Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
✝ Páll M. Jóns-son húsasmíða-
meistari fæddist á
Auðkúlu í Arnar-
firði 19. júlí 1919.
Hann lést á Sól-
vangi 30. sept-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Guðmunda
María Gísladóttir
ljósmóðir, f. á Auð-
kúlu 2. júlí 1878, d.
28. júlí 1966 og Jón Bjarni
Matthíasson, skipstjóri og
bóndi, f. að Baulhúsum í Arn-
arfirði 25. apríl 1876 d. 15. jan.
1929. Þau eignuðust níu börn.
Þau sem komust á legg voru:
Ólafur, f. 1911, d. 1993, Gísli, f.
1909, d. 1980, Matthea, f. 1904,
d. 2006, Guðrún, f. 1906 sem er
nú, ein systkinanna á lífi, 107
ára.
24. júní 1944 kvæntist Páll,
Bergþóru Guðmundsdóttur
klæðskera, f. á Sæbóli í Aðal-
vík, 17. okt. 1918, d. á Selfossi
20. júlí 2000. Foreldrar Berg-
þóru voru Guðmundur Lúther
Hermannsson, f. 17. mars 1890,
d. 12. ág. 1973 og Margrét Hall-
dóra Þorbergsdóttir, f. 3. des.
1896, d. 23. júlí 1973. Börn
Bergþóru og Páls eru: 1) Gunn-
ar Ingi, húsasmíðameistari, f.
16.3. 1945, 2) Guðmundur
Kjartan, húsasmíðameistari, f.
17.12. 1947, kvæntur Vilfríði
Þórðardóttur, f. 18.8. 1945.
Börn þeirra eru a) Páll Berg-
þór, f. 12.9. 1966, kvæntur Sig-
rúnu Einarsdóttur, f. 25.11.
1964, börn þeirra eru Einar
Þór, Hrefna Þórdís (látin) Guð-
mundur Freyr, Úlfar Hrafn,
Þórdís Silja. b) Hrefna Þórdís,
f. 25.4. 1971, d. 29.6. 1971. c)
Hrefna Guðný, f. 21.4. 1972,
gift Gunnlaugi Gunnarssyni, f.
15.3. 1972, börn þeirra eru
Gunnar Aðalsteinn, Hrafnkell
Þórður og Vilfríður Hekla. d)
Grímur Valtýr, f. 25.2. 1974, á
soninn Róbert Andra með fyrr-
verandi sambýliskonu, Ásdísi
Rán Gunnarsdóttur, f. 12.8.
1979, og soninn
Björn Starkað með
Kristínu Önnu Ein-
arsdóttur, f. 1971.
3) Margrét María,
f. 3.1. 1952, gift
Ara Kristinssyni,
kvikmyndagerðar-
manni, f. 16.4.
1951. Börn þeirra
eru a) Kristinn, f.
17.6. 1971, kvænt-
ur Helgu Leu Eg-
ilsdóttur, f. 25.3. 1971, börn
þeirra eru Kristjana Ýr, Mar-
grét Lea og Ari Freyr. b) Berg-
þóra, f. 1.9. 1986, gift Guð-
mundi Marteini Hannessyni, f.
28.2. 1986. 4) Guðrún, við-
skiptafræðingur, f. 7.12. 1956.
Fyrri maður Guðrúnar er Gísli
Valtýsson, rafeindavirki, f.
19.7. 1947, dóttir þeirra er
Bergdís Ester, f. 10.10. 1981,
trúlofuð Kristian Jensen, f. 3.2.
1981, sonur þeirra er Bjarki
Noel. Síðari eiginmaður Guð-
rúnar er Jón Grímsson, flug-
stjóri, f. 22.8. 1950, dóttir
þeirra er Halla Guðrún, f. 4.1.
1992.
Páll ólst upp á Auðkúlu,
fluttist til Þingeyrar 1929 og
1931 til Hafnarfjarðar. Páll
nam trésmíðar, komst að sem
lærlingur á trésmíðaverkstæði
Jóhannesar Reykdal. Páll stofn-
aði eigið trésmíðaverkstæði í
Hafnarfirði og flutti það síðan í
Kópavog 1952. Páll og Berg-
þóra hófu búskap á Skúlaskeiði
28 Hafnarfirði 1944, fluttu í
Kópavog 1964 og þaðan á Sel-
foss árið 1977. Eftir að Berg-
þóra lést flutti Páll 2003 aftur
heim í Hafnarfjörð að Skúla-
skeiði 28 þar sem hann hafði
hafið búskap. Þar bjó með hon-
um Gunnar Ingi sonur hans og í
íbúðinni fyrir neðan bjó Mar-
grét María dóttir hans. Á
Skúlaskeiðinu bjó hann þangað
til hann fór á hjúkrunarheimilið
Sólvang snemma á þessu ári.
Útför Páls verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9.
október 2013, kl. 15.
Ég kynntist tengdaföður mín-
um Páli M. Jónssyni, 1970 þegar
ég og Margrét María, dóttir
hans, fluttum inn á heimili Páls
og Bergþóru Guðmundsdóttur að
Digranesvegi 97 í Kópavogi. Þau
tóku mér strax sem einum úr fjöl-
skyldunni og hafa alla tíð síðan
staðið við bakið á mér. Meðal
annars styrktu þau mig myndar-
lega þegar ég fór til náms í
Bandaríkjunum 1979. Fyrir
þennan stuðning er ég þeim æv-
inlega þakklátur.
Páll var trésmiður, mikill hag-
leiksmaður, viðurinn lék í hönd-
unum á honum. Hann var óend-
anlega vinnusamur og vinnan
varð stór hluti af lífi hans. Eitt
sinn þegar honum varð litið upp
frá vinnu sinni og út um gluggann
á verkstæðinu, tók hann þó eftir
glæsilegri konu sem gekk þar
hnarreist framjá. Þetta var Berg-
þóra Guðmundsdóttir. Hann varð
umsvifalaust ástfanginn og þau
giftu sig og hófu búskap að
Skúlaskeiði 28 Hafnarfirði. Þar í
kjallaranum stofnaði hann sitt
fyrsta trésmíðaverkstæði. Það
stækkaði fljótt og var að lokum
komið í stórt húsnæði að Álfhóls-
vegi 11 Kópavogi.
1966 var Páll með tíu manns í
vinnu þegar eldur kom upp um
nótt í verkstæðinu og það brann
til kaldra kola. Hjónin horfðu þar
á lífsstarf sitt fuðra upp á augna-
bliki. Þó þetta væri vissulega
áfall fyrir Pál var engin uppgjöf í
honum. Hann réðst strax í að
reisa nýtt og veglegt verslunar-
og skrifstofuhús á lóðinni. Að því
loknu hóf Páll aftur rekstur tré-
smíðaverkstæðis, nú við Auð-
brekku í Kópavogi og rak hann
það, þar til hann og Bergþóra
fluttu á Selfoss 1977. Á Selfossi
undu þau sér vel, hann kom sér
upp smíðaaðstöðu í tvöföldum bíl-
skúr og saman plöntuðu þau
trjám í kringum húsið og rækt-
uðu sinn garð. Þau keyptu sér
einnig stórt sumarbústaðarland í
Grímsnesi og héldu þar áfram
skógrækt sinni.
Þó Páll væri orðinn sjötugur
og hefði látið af störfum vegna
aldurs sem umsjónarmaður
íþróttahússins á Selfossi var
hann ekki hættur að byggja.
Hann átti ennþá draum um að
byggja eitt hús enn, stóran sum-
arbústað á landi þeirra. Hann
byrjaði hægt og rólega að safna
að sér timbri, timbri sem aðrir
voru hættir að nota. Fór til
Reykjavíkur með kerru aftan í
bílnum og kom heim með hana
hlaðna brettum og öðru timbri.
Fyrir utan bílskúrinn á Selfossi
stækkaði timburstaflinn stöðugt.
Timbur sem við fyrstu sýn virtist
mjög óhrjálegt. Inn í skúrnum
gerði Páll það sem hann gerði
best, breytti grófu timbri í unna
vöru; panil, glugga og hurðir.
