Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 18
AUSTURLANDDAGAHRINGFERÐ
BAKKAFJÖRÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þau Indriði Þóroddsson og Frey-
dís Guðmundsdóttir þekkja sam-
félagið á Bakkafirði betur en flest-
ir. Hafa þau bæði búið þar í
áratugi og segja að þrautseigja
einkenni bæjarbúa sem hafi mátt
þola aflabrest og fólksfækkun.
Indriði starfar sem hafnarvörður
við nýbyggða höfnina og hefur ver-
ið verkstjóri hjá bænum und-
anfarin 18 ár. „Gamla höfnin var
ekki nógu örugg og nýja höfnin
var byggð þar sem mun auðveld-
ara var að koma bátum að sam-
kvæmt öldumælingum Siglinga-
stofnunar. Það þurfti alltaf að hífa
alla báta á land með krana í gömlu
höfninni,“ segir Indriði. Stærsti
hluti bæjarbúa hefur atvinnu af
sjávarútvegi. Bæði við vinnslu og
smábátaveiðar. Indriði flutti til
Bakkafjarðar fyrir tæpum 40 árum
en kona hans Unnur Gunnlaugs-
dóttir er alin upp í sveit nærri
bænum. „Ég myndi lýsa þessu sem
trillusamfélagi. Svona hefðbundið
lítið sjávarpláss þar sem allir
þekkja alla,“ segir Indriði.
Þrautseigja einkennir fólkið
Hann segir margt hafa breyst
í samfélaginu. Sérstaklega þar sem
sauðfjárbúskapur hefur að mestu
lagst af í nærliggjandi sveitum.
Þegar mest lét árið 1995 voru 160
Morgunblaðið/Golli
Fleira fólk Freydís segir það verkefni bæjarbúa að snúa fólksfækkun við.
„Hér sérðu norð-
urljós og heyrir
fuglana syngja“
Trillusamfélag þar sem allir þekkja alla
Veitingamaðurinn Baldur Öxdal á
Laugarvatni vinnur nú að endurbótum
á Halldórshúsi, gamla Kaupfélagshús-
inu í bænum sem er elsta hús Bakka-
fjarðar. Það var byggt í kringum alda-
mótin 1900 og er eina timburhúsið
sem eftir stendur af gömlum timb-
urhúsum á tanganum svonefnda. Til
stendur að vera þar með veit-
ingarekstur og gistiaðstöðu.
Að sögn Baldurs hefur vinnan geng-
ið vel og stefnt er að því að hefja þar
rekstur 2015.
Spurður að því hvort hann eigi ræt-
ur að rekja til Bakkafjarðar segir Bald-
ur svo ekki vera. „Ég keyrði óvart í
kringum þetta hús sumarið 1999 eða
2000. Mér fannst þá og finnst enn
þetta vera fallegasta staðsetning á
húsi sem ég hef séð hér á Íslandi.“
Baldur segir mikinn áhuga á að
varðveita húsið. „Fólkið í þorpinu,
Minjavernd og Þjóðhátíðarsjóður. Það
hafa allir skilning á að það þarf að
bjarga þessu húsi.“
Ónýtt paradís
„Á Bakkafirði er gamla góða Ísland,
ósnortið og friðsælt og það er svo vel
hægt að snúa við blaðinu og gera
staðinn að huggulegu sjávarþorpi þar
sem mikið er um að vera fyrir ferða-
menn. Þarna er allt til alls, ótrúleg
náttúrufegurð, mikil kyrrð og líklega
bestu aðstæður til hvalaskoðunar á
landinu. Þarna þarf ekki einu sinni að
fara út á sjó til að sjá hvali,“ segir
Baldur.
Gera líka upp gamla bryggju
„Á Bakkafirði er líka ein fallegasta
gönguleið sem til er; út í Digranesvita.
