Morgunblaðið - 09.10.2013, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Sitjum hér – bara svolítið lengur
Saman við tvö – bara svolítið lengur.
Það er svo huggulegt hér
að hlusta á plötur einn með þér.
Ég veit ég ætt’að fara heim
en ekkert haggar okkur tveim
bara – eitt lag enn
Já sitjum hér – bara svolítið lengur
Saman við tvö – bara eitt lag enn
Ó – má ég vera hér – bara svolítið
lengur
Sæll í faðmi þér – bara svolitla stund
Hlustum lögin okkar á
Unaðsstund í sælli þrá
Ég átt’að vera haldinn heim
en ekkert haggar okkur tveim
bara – einn koss enn
Já sitjum hér – bara svolítið lengur
Saman við tvö – bara svolítið lengur
Elsku pabbi, ég kveð þig með
laginu sem þú söngst oft fyrir
mig og spilaðir á gítarinn. Upp í
hugann koma ótal myndir af þér
með gítar í hendi. Tónlist, íþrótt-
ir og fréttir lýsa þér vel. Góð sál
varstu og engum vildir þú illt.
Aldrei man ég eftir að hafa heyrt
þig kvarta þótt spilin sem þú
hafðir á hendi væru ekki góð.
Veikindin tóku sinn toll og núna
ertu farinn. Erfitt er að sjá þig
ekki aftur en ég hugga mig við að
núna líður þér betur.
Elsku pabbi, takk fyrir allar
góðu stundirnar. Sjáumst seinna.
Þín dóttir,
Sigurlaug Maren.
Elsku pabbi minn. Ég vissi að
við ættum takmarkaðan tíma eft-
ir með þér en ég var ekki alveg
tilbúin að missa þig strax. Ég
man þegar þú sagðir eitt sinn við
mig að það væri betra að hafa átt
og misst en að hafa aldrei átt.
Þegar ég hugsa um þig kemur
bara eitt orð upp í hugann og það
Guðmundur Helgi
Pétursson
✝ GuðmundurHelgi Péturs-
son fæddist í
Garðabæ 6. janúar
1954. Hann lést á
heimili sínu 15.
september 2013.
Guðmundur var
jarðsunginn frá
Garðakirkju 27.
september 2013.
er góður. Þú varst
svo góð sál, for-
dómalaus og vildir
engum illt nema
kannski þeim sem
komu illa fram við
dætur þínar. Þú
varst duglegur að
hvetja mann áfram
og alltaf að segja
manni hvað þér
fyndist mikið til
manns koma.
Það lýsir þér vel að vinum
okkar systkina, sem kynntust
þér, þótti rosalega vænt um þig
og fékk maður oft að heyra hvað
maður ætti svalan pabba enda
varstu alltaf svo ungur í anda og
komst fram við alla sem jafn-
ingja. Ég á eftir að sakna þín,
elsku pabbi, ég var litla prins-
essan þín og mikil pabbastelpa.
En ég hugga mig við allar minn-
ingarnar, öll lögin sem þú hlust-
aðir á og að núna líður þér betur.
Ég veit að við munum hittast aft-
ur en þangað til verður þú hjá
foreldrum þínum og öllum kis-
unum okkar. Ég elska þig, pabbi
minn.
Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin
sé þín brá
og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’
þrýsti ég á.
Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég
hef misst,
en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem
ég hefi kysst.
Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist
þungt á mig
þá lengst af finn ég huggun við
minninguna’ um þig.
Hún stendur mér svo skýr, og hún er
svo helg og heit
og hreinni’ bæði og ástríkari’ en
nokkur maður veit.
Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða
hól um þig,
en lengst af þessi hugsun mun fróa
og gleðja mig.
Og lengi mun þín röddin lifa’
í minni sál
til leiðbeiningar för minni’ um
veraldarál.
– – –
Og tár af mínum hrjóta hvörmum
og heit þau falla niður kinn,
því vafinn dauðans er nú örmum
hann elsku – hjartans pabbi minn.
(Kristján Albertsson)
Sara Petra Guðmundsdóttir.
✝ Hjalti fæddist áÞuríðarstöðum
í Fljótsdal 12. des-
ember 1933. Hann
lést á heimili sínu
19. september
2013.
Foreldrar hans
voru Soffía Ágústs-
dóttir frá Lang-
húsum í Fljótsdal
og Jónas Þor-
steinsson frá Bessa-
stöðum í sömu sveit. Systkini
Hjalta í aldursröð: Ágústa Vil-
Guðríður, f. 24. mars 1943 og
Soffía, f. 21. júní 1944.
Hjalti var ókvæntur en átti
tvö börn: Baldur, f. 13. júní 1964
og Ástu, f. 25. maí 1970, maður
hennar er Ólafur Sigvaldason,
þau eiga einn son, Sigvalda, f.
