Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 15
Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.
Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði hennar.
Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða,
www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is | Finndu okkur á Facebook
FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA, FRÆÐSLA OG FJÁRFESTINGARAÐFERÐIR SKILA ÁRANGRI
Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900.
Í nýlegu vali breska fjármálaritsins World Finance þótti VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka
standa fremst íslenskra eignastýringaraðila. Við valið er horft til margra þátta og þá helst árangurs
síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu.
Besta eignastýringin
Frábær ávöxtun
40,2%
1 ár
25,6%
2 ár
24,7%
-19,2%
4 ár 5 ár
24,7%
3 ár
Hlutabréfasjóðurinn hefur skilað frábærri ávöxtun síðastliðin ár og er góð leið
til þess að taka þátt í uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins.
* Skv. www.sjodir.is
Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á
ársgrundvelli. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
Öflugt fræðslustarf
Fylgstu með fræðslustarfi okkar á www.vib.is
Frá byrjun árs 2011 hefur VÍB staðið fyrir
hafa sótt eða fylgst með á vef okkar
SEM YFIR
20.000
manns
150
fræðslufundum
Niðurstaða netkönnunar Capacent Gallup í maí 2013 var sú að Íslendingar myndu
leita fyrst til VÍB - eignastýringarþjónustu Íslandsbanka þyrftu þeir á eignastýringar-
þjónustu að halda. 30,9% þeirra sem tóku afstöðu nefndu okkur sem fyrsta val.
Við erum fyrsta val
31%
VÍB/Íslandsbanki
26%
22%
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Frá og með morgundeginum verða
Reykvíkingar að auka meðvitund
sína um hverju þeir henda í sorp-
tunnuna. Eftir 10. október verða grá-
ar og grænar sorptunnur Reykjavík-
urborgar undir blandaðan úrgang
sem innihalda pappír eða pappa ekki
tæmdar í borginni. Þá þarf að losa
allan pappír úr tunnunum fyrir
næstu tæmingu. Pappírsúrgangur
má aðeins fara í bláar pappírstunnur,
í bláa grenndargáma eða í tilheyr-
andi gáma á endurvinnslustöðvum.
Einnig bjóða einkaaðilar endur-
vinnslutunnur sem hægt er að setja
pappírsefni í.
Eygerður Margrétardóttir er
deildarstjóri umhverfis- og úrgangs-
stjórnunar hjá Reykjavíkurborg.
„Við munum ekki hirða þær tunnur
þar sem augljóslega er ekki verið að
flokka pappírinn frá. Nú síðustu
þrjár vikur höfum við verið að líma
gula miða á gráu tunnurnar þar sem
við sjáum pappír í og benda fólki á að
það hefur fundist pappír í tunnunni
og að eftir 10. október verði slík
tunna ekki tæmd. Aðlögunarferlið
hófst í október í fyrra þegar við inn-
leiddum verkefnið Pappír er ekki
rusl. Við höfum verið með skilaboð og
fræðslu til íbúa síðan þá og þetta er í
raun og veru lokaáfanginn á þessari
innleiðingu,“ segir Eygerður.
Skil á pappírsefnum í endur-
vinnslu hafa aukist stórlega, bæði á
endurvinnslustöðvum, grenndar-
stöðvum og í bláu pappírstunnurnar.
„Ef maður horfir á september
núna í ár og miðar við september í
fyrra þá hefur orðið 17% aukning á
flokkun og skilum á pappír og pappa
til endurvinnslunnar. Í ár hafa 3.680
tonn af pappírsefnum skilað sér í
endurvinnslu og á sama tíma var 4%
samdráttur í blönduðum úrgangi. Í
nóvember í fyrra greindi Sorpa
blandaða úrganginn sem var settur í
gráu tunnurnar og þá var hlutfall af
pappírsúrgangi 23% sem var urðaður
í Álfsnesi. Það verður önnur slík
greining gerð núna í nóvember og
vonumst við til að hlutfall pappírs-
úrgangs sem endar í urðun verði búið
að minnka mikið. Við erum að horfa á
pappírinn sem auðlind.“
Ekki rótað í ruslinu
Ruslatunnur eru oft troðfullar við
tæmingu og því eflaust erfitt að sjá
pappír, Eygerður segir að sorphirðu-
mennirnir ætli ekki að fara að róta í
þeim eftir pappír.
„Um leið og þeir opna tunnurnar
og sjá að pappírinn er augljóslega
ekki flokkaður frá munu þeir skilja
tunnuna eftir. Í einhverjum tilfellum
sjáum við gegnum fingur okkar t.d
með blautan pappír eða pappír sem
er mikið mengaður af matarafgöng-
um.“
Nokkuð er um að fólk hafi sam-
band við borgina til að kynna sér
þetta nýja sorpflokkunarkerfi,
áhyggjurnar snúi oft að fjölbýlishús-
um þar sem margir deila ábyrgðinni.
„Það er húsfélaga að taka á svona
málum. Við höfum verið að styðja
hússtjórnir og leiðbeina þeim hvern-
ig á að taka á málunum, það er t.d.
hægt að fá áminningarmiða til að
líma fyrir ofan rennurnar.“
Mikil aðsókn í bláar tunnur
Íbúar geta pantað sér sérstaka
bláa tunnu undir pappírinn og segir
Eygerður að það hafi orðið mikil
aukning í því. Bláu pappírstunnurnar
í notkun í Reykjavík séu orðnar 8.998
akkúrat núna en í lok síðasta árs hafi
þær verið tæplega 4.000. „Síðasta
hálfa mánuðinn höfum við verið að
taka á móti yfir 1.000 pöntunum á
tunnunum og það bíða núna yfir 500
pantanir sem við eigum eftir að af-
greiða.“
Eygerður bendir á að það sé hag-
kvæmt fyrir íbúa sem eru með fleiri
en eina gráa tunnu að skipta einni
þeirra út fyrir bláa pappírstunnu.
Grá tunna kosti 18.600 kr. á ári en sú
bláa 6.500 kr. Nánari upplýsingar má
finna á: www.pappirerekkirusl.is
Pappírinn má ekki fara í ruslið
Sorptunnur með pappír eða pappa í verða ekki tæmdar í Reykjavík frá og með morgundeginum
Orðið 17% aukning á skil á pappír í endurvinnslu á einu ári Bláa tunnan ódýrari en sú gráa
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sorphirða Eftir 10. október verða gráar og grænar sorptunnur sem inni-
halda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavíkurborg.
Frá því í ársbyrjun 2011 hafa
Akureyringar ekki mátt henda
pappír í almennt sorp. Þar er
íbúum þó ekki refsað ef pappír
finnst í tunnunni, tunnan er
tæmd og ábendingum komið til
fólks um að gera betur. „Við
höfðum til skynsemi fólks og
það hefur gengið mjög vel. Ár-
angurinn af flokkuninni er mjög
góður,“ segir Helgi Pálsson,
rekstrarstjóri Gámaþjónustu
Norðurlands. „Miðað við það
sem var þá fara um 46% af því
sem áður fór til urðunar í þenn-
an endurvinnslufarveg.“
Grenndarstöðvar eru á þrett-
án stöðum í bænum með sex
gámum. Í einn fara fernurnar,
dagblöðin í annan, bylgjupappír
í þann þriðja og svo eru gámar
fyrir plast, gler og málma. Einn-
ig eru dallar fyrir rafhlöður og
kertaafganga. Íbúar geta líka
fengið sér endurvinnslutunnu
heim og sett alla þessa flokka í
hana. „Það eru um 10% bæjar-
búa með slíka tunnu og borga
1.255 kr. fyrir á mánuði. Það er
síðan flokkað úr tunnunum á
sorpstöðinni.“
Höfða til
skynseminnar
AKUREYRI