Þetta er ónýtt paradís og þarna eru
svo ótal margir möguleikar.“
Halldórshús er ekki það eina sem
verið er að gera upp á Bakkafirði. „Við,
nokkuð stór hópur fólks, erum að
reyna að bjarga gömlu bryggjunni,“
segir Baldur. Að auki stendur hann að
endurbótum á Lindarbrekku, bónda-
bæ skammt fyrir utan Bakkafjörð, þar
sem til stendur að reka gistiheimili.
„Við þurfum ekkert alltaf að finna
upp eitthvað nýtt. Hér er allt til staðar;
ósnortin náttúran og fólkið. Við eigum
að hlúa að því sem fyrir er.“
annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Halldórshús Elsta hús Bakkafjarðar er nú fagurgrænt og fær senn nýtt hlutverk.
Elsta hús Bakkafjarðar gengur í endurnýjun lífdaga
Í grunnskólanum á Bakkafirði er
lögð rík áhersla á að nemendur taki
ábyrgð á eigin námi. Til dæmis
vinna elstu nemendur skólans eftir
einstaklingsbundnum áætlunum
sem þeir eiga sjálfir þátt í að móta.
Í samfélagsgreinum fást þeir við
sjálfstæð viðfangsefni og vinna þá
ýmist einir eða í hóp. Nemendur
tengja viðfangsefni sín stundum
ýmsum tegundum miðlunar, eins og
t.d. myndrænni tjáningu eða kvik-
myndagerð, en þegar útsendarar
Morgunblaðsins litu við í skólanum
nýverið var verið að vinna að gerð
stuttmyndar.
Að sögn Maríu Guðmundsdóttur,
skólastjóra grunnskólans á Bakka-
firði, hefur þetta fyrirkomulag
reynst vel. „Við tókum þetta upp
vegna þess að nemendur voru
áhugalausir og leiðir í hefðbundnum
samfélags- og náttúrufræðitímum.
Við vildum tengja listgreinar við
þessar greinar og að nemendur
hefðu val. Þeir eru ánægðir með
þetta fyrirkomulag og eru sjálf-
stæðir og áhugasamir í sinni vinnu,“
segir María.
annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Kvikmyndagerð Nemendur á Bakkafirði vinna verkefnin sín á ýmsan hátt, meðal annars með gerð stuttmynda.
Krakkarnir taka ábyrgð á eigin námi
mest lét störfuðu 13 manns með Ólafi en vegna
tækniframþróunar hefur starfsfélögunum fækkað
jafnt og þétt. Eru þeir Halldór Halldórsson nú tveir
eftir en þeir hafa starfað saman frá upphafi starfs-
ferils Ólafs. „Þú veist í rauninni aldrei hvað bíður
þín í upphafi dags. Til að mynda þurfti ég að sinna
snjómokstri þegar ég mætti til vinnu í dag,“ segir
Ólafur og hlær við. Ratsjáin stendur á Gunnólfs-
víkurfjalli sem er um 20 kílómetra frá Bakkafirði.
Ólafur, sem er með sveinspróf í bifvélavirkjun, segir
að engin stórvægileg bilun hafi komið upp á þeim
tíma sem hann hefur starfað sem ratsjármaður.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ólafur Björn Sveinsson hefur starfað sem ratsjár-
maður á Bakkafirði í 22 ár. Á þeim tíma hefur rat-
sjármönnum fækkað ört, en einungis starfa um átta
slíkir á þeim fjórum stöðvum sem í notkun eru á
landinu. Hlutverk ratsjáa er að fylgjast með loft-
helgi og flugumferð við Ísland og er tækjabúnaður
að hluta fjármagnaður með fé frá NATO.
Ratsjárnar eru nú í umsjá Landhelgisgæslunnar
en voru áður reknar af bandaríska hernum. Þegar
Af þrettán ratsjármönnum
eru nú aðeins tveir eftir
Ólafur keyrir á Gunnólfsvíkurfjall á hverjum degi
Morgunblaðið/Golli
Ratsjármaður Ólafur hefur starfað sem slíkur í 22 ár.