Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16.
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is
Í öll betri eldhús
Blandari • Töfrasproti
Handþeytari • Safapressa
Turmix eru hágæðavörur frá Sviss fyrir þá sem gera miklar kröfur
í eldhúsi. Tækin eru ekki aðeins vönduð og sterk heldur er einnig
mikið lagt upp úr glæsilegri hönnun og vönduðu útliti. Tæki fyrir þá
alkröfuhörðustu. Turmix vörurnar fást m.a. í Búsáhöld, Kringlunni.
Veit á vandaða lausn
Belgískir slökkviliðsmenn sprauta froðu á lög-
reglumenn sem stóðu vörð við bústað forsætisráðherra
Belgíu í Brussel. Slökkviliðsmennirnir efndu til mót-
mæla við embættisbústaðinn þegar ráðherrar ríkis-
stjórnar Belgíu komu þar saman til að ræða fjárlög
næsta árs. Slökkviliðsmennirnir kröfðust þess að fram-
lög til slökkviliða og eldvarna yrðu aukin, að sögn
fréttaveitunnar AFP.
Lögreglan fær að kenna á slökkviliði
AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur hvatt öll aðildarríki
sín til að samþykkja aukna öryggis-
gæslu og eftirlit um allt Miðjarðar-
hafið til að koma í veg fyrir mann-
skæð slys á borð við það sem varð við
ítölsku eyjuna Lampedusa í vikunni
sem leið. Talið er að um 300 flótta-
menn frá Afríku hafi drukknað þeg-
ar bátur þeirra sökk undan strönd
eyjunnar. Alls höfðu 274 lík fundist í
sjónum við eyjuna í gær en fleiri er
enn saknað.
Cecilia Malmström, sem fer með
innanríkismál í framkvæmdastjórn-
inni, kvaðst í gær hafa skorað á öll
aðildarríki sambandsins að stórauka
björgunar- og eftirlitsstarf Frontex,
Landamæraeftirlitsstofnunar Evr-
ópusambandsins, í Miðjarðarhafi allt
frá Kýpur til Spánar. Hún sagði að
fyrstu viðbrögð leiðtoga aðildarríkj-
anna hefðu verið jákvæð.
Frontex hefur aðstoðað ítölsk yfir-
völd við strandgæsluna, en stofnunin
hefur aðeins getað lagt til fjögur
skip, tvær þyrlur og tvær flugvélar,
að sögn fréttavefjar BBC.
Skipstjóri í haldi
Malmström sagði að með því að
auka eftirlitið væri hægt að minnka
líkurnar á hörmulegum sjóslysum á
borð við slysið í vikunni sem leið þeg-
ar bátur með um 500 flóttamenn frá
Afríku fórst. 35 ára Túnismaður,
sem mun hafa verið skipstjóri báts-
ins, hefur verið handtekinn og á yfir
höfði sér ákæru fyrir manndráp.
ESB vill auka eftirlitið
Aðildarríkin hvött til að samþykkja stóraukna öryggis-
gæslu um allt Miðjarðarhaf til að afstýra fleiri sjóslysum
Breski vísindamaðurinn Peter
Higgs og belgíski vísindamaðurinn
Francois Englert fá Nóbels-
verðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir
vinnu sína við smíði kenningar um
Higgs-bóseindina, sem sumir vilja
reyndar kalla guðseindina en vís-
indamenn eru lítt hrifnir af því.
Á sjöunda áratug síðustu aldar
voru þeir Higgs og Englert á með-
al nokkurra eðlisfræðinga sem
lögðu fram staðallíkan til að út-
skýra hvers vegna efnisheimurinn
hefði massa.
Eftir 45 ára leit fannst Higgs-
bóseindin loks árið 2012, en það
voru vísindamenn við evrópsku
rannsóknastöðina í öreindafræði,
CERN, í Genf í Sviss tilkynntu
fundinn sem þykir stórmerkilegur.
Tilvist Higgs-bóseindarinnar færði
sönnur á að ósýnilegt svið, svokall-
að Higgs-svið, léki um allan al-
heiminn sem gæfi efni massa.
Higgs-bóseindin er nefnd eftir
Peter Higgs sem gat sér til um til-
vist hennar árið 1964.
jonpetur@mbl.is
Nóbel fyrir bóseind
AFP
Heiðraður Elio Di Rupo, forsætisráðherra Belgíu (til hægri), óskar vísinda-
manninum Francois Englert til hamingju með Nóbelsverðlaunin.
Higgs og Englert verðlaunaðir