Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxin/n upp úr því sem þú hélst að þig langaði í. Nýttu þér kraftinn sem þú býrð yfir og byrj- aðu að framkvæma. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki gefa foreldrum eða fjölskyldu- meðlimum loforð sem þú getur ekki staðið við. Kaup og sala, samningar, stuttar ferðir og samræður við vini halda þér við efnið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir hafa orðið fyrir von- brigðum með nýja vinnu eða nýtt tækifæri sem þú varst að öðlast. Láttu þér ekki bregða við mótlæti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Afstaða himintungla ýtir hugsanlega undir tilfinningasemi af þinni hálfu. Ef þú þarft að fara í fýlu þá komdu þér þangað sem þú ert ekki fyrir neinum. Þú efast um of um getu þína. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þegar kemur að aga ertu ósigrandi. Nú er komið að þér að leggja í púkk mannlegrar þekkingar. Treystu á sannleikann frekar en aðstæður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þrá þín eftir því að ferðast og verða einhvers vísari um heiminn er sterkari nú en endranær. Einhver á heimilinu er í bardaga- ham og rifrildisstuði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Forðastu allt sem tengist fjármálum og fjárfestingum í dag. Vertu öðrum lýsandi for- dæmi á þessum degi sem endranær. Þú sættist við einhvern sem þú hefur átt í ill- deilum við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Slysahætta er fyrir hendi, svo þú þarft að hafa hugann við verkefni sem þú sinnir. Láttu þér hvergi bregða þó þú fáir ekki allra óskir uppfylltar strax. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef eitthvað bjátar á milli ástvina finnst þér alheimurinn hljóma falskt. Börnin eru framtíðin, vertu góð fyrirmynd. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekkert að því að láta sig dreyma. Veldu gæði umfram magn. Einhver sendir þér tóninn, lokaðu eyrunum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú leggur þig yfirleitt fram um að halda friðinn en í dag er ómögulegt að gera öllum til hæfis. Forðastu að lána öðrum pen- inga og að fá peninga að láni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur ekkert til þess að hafa sam- viskubit yfir og átt að losa þig við sam- viskubit í eitt skipti fyrir öll. Það er eitthvað sem þig langar sjúklega mikið til að eignast. Þórarinn Eldjárn semdi frá sérljóðabókina Grannmeti og ávextir árið 2001, sem var með níu- tíu og níu ljóðum og einum losara- brag handa börnum og barnalegu fólki. Bókin er eins og margar aðr- ar úr smiðju Þórarins fagurlega myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Ekki ber á öðru en að upplagið hafi selst upp og nýr farmur komið í búðir ef marka má þennan brag á fésbókarsíðu skáldsins: Þegar haustskipin koma frá Kína klárlega fögnum við þeim, færandi prentgripi fína ferska og ilmandi heim, skáldskaparanda í ámum, innihald sætt bæði og rammt. Grannmeti og átvexti í gámum. Gott að fá nýjan skammt. Nokkuð hefur á daga kerlingar- innar á Skólavörðuholtinu drifið frá því síðast spurðist til hennar. Á fésbókinni má sjá hana rúnta um á rauðum blæjubíl með Kristbirni Haraldssyni – vitaskuld á Skóla- vörðuholtinu. Hún yrkir um uppá- tækið: Þá mun Laugavegskarlinn sér tylla á tá, ég trúi‘ann hissa þagni, er sér hann mig lokkandi líða hjá í litfögrum glæsivagni. Og hún bætir við: Flott er ég og fögur enn, fæstir eru hissa á hve mikið aðrir menn öfunda hann