13. maí 1992.
Hjalti naut ekki langrar
skólagöngu, aðeins farskólans í
sveitinni. Hann var vinnu- og
verkamaður í Fljótsdal en flutti
í Egilsstaði 1979 og vann eftir
það lengst af hjá Brúnás á Egils-
stöðum.
Útför Hjalta fór fram frá Eg-
ilsstaðakirkju 5. október 2013.
Hann var jarðsettur í Valþjófs-
staðakirkjugarði.
helmína, f. 9. apríl
1927, d. 31. jan.
1999, María, f. 18.
apríl 1929, Þórhild-
ur Kristbjörg, f. 18.
sept. 1930, Þor-
steinn, f. 11. apríl
1932, d. 18. okt.
2009, Jón Þór, f. 5.
maí 1935, Skúli, f.
21. júní 1936, Berg-
ljót, f. 24. sept.
1937, d. 12. apríl
1999, Benedikt, f. 7. ágúst 1939,
Ásgeir, f. 29. ágúst 1941, Unnur
Við vorum nýlega lögð af stað
með fjárreksturinn út norðurdal-
inn, föstudaginn 20. september
og er við komum út að landa-
merkjum Egilsstaða og Þuríðar-
staða hittum við pabba og það
fyrsta sem hann sagði okkur var
að Hjalti bróðir hans væri dáinn.
Þegar okkur bárust þau tíðindi
að Hjalti föðurbróðir okkar væri
dáinn komu margar minningar
upp í huga okkar bræðra, mikið
um hlátur og oftar en ekki byrj-
aði hláturinn með smá tilvitnun í
þann í neðra.
Í gegnum tíðina var Hjalti oft
daglega inni á heimili okkar á
Dynskógunum, ekki síst á ung-
lingsárum okkar, þegar hann bjó
um nokkurra ára skeið í næsta
húsi og var í fæði hjá mömmu.
Oft var hann þá fram eftir kvöldi
og er okkur sérstaklega minnis-
stætt þegar þeir bræður, Hjalti
og pabbi, hrutu oftar en ekki báð-
ir fyrir framan sjónvarpið í kjall-
aranum heima á Dynskógunum.
Hjalti var mjög gamansamur
og mjög stutt í hláturinn hjá hon-
um, hann hafði gaman af því að
syngja og taka þátt í samræðum
og glensi með fólki á öllum aldri.
Ekki síður þeim er yngri voru,
hann náði mjög vel til yngra
fólks.
Ein ferð er okkur bræðrum þó
sérstaklega minnisstæð og fórum
við báðir að hugsa um þessa ferð
þegar minningarnar rifjuðust
upp.
Við fórum einu sinni sem oftar
með Hjalta upp í Þuríðarstaði á
öðrum degi jóla um miðjan átt-
unda áratuginn. Við ferðuðumst
á rauðum Datsun 1200, sem
Hjalti átti lengi vel. Við fórum
seint af stað og það var orðið
dimmt og mjög hvasst. Norður-
dalurinn var illfær vegna klaka-
bólstra en þannig var dalurinn
yfirleitt á þessum árstíma, oft
þurfti að fara eftir krókaleiðum
inn dalinn til að komast framhjá
hættulegustu klakabólstrunum.
Þó að það væri mjög hvasst var
stjörnubjart og tunglskin. Kom-
umst við á Datsun inn í Ytri-
Glúmsstaði, þar var hann skilinn
eftir og við löbbuðum af stað með
vindinn í fangið. Þar sem við
bræður vorum nú ekki háir í loft-
inu, líklega 11 og 12 ára gamlir,
þá þótti Hjalta vissara að leiða
okkur inn eftir. Þegar við komum
inn fyrir Fremri-Glúmsstaði tók-
um við stefnuna niður að á og
ákváðum að fara yfir Jöklu rétt
fyrir neðan svokallaða kerlingu,
við héldumst allir í hendur þegar
við lögðum út á ísinn en fljótlega
tvístruðumst við þar sem engin
leið var að halda sér á fótunum á
svellinu vegna hvassviðris, við
bárumst töluvert niður eftir ánni
og Hjalti kallaði á okkur bræður
að leggjast niður til að stoppa
okkur. Þá byrjuðum við allir að
hlæja enda engin hætta á ferðum
þar sem allt var lokað af ís og við
vissum að við myndum einhvern
veginn komast út úr þeim ógöng-
um sem við vorum komnir í, það
var mikið hlegið þegar við kom-
um í Þuríðarstaði þarna um
kvöldið.
Við þökkum Hjalta samfylgd-
ina í gegnum árin og eftir standa
margar minningar um góðan og
skemmtilegan frænda og vin.
