Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Dálítið feiminn en með einstaka söngrödd steig Haukur Morthens fram á sjónarsviðið á stríðsárunum þegar hann söng m.a. með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og fór með henni í fyrstu hringferð hljómsveitar um landið. Hann átti síðar eftir að verða einn ástsælasti og þekktasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. Það er ekki á færi allra söngvara að feta í fótspor Hauks og taka lög sem hann gerði ógleymanleg. Helgi Björnsson, sem fyrir löngu söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar, lét þó slag standa og hélt tónleika fyrir þremur árum í Salnum í Kópavogi með helstu lögum Hauks. Skemmst er frá því að segja að Helgi sló í gegn og fyllti Salinn í átta skipti og komust færri að en vildu til að upplifa Hauk Morthens í útfærslu Helga Björnssonar. Kom Þjóðverjunum á óvart Leikurinn verður endurtekinn á föstudaginn, 11. október, í Hörpu en þá má búast við því að Helgi geri enn betur því í þetta sinn hefur hann með sér hina heimsfrægu þýsku hljóm- sveit The Capital Dance Orchestra. „Með þessari hljómsveit syngja og spila tónlistarmenn eins og Nina Hagen, Barbara Schöneberger og Jochen Kowalski þegar þeim gefst færi til,“ segir Helgi en það er saga að segja frá því hvernig hann komst í kynni við hljómsveitina. „Upphaflega kynnist ég þeim þegar ég er að opna leikhús í Berlín árið 2006 en hljóm- sveitin endurspeglaði bæði bygg- inguna sem við vorum í og andrúms- loftið sem við sóttumst eftir. Hún var því fengin til að spila við opnunina. Þá stakk einn félagi minn upp á því að ég myndi syngja eitt eða tvö lög með hljómsveitinni. Ég gæti trúað því að þeim hafi ekki þótt það neitt sérstaklega spennandi að þurfa að spila undir söng eins eigendanna en allt kom fyrir ekki og þeim leist nógu vel á sönginn til að biðja mig um að syngja með sér inn á plötu.“ Ekkert varð úr því í fyrstu að Helgi og The Capital Dance Orc- hestra gerðu saman plötu enda tíma- setningin ekki heppileg að mati Helga á þeim tíma. „Gífurlega marg- ir voru að gefa út standardaplötur á þessum árum eins og Robbie Willi- ams, Rod Stewart o.fl. þannig að ég vildi einbeita mér að öðru,“ segir Helgi. Í þessari viku er þó komin í versl- anir plata Helga og The Capital Dance Orchestra með lögum Hauks Morthens. „Við hljóðrituðum plötuna í apríl í Berlín með þessum helstu lögum sem Haukur gerði vinsæl. Það verður bæði hægt að nálgast hana í verslunum og eins á tónlistarveitum á netinu.“ Gífurleg aukning hefur verið á því undanfarin ár að tónlistarmenn gefi tónlist sína einnig út á vínyl enda að mati margra eitthvað persónulegra við tónlistina beint af vínylnum. „Haukur Morthens á auðvitað heima á vínyl og þess vegna hef ég talað fyr- ir því að gefa út einhver eintök á ví- nyl.“ Sungið á íslensku í Berlín Tónleikarnir sem fara fram í Eld- borgarsal Hörpu á föstudagskvöldið verða tvennir, þeir fyrri kl. 20 og þeir seinni kl. 23. Helgi segir þá ekki að- eins tileinkaða lögum Hauks heldur tækifæri til að kynna þessa einstöku hljómsveit fyrir Íslendingum. „Þetta er hljómsveit sem ferðast um allan heim og hefur spilað með fjölda frægra tónlistarmanna. Þau eru spennt að koma til Íslands og spila og ég vona að Íslendingar taki þeim fagnandi. Síðan koma fram þau Sig- ríður Thorlacius, Bogomil Font og Björgvin Halldórsson. Við einblínum vissulega mest á lög Hauks en tökum inn á milli önnur þekkt lög eins og „Mack the Knife“ og „Buona Sera“ og síðan leikur hljómsveitin eitthvað af sínu efni.