Krissa. Hún klykkir út með: Alltaf þegar upp mig skvera ýmsir góla og rýta, flestum körlum finnst ég vera fögur á að líta. Það fylgir sögunni að Kristbjörn, sem mun vera bróðir Sigrúnar Har- aldsdóttur, góðrar vinkonu kerling- arinnar, hafi fengið þessa hvatn- ingu frá kerlingunni áður en hann tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu: Láttu vindinn leika um kinn, losa þrótt úr böndum hlauptu eins og andskotinn elti þig á röndum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af haustskipum, kerling- unni og rauðum blæjubíl Í klípu „ÉG ER ÓSAMMÁLA. GLÆPIRNIR SEM ÞÚ SAKAR MIG UM ERU VISSULEGA GRÓFIR, EN AÐEINS MJÖG VIÐKVÆMU FÓLKI ÞÆTTU ÞEIR VIÐBJÓÐSLEGIR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BARA KAFFIBOLLA FYRIR MIG, TAKK.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... uppfull af óvæntum uppákomum. KLEINUHRINGIR KETTIR SKIPTAST Í FRUM- SKÓGARKETTI OG HÚSKETTI. EITT SKILUR ÞÁ AÐ. KATTASAND- UR MEÐ ILMEFNUM. SIÐLAUSU FRUMSKÓGAR- VILLINGAR! LÍF VÍKINGA ER EKKI TÓM SÆLA! REYNDAR ER ÞAÐ UPPFULLT AF KVÖLUM, BÆÐI ANDLEGUM OG LÍKAMLEGUM! HA? AND- LEGIR OG LÍKAMLEGIR FISKAR? KJÁNINN ÞINN! HVALIR ERU EKKI FISKAR! Nýfallinn snjór lá yfir öllu þegarVíkverji leit út um gluggann í gærmorgun. Spáð hafði verið snjó- komu en samt var Víkverja örlítið brugðið, eins og sumarleysið gerði tilkall til vetrarleysis. Víkverji fór beint inn á mbl.is til að athuga hvort ekki væri allt í uppnámi vegna ofan- komunnar. Svo fór hann og skóf snjóinn af rúðum sjálfrennireiðar sinnar til þess að hann sæi til á leið- inni í vinnuna, þótt hann hafi farið hana svo oft að sjálfsagt gæti hann ekið hana eftir minni. Á það verður kannski reynt síðar. Víkverji átti von á umferðarstöppu við hvert hring- torg og gatnamót og hann myndi sitja fastur til hádegis hið minnsta, en aldrei þessu vant gekk umferðin snurðulaust fyrir sig. Í útvarpinu glumdu frásagnir af lokuðum brekk- um og hálku hér og hálku þar. Vík- verja leið eins og hann væri í öðrum veruleika, en lýst var í útvarpinu, og brunaði áfram. x x x Svo rann upp fyrir honum ljós.Maður á dekkjaverkstæði sagði að allt væri brjálað að gera hjá sér og klukkutíma bið fyrir þá, sem vildu láta setja vetrardekkin undir bílinn hjá sér. Þar var komin skýring á því hvað umferðin gekk vel. Bílarnir, sem venjulega stífla göturnar, sátu allir í biðröð við dekkjaverkstæði. x x x Víkverji skilur ekki tímasetninguEvrópskrar kvikmyndahátíðar. Honum finnst vissulega tilefni til að koma á framfæri kvikmyndum, sem eru frábrugðnar hinum hefðbundnu matseðlum kvikmyndahúsanna, en áttar sig ekki á að haldin skuli evr- ópsk kvikmyndahátíð á sama tíma og kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Athugasemd Víkverja kemur til af því að hann á við sama vanda að glíma og margir aðrir. Hann getur aðeins verið á einum stað í einu. Framboðið á RIFF er nógu fjöl- breytt til að valda valkvíða, að ekki sé bætt við annarri kvikmyndahátíð. Aðstandendum evrópsku hátíðar- innar hlýtur að hafa verið ljóst að RIFF, sem nú fór fram í tíunda skipti, stæði yfir á sama tíma og kvikmyndaunnendum væri engin greiði gerður með tímasetningunni. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.) Vandaðir og vottaðir ofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is 10 - 50% LAGERSALA Á THOR MIÐSTÖÐVAROFNUM Allt að afsláttur á völdum ofnum *ATH. Lagersalan gildir út mars 2013 Eura L Eura C

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.