Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Snjókoma Snjór og slydda geta málað náttúruna fögrum skuggum. Á Þingvöllum var vetrarfegurðin einstök í gær, grjótið var bólstrað mjúkum snjó og snjókorn teiknuðu strik.
Ómar
Vegna greinar Frið-
riks Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra
Skjásins ehf., í Morg-
unblaðinu á laugardag-
inn er rétt að benda á
eftirfarandi:
Á fjögurra ára tíma-
bili, frá 2009 til 2013,
hafa stjórnvöld skert
þjónustutekjur Rík-
isútvarpsins um 1,1
milljarð króna að raun-
gildi, eða um fjórðung.
Samkvæmt fjárlögum ársins 2009
voru þjónustutekjurnar um 4.300
milljónir króna að nú-
virði en á yfirstand-
andi ári eru þær 3.195
milljónir króna. Þetta
er gert með því að
taka hluta af útvarps-
gjaldinu ár hvert og
nota í aðrar þarfir rík-
issjóðs, auk þess sem
gjaldið fylgir ekki al-
mennri verð-
lagsþróun.
Í gildandi lögum frá
í vor um Ríkisútvarpið
var gert ráð fyrir að
frá næstu áramótum
rynni útvarpsgjaldið óskert til RÚV
en á móti tæki það á sig tekju-
skerðingu og útgjaldauka sam-
kvæmt sömu lögum. Þar vegur
langþyngst almennt bann við sölu á
kostun, en einnig er auglýsingamín-
útum sem RÚV má selja í sjónvarpi
fækkað úr tólf á klukkustund í átta
– og síðan kemur til kostnaðarauki
vegna kvaða um stofnun og rekstur
dótturfélaga um hluta starfsem-
innar. Samanlögð neikvæð áhrif af
þessu þrennu á rekstur RÚV eru
áætluð um 470 milljónir króna.
Rekstraráætlanir RÚV byggðust
að sjálfsögðu á þessum grundvall-
arforsendum gildandi laga.
Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er
hins vegar hætt við að skila út-
varpsgjaldinu óskertu til RÚV en
afkomuskerðingin látin standa að
fullu. Til þess þó að koma að ein-
hverju leyti til móts við þá skerð-
ingu er hlutur RÚV af útvarps-
gjaldinu hækkaður um 215 milljónir
króna, til viðbótar við verðlags-
hækkun upp á 104 milljónir. Jafn-
framt kemur fram í fjárlaga-
frumvarpinu að RÚV eigi að fá
útvarpsgjaldið óskert frá 2016 en
þá verði búið að lækka það um 500
milljónir króna.
Þannig hafa stjórnvöld ákveðið
að lækka þjónustutekjur RÚV til
fyrirsjánlegrar framtíðar um 1,1
milljarð króna á ári, eða um fjórð-
ung að raunvirði frá 2009. Þessu til
viðbótar kemur lögþvinguð lækkun
á tekjum af kostun og auglýsingum
– og girt fyrir að hægt sé að auka
slíkar tekjur til að mæta skerðing-
unni á þjónustutekjum.
Þetta er sá veruleiki sem Ríkis-
útvarpið þarf nú að bregðast við.
Eftir Pál Magnússon » Þannig hafa stjórn-
völd ákveðið að
lækka þjónustutekjur
RÚV til fyrirsjánlegrar
framtíðar um 1,1 millj-
arð króna á ári…
Páll
Magnússon
Höfundur er útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV skertar um milljarð
Varnaðarorð stoða
lítt sé þeim ekki gaum-
ur gefinn. Viðbrögðin
hérlendis og á al-
þjóðavísu við nýjustu
skýrslu loftslags-
nefndar Sameinuðu
þjóðanna (IPCC), sem
kunngerð var í Stokk-
hólmi 27. september sl.,
bera ekki vott um ár-
vekni eða að kjörnir
leiðtogar ætli sér að
nota hana til að ryðja braut fyrir rót-
tækar hugmyndir um breytingar
heima fyrir og á heimsvísu. Dæmi
um þetta er þögnin á Alþingi um
loftslagsmálin samhliða ítrekuðum
væntingum um olíuvinnslu á Dreka-
svæðinu. Í Bretlandi brást umhverf-
isráðherra Íhaldsflokksins við
skýrslunni með því að túlka hana
þannig að með henni sé verið að
draga í land um alvöru loftslags-
breytinga af mannavöldum. Búa þó
Bretar við löggjöf frá 2008 sem
skuldbindur þá til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 80% fram
til ársins 2050. Það markmið virðist
nógu langt undan til að auðvelt sé að
gleyma því frá einu kjörtímabili til
annars. Sú spurning verður æ áleitn-
ari hvort Homo sapiens sé þess
megnugur að bjarga
sér frá sjálfseyðingu
sem blasir við að
óbreyttri siglingu.
Hvað segja lofts-
lagsvísindin?
Fyrsta skýrsla
IPCC-nefndarinnar
kom út árið 1990 og
lagði grunninn að lofts-
lagssamningi Samein-
uðu þjóðanna. Skýrslan
nú er sú 5. í röðinni,
byggð á langtum
traustari gögnum vís-
indamanna en fyrri niðurstöður.
Þannig hafa rökin fyrir því að lofts-
lagsbreytingar með hækkun með-
alhita séu að drjúgum hluta af
mannavöldum styrkst stig af stigi.
