Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Anne, við þökkum fyrir yndislega samfylgd í gegnum lífs- ins straum og kveðjum þig með sárum söknuði. Emil og Lilja, Kristófer, Ásta og börn, Óskar, Elín og strákar. Elsku Anne, það voru þung sporin sem stigum þegar við kvöddum þig í hinsta sinn. Síð- ustu daga hafa leitað á hugann allar þær góðu stundir sem við áttum saman með þér og föl- skyldu þinni. Okkar kynni hófust þegar þið Ölli Kalli frændi byrjuðuð saman. Fyrstu árin fóru að mestu í upp- eldi á þremur fallegum drengjum sem þið eigið saman. Svo fór að liðkast um og við fórum að eiga meiri tíma saman. Mér er það minnisstætt þegar þú komst með Mathias í klippingu til mín aðeins 3-4 vikna gamlan. Hann með úfinn svartan kollinn eins og lukkutröll, enn þann dag í dag er hann yngsta barn sem ég hef klippt. Þú hafðir mjög ákveðnar skoð- Anne Mie Niiuchi Nilsen ✝ Anne MieNiiuchi Nilsen fæddist í Nishi- nomia, Japan 24. desember 1971. Hún lést á Land- spítalanum 23. september 2013. Útför Anne Mie fór fram frá Skál- holtsdómkirkju 2. október 2013 anir á því hvernig hlutirnir ættu að vera og varst trú skoðunum þínum. Þú varst heima með- an drengirnir voru litlir og oft er talað um hversu kurteisir og prúðir þeir eru. Alltaf var heimili ykkar Ölla opið fyrir okkur systur og fjöl- skyldur okkar, það var alltaf nóg pláss, hvort sem mættu þrír eða átta í mat og gist- ingu. Það var ávallt glatt á hjalla þegar fjölskyldurnar komu sam- an, mikið hlegið og brallað. Þær voru ófáar hestaferðirnar sem farnar voru í Helgarskála og um hálendið undir þinni umsjón, sú síðasta nú í byrjun júlí á þessu ári. Þú hóaðir saman vinum og fjölskyldu og skipulagðir allt út í ystu æsar. Þetta voru þvílíkar dekurferðir, ferðast í góðra vina hópi um hálendið og frábær mat- ur að kvöldi. Þú hafðir yndi af söng og komst alltaf með söngbæklinga með í ferðirnar, sem var gjörsam- lega óskiljanlegt því helmingur hópsins var algjörlega laglaus. Allir sungu með og hver með sínu nefi. Mörgum páskahelgum höfum við eytt saman. Tuttugu manns í mat, átta manns aukalega í gist- ingu var ekkert tiltökumál fyrir þig. Þú hristir þetta fram úr erm- inni eins og ekkert væri. Það var alltaf gott og ánægjulegt að koma til ykkar. Elsku Anne, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þín verður sárt saknað og minning þín mun lifa um ókomna tíð. Elsku Ölli, Jonas, Tobías og Mathias, Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk. Hafdís, Sigurður og börn, Margrét, Ólafur og börn. Það er sárara en tárum taki að setjast niður og skrifa minning- arorð um góða vinkonu. Það fer ekki eftir stærðinni hvað menn eru stórir. Það sann- aðist með Anne. Faðmur hennar hélt utan um stóra fjölskyldu sem hún elskaði meira en allt annað. Strákarnir hennar þrír bera allir merki þess að hafa fengið kær- leiksríka leiðsögn móður sinnar. Sjálfstæði þeirra, styrkur og æðruleysi er aðdáunarverður svo eftir er tekið og um er rætt. Það er erfitt að finna réttlæti í því að móðir ungra drengja falli frá, langt fyrir aldur fram, en hið góða í Anne mun lifa og endur- speglast í drengjum hennar um ókomna tíð. Þegar ég lít til baka og hugsa til þeirra stunda sem við áttum saman á hestbaki, bæði í byggð og á fjöllum, koma upp í hugann setningar sem oft voru notaðar til að gera góðlátlegt grín að henni Anne og lýstu í leiðinni hve dýrin stóðu henni nærri. „Hann Blakk- ur minn, hún Litla mín, Rósa og Skella.“ Hún var nefnilega ekki bara góður vinur þeirra sem henni stóðu næst, heldur spiluðu málleysingjar stórt hlutverk í lífi hennar. Þegar hún ræddi um dýrin sín var það af ást og virð- ingu með gleðiglampa í augum. Þó svo að draumur okkar um áhyggjulaust ævikvöld á Grafar- bakka, þar sem við vinkonurnar sætum móti kvöldsólinni með hestana okkar á beit í túnfætin- um, verði ekki að veruleika þá mun sá draumur ásamt öðrum góðum minningum lifa í hjarta mínu um alla tíð. Elsku Ölli, Jónas, Tobias og Matthías. Megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við missinn. Anne lifir í hjörtum okkar allra sem henni fengu að kynnast. Sigrún. Elsku Anne. Það er með sorg í hjarta sem við, vinkonur þínar í sauma- klúbbnum Smitt og Smule, setj- umst niður til að minnast þín. Anne, þú hvarfst svo alltof, alltof snemma frá okkur og skilur eftir stórt skarð sem bara þú, Anne, gætir fyllt upp í. Eins og við hinar í „sauma- klúbbnum“ komst þú til Íslands til að vinna og upplifa eitthvað nýtt. Í þínu tilfelli voru það senni- lega hestarnir sem heilluðu mest. Margar stelpur komu til Íslands til að vinna og upplifa íslenska menningu, margar fóru heim til Noregs aftur en nokkrar okkar urðu ástfangnar af bæði landinu og myndarlegum Íslendingum og kusu að setjast að. Þú varst ein af þeim. Við sem settumst hér að mynduðum „norskan sauma- klúbb“. Já, við skilgreindum okk- ur sem „saumaklúbb“ þó svo að við værum nú ekki alltaf iðnar við handavinnuna, en það sem var mikilvægast var jú að geta hist, talað norsku og borðað eitthvað gott. Stundum skiptumst við á föndur- og handverks upplýsing- um og reynslusögum. Það var gott að geta hist og rifjað upp hvernig það var í gamla landinu okkar, gamla siði, barna- lög sem við þekktum, barnatím- ann sem við horfðum á eða mat og drykki sem við söknuðum. Við töl- uðum um brunost, norskar pyls- ur, lefser, ingefær- og julebrus. Við vorum duglegar að muna eftir stórum stundum í okkar lífi og glöddumst yfir þeim. Að fylgjast með þér, Anne, sem móðir þriggja frábærra stráka, var fyrir okkur allar lærdómsríkt og gleði- legt. Þú bjóst yfir svo mikilli ró, þolinmæði og festu, eitthvað sem við dáðumst allar að. Þegar við vorum sem flestar í klúbbnum, vorum við 12 stelpur. Norskunni reyndum við að við- halda eins mikið og við gátum en oft þurftum við að leita lengi eftir norska orðinu yfir ýmislegt. Á síðustu árum hittumst við ekki oft en stundum þegar greip okkur þrá eftir að „upplifa“ eitthvað norskt, sendi einhver út boð og kallaði saman í saumaklúbb. Þar varst þú, Anne, mikilvæg því ef þú hittir „nýja“ norska konu varstu ekki lengi að segja henni frá saumaklúbbnum og bjóða hana velkomna til okkar. Alltaf tókstu vel og brosandi á móti öll- um með hlýju og alltaf var stutt í hláturinn. Veitingarnar voru allt- af góðar hjá þér og yfirleitt feng- um við að vita hjá hvaða fjöl- skyldumeðlimum þær voru í uppáhaldi hjá. Þú varst mjög um- hyggjusöm og velferð strákanna þinna og Ölla hafði alltaf forgang í þínu lífi. Takk fyrir allt, Anne, þú hefur verið mikilvægur hluti fyrir okk- ur norsku og sænsku stelpurnar í saumaklúbbnum hér á Íslandi. Við kveðjum með mikilli sorg í hjarta. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu þinni og biðjum við Guð að gefa þeim styrk í þessari miklu sorg. Þau hafa misst þig svo alltof snemma. Hvíldu í friði, elsku Anne. Bente, Malin, Vigdis, Mona, Valborg, Maria, Hilde, Ellen, Ann-Helen, Kari, Hilde og Else. Til elsku mömmu. Takk fyrir; arfleifðina, fórn- fýsina, umhyggjuna, ósérhlífn- ina, dugnaðinn, stefnufestuna, húmorinn, hreinskilnina, hlátur- inn, styrkinn, stuðninginn, norska matinn, framtakssemina, Noregsferðirnar, að kenna okkur móðurmál þitt, sögurnar frá Hoddevik, hollustuna, nestist- úrana, prjónapeysurnar, fallegu heimasaumuðu fötin, að minna okkur á ullina svo okkur yrði aldrei kalt, hvað þú varst mikill dýravinur, áhugann á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, bænirnar, samverustundirnar og samfylgdina. Pernille Alette Hoddevik ✝ Pernille AletteHoddevik fæddist í Hoddevik í Noregi 21. maí 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. sept- ember 2013. Útför Pernille fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, frá Höfða- kapellu 30. sept- ember 2013. Takk fyrir að bera ætíð hag okkar fyrir brjósti og að vera okkur góð móðir. Megi engl- arnir vaka yfir þér eins og þú baðst þá alltaf að passa okk- ur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín börn, Ágúst Jóel, Gylfi Ívar, Ast- rid Margrét, Oddrún Hall- dóra, Bryndís Pernille. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA STEFANÍA HALLGRÍMSDÓTTIR, Jóna, Spítalastíg 3, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, mánudaginn 30. september. Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 11. október kl. 15.00. Þórdís Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson, Jónína Edda Ó. Levy, Einar Hafsteinn Vilhjálmsson, Sigurlaug Jakobína Vilhjálmsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Gunnar Karlsson, barnabörn, barnabarnabörn og langömmubarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR, Lindarbraut 16, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 5. október. Jarðsungið verður frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 14. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS-félagið eða Gigtarfélagið. Björn Ólafsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Guðrún Birna Ólafsdóttir, Helgi Svavarsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og amma, SIGURJÓNA JAKOBSDÓTTIR, Grænuhlíð 4, lést fimmtudaginn 3. október. Útför fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. október kl. 15.00. Anna María Jónsdóttir, Þorsteinn M. Jónsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Hallgerður Jónsdóttir, Benedikt Páll Jónsson, Magnús Þór, Sigrún, Anton Ísak, Sara Margrét, Agnes Ýr, Katrín Birta, Anna María og Jón Metúsalem. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ALFREÐ EINARSSON fyrrverandi verkstjóri, áður til heimilis Heiðarvegi 66, Vestmannaeyjum, sem lést á Hraunbúðum þriðjudaginn 1. október, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 12. október kl. 14.00. Sigfríður Runólfsdóttir, Erna Alfreðsdóttir, Sigurður Kristinsson, Sigurlaug Alfreðsdóttir, Sigurjón Óskarsson, Runólfur Alfreðsson, María Gunnarsdóttir og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, Óla frá Glerárbakka, Lindasíðu 4, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 11. október kl. 13.30. Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir, Birgir Skjóldal, Guðmundur Karl Guðjónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Jónas Guðjónsson, Helga María Stefánsdóttir, Valborg Inga Guðjónsdóttir, Guðjón Páll Jóhannsson, Tryggvi Stefán Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS KRISTINN GUÐMUNDSSON bóndi, Gríshóli, Helgafellssveit, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 11. október kl. 14.00. Guðrún Karólína Reynisdóttir, Þórhalla Björk Magnúsdóttir, Eggert Eggertsson, Hafdís Magnea Magnúsdóttir, Bragi Ingimarsson, Erna Bára Magnúsdóttir, Ásgeir Bragason, Guðlaugur M. Magnússon, Hrafnheiður V. Baldursdóttir, Guðmundur Karl Magnússon. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR HELGADÓTTUR, Stafni, Reykjadal. Gerður Kristjánsdóttir, Halldór Pálmi Erlingsson, Snorri Kristjánsson, Marsibil P. Benjamínsdóttir, Jósef Örn Kristjánsson, Halla Grímsdóttir, Fríður Helga Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.