Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Sjaldan hefur hlé á bíómyndkomið á jafnslæmum tímaog það gerði í myndinniPrisoners. Spennan var í
hámarki þegar ljósin kviknuðu, en
að sama skapi var sýningar-
stjórum vorkunn, því að ekkert at-
riði í myndinni er betur fallið en
önnur til þess að gera hlé eftir.
Prisoners er nefnilega það spenn-
andi frá fyrstu mínútu til hinnar
síðustu að hvergi var dauð stund.
Það hlýtur að teljast afrek í ljósi
þess að myndin er rúmur tveir og
hálfur klukkutími á lengd. Þegar
myndinni svo lauk mátti sjá og
heyra á áhorfendum að þeir voru
nánast í losti, agndofa yfir því sem
þeir höfðu orðið vitni að.
Hér verður ekki farið út í sögu-
þráð myndarinnar svo neinu nemi.
Með því myndi ég gera lesendum
mikinn óleik. Því minna sem
áhorfandinn veit um söguþráðinn
fyrir, því betra. Látið verður
nægja að segja að aðalleikarar
myndarinnar, þeir Jake Gyllenha-
al og Hugh Jackman sýna báðir
sínar allra bestu hliðar, sem og
aðrir í myndinni. Paul Dano
(Little Miss Sunshine) sýnir á sér
nýja hlið sem einfeldningurinn
Alex Jones. Raunar er nær hvergi
snöggan blett að finna á myndinni,
sem kallar fram samanburð við
það besta sem meistari Hitchcock
lét frá sér. Einnig koma í hugann
myndir eins og Mystic River og
Zodiac. Leikstjórnin er í föstum
skorðum og þó að framvinda
myndarinnar sé í hægari kant-
inum sleppir hún aldrei tökum á
áhorfandanum.
Þáttur Jóhanns Jóhannssonar,
tónskálds myndarinnar, hefur ver-
ið dreginn sérstaklega fram í er-
lendri gagnrýni um myndina. Og
ekki að undra. Tónlistin á stóran
þátt í því að skapa spennuna sem
ríkir í myndinni frá fyrstu mínútu
til þeirrar síðustu. Kæmi það alls
ekki á óvart ef að verðlaunatil-
nefningar biðu Jóhanns fyrir þátt
sinn í myndinni.
Prisoners er mynd sem spyr
spurninga á borð við: Hversu
langt myndir þú ganga þegar ver-
öld þín er hrunin til grunna til að
fullnægja réttlætinu og hversu
viss þarftu að vera um sekt eða
sakleysi áður en þú getur fellt
dóm? Svörin sem hún veitir eru
ófögur. Það breytir því ekki að
hér er einfaldlega á ferðinni besta
spennumynd ársins, mynd sem
þarf mögulega að fara á tvisvar.
Hversu langt
myndir þú ganga?
Spennandi Jake Gyllenhaal og Hugh Jackman í kvikmyndinni Prisoners sem
gagnrýnandi telur bestu spennumynd ársins.
Sambíóin
Prisoners bbbbb
Leikstjóri: Denis Villeneuve. Handrits-
höfundur: Aaron Guzikowski. Leikarar:
Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola
Davis, Terence Howard, Maria Bello,
Melissa Leo, Paul Dano, Dylan Minnette,
Zoe Borde og Erin Gerasimovich.
Bandaríkin, 2013. 153 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur
tónleika með rappsveitinni Úlfur
Úlfur og hljómsveitinni Agent
Fresco í salnum Kaldalóni í
Hörpu, 18. október næstkomandi.
Emmsjé Gauti mun flytja blöndu,
gömul lög ásamt nýjum sem koma
út á breiðskífunni Þey fyrir ára-
mót. Úlfur Úlfur leikur einnig lög
af plötu sem sveitin vinnur að
þessa dagana. Rokkararnir í
Agent Fresco verða tónlistar-
stjórar og leika undir flutningi
rapparanna þannig að lögin verða
flest í nýjum útsetningum, tölu-
vert frábrugðnum þeim sem þau
voru í upphaflega. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blanda Rapparinn Emmsjé Gauti flytur lög sín við undirleik rokksveitar-
innar Agent Fresco í Kaldalóni í Hörpu, 18. október næstkomandi.
Emmsjé Gauti, Úlfur
Úlfur og Agent Fresco
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Það skelfur nefnast endurminn-
ingar Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings sem Skrudda gef-
ur út fyrir jólin. Í bókinni rekur
Ragnar æsku sína og uppvöxt, póli-
tísk afskipti, einkum á 7. og 8. ára-
tug síðustu aldar, og fjallar jafn-
framt um líf sitt fram á þennan
dag, einkum í ljósi samfélagsþróun-
ar og stjórnmálaástands.
