Morgunblaðið - 09.10.2013, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
✝ Laufey SvalaKortsdóttir
fæddist í Landa-
koti, Sandgerði, 20.
nóvember 1920.
Hún lést á Garð-
vangi í Garði 2.
september 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Guðný
Gísladóttir frá
Varmá í Mosfells-
sókn, f. 14. október
1884, d. 23. janúar 1972, og
Kort Elísson frá Ysta-Skála,
Eyjafjallahreppi, f. 8. ágúst
1883, d. 8. ágúst 1944.
Laufey Svala átti einn albróð-
ur, Axel Svan Kortsson, f. 7.
desember 1917, d. 17. júlí 2007.
Þá átti hún tvo hálfbræður, Að-
alstein Ingimundarson, f. 20.
sept. 1907, d. 21. desember
2001, og Óskar Kortsson, f. 2.
október 1907, d. 11. nóvember
2001.
Hinn 30. nóvember 1942
eignaðist Laufey Svala soninn
John Eral Kort Hill með Banda-
ríkjamanni, John Paul Hill.
John Earl Kort Hill er kvæntur
Þórunni Kristínu Guðmunds-
Árið 1943 fluttist hún til Sand-
gerðis, en þá höfðu foreldrar
hennar flutt þangað. Bjuggu
þau þá í Sigtúni í Sandgerði.
Vann hún við fiskverkun í Sand-
gerði og einnig fór hún í síld-
arsöltun til Siglufjarðar. Þá var
hún ráðskona hjá Garði hf. í
Sandgerði. Árið 1945 flutti hún
ásamt bróður sínum og móður í
húsið Akur í Sandgerði, en faðir
hennar hafði látist árið áður.
Fljótlega eftir það fór Laufey
Svala að vinna verslunarstörf,
fyrst í Reykjavík og síðan í
verslun Nonna og Bubba í Sand-
gerði. Síðar fór hún að vinna í
verslun kaupfélagsins í Sand-
gerði og upp frá því var hún
ávallt kölluð „Svala í kaupfélag-
inu“. Hún vann þar í yfir 30 ár,
eða þar til hún fór á eftirlaun.
Laufey Svala var um árabil í
kirkjukór Hvalsneskirkju og
einnig var hún í leikfélaginu í
Sandgerði.
Eftir að móðir hennar dó bjó
hún áfram á Akri með Axel
bróður sínum þar til hann fór á
sjúkrahús árið 2005. Fljótlega
eftir það flutti hún til Innri-
Njarðvíkur, en sonur hennar og
sonardætur voru öll flutt þang-
að. Í janúar 2013 flutti hún á
dvalarheimilið Garðvang í
Garði.
Útför Laufeyjar Svölu fór
fram í kyrrþey 13. september
2013.
dóttur frá Vatns-
leysuströnd, f. 8.
maí 1947. Þau eiga
þrjár dætur, Guð-
nýju Hafdísi Hill, f.
15. febr. 1966. Hún
á tvö börn og tvö
barnabörn. Sig-
rúnu Erlu Hill, f.
13. ágúst 1967. Hún
á fjögur börn og
tvö barnabörn.
Laufeyju Svölu
Hill, f. 4. des. 1979. Hún á fimm
börn. Fyrir átti John son, Jón-
svein Joensen, búsettur í Fær-
eyjum. Hann á þrjú börn. Alls
eru afkomendur Laufeyjar
Svölu 23.
Laufey Svala flutti tveggja
ára gömul að Melabergi í
Hvalsneshverfi ásamt for-
eldrum sínum, bróðurnum Axel
og föðurömmu sinni. Á Mela-
bergi ólst hún upp og gekk í
barnaskólann í Hvalsnesi. Hún
fermdist í Hvalsneskirkju. Átján
ára gömul fór hún í vist til
Reykjavíkur. Einnig vann hún
ýmis störf í Reykjavík í nokkur
ár, m.a. á Hótel Vík. Þá vann
hún einnig við verslunarstörf.
Elsku besta Svala amma okk-
ar, þegar kallið kom vorum við
systur staddar erlendis. Þetta
voru erfiðar fréttir fyrir okkur þó
svo að við vissum þegar við fórum
að þetta gæti gerst, þar sem þér
hafði hrakað mikið, enda orðin
hátt í 93 ára gömul. Það var bara
svo erfitt að sleppa þér og til-
hugsunin um að hitta þig ekki aft-
ur svo óraunveruleg þar sem þú
hefur alltaf verið svo stór partur
af okkar lífi.
Okkur verður hugsað til æsk-
unnar, þá vorum við eins og
heimalningar hjá þér, nánast
daglega var komið við hjá ömmu
til að gæða sér á jólaköku,
grjónagraut eða fá kandísmola og
alltaf gafstu þér tíma til að
spjalla, það var ekkert sem ekki
var hægt að ræða við ömmu um,
því þú varst ótrúlega víðsýn, rétt-
sýn og fordómalaus, aldursmun-
urinn hvarf í þinni návist. Þú tal-
aðir alltaf vel um alla og máttir
ekkert aumt sjá, í seinni tíð voru
ófáar stundirnar sem við spjöll-
uðum og hlógum yfir kaffi og Bai-
leys, þú komst alltaf einstaklega
skemmtilega að orði og gast látið
ómerkilegustu viðburði hljóma
skemmtilega og spennandi.
Þú tókst ástfóstri við Spán og
fórst þangað lengi vel á hverju
sumri og alltaf var mikill spenn-
ingur þegar amma kom frá Spáni
með fullar ferðatöskur af glaðn-
ingi handa okkur systrum og
engu líkara en jólin væru komin,
svo sagðir þú okkur frá ævintýr-
unum sem þú lentir í þar.
Heilsuhraust varst þú alla tíð
og má það án efa þakka nægju-
semi, jafnaðargeði og léttri lund.
Takk, elsku amma, fyrir allt
sem þú gafst okkur, við munum
sakna þín sárt en um leið er okk-
ur þakklæti í huga fyrir hversu
lengi við fengum um njóta þinnar
nærveru. Við vitum að þú ert
komin heim, umvafin vinum, ætt-
ingjum og æðri mætti sem þú
trúðir svo staðfastlega á alla tíð.
Þín barnabörn,
Hafdís og Sigrún Hill.
Elsku amma mín, nú ertu kom-
in á góðan stað og veit ég að vel
var tekið á móti þér. Þú varst svo
sannarlega búin að skila þínu ævi-
starfi enda að verða 93 ára og
bjóst og sást um þig sjálf allan
tímann fyrir utan þessa átta mán-
uði áður en þú kvaddir og fékk ég
svo sannalega að njóta góðs af
því.
Þú varst alltaf kölluð Svala í
kaupfélaginu og var ég þá kölluð
Svala litla. Allir vissu hver Svala í
kaupfélaginu var og var ein ljós-
móðir sem ég hitti þegar ég gekk
með yngsta barn mitt sem talaði
um að hún hefði búið í Sandgerði
sem krakki og hún mundi sko eft-
ir Svölu í kaupfélaginu því hún
var svo góð kona, enda var hún
amma mín með hjarta úr gulli.
Það var alltaf svo gaman að fá
að gista hjá ömmu því hún sagði
manni endalaust af sögum og var
ég þannig barn sem lifði fyrir
sögur og ævintýri, en skemmti-
legastar fannst mér sögurnar af
ykkur Svan á Melabergi.
Sem krakki var ég mjög myrk-
fælin en aldrei þegar ég var að
fara til ömmu, þá valhoppaði ég
yfir Bensatúnið vitandi að amma
var í eldhúsglugganum að fylgj-
ast með mér. Eftir skóla var svo
oftast tekinn krókur á heimleið-
inni og komið við hjá ömmu og
Svan og fékk ég makkarónugraut
og eða ömmukleinur, það klikkaði
aldrei. Við sátum stundum langa
stund og töluðum um daginn og
veginn, alltaf var gott að tala við
ömmu og leita ráða. Þú varst allt-
af til staðar fyrir alla og alltaf
hægt að leita til þín.
Þú vast mikill húmoristi og
fannst okkur það mjög skondið
þegar hringt var í þig og þér boð-
ið í partí en ætlunin var að
hringja í hina Laufeyju Svölu. Þú
tókst bara vel í þetta en sagðist
nú samt koma boðunum til réttr-
ar manneskju, við hlógum mikið
að þessu þótt öðrum hafi ekki
fundist þetta eins fyndið.
Þú varst mikilvægur partur í
minni bernsku og fékk ég gott
veganesti frá þér út í lífið. Þegar
Svan dó gat ég ekki hugsað mér
að þú yrðir ein svo ég kom inn á
þig páfagauki sem þér þótti voða
vænt um og stytti hann þér
stundir og svo seinna fékk ég
handa þér kisuna þína sem þú
þurftir reyndar að hafa svolítið
fyrir til að byrja með en varð svo
litla dekurrófan þín.
Já, ég er svo heppin að eiga
endalaust mikið af minningum
um þig, elsku amma mín, og ætla
ég að kveðja þig með þessu fal-
lega ljóði:
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matth. Joch.)
Laufey Svala Hill.
Laufey Svala
Kortsdóttir
Það er mér nokkuð þungt að
setjast niður og skrifa minning-
arorð um Erling Sturlu Einars-
son, hann var ekki bara góður
vinnufélagi heldur góður félagi
sem stóð allaf á sínu, sama hvað
aðrir sögðu. Einhvern veginn
hugsaði maður aldrei um dauð-
ann og Erling í sömu andrá.
Það var í kringum 1982 að ég
sá að reffilegur karl gekk inn
portið á Höfðabakka 9, hann var
mættur til vinnu við að stand-
setja bíla og fleira, já og miklu
fleira en það, þá hjá véladeild
SÍS. Upp frá því unnum við Er-
lingur saman meira og minna til
ársins 2004. Fyrst hjá Véladeild-
inni og öllum þeim bílafyrirtækj-
um sem voru undir SÍS-merkinu
og síðan hjá Ingvari Helgasyni
eða Bílheimum eftir að við flutt-
um okkur niður á Sævarhöfðann.
Það má rifja upp endalausar
sögur og setningar sem Erlingur
sagði, hvað þá ef maður hefði
geymt allar vísurnar sem hann
setti saman nánast eftir pöntun.
Erlingur var einn af bestu
Erlingur Sturla
Einarsson
✝ ErlingurSturla Einars-
son fæddist í
Reykjavík 4. októ-
ber 1938. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 23.
september 2013.
Útför Erlings fór
fram frá Guðríðar-
kirkju 27. sept-
ember 2013.
vinnufélögum sem
hægt er að hugsa
sér, hann rauk allt-
af af stað ef eitt-
hvað vantaði, ann-
aðhvort fyrir
verkstæðið eða fyr-
ir söluna, engin
vandamál. Stundum
þurfti hann að segja
nokkur vel valin orð
fyrst og svo var
rokið af stað. Hann
var ekki allra en náði mjög vel til
strákanna á verkstæðunum sem
hann vann með og hélt góðu
sambandi við þá. „Það á að byrja
vinnu klukkan átta en ekki mæta
þá!“ Svo var skellt hurðum og
brosandi lét hann þá heyra það,
strákana niðri á Sævarhöfða.
„Þetta er til að kenna þeim,“
sagði hann, alltaf stutt í húm-
orinn.
Eftir að við hættum að vinna
saman hittumst við og spjölluð-
um um hagi okkar beggja, hann
var fræðimaður mikill og kunni
söguna utan að, bæði sögu
landsins, flugsöguna og bílasög-
una.
Okkar bestu tímar voru þegar
við fórum saman á bílasýning-
arnar í Frankfurt, sem við gerð-
um reglulega til fjölda ára. Þetta
eru mér ógleymanlegar ferðir.
„Gamli“, takk fyrir ferðalagið
sem við höfum átt saman síðast-
liðna áratugi.
Guð veri með þér og blessi að-
standendur þína.
Jóhann Berg.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNA KEMP,
lést föstudaginn 4. október.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 14. október kl. 13.00.
Jarðsett verður á Akureyri.
Elísabet Kemp, Haraldur Sigurðsson,
Þórey S. Guðmundsdóttir, Kristján H. Ingólfsson,
Ragna Kemp, Sævar Vigfússon,
Guðmundur Óli Guðmundsson, Guðbjörg Antonsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA JAKOBÍNA EIRÍKSDÓTTIR
frá Dröngum,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni
laugardagsins 5. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórunn Káradóttir Hvasshovd, Stein Hvasshovd,
Aðalsteinn F. Kárason,
Bergþór N. Kárason, Guðríður Jónsdóttir,
Berglind A. Káradóttir, Sigurður H. Árnason,
Ragnheiður S. Káradóttir, Pálmi Þ. Ívarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
BJARNEY STEINUNN
JÓHANNESDÓTTIR,
Austurvegi 5,
Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
sunnudaginn 6. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðmundur S. Haraldsson,
Jóhannes Ívar Guðmundsson,
Haraldur Guðmundsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Ómar H. Egilsson,
Heiðar Þór Guðmundsson, Anna Sigrún Ásgeirsdóttir,
Kári Guðmundsson, Alma S. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku pabbi minn, tengdapabbi, afi og bróðir,
VILHELM JÓNATAN GUÐMUNDSSON,
Villi frá Karlsá,
tónlistarmaður,
Nýbýlavegi 40,
Kópavogi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 6. október.
Íris Diljá Vilhelmsdóttir, Birgir Halldórsson,
Indiana Birgisdóttir,
Lúkas Birgisson,
Jón M. Guðmundsson og fjölskylda,
Guðrún H. Guðmundsdóttir, Viggo Block,
Gestur Guðmundsson og fjölskylda,
Snjólaug Guðmundsdóttir,
Aðalheiður Guðmundsdóttir og fjölskylda.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN JÓHANNESDÓTTIR,
Hjarðarholti 8,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
6. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 11. október
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Akraness.
Jóhannes R. Hreggviðsson, Ragnhildur Bjarnadóttir,
Klara Hreggviðsdóttir, Guðjón Kjartansson,
Haraldur B. Hreggviðsson, Ragnhildur Edda Ottósdóttir,
Karl Þór Hreggviðsson, Íris Böðvarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
FANNEY LEÓSDÓTTIR,
lést á líknardeild Lansdspítalans,
mánudaginn 7. október.
Már Karlsson,
Anna Lára Másdóttir,
Birna Björg Másdóttir, Sigmar Jónsson,
Karl Kári Másson, Íris Rut Agnarsdóttir,
Fanney, Bjarki Már, Hildur Hrönn,
Agnar Már og Fannar Davíð.
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
GUÐSTEINN PÁLSSON
frá Fit,
andaðist á Kirkjuhvoli föstudaginn
4. október.
Jarðarförin fer fram frá Stóra-Dalskirkju
laugardaginn 12. október kl. 11.00.
Systkinin og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
ARNÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Addý
sjúkraliði,
Strikinu 8,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
4. október.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
föstudaginn 11. október kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem
vilja minnast hennar er bent á söfnun vegna línuhraðals.
Banki nr. 513-26-22245, kt. 640394-4479.
Arna Valdís Kristjánsdóttir, Vilberg K. Kjartansson,
Stella Kristjánsdóttir,
Lilja Kristjánsdóttir,
Jóhanna Kristín Gísladóttir, Jana Björk Ingadóttir,
barnabörn og systkini.