Þetta ferli tók nokkur ár og þó
heilsa hans væri oft misjöfn hélt
Páll samt alltaf áfram. Þegar
hann byrjaði að grafa fyrir und-
irstöðum bústaðarins kom í ljós
að hann var alls ekki með í huga
að byggja neinn smákofa. Hægt
og bítandi reis bústaðurinn úr
jörðu og í ljós kom að hann var
tvær hæðir. Sex árum eftir að
timbursöfnunin hófst var þarna
komið hið glæsilegasta hús, sem
fáir hefðu trúað að maður á þess-
um aldri hefði getað reist. Þetta
afrek Páls og öll hans ævi, sýnir
afkomendum hans; að hann trúði
því að sá sem hefur þekkingu,
óbilandi vilja og trú á sjálfum sér
getur gert næstum því hvað sem
er.
Enn og aftur Páll, takk fyrir
mig.
Ari Kristinsson.
Páll M. Jónsson
✝ Tryggvi Gunn-laugsson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 26. maí
1945. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 27.
september 2013.
Foreldrar
Tryggva voru þau
Gunnlaugur Sigur-
sveinn Árnason, f.
27. júlí 1919, Mýr-
um, A. Skaft., d. 17. apríl 1995
og Ingibjörg Fjóla Ingvars-
dóttir verkakona frá Neðridal í
Vestur Eyjafjallahreppi, f. 11.
jan. 1918, d. 7. apríl 2010. Syst-
ur Tryggva eru Guðbjörg
Gunnlaugsdóttir, f. 1950, og
hálfsystir Ásta Gréta Björns-
dóttir, f. 1957.
Tryggvi var í sambúð með
Aðalheiði Jónatansdóttur. Þau
skildu. Hún átti
eina dóttur. Aðal-
heiður er látin.
Frá 7 ára aldri
ólst Tryggvi upp
að Brimnesgerði í
Fáskrúðsfirði hjá
Jónínu ömmu sinni
og Árna afa sínum,
Gísla föðurbróður
og síðar föður sín-
um. Ungur fór
hann til sjós og var
á nokkrum bátum og skipum
þar til hann flutti til Reykjavík-
ur sem ungur maður. Tryggvi
starfaði við margt í Reykjavík
t.d. við smíði tankanna niðri á
Granda, keyrslu á trukkum og
áfram var hann í sjómennsk-
unni.
Útför Tryggva fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 9. október
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Sem unglingur að austan kom
ég oft til Reykjavíkur og gisti þá
hjá föðurbróður mínum, Bjarna
Gunnarssyni. Bjarni var ættræk-
inn maður og einn daginn fór
hann með mig til að leita að
frænda okkar Tryggva sem þá
var kominn með annan fótinn á
götuna og eftir það fórum við
alltaf á fund Tryggva þegar ég
kom til Reykjavíkur. Bjarni hafði
nefnilega séð út að einhver yrði
að taka við sambandinu við
Tryggva eftir hans dag og fór
það svo að ég fékk Tryggva í arf
frá þessum föðurbróður mínum.
Fór vel á með okkur og árin sem
hann var á útigangi þá vissi hann
alltaf hvar ég var að spila og
mætti hann þar oft og iðulega á
hjólinu til að spila með á munn-
hörpuna og þiggja smá veitingar.
Alltaf vissum við hvað hinn var
að gera en það var ekki fyrr en
síðustu árin sem við urðum nánir
vinir. 17. júní árið 2000 hætti
Tryggvi drykkju og skalf þá jörð
eins og hann sagði. Bjó hann sér
nýtt líf sem best hann kunni inn-
an AA-samtakanna og átti þar
sín bestu ár. Eignaðist ómetan-
lega vini sem áttu stórt pláss í
hjarta hans. Tryggvi var nægju-
samur og vildi ekki vera byrði á
nokkrum manni en ef hann þurfti
á hjálp að halda þá valdi hann
sjálfur þá er hann treysti til
þeirra hluta. Ég var einn af þeim
heppnu sem fengu að hjálpa og
að vera til staðar fyrir hann.
