Morgunblaðið - 23.12.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
B
ragi Þór Valsson býr
ásamt eiginkonu sinni
Christinu í Rustenburg
í suðvesturhluta Suður-
Afríku. Rustenburg er
skammt frá Phokeng sem er höfuð-
borg konungsríkisins Bafokeng sem
er heimsins stærsti útflytjandi hins
verðmæta málms platínu.
Bragi kennir á klarinett, saxó-
fón, píanó, að söng ógleymdum og er
hann sem fyrr segir kórstjóri við
skólann.
Fyrirbæri í kórnum
Kammerkórinn er eins konar
„súpergrúppa“ því hann saman-
stendur af þrettán bestu söngfugl-
unum úr aðalkór skólans. „Af þess-
um þrettán eru þrjár stúlkur sem
eru algjör fyrirbæri, þær eru svo
góðar. Ein þeirra er besti söngvari
sem ég hef nokkurn tíma unnið
með,“ segir Bragi og er þá mikið
sagt því hann hefur starfað með
fjölda kóra út um allan heim.
Stúlkan sem um ræðir er
sautján ára gömul og getur að sögn
Braga, sungið nánast hvað sem er en
hefur sérstaklega gaman af R&B,
poppi og blús. „Svo er önnur sem er
alveg ótrúleg tungumálamanneskja
og hún syngur á íslensku,“ segir
Bragi.
Á upptöku má heyra hana
syngja lagið Söknuður og það er
sannarlega ótrúlegt hversu vel hún
nær íslenskunni. Það vill þannig til
að stúlkan er prinsessa í konungs-
ríkinu en um það vill hún sem
minnst tala enda má það ekki
skyggja á hæfileikana sem leyna sér
Suður-afrísk prins-
essa syngur á íslensku
Það er ótrúlegt að hlýða á söng krakkanna í kammerkórnum hans Braga Þórs
Valssonar. Þau búa í suður-afríska konungsríkinu Bafokeng og ganga þar í Le-
bone skólann og þar er Bragi kennari og kórstjóri. Kórinn er skipaður 13-17 ára
unglingum sem þykja afar efnilegir. Þau hafa lært að syngja á íslensku og verið
boðið að syngja hér á landi en fyrst þurfa þau að safna fyrir flugfarinu til Íslands.
Skrautlegur Bragi Þór Valsson kórstjóri í Suður-Afríku er iðulega klæddur
að hætti heimamanna. Bæði er það þægilegt og þykir afar snyrtilegt.
Fyrirbæri Kórinn er skipaður stúlkum og piltum. Mörg þeirra eru með ein-
dæmum hæfileikarík, þar á meðal prinsessan sem syngur lög á íslensku.
Í dag er boðið til opins húss hjá Geð-
hjálp í Borgartúni 3 milli kl. 11 og 15.
Boðið verður upp á léttar veitingar,
kósýstund og spjall. Jólamynd í létt-
um dúr verður sýnd kl. 13. Og allir
verða leystir út með jólapakka. Geð-
hjálp er hagsmunasamtök þeirra sem
þurfa aðstoð vegna geðrænna vanda-
mála, aðstandenda þeirra og annarra
er láta sig geðheilbrigðismál varða.
Tilgangur félagsins er að vinna að
geðheilbrigðismálum og bæta hag
þeirra sem eiga við geðræn vandamál
að stríða, barna og fullorðinna, svo
og aðstandenda þeirra. M.a. vinnur
Geðhjálp að því að stuðla að endur-
bótum í þjónustu við geðsjúka og þá
sem eru með geðræn vandamál, inn-
an og utan stofnana. Geðhjálp vinnur
líka að því að þeim sem eru með geð-
ræn vandamál verði búin skilyrði til
að njóta hæfileika sinna, menntunar
og starfsorku.
Vefsíðan www.gedhjalp.is
Innflutningspartí Högni söng fyrir gesti þegar Geðhjálp flutti í Borgartún.
Allir leystir út með jólapakka
Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til
friðargöngu niður Laugaveginn á Þor-
láksmessu undanfarin þrjátíu og
fimm ár. Gangan leggur af stað
klukkan 18. Friðarhreyfingarnar selja
kerti fyrir göngufólk á Hlemmi. Í lok
göngu verður fundur við Austurvöll
þar sem Guðrún Margrét Guðmunds-
dóttir flytur ávarp. Söngfólk úr
Hamrahlíðarkórnum og Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð syngur í göng-
unni og við lok fundar. Friðargangan
á Ísafirði leggur af stað frá Ísafjarð-
arkirkju klukkan 18. Á Akureyri legg-
ur friðargangan af stað kl. 20 frá
Samkomuhúsinu Hafnarstræti.
Endilega …
… farið í friðar-
göngu í dag
Morgunblaðið/Jim Smart
Friðarganga Til að krefjast friðar.
Í dag gúffa fjölmargir í sig gómsæta
skötu sem lyktar heldur illa. Ómiss-
andi hluti af jólagleðinni. Þeir sem
vilja losna við fnykinn geta fylgt eft-
irfarandi ráðum:
Kjörið er að strá kanildufti á elda-
vélarhelluna þegar búið er að sjóða
skötuna og slökkva á hellunni. Kanil-
duftið er látið brenna til ösku og ask-
an þurrkuð af þegar hellan er orðin
köld.
Skerið niður lauk og hafið í vatni
við hliðina á skötupottinum eða í
skötusoðinu.
Vætið klút í ediki og leggið yfir
skötupottinn þegar fer að sjóða.
Sjóðið hangikjöt um leið og sköt-
una eða strax á eftir.
Kanill, laukur, edik og hangi-
kjöt eru lausnarorðin
Ráð gegn
skötulykt
Morgunblaðið/Kristinn
Hnossgæti Skata á borðum í dag.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Vetraheftið
komið út
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í níu ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári
— vetur, sumar, vor og haust.
Tímaritið fæst í lausasölu í helstu
bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum,
en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr.
Áskriftarsími: 698-9140.