Blessuð sé minning þín.
Jón Óli og Snorri
Benediktssynir.
Hjalti Jónasson
Smáauglýsingar
Bílar
VW Passat highline. Árgerð 2005,
ekinn 118 þús. km, bensín, 6 gírar.
Verð 1.490.000. Rnr. 131976.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
Toyota Yaris Sol. Árgerð 2006,
ekinn 65 þús. km, bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.390.000. Rnr. 107925.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
VW Golf variant comfortline 8v.
Árgerð 2006, ekinn aðeins 89 þ. km,
bensín, 5 gírar. Verð 990.000. áhvíl-
andi lán kr. 700.000. Rnr. 105383.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
Volvo Xc90. Ekinn 21 þús. km,
sjálfskiptur. 7 manna, einn með öllu.
Einn eigandi frá upphafi. Eins og nýr.
Verð 3.990.000. Rnr. 107396.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
Toyota Hilux double cab. Árgerð
1992, ekinn 170 þús. km, bensín,
5 gírar. Verð 499.000. Rnr. 105770.
Einn eigandi.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
Skoda Octavia ambiente. Árgerð
2002, ekinn 193 þús. km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 480.000.
Rnr. 106467.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
Toyota Yaris t-sport. Árgerð 2007,
ekinn 79 þús. km, bensín, 5 gírar.
Verð 1.690.000. Rnr. 108226. Áhv. lán
1.190.000. 17" álfelgur, svartar rúður,
spoiler o.fl.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is
SKRÁÐU BÍLINN FRÍTT
OG FÁÐU FRÍA AUGLÝSINGU!
Söluhæsta netbílasala landsins.
25% afsláttur af sölugjöldum.
Frí auglýsing í Morgunblaðið.
www.netbilar.is,
Hlíðasmára 2, sími 588 5300.
Dodge Durango Limited 5,7 L
Hemi. 5/2005, ekinn 143 þús km.
7 manna. Hlaðinn lúxusbúnaði. Einnig
dráttarkrókur. Þjónustubók.
Gott eintak. Verð: 1.990.000.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið kl. 12-18 virka daga.
Gotti er 10 vikna gamall Shih Tzu
strákur sem leitar að frábæru fram-
tíðarheimili. Yndislegur og ljúfur,
heilsufarsskoðaður og ættbókar-
færður hjá HRFÍ. Foreldrar eru
sýningameistarar, skapgóðir og heil-
brigðir. Upplýsingar á Artelino.net og
í síma 868 7448 (Anja).
Húsgögn
Barnahúsgögn
Þið finnið okkur á Facebook
undir Litla Trévinnustofan eða í
síma 845-4096.
Bílaþjónusta
Nýkomin sending af
fjarstýrðum bílum
Tómstundahúsið,
Bíldshöfða 18, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Finnið okkur á facebook.
Tómstundir
Dýrahald
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður minnar,
tengdamóður og ömmu,
ARNÞRÚÐAR KARLSDÓTTUR
handavinnukennara.
Sigurveig Kristjánsdóttir, Ólafur Ágúst Ólafsson,
Berglind Bragadóttir,
Kristján Ólafsson, Ragna Eyjólfsdóttir,
Ólafur Ágúst Ólafsson, Jacqueline Santos Silva,
Sigrún Sandra Ólafsdóttir, Albert Björn Lúðvígsson,
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Gylfi Arnbjörnsson,
Hrefna Björk Karlsdóttir, Haukur Pétur Benediktsson,
Kristján Friðrik Karlsson, Hulda Kristín Jónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkar samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa,
HAUKS S. BERGMANN
skipstjóra,
Vallarbraut 6,
Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki HSS fyrir frábæra
hjúkrun þann tíma sem hann dvaldist þar.
Þóra Jónsdóttir,
Haukur Þór Bergmann, Aðalheiður Kristjánsdóttir,
Sigurður Bergmann, Sólveig S. Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar hjartans þakklæti fyrir auðsýnda
samúð og mikinn hlýhug vegna andláts okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa,
PÉTURS SIGURBJÖRNSSONAR,
Garðaflöt 1,
Garðabæ.
Innilegt þakklæti viljum við færa heimahjúkrun Karitasar fyrir
hlýja og góða umönnun í gegnum árin.
Elín Halldóra Hafdal,
Kristján Grétar Pétursson, Steinunn Erna Otterstedt,
Pétur Sigurbjörn Pétursson, Berglind Ósk Kjartansdóttir,
Rakel Björk Pétursdóttir, Marinó Jónsson,
Heimir Þór Pétursson, Vilborg Drífa Gísladóttir,
Brynhildur Pétursdóttir, Jóhann Pálsson
og afabörn.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar
og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og
börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar