Morgunblaðið - 09.10.2013, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Krafðir um endurgreiðslu launa
2. Lokkaður út af heimili sínu
3. Fannst hún geta andað á Íslandi
4. Missti hárið í ástarsorg
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Major Lazer mun
koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar
Reykjavík sem haldin verður 13.-15.
febrúar. Major Lazer hefur leikið á
mörgum stærstu og virtustu tónlist-
arhátíðum heims og lék m.a. í júní sl.
á Sónar í Barcelona. Áhrifa frá tónlist
Jamaíku, reggíi og dancehall gætir í
rafskotinni tónlist Major Lazer en
hljómsveitina stofnaði bandaríski
skífuþeytirinn Diplo árið 2009. Hún
vakti mikla athygli fyrir fyrstu breið-
skífu sína, Guns Don’t Kill People?
Lazers Do, sem kom út árið 2009.
Diplo hefur starfað með fjölda heims-
kunnra tónlistarmanna, m.a. Björk,
M.I.A. og Beyoncé. Af öðrum tónlist-
armönnum sem boðað hafa komu
sína á hátíðina má nefna Daphni,
plötusnúðinn Kölsch og íslensku
hljómsveitirnar Hjaltalín, Moses
Hightower, Sykur, Sometime og
Halleluwah. Sónar Reykjavík verður
haldin á sex sviðum í Hörpu. Yfir 80
hljómsveitir, listamenn og plötusnúð-
ar munu koma fram á hátíðinni og
búist er við að um 1.500 erlendir
gestir sæki hátíðina.
Major Lazer leikur
á Sónar Reykjavík
Kammerkór Suðurlands mun flytja
tónlist eftir John Lennon og John
Tavener við tendrun friðarsúlunnar í
Viðey í kvöld kl. 20, m.a. Give Peace a
Chance sem útsett hefur verið í stíl
Taveners af Örlygi
Benediktssyni tón-
skáldi. Kórinn mun
einnig flytja tvö ný-
leg verk eftir Kjart-
an Sveinsson.
Yoko Ono mun
tendra friðar-
súluna.
Kórsöngur við tendr-
un friðarsúlunnar
Á fimmtudag Gengur í sunnan 10-18 m/s með rigningu eða
súld V-til, en hægara og bjart fyrir austan. Hlýnar talsvert í veðri.
Á föstudag og laugardag Sunnan- og síðar suðaustanátt 8-15
m/s og súld með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 13 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 5-10, víða þurrt og
bjart, sums staðar dálítil súld við SV- og V-ströndina síðdegis.
VEÐUR
„Við erum í öðru sæti í riðl-
inum og erum staðráðnir í að
gefa þá stöðu ekki eftir. Til
þess að svo megi verða þá
verðum við að vinna þá tvo
leiki sem eftir eru, það er bara
svoleiðis,“ sagði Aron Einar
Gunnarsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, við
Morgunblaðið í gær eftir æf-
ingu landsliðsins í Fífunni. Mik-
il spenna er að byggjast upp
fyrir leikinn á móti Kýp-
ur á föstudaginn. »1
Verðum að vinna
báða leikina
„Liðið sem verður deildarmeistari
þarf rétta blöndu af leikmönnum og
vinnusemi við æfingar til þess að
skapa það hugarfar sem skilar sér í
deildarmeistaratitli,“ segir Kristinn
Friðriksson í umfjöllun sinni um liðin
sex sem hann telur að verði í efri
helmingi Domino’s-deildar
karla í vetur. »2-3
Kristinn spáir Keflavík
deildarmeistaratitli
Úrvalsdeild kvenna í körfubolta hefst
í kvöld með heilli umferð en í gær var
birt hin árlega spá þar sem Val var
spáð Íslandsmeistaratitlinum.
Morgunblaðið fer yfir hvernig liðin
koma til leiks þennan veturinn í úr-
valsdeild kvenna. Hvaða lið eru líkleg-
ust til árangurs? Hvaða lið gætu
komið á óvart og hvaða lið eiga lang-
an vetur í vændum? »4
Stelpurnar ríða á vaðið í
úrvalsdeildinni í körfu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Þetta er bara um unglinga; hvað
unglingar elska, hvað unglingar
hata og margt annað. Þetta er bara
húmorinn okkar,“ segir Óli Gunnar
Gunnarsson, leikari og leikskáld,
sem í félagi við frænda sinn og vin,
Arnór Björnsson, frumsýnir leik-
ritið „Unglingurinn“ í Gaflaraleik-
húsinu fimmtudaginn 17. október
næstkomandi.
Hugmyndin að verkinu kom frá
leiðbeinanda á leiklistarnámskeiði
sem piltarnir sóttu en í framhald-
inu settust þeir við skriftir, sem
tóku rúman mánuð að sögn Óla
Gunnars. Leikstjóri verksins er
Björk Jakobsdóttir en hún segir
kveða við nýja og ferska tóna í af-
greiðslu félaganna á hugarheimi
unglingsins.
„Það er svo oft sem við gerum
unglingaleikrit sem eru skrifuð af
fullorðnum með ákveðinn forvarn-
artón en þarna sjáum við bara
veruleikann, að vera unglingur frá
sjónarhorni unglinga, og ég held að
jafningjafræðslan og forvarnagildið
sé svo miklu sterkara þegar það
kemur einhver sem þorir að gera
grín að sjálfum sér og nálgast mál-
in frá þeim sjónarhóli,“ segir
Björk.
Töffaragríman og blæðingar
Húmorinn er raunar í fyrirrúmi í
verkinu, þótt þar sé komið inn á
málefni eins og einelti. „Markmið
okkar er að gera allt fyndið,“ segir
Óli Gunnar og nefnir leikritið 39
þrep í uppsetningu Leikfélags
Akureyrar sem dæmi um inn-
blástur.
„Þeir eru ekkert að taka sig
alvarlega og gera stólpagrín að
sjálfum sér,“ segir Björk um þá
Óla Gunnar og Arnór, sem nota
eigin nöfn í sýningunni og
taka m.a. á töffaragrímunni, ung-
lingum fyrir og eftir hormóna og
kenningu unglingspilta um hvað
gerist þegar stelpur byrja á blæð-
ingum.
Hugmyndarík æska
Björk segir að verkið ætti að
höfða til allra krakka á grunn-
skólaaldri og allra þeirra sem um-
gangast unglinga en það sé bæði
einlægt og opinskátt.
„Ég hef unnið svolítið með
krökkum og unglingum og verð
alltaf jafn steinhissa á því hvað
þessir krakkar eru frjóir og eru að
gera flotta hluti. Aldrei nokkurn
tímann hefði mér dottið í hug að
gera eitthvað svona. Þannig að
heimur fer sannarlega ekki versn-
andi, þrátt fyrir að við fullorðna
fólkið höldum sífellt að allt sé á
leiðinni til andskotans,“ segir hún.
Ástir og hatur unglingsins
Gamansöm
heimsókn í hugar-
heim ungs fólks
Leikritshöfundar Þeir Óli Gunnar og Arnór eru í 9. og 10. bekk en fengu hugmyndina að leikritinu á leiklistar-
námskeiði. Þeir ákváðu að fylgja hugmyndinni eftir og skrifuðu „Unglinginn“ á rúmum mánuði.
Óli Gunnar á ekki langt að sækja leikhúshæfileikana en hann er sonur
Bjarkar og Gunnars Helgasonar leikara. Hann segist hafa fengið góðan
stuðning frá mömmu og að samstarfið hafi gengið ljúflega.
„Það hefur bara verið rosa flott, af því að vana-
lega dettum við öll í vinnugírinn þegar við
komum á sviðið, en það koma móment þar
sem hún er í móðurhlutverkinu fyrir og eftir
æfingar,“ segir Óli Gunnar. „Hún skammar
okkur alveg eins og aðra leikara,“ bætir
hann við.
Björk segir strákana ótvírætt hæfileikaríka.
„Þeir bara fengu þessa hugmynd að skrifa
verk fyrir unglinga og við hvöttum þá til að
gera það,“ segir hún. „Okkur fannst
þetta frábær hugmynd og verðmætt
handrit.“
Samstarfið hefur gengið vel
MÆÐGIN SAMAN Í LISTSKÖPUN
Björk
Jakobsdóttir