Niðurstaða nefndarinnar nú er að
þessi áhrif megi teljast nánast örugg,
líkurnar séu á bilinu 95-100%. Að
baki er margra ára starf herskara
sérfræðinga og sívaxandi fjöldi rann-
sókna sem byggjast á athugunum um
allan heim. Horfur varðandi áfram-
haldandi hlýnun eru nú taldar á
bilinu 1,5°-4,5°C. Breytingin á hita-
stigi verði mest í yfirborðslögum
heimshafanna, og yfirborð þeirra
hækki um allt að 80 cm til næstu
aldamóta. Samfara þessu súrni sjór-
inn stig af stigi frá því sem nú er með
hættu á afar neikvæðum áhrifum á
sjávarvistkerfi. Eigi að takast að
halda hlýnun að meðaltali innan við
2°C, sem talin eru afdrifarík mörk,
má frekari brennsla kolefnis ekki
fara yfir eina trilljón tonna. Það ger-
ist hins vegar innan 30 ára, sé ekki
þegar gripið til róttækra aðgerða.
Afneitarar hafa sótt í sig veðrið
Í alþjóðlegri efnahagskreppu síð-
ustu ára hefur hægt á losun gróð-
urhúsalofts sem segir sitt um rót
vandans. Þungi opinberrar stjórn-
málaumræðu hefur snúist um hag-
vöxt sem flestra meina bót. Jafn-
framt hafa andmælendur
loftslagsvísindanna færst í aukana,
drifnir áfram af olíuiðnaðinum og
einsýnum hagvaxtarpostulum. Af-
neitunin birtist sem trúarbrögð, þar
sem vísindalegum niðurstöðum er
hafnað. Eftir útkomu IPCC-
skýrslunnar og frekari kynningu
hennar á komandi vetri reynir á
hvort alþjóðleg viðspyrna fæst til
marktækra aðgerða. Loftslags-
ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009
endaði án bindandi samkomulags um
losun. Eftir tvö ár reynir á hvort nið-
urstaða næst á ársfundi loftslags-
samningsins í París 2015 um bind-
andi losunarmörk. Þrátt fyrir
endurnýjanlega orkugjafa er Ísland í
hópi þeirra ríkja sem losa mest gróð-
urhúsaloft á mann, staðan um 14
tonn per höfuð árið 2011. Nú erum
við bundin í ETS-sölukerfi Evrópu-
sambandsins með losunarheimildir,
en það kerfi hefur hingað til skilað
litlum árangri.
Örlagaglíma aldarinnar
Hlýnun andrúmsloftsins af manna-
völdum er stærsta umhverfisógn sem
mannkynið hefur staðið frammi fyrir
til þessa og leggst á eitt með marg-
slungnum vanda af öðrum toga. Þar
er fyrirsjáanleg fjölgun jarðarbúa
um 2 milljarða fram til 2050 nærtæk
og samslungin aukinni losun gróð-
urhúsalofts. Slíkri mannfjölgun
fylgir jafnframt enn aukið álag á
náttúruleg vistkerfi og fæðuöflun.
Ekki bætir úr skák ónýtt og ósjálf-
bært hagkerfi þar sem blind mark-
aðsöfl ráða ferðinni og eiga stóran
hlut í núverandi vistkreppu. Um þátt
markaðarins er hins vegar deilt,
einnig á vettvangi loftslagsmálanna.
Formaður IPCC-nefndarinnar, Raj-
enda Pachauri, er gagnrýndur fyrir
að vísa á fjármálamarkaði heimsins
sem helsta haldreipi í loftslagsglím-
unni með því að verðleggja losun
gróðurhúslofttegunda nógu hátt.
Andmælendur hans vilja halda sig
við samræmdar og víðtækar reglur
og þak á losun í einstökum löndum og
framleiðslugreinum.
Horfurnar trúlega enn dekkri
Þótt alþjóðasamfélagið reyni um
sinn að halda sig við 2°C hlýn-
unarmarkið fjölgar þeim röddum
sem telja það óraunsætt. Í þeim hópi
eru talsmenn Alþjóðabankans sem í
fyrra gaf út skýrslu sem gefur til
kynna að hlýnunin stefni í 4°C fyrir
lok 21. aldarinnar. Slík þróun mun að
sögn höfunda leiða til ógnarástands
víða um heim með fæðuskorti, hung-
ursneyð og óviðráðanlegum flótta-
mannastraumi. Í hópi þeirra sem
telja IPCC-skýrsluna of varfærna er
Stern lávarður, höfundur þekktrar
skýrslu fyrir bresk stjórnvöld. Hann
vísar m.a. á hættuna af stóraukinni
losun metans vegna bráðnunar síf-
rera á heimsskautasvæðum. Íslensk-
ir ráðamenn gerðu rétt í að draga hið
fyrsta til baka þátttöku Íslendinga í
olíuleit á Drekasvæðinu og leggjast
þess í stað á árar um ábyrga stefnu í
þeirri örlagaglímu sem bíður uppvax-
andi kynslóðar.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Íslenskir ráðamenn
gerðu rétt í að draga
til baka þátttöku í olíu-
leit á Drekasvæðinu og
leggjast þess í stað á ár-
ar um ábyrga loftslags-
stefnu.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Mannkynið á hraðferð í sjálfseyðingu