfi að Surtsey sé í forgrunni því árið 2013 eru fimmtíu ár frá Surtseyjargosi. Hið smáa Þessi mynd nefnist Í skjóli hraunjað- ars, og má greina ótal smáatriði í náttúru hraunjaðarsins og mosans. Undrið Lífríki Surts- eyjar kemur fyrir á mörgum mynda Þór- unnar Báru. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Surtseyjargosið hófst að morgni 14. nóvember 1963 um 20 km suðvestur af Heimaey í Vestmannaeyjum. Það eru því nokkrar vikur í að Surtsey eigi fimmtugsafmæli.Tveimur árum eftir gosið, árið 1965, þegar sýnt þótti að Surtsey myndi verða varanleg eyja, komu áhugamenn um rannsóknir sér saman um að stofna nefnd og seinna félag sem stuðlaði að skipulagi og eflingu rannsókna þar. Þó svo að fé- lagið sjálft sjái ekki um rannsókn- arstörf hefur það gefið út skýrslur með niðurstöðum vísindastarfa sem farið hafa fram í eynni. Skýrslurnar eru aðgengilegar á síðunni og hafa átta skýrslur verið gefnar út síðan 1970. Ýmiss konar fróðleikur er á síðu Surtseyjarfélagsins, til dæmis um fugla, plöntur og aðrar lífverur sem þrífast á eynni. Auk þess er gott myndasafn af tegundunum á síðunni og kort af eynni. Vefsíðan www.surtsey.is Ljósmynd/Sæmundur Ingólfsson Lífríki Surtsey hefur verið ýmsum vísindamönnum uppspretta lifandi fróðleiks. Brátt verður Surtsey fimmtug Sýningu Þorvaldar Jónassonar í kaffi- húsi og anddyri Gerðubergs fer senn að ljúka. Þar er sýnd kalligrafía og leturgerðir til að varpa ljósi á þá þró- un sem orðið hefur á leturgerð frá upphafi okkar tímatals til dagsins í dag. Þorvaldur nam skriftgrafík í Ósló undir handleiðslu Ottars Helge Johannessen, eins kunnasta grafík- listamanns Norðmanna. Sýningunni lýkur 13. október og fer því hver að verða síðastur til að skoða þessi merkilegu verk og fræð- ast um leturgerðir ýmissa tíma. Endilega … … sjáið svart og hvítt Leturgerðir Sýningu Þorvaldar í Gerðubergi lýkur 13. október. Á haustönn 2013 og vorönn 2014 verður boðið upp á kvikmynda- fræðslu klukkan 14.15 í Bíó Paradís. Markhópurinn er framhalds- skólanemar og er verkefnið stutt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Reykja- víkurborg og Europa Cinemas. Oddný Sen kvikmyndafræðingur er verkefnisstjóri og er megintilgang- urinn með sýningunum að gefa nemendum tækifæri til að kynnast kvikmyndum sem hafa hlotið alþjóð- legar viðurkenningar og skipa sess innan kvikmyndasögunnar. Kvik- myndirnar eru frá ýmsum löndum og gætu sumar þeirra nýst við tungumálakennslu. Sýningarnar eru nemendum og kennurum að kostn- aðarlausu og á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur með það fyrir augum að auðvelda nemendum að greina kvikmyndina og fá hugmyndir að ritgerðarefni. Kvikmyndirnar eru þematengdar og verður meðal ann- ars rýnt í úrvinnslu tilfinninga, fé- lagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, einelti, listsköpun, stjórnmál, mann- réttindi og síðast en ekki síst tengsl nútímakvikmynda við sjálfa kvik- myndasöguna. Kvikmyndir á borð við hryllingsmyndina Psycho eftir Alfred Hitchcock og Allt um móður mína, eftir spænska leikstjórann Pedro Almodóvar eru á meðal mynda á dagskrá og nokkuð ljóst að umræðurnar um þær verði líflegar. Fyrsta sýning er föstudaginn 25. október og sú síðasta 4. apríl. Þeir nemendur og kennarar sem vilja nýta sér þetta einstaka tækifæri til að fræðast um kvikmyndasöguna ættu að hafa samband við verkefn- isstjóra með því að senda póst á oddnysen@gmail.com. Kvikmyndafræðsla fyrir framhaldsskólanema Lykilmyndir í kvikmynda- sögunni kynntar í Bíó Paradís Verkefnastjórinn Oddný Sen heldur utan um dagskrána í Bíó Paradís. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.gilbert.is ÍSLENSK ÚR FYRIR ÍSLENDINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.