“ Vikuna eftir tónleikana í Hörpu mun Helgi syngja með hljómsveitinni í Berlín en þar koma fram margir af þekktari söngvurum Þýskalands. „Ég spurði þau hvort ég ætti ekki taka einhver þekkt, klassísk lög, eitt- hvað sem allir þekkja. Þau tóku það ekki í mál heldur vildu að ég syngi á íslensku lögin hans Hauks. Það sýnir vel á hvaða stall þau hafa sett lögin hans og meta.“ Eins og gefur að skilja er það ekki auðvelt verk að velja úr öllum lögum Hauks fyrir tónleikana þó sum hver séu þekktari en önnur. „Ég var búinn að fara í gegnum þetta þegar ég valdi rúmlega tuttugu lög fyrir þremur ár- um þegar ég var með tónleikana í Salnum. Hins vegar var það höf- uðverkur að velja á milli og þurfa að hafna lögum,“ segir Helgi og bendir á að sumum lögum hafi hreinlega ekki verið hægt að sleppa. „Þú getur ekki gefið út plötu eða haldið tónleika með lögum Hauks án þess að syngja lög eins og „Til eru fræ“ en það er eitt þekktasta lag Hauks, við texta Davíðs Stefánssonar.“ Sveifla Helgi með The Capital Dance Orchestra sem leikið hefur með mörgum þekktum söngvurum í Þýskalandi. Heimsklassa klassík  Helgi Björns kemur fram á tónleikum með þýsku stórhljómsveitinni The Capital Dance Orchestra í Hörpu  Lög Hauks Morthens uppistaða tónleikanna Morgunblaðið/Sverrir Raddfagur Haukur Morthens. Duo Harpverk heldur tónleika í dag kl. 17 á Kex Hosteli. Duo Harpverk var stofnað árið 2007 af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink með það að markmiði að panta og flytja tónlist fyrir hörpu og slagverk og hafa þau pantað yfir 60 verk eftir tónskáld frá Ís- landi, Danmörku, Englandi, Ástr- alíu og Bandaríkjunum. Dúettinn leggur áherslu á að panta og að flytja tónlist ungra, íslenskra tón- skálda og hefur m.a. leikið á Myrkum Músíkdögum, Iceland Airwaves, Kirkjulistahátíð og Ung Nordisk Musik. Frekari upplýs- ingar má finna á www.duoharp- verk.com Duo Harpverk á Kex Hosteli Dúettinn Katie Buckley og Frank Aarnink. Tónleikar til- einkaðir borgar- skáldinu Tómasi Guðmundssyni verða haldnir í kvöld í Hann- esarholti, Grund- arstíg 10 í Reykjavík, og eru þeir liður í Lestrarhátíð Bókmenntaborg- arinnar Reykjavíkur. Á tónleik- unum koma fram söngkonurnar Margrét Hannesdóttir og Unda Dóra Þorbjörnsdóttir með píanó- leikaranum Sigurði Helga Odds- syni. Þau munu flytja lög við ljóð Tómasar og verður ágrip af ævi hans fléttað inn í dagskrána auk þess sem ljóð hans verða skoðuð. Flutt verða lög eftir þekkt íslensk tónskáld. Tómasarkvöld í Hannesarholti Borgarskáld Tóm- as Guðmundsson. Bandaríska leikkonan og Óskars- verðlaunahafinn Jennifer Lawr- ence á í viðræðum um að fara með hlutverk í kvikmynd sem byggð er á sögunni um Agnesi og Friðrik, síðasta fólkið sem tekið var af lífi hér á landi, árið 1830. Handrit myndarinnar er byggt á bók ástr- alska rithöfundarins Hannah Kent, Burial Rites, að því er segir í frétt á vef dagblaðsins Guardian. AFP Agnes? Jennifer Lawrence er ein eftirsóttasta leikkona Hollywood. Fer Lawrence með hlutverk Agnesar? Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga NÝJAR VÖRUR á stráka og stelpu r Eitt 400 olíumálverka sem ítölsk fjölskylda hefur geymt í banka- hólfi í Sviss árum saman er að mati sérfræðinga eftir Leonardo da Vinci og sýnir konu að nafni Isabella d’Este. Teikning da Vinc- is frá árinu 1499, sem verkið virð- ist gert eftir, hangir uppi í Louvre-safninu. Rannsóknir hafa verið gerðar á striganum og litunum og er talið víst að hér sé komið verk sem í 500 ár hefur verið talið glatað. Talið er að andlitið sé málað af meistar- anum en frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort nemar da Vincis kunni að hafa lagt eitthvað af mörkum til annarra hluta verksins. Málverkið talið vera eftir da Vinci Merkisfundur Til vinstri er teikning da Vincis af d’Este. Til hægri er málverkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.