Kallaði Tryggvi fram það besta í
mér og fyrir það verð ég ævi-
langt þakklátur. Þegar hann
veiktist skráði hann mig sem
nánasta aðstandanda og hef ég
reynt að standa þá vakt sem best
ég kunni. Höfum við frændur átt
margar ómetanlegar stundir
saman og margar sögur hefur
hann sagt mér af harðri ævi,
samferðamönnum og hugðarefn-
um. Síðustu árin mætti hann
veikindum sínum af æðruleysi
þó hann stundum minntist af-
sakandi á að hann væri með klof-
ið hné og hálflamaður vinstra
megin. Oft gekk mér erfiðlega
að passa upp á að hann ætti fyrir
leigu, mat og sjúkraþjálfun því
hann gaf allt sem hann átti sem
peningagjöf eða þá að hann
keypti eitthvað til að gefa.
Tryggva þótti gott að koma í
mat til okkar Sigrúnar minnar
og var þá eldaður reyktur fiskur
sem honum þótti lostæti eða
saltkjöt og baunir. Síðustu árin
bjó Tryggvi á dvalarheimilinu í
Lönguhlíð og var þar búið sér-
lega vel að honum og mætti hann
þar mikilli góðmennsku og skiln-
ingi. Þakka ég starfsfólkinu af
öllu hjarta fyrir góðan tíma í lífi
Tryggva. Ég man svo vel þegar
hann hringdi í mig til að segja
mér að það væri baðdagur og
hann hefði bara sest í lyftustól,
verið slakað niður í vatn, honum
þvegið og sagðist hann vera eins
og nýhreinsaður hundur. Alsæll.
Þegar veikindin fóru að
þyngjast þá varð æðruleysið enn
meira áberandi. Ef hann þurfti
hjálp þá hringdi hann og þegar
komin var niðurstaða þá kvaddi
hann með „spáum í því“. Oft
hringdi hann bara til að segja að
hann hefði átt góðan dag. Síð-
ustu daga sína var Tryggvi á
krabbameinsdeild Landspítal-
ans E11. Þar átti hann hug og
hjörtu alls starfsfólks og þvílíkt
starfsfólk. Endalaus þolinmæði,
góðmennska, kærleikur og vin-
semd og atvinnumanneskjur
fram í fingurgóma. Tryggvi lést í
faðmi vina og ættingja, sáttur
eftir góð edrú ár. Ég sakna þín,
elsku vin.
Bjarni Tryggvason.
Ég kynntist Hring, eins og
hann var alltaf kallaður, seinni
hluta ársins 1984 en hann og
sameiginlegur vinur okkar voru
þá drykkjufélagar. Örlítið var ég
tortryggin gagnvart honum í
fyrstu en sú tortryggni var fljót
að hverfa því Tryggvi var gæða-
blóð og hinn vænsti maður.
Hálfu ári síðar er ég farin að
vinna á Kaffivagninum úti á
Granda og sá þá Tryggva iðu-
lega vera að sniglast þar í kring-
um bátana. Stundum kallaði ég á
hann inn og gaf honum eitthvert
lítilræði að borða og alltaf var
hann jafn þakklátur fyrir. Það er
sennilega um þetta leyti, eða ör-
litlu síðar, sem gamall timbur-
bátur sem stóð úti á Grandanum
er orðinn hans helsta húsaskjól.
Einhverju sinni hitti ég hann
þegar hann var á gangi í bænum
og þá spurði hann mig hvort mig
vantaði útigrill. Já, svaraði ég og
því næst spurði hann mig hvar
ég ætti heima. Ég laug því til að
ég byggi á Álfhólsvegi 32 í Kópa-
voginum en þar var á þeim tíma
starfrækt áfangaheimili fyrir þá
sem voru að stíga uppúr áfengis-
og eiturlyfjaneyslu. Það skipti
engum togum að skömmu síðar
leggur hann það á sig að labba
alla leiðina frá miðbænum upp í
Kópavog og birtist þar með úti-
grillið meðferðis. Hann fékk
góðar viðtökur á Álfhólsvegin-
um, honum var gefið að borða,
búið um rúm handa honum og
honum boðin hvíld. Hann dvaldi
á áfangaheimilinu um þó nokk-
urn tíma eða allt þar til Bakkus
og flökkulífið sem honum fylgdi
hreif hann til sín á nýjan leik. En
svo kom að því að einn þekktasti
og litríkasti útigangsmaður
landsins náði varanlegri fót-
festu. Og maður fór að rekast á
hann í bænum þar sem hann var
á leiðinni á fundi. Það var mikið
gleðiefni að fylgjast með því
hvernig hann náði að byggja sér
upp gott líf hin síðari ár. Í stað
þess að gefa upp öndina einn og
yfirgefinn einhvers staðar úti á
vergangi yfirgaf Tryggvi jarð-
vist sína umvafinn vinum sem
sýndu honum væntumþykju á
allan máta.
