Morgunblaðið - 23.12.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 23.12.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Glatt var á hjalla á Árbæjarsafni í gær. Gömlu góðu íslensku jólasveinarnir mættu á svæðið og léku við hvern sinn fingur og hrifu börnin með sér í sannkallaðan jólaanda. Það er mikið um að vera í aðdraganda jóla á Árbæjarsafni. Jólasýn- ing þess hefur notið mikilla vinsælda á aðvent- unni undanfarin ár. Ungir sem aldnir fá að upp- lifa jólin með gamla laginu þar sem eldri íslenskar hefðir eru haldnar í heiðri. Íslenskir jólasveinar gleðja mörg lítil hjörtu Morgunblaðið/Golli Hrekkjóttir jólasveinar brugðu á leik með börnum á Árbæjarsafni Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Viðskiptin hjá okkur fyrir jólin eru meiri á virku dögunum en um helg- ar, því þá virðist straumurinn liggja til Reykjavíkur,“ segir Ásta Björg Kristinsdóttir, kaupmaður í Mótívó á Selfossi. Hún er talsmaður Sam- taka verslunar og þjónustu í Árborg. Kaupmenn þar og annars staðar úti um land eru ánægðir með hvernig jólaverslunin hefur gengið. Ásta Björg verslar með gjafavör- ur og fatnað og kveðst þokkalega sátt við sinn hlut. „Það er þó greini- legur samdráttur í sölu á fatnaði. Þar tel ég að komi til að undanfarið hefur fólk í nokkrum mæli farið í verslunarferðir til útlanda, svo sem Glasgow. Einnig færist mjög í vöxt að fólk panti fatnað á netinu frá út- löndum. Sú var tíðin að verslun á Suðurlandi keppti helst við Reykja- vík en núna eru fjarlægari kaup- menn keppinautar okkar. Víglínan hefur færst til.“ Á Hvammstanga hefur jólaversl- unin verið með besta móti, að sögn Reimars Marteinssonar, kaup- félagsstjóra hjá Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga. „Það er eðlilegasti hlutur að fólk hér fari suður eina ferð fyrir jólin og sæki það helsta þar og einhvern hluta jólagjafanna. En svo vantar alltaf eitthvað uppá og þá kemur fólk hingað. Þannig er takturinn í þessu og sölutölurnar nú eru hærri en í fyrra,“ útskýrir Reim- ar. Bætir því við – sem ekki þarf að koma á óvart – að engin bók hafi í sinni búð selst betur en Skuggasund Arnaldar. Ferðamenn styrkja verslun Á Höfn í Hornafirði hefur verið góður gangur í versluninni fyrir jól- in. „Fólk kaupir dagvöruna hér heima, en þar sem Nettó er með sama verð í verslunum um allt land höfum við einnig verið að styrkja okkur í sérvörunni. Höfum líka þá stöðu að flutningskostnaður fer ekki út í verðlagið,“ segir Pálmi Guð- mundsson, verslunarstjóri Nettó. Pálmi segir það styrkja verslun í Austur-Skaftafellssýslu hvað ferða- þjónustan þar hafi eflst síðustu ár. Nú sjáist ferðamenn eystra allt árið og því ætli Nettó-menn að bregðast við með stækkun og breytingum á búðinni á Höfn strax á næsta ári. Í stóra samhenginu styrki þessi auknu viðskipti alla verslun á svæð- inu og geri kaupmönnum betur kleift að mæta kröfum og þörfum heimamanna um þjónustu fyrir jól og í annan tíma. Víglínan í verslun færist til  Mikið að gera á virku dögunum á Selfossi  Skuggasund er vinsælt í kaup- félaginu á Hvammstanga  Sérvaran selst betur en áður hjá Nettó á Hornafirði Ásta Björg Kristinsdóttir Reimar Marteinsson Óvenjudjúp lægð gengur yfir landið nú um jólin og er tal- ið að um sé að ræða verstu lægð sem sést hefur það sem af er 21. öldinni. Veður verður því með verra móti um land allt og færðin sérlega þung, sérstaklega á heiðum. Þeir sem hyggja á ferðalög um jólin ættu því að fara var- lega og vera ekki of seint á ferðinni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Íslands færist norðaustanstrengur yfir norðausturhluta landsins í dag, Þorláksmessu, og verður versta veðrið þar í dag en skárra í öðrum lands- hlutum. Búast má við mikilli norðanátt, snjókomu og skafrenningi fyrir norðan en það verður tiltölulega þurrt sunnanlands. Veðrið fer síðan versnandi um land allt og nær hámarki seint á aðfangadagskvöld og verður áfram slæmt á jóladag og búist við 15-23 m/s víða á landinu. Ekki er búist við skaplegra veðri fyrr en á annan í jólum. Þá verður áfram mikil ofankoma fyrir norðan og líklegast þungfært þar yfir alla jólahátíðina. mariamargret@mbl.is Óveður um land allt sem nær hámarki á jóladag Morgunblaðið/RAX Jólaveðrið Þungfært verður víða um land um jólin en óvenjudjúp lægð gengur yfir landið, sú versta í mörg ár.  Versta lægð aldarinnar  Snjókoma og þungfært Árið 2013 námu tekjur ríkissjóðs af almennu veiði- gjaldi á makríl um 409 milljónum króna og 290 milljónum árið 2012. Þetta kem- ur fram í svari Sigurðar Inga Jó- hannssonar sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þing- manns um makrílkvóta. Á fiskveiðiárinu 2012/2013 var tek- ið upp sérstakt veiðigjald og er áætl- að að 854 milljónir króna hafi verið innheimtar vegna gjaldsins á makríl á árinu 2013. Þá segir í svarinu að ár- ið 2014 megi ætla að sérstakt veiði- gjald af makríl muni hækka, en með breytingu á lögum um veiðigjöld var veiðigjald á makríl hækkað um 40% frá fyrra fiskveiðiári. Of mikil óvissa fyrir uppboð Í svari Sigurðar Inga kemur fram að að svo stöddu sé ómögulegt að geta sér til um verðmæti aflahlut- deilda í makríl ef þær yrðu seldar, enda séu óvissuþættir margir. Þá bætir hann við að uppboð sem þetta hefði veruleg áhrif á innheimtu ann- arra gjalda og skatta af sjávar- útvegsfyrirtækjum. agf@mbl.is Fær 409 milljónir af makríl Sigurður Ingi Jóhannsson  Ríkið hækkar veiðigjaldið 2014 Um 2.700 jólakveðjur hafa borist RÚV fyrir þessi jól. Hefst lesturinn kl. 8 í dag, Þorláksmessu, og tekur um 15 klukkustundir, þar sem yfir 63.000 orð verða lesin. Síðasta áratuginn hefur fjöldi jólakveðja verið álíka ár frá ári; frá rúmlega 2.600 til tæplega 3.000 kveðjur hafa verið sendar fyrir hver jól. Þá hlustar tæplega helm- ingur landsmanna á messuna í Dómkirkjunni á aðfangadag. 2.700 jólakveðjur Leit að manninum sem féll af er- lendu flutningaskipi í Reyðarfirði hinn 15. desember skilaði engum árangri í gær. Fimm björgunar- sveitir tóku þátt í leitinni, alls rúm- lega 30 menn. Engin ákvörðun hef- ur verið tekin um framhald leitar- innar, en búið er að leita í fjörum og eyjum, fótgangandi og á bátum. Leitað án árangurs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.