Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Golli
Að störfum Listakonan Þórunn Bára Björnsdóttir nýtur þess að vinna að listsköpun á vinnustofu sinni.
og skynjunin drifkrafturinn.
Þórunn Birna á sér lífsspeki
sem hún leitast við að lifa eftir. Það
er í fyrsta lagi mikilvægt að átta sig á
því hvernig maður skynjar heiminn
og í öðru lagi að taka eftir því smáa
og einfalda í lífinu. „Því allt í heim-
inum samanstendur náttúrulega af
því smáa og það eru hlutir sem
hægja aðeins á okkur og fá okkur til
þess að skoða hvað skiptir í raun og
veru máli, þannig að við lærum að
meta og sjá öðruvísi.“ Í hraða nú-
tímans vilja þessir litlu hlutir sem
eru allt í kringum okkur því miður
gleymast. Einkum og sér í lagi ef
maður gleymir að svipast um eftir
þeim.
Óreiðan í höfðinu
Það er stór munur á því að horfa
og að sjá, að sögn Þórunnar Báru.
„Andstæðan við allt áreiti nútímans
er kannski það að stoppa og sjá. Ekki
bara horfa, heldur virkilega að taka
það inn sem þú ert að horfa á og
spyrja „hvað er þetta?“ Við þurfum
að nema það sem við sjáum og þar
kemur skynjunin inn og hún nær
annað hvort til hjartans eða hugans.“
Ef fólk lendir í tímaþröng, það er að
segja nær ekki að sjá það sem er í
kring, segir Þórunn Bára auðvelt að
verða kvíðanum að bráð. „Það verður
svona óreiða í höfðinu. Ég held að
með því að stoppa aðeins, horfa betur
á hlutina, skilja hvað þú ert að sjá, þá
gæti maður svolítið dregið niður í
firringunni og kvíðanum. Það er það
sem náttúran er þekkt fyrir að gera.
Fólk samsamar sig við náttúruna og
finnur að það tilheyrir því að til þess
að virkilega lifa þarf maður að til-
heyra einhverri stærri heild. Og mað-
ur getur alltaf orðið hluti af nátt-
úrunni og við erum það,“ segir
Þórunn Bára sem vinnur stöðugt að
því í listsköpun sinni að kafa dýpra
ofan í náttúruna. Hún er sannfærð
um að listin geti komið því á framfæri
sem vísindin eru að segja okkur. Það
að tvinna saman vísindum og list er
að hennar mati vannýtt í samfélag-
inu. „Ég held að hæfni okkar til þess
að skynja sé vannýtt. Það gæti þurft
að kenna fólki að nota skynjunarleið-
irnar.“
Lífsgátan viðheldur
spennunni
Vangaveltur Þórunnar Báru
kalla eilítið á þá spurningu hvort
henni hafi, gegnum myndlistina og
náttúruna, tekist að ráða lífsgátuna.
„Nei, lífsgátan er alltaf að breytast
og þess vegna held ég áfram að mála
vegna þess að það verður alltaf að
vera eitthvað spennandi handan við
hornið og það heldur mér gangandi.
Hluti af því að vera listamaður er að
vera forvitinn og það heldur manni
gangandi. Það er svo yndislegt að
vera forvitinn því þá ertu alltaf að
setja þig inn í eitthvað nýtt og kemst
að einhverjum lokuðum dyrum sem
þú hefðir aldrei komist að ef þú hefð-
ir ekki farið í þetta ferðalag.“ Af
þessu má ráða að á meðan lífið heldur
áfram að koma fólki á óvart hlýtur líf-
ið sjálft að vera stórkostlegt ævintýr.
Þannig er það alla vega hjá Þórunni
Báru sem skyggnist inn í örfínan og
agnarsmáan lífheim þörunga,
plantna, fléttna og sveppa svo fátt
eitt sé nefnt. Afrakstur ævintýra síð-
astliðinna fjögurra ára má sjá á
myndlistarsýningunni sem verður
opnuð á morgun í Smiðjunni Listhúsi
að Ármúla 36. Sýningin stendur í tíu
daga og þar ættu gestir að gera eins
og Þórunn Bára hvetur til: Staldra
við, gefa sér tíma til að sjá en ekki
bara horfa, og þannig verður skynj-
unin sjálf til.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Psycho Alfred Hitchcock á eitt fræg-
asta atriði kvikmyndasögunnar.
Vinkonur Kvikmynd Pedro Almadovars, Allt um móður mína, verður skoðuð.
HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Brekkustíg 36, Reykjanesbæ hefur birt
lýsingu vegna töku skuldabréfa útgefnum af félaginu í flokknum HSVE
13 01 til viðskipta.
Lýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef HS Veitna hf. www.
hsveitur.is. Útprentuð eintök af lýsingunni má nálgast hjá HS Veitum hf.,
Brekkustíg 36, Reykjanesbæ í 12 mánuði frá dagsetningu lýsingarinnar.
Sótt hefur verið um töku skuldabréfa í flokknum HSVE 13 01 að
nafnverði 5.623.865.000 krónur til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ
OMX Iceland hf.
Áætlað er að skuldabréfin verði í fyrsta lagi tekin til viðskipta hjá
NASDAQ OMX Iceland hf. þann 15. október 2013. NASDAQ OMX Iceland
hf. mun birta tilkynningu um töku skuldabréfanna til viðskipta og hvenær
viðskipti með þau geti hafist með a.m.k. eins viðskiptadags fyrirvara.
Reykjavík, 9. október 2013.
Birting lýsingar
HS Veitna hf.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Reuters
Fuglavernd í samvinnu við Nýherja og
Canon efnir til myndasýningar í dag
þar sem ljósmyndararnir Daníel Berg-
mann, Óskar Andri, Sindri Skúlason
og Jóhann Óli Hilmarsson sýna glæsi-
legar fuglamyndir úr náttúru Íslands.
Sýningin verður í Borgartúni 37 og
verður húsið opnað kl. 17.
Allir eru velkomnir og ókeypis er á
viðburðinn.
Ljósmynd/Daníel Bergmann
Haförn á flugi er afar tignarleg sýn.
Einstakar
fuglamyndir
Tónlistarkaffi
verður í Gerðu-
bergi í kvöld, en
á þeim tekur Pét-
ur Grétarsson
tónlistarmaður á
móti gestum,
spjallar um tón-
list og tekið er í
hljóðfæri eftir því
sem við á. Notaleg kvöld þar sem
gestir geta komið og hlýtt á létt
spjall og ljúfa tóna. Í kvöld fær Pétur
til sín Snorra Sigfús Birgisson, píanó-
leikara og tónsmið. Þeir ræða saman
um tónlist byggða á íslenskum þjóð-
ararfi. Snorri er einn okkar fjölhæf-
asti píanisti og tónskáld en verk hans
spanna allt frá einleiksverkum til
stórra hljómsveitarverka. Þeir munu
meðal annars leika Fimm kvæði –
þjóðlög sem Snorri samdi fyrir slag-
verk og píanó. Ókeypis fyrir alla.
Tónlistarkaffi
á þjóðlegum
nótum
Snorri og Pétur.