Þú skrínlagða heimska nefnist
heimildasaga eftir Þorstein Ant-
onsson. Bókin byggist á skrifum
Sævars Marinós Ciesielskis frá
þeim tíma þegar hann sat í gæslu-
varðhaldi og meðan á afplánun stóð
á Litla-Hrauni. „Í þeim skrifum
fjallar hann um ýmsa þætti í lífi
sínu, allt frá æskuárum, en stærst-
ur hluti bókarinnar lýsir aðdrag-
anda svonefndra Guðmundar- og
Geirfinnsmála og síðan gæslu-
varðhaldvist hans. Þorsteinn vann
bókina upp úr þessum fangels-
ispappírum í samráði við Sævar á
árunum upp úr 1990 samhliða ann-
arri um málaferlin, sem út var gef-
in um það leyti, en afráðið var, að
sú persónulegri biði síns tíma,“ seg-
ir m.a. í tilkynningu frá Skruddu.
Þar kemur fram að Þorsteinn send-
ir einnig frá sér aðra bók sem er
afmælisritið Á jaðrinum.
Ný bók frá Ólafi Hauki
Skýjaglópur skrifar bréf eftir
Ólaf Hauk Símonarson er þriðja
bókin í trílógíu Ólafs um uppvaxt-
arár sín í Vesturbænum og lands-
hornaflakk á yngri árum. Einnig er
væntanleg kiljuútgáfa bókarinnar
Fuglalíf á Framnesvegi eftir Ólaf
Hauk sem fyrst kom út árið 2009.
Skáldaspegill – Tímar Lystræn-
ingjans nefnist bók eftir Ólaf Orms-
son. Þar er rakin útgáfusaga Lyst-
ræningjans sem kom út um langt
skeið á 8. og 9. áratug síðustu ald-
ar. „Fjallað er um fjölda rithöfunda
og aðra listamenn sem tengdust út-
gáfunni. En bókin er jafnframt
kostuleg lýsing á tíðarandanum í
Reykjavík á síðustu tveimur ára-
tugum aldarinnar,“ segir í tilkynn-
ingu.
Ferðaklúbburinn 4x4 30 ára
nefnist bók eftir Jón G. Snæland
sem væntanleg er í nóvember. „Hér
er fjallað um sögu klúbbsins og ein-
stakra deilda frá upphafi, sögu
jeppa á Íslandi, landmælingar og
slóðamál, skála klúbbsins, umhverf-
is- og tæknimál og þannig má lengi
telja. Í bókinni er urmull ljósmynda
úr starfi klúbbsins auk ýmissa hag-
nýtra upplýsinga fyrir jeppamenn.“
Landbúnaðarsaga Íslands eftir
Árna Daníel Júlíusson og Jónas
Jónsson nefnist rit í fjórum bindum
þar sem saga landbúnaðar á Íslandi
er rakin frá landnámi til okkar
daga. „Fyrsta bindið rekur þróun
landbúnaðar frá upphafi byggðar
fram til 1800. Í öðru bindi er fjallað
um bændasamfélagið á 19. og 20.
öld og þær miklu breytingar sem
orðið hafa á þessu tímabili. Þriðja
og fjórða bindi fjalla um búgrein-
arnar. Í þriðja bindi er sauð-
fjárrækt, nautgriparækt og hrossa-
rækt til umfjöllunar og í fjórða
bindi er fjallað um aðrar greinar
landbúnaðarins, jarðrækt, garð-
rækt, skógrækt, fiskeldi og veiði í
ám og vötnum, svína- og alifugla-
rækt, og loks loðdýrarækt.“
Meira um Lísu í Undralandi
Skrudda gefur einnig út Ferðina
að miðju jarðar eftir Jules Verne.
„Bókin hefur komið út á íslensku í
styttri útgáfu undir titlinum Leynd-
ardómar Snæfellsjökuls. Sagan seg-
ir frá ferð niður í iður jarðar í gegn
um gosrás Snæfellsjökuls og þeim
undrum sem þar ber fyrir augu.
Bókina prýða myndir úr upp-
haflegu útgáfunni frá 1864.“
Í flokki barnabóka er væntanleg
Í gegnum spegilinn eftir Lewis
Carroll, en þar er um að ræða
seinni bókina um Lísu í Undra-
landi; Að læra heima án þess að
gubba eftir Trevor Romain, sem
felur í sér hollráð handa börnum og
unglingum varðandi heimanám, og
Taktu argið úr reiðinni eftir E.
Verdick og M. Lisovskis sem veitir
börnum og unglingum góð ráð um
hvernig takast má á við reiði og
skapofsaköst í daglegu lífi. Einnig
er von á Þekktu litina og Teljum á
fingrunum, sen hvor tveggja er fyr-
ir yngstu börnin.
Endurminningar og
landbúnaðarsagan
Ævintýri jafnt sem blákaldur veruleikinn hjá Skruddu
Ragnar
Stefánsson
Jules Verne
Sævar Marinó
Ciesielski
Lewis Carroll
Ólafur Haukur
Símonarson
Jón Garðar
Snæland
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Yamaha píanó og flyglar
með og án “silent” búnaðar.
Áratuga góð reynsla gerir
Yamaha að augljósum kosti
þegar vanda skal valið.
Veldu gæði,
veldu