Þetta var einstaklega falleg
sál. Ég vildi óska þess að við hin,
sem höfum lifað svo miklu þægi-
legra lífi á svo margan máta,
hefðum þessa sömu fegurð til að
bera. Ég veit að Tryggvi er nú
kominn á stað þar sem hvorki
fordómar né fyrirlitning finnast.
Ég veit að okkar himneski Faðir
og Frelsari okkar hafa svo sann-
arlega tekið fagnandi á móti hon-
um.
Ég vil enda þessi minningar-
orð með tilvitnunum í texta eftir
Halldór Fannar Ellertsson:
Það gekk hér framhjá maður
með slitið bogið bak.
Hann virtist vera ölvaður,
eitthvert óláns úrhrak.
Hann var í rifnum frakka
og reikul voru hans skref
með húfu ræksnið skakka
og ill-þolandi þef.
Við köllum hann róna
og útigangsdýr.
En skyldi nokkurn gruna
hvað undir þessu býr.
Við fyllumst vandlætingu
á gjörðum þessa manns.
Með fullri óvirðingu
dæmum fortíð hans.
Hann átti eitt sinn hlutverk
hann átti fagurt skeið.
En vínlöngunin var of sterk,
hann var dæmdur róni um leið.
En ef að þú vilt hjálpa
þessum manni að snúa við,
þá mun Guð þér launa
fyrir góðverkið.
Hvíl þú í friði, Tryggvi minn.
Blessuð sé minning þín.
Þórlaug (Þollý)
Rósmundsdóttir.
Kær vinur minn, hann
Tryggvi Gunnlaugsson, er dáinn.
Ég sakna hans, hann var partur í
mínu daglega lífi, og gerði það
auðugra.
Okkar kynni voru ekki löng en
þau voru góð, hittumst á fundum
hjá samtökum þar sem við vor-
um báðir félagar. Það sem tengdi
okkur var brennandi áhugi á
reiðhjólum og síðar, eftir að
kynni okkar urðu nánari, að við
hefðum það eins gott og lífið
bauð upp á og líka það sem hann
gerði betur flestum öðrum og fór
þá ekkert í manngreinarálit – að
líða bara vel og hafa nægilegt af
öllu því veraldlegu og andlegu
sem til þess þarf, að eiga gott líf.
Hjólið hans sem hann seldi
mér og gaf varð sífellt smá bit-
bein milli okkar en þá komumst
við að samkomulagi og báðir
ánægðir. Hann vildi gefa það, ég
vildi borga.
Svona var hann hispurslaust
góðmenni út í gegn. Sárast þykir
mér að eiga ekki lengur þessi
næstum daglegu samtöl okkar
þar sem ég sagði honum frá síð-
ustu svaðilförum mínum á hjól-
unum okkar. Hann svaraði mér
alltaf eins. „Þú ert agalegur.
Verður að fara varlega. Ertu
með hjálm?“
Farðu í friði, kæri vinur.
Eiríkur Einarsson.
Tryggvi
Gunnlaugsson
Okkar ástkæri Reynar er fall-
inn frá. Þó vitað sé að kallið geti
komið hjá öldruðum manni þá
var það samt óvænt, eiginlega
ótímabært. Reynar var lélegur
til heilsunnar síðastliðin ár en
alltaf gott að koma til hans.
Hann hélt þeim eiginleikum til
hinstu stundar að vera jákvæð-
ur, uppbyggilegur og glettinn.
Reynar var fæddur á Snæfells-
nesi og á tímabili nágranni föður
míns á Hellissandi er báðir voru
ungir að árum. Á þessum tíma
Reynar Hannesson
✝ Reynar Hann-esson fæddist á
Vaðstakksheiði í
Neshreppi utan
Ennis 26. febrúar
1922. Hann lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 19. sept-
ember 2013.
Útför Reynars
fór fram frá Nes-
kirkju 26. sept-
ember 2013.
sóttu menn ekki
söngvara né hljóð-
færaleikara langt
að. Reynar átti
góða söngrödd og
rifjaði upp með
trega og stolti þeg-
ar hann söng ein-
söng við útför
frænda síns er lést
ungur. Söngröddin
hans fagra veitti
okkur fjölskyldunni
gleði. Uppáhaldið okkar var
Næturljóð Chopins, það krefst
góðs raddsviðs og fallegrar túlk-
unar og þetta varð einmitt svo
fallegt í hans meðförum. Fleiri
uppáhaldslög áttum við með
Reynari, svosem Hvar ertu vina
sem varst mér svo kær. Reynar
og Sigga bjuggu sér hlýlegt
skjól í Skorradal og þar var
notalegt. Honum féll ekki verk
úr hendi og fann sér sífellt eitt-
hvað að dytta að í bústaðnum.
Við fjölskyldan höfum átt þar
ómældar ánægjustundir. Á
heimili þeirra bjó ég tvö ár á
menntaskólaárunum. Þá var Elli
í Samvinnuskólanum á Bifröst
en þeim þótti sjálfsagt að bjóða
mér að búa hjá sér á meðan og
mat ég það mikils. Reynar og
Sigga fóru á eftirlaun um það
leyti sem börnin okkar voru í
leikskóla og að byrja skóla-
göngu. Þau voru boðin og búin
að gæta þeirra á starfsdögum
skóla. Og börnin voru sæl með
að fara til afa og ömmu á Haga-
mel. Þar fengu þau góðan og
hollan mat, hlustuðu á gamla og
góða tónlist, teiknuðu, lituðu,
spiluðu og spjölluðu margt.
Starfsævi sína átti Reynar
framan af hjá Landleiðum og
síðan hjá Olíufélaginu Esso. Þar
gegndi hann ábyrgðarstöðu í
áratugi sem yfirmaður starf-
seminnar á Gelgjutanga. Starfið
krafðist yfirsýnar margra verk-
þátta og starfsmannahalds. Þar
var verkstæði fyrir bílaflotann,
birgðastöð og samráð við af-
greiðslustaði út um landið. Mín
tilfinning var sú að Reynar
leysti þetta vel af hendi og væri
farsæll í starfi. Eitt sinn á
menntaskólaárunum fór ég í eft-
irlitsferð með Reynari á Snæ-
fellsnesið. Þessi ferð er ógleym-
anleg, hann þuldi upp bæi og
frásagnir af fólki alla leiðina,
dreif mig í kaffi á viðkomustöð-
unum og svo var hann góður bíl-
stjóri – og fór hratt yfir. Ég segi
hér ekkert um hvar bensínmæl-
irinn lá mestan hluta ferðarinn-
ar. Synirnir störfuðu um lengri
og skemmri tíma hjá Esso og
margt snerist því um fyrirtækið.
Börnin okkar Ella spurðu leik-
félagana að því framan af með
hvaða olíufélagi þeir héldu, það
stóð þeim nær en að spyrja um
íþróttafélag.
Á efri árum gætti hann mark-
visst að heilsunni, fór í göngu-
túra og félagsstarf, skar út, æfði
sig á harmonikkuna og fylgdist
með því sem um var að vera hjá
fjölskyldunni. Á hjúkrunarheim-
ilinu nutu eðlisþættir hans sín
og hann talaði fallega og af virð-
ingu um aðra íbúa og starfsfólk.
Ég kveð kæran tengdaföður
minn til áratuga og minnist hans
og Sigríðar með hlýju og sökn-
uði.
Steinunn K. Jónsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar