Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 14

Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka. FAGMENNSKA SKILAR ÁRANGRI Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ríkissaksóknari og sérstakur sak- sóknari hafa dregið til baka ákæru á hendur Erlendi Magnússyni sem í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Glitni fyrir hrun var sakaður um inn- herjasvik. Ákær- an var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun síðasta mánaðar. Í samtali við Morgunblaðið segist Erlendur fagna þessari nið- urstöðu og hún staðfesti að end- urvakning máls- ins hafi verið röng. Hann var sakaður um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar þegar eign- arhaldsfélagið Fjársjóður, sem var í eigu Erlendar og konu hans, seldi hlutabréf í Glitni fyrir 10 milljónir króna að markaðsvirði vorið 2008. Sérstakur saksóknari komst að þeirri niðurstöðu í mars sl. að ekki væru lengur forsendur fyrir ákæru í málinu og Erlendur segir það hafa verið vandlega rökstutt. Var honum í kjöl- farið tilkynnt að rannsókn málsins væri lokið og það fellt niður. Viðskipt- in voru þá búin að vera til rannsóknar í tvö ár og átta mánuði. Málið var síð- an tekið upp aftur í sumar, að kröfu Fjármálaeftirlitsins, FME, sem vildi að ríkissaksóknari breytti niðurstöðu sérstaks saksóknara, þvert á niður- stöðu þess síðarnefnda. Í framhaldinu var ákæra gefin út í byrjun ágúst. Rangar sakargiftir FME Erlendur dregur í efa hvort FME hafi sem eftirlitsstofnun haft heimild til að krefjast endurupptöku málsins og haft þannig afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Ég hef velt því fyrir mér hvort ég ætti að leggja fram kæru á hendur FME fyrir rangar sakargiftir en hreint út sagt tel ég það ekki þjóna neinum tilgangi að bæta við enn einni kærunni í okkar sam- félagi, það yrði engu bættara með það,“ segir Erlendur, sem er mjög ósáttur við þá málsmeðferð sem hann hefur fengið á undanförnum árum. „Það kom gríðarlega flatt upp á mig í upphafi að þetta mál var tekið til rannsóknar, ég sá enga ástæðu til þess. Í öllu eðlilegu árferði hefðu lög- regluyfirvöld ekki rannsakað ein við- skipti svona mikið. Hins vegar hefur ástandið ekki verið eðlilegt undanfar- in ár og ýmsar grundvallar réttar- farsreglur mátt víkja. Þannig hafa hundruð manna haft stöðu grunaðra í áraraðir, þó að það sé deginum ljós- ara að þeir muni fæstir sæta ákæru. Það er auðvitað ekki gott fyrir neitt samfélag,“ segir Erlendur, sem taldi sína ákæru út í hött. Þar hafi m.a. ákveðnar setningar verið slitnar úr samhengi en meðal gagna sérstaks saksóknara var tölvupóstur sem Er- lendur framsendi til Lárusar Weld- ing, forstjóra Glitnis, 14. mars 2008. Erlendur var þá yfir deild sem sá um skuldsetta fjármögnun Glitnis og hann segir tölvupóstinn hafa fjallað um ástand á alþjóðlegum peninga- mörkuðum. Erlendur segir það verulega íþyngjandi að sæta rannsókn og ákæru, hvort sem menn séu sekir eða saklausir. „Í því felst gríðarleg refs- ing og í mínu tilviki hafði það alvar- legar afleiðingar. Ég varð fyrir fjár- hagslegu tjóni og varð að draga mig út úr ýmsum verkefnum tímabundið sem ég var kominn í, eftir að ég hætti í bankanum. Það tjón verður ekki bætt,“ segir Erlendur en í dag starfar hann við eigið fyrirtæki ásamt fé- lögum sínum. Fyrirtækið; Total Capi- tal Partners, er í London en hann býr á Íslandi. Ósáttur við fréttaflutning „Annars er engin ástæða til að vera reiður eða gramur, það kemur bara verst við mann sjálfan. Það er mjög ánægjulegt að þessu máli sé lokið,“ segir Erlendur, sem vonast til að end- anleg niðurstaða hafi nú fengist, enda geti ekkert nýtt komið fram sem gefi tilefni til frekari rannsókna. Hann er einnig ósáttur við fréttaflutning af þingfestingu ákærunnar í byrjun september sl. „Ákæran ein og sér getur skemmt mannorð manns, jafnvel þó svo að fjölmiðlar hafi í einu og öllu ákæru- efnið rétt eftir. Ákæran segir aðeins takmarkaða sögu og því varhugavert að byggja frétt á henni. Verra er þeg- ar fjölmiðlar taka upp á því að skálda við ákæruefnið,“ segir Erlendur og vísar þar til fréttastofu RÚV, sem hafi bætt því við að hann hafi ritað bréf til Lárusar tveimur vikum fyrir viðskipti sín með hlutabréfin. „Ég framsendi til hans tölvupóst með stuttri athugasemd og tölvupóstur er eins og ritað talmál, eins og allir vita,“ segir Erlendur að endingu. „Ákæra ein og sér skemmir mannorðið“  Ákæra felld niður á hendur fv. framkvæmdastjóra í Glitni  Rannsókn hafði áður verið hætt  Afar ósáttur við FME Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirmál Erlendur starfaði hjá Glitni þar til bankinn féll haustið 2008. Erlendur Magnússon Hætt við 82 mál » Sérstakur saksóknari hefur fengið inn á borð til sín 182 mál síðan embættið tók til starfa í ársbyrjun 2009. » Í 82 málum hefur rannsókn verið hætt, ákærur dregnar til baka eða verið vísað frá dómi, að því er kom fram í RÚV. » Rannsókn á 58 málum stendur yfir en aðeins hefur verið dæmt í þremur málum í Hæstarétti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.