Morgunblaðið - 23.12.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Aðalsteinn J. Maríusson, múrara-
meistari á Sauðárkróki, slær ekki
slöku við þó að hann sé kominn vel
á áttræðisaldur. Hann er enn að í
múrverkinu öðru hverju og hefur
ekki hætt þeirri iðju að gera upp
gömul hús, sem hann gerði í mörg
ár í samstarfi við Þjóðminjasafnið
og fleiri aðila víða um land.
Fyrir nokkrum árum tók hann
ástfóstri við nafna sína, steinana,
sem hann safnar og vinnur úr ýmsa
fallega muni, allt frá litlum háls-
menum upp í stóra legsteina.
Aðalsteinn hefur komið sér upp
mjög góðri aðstöðu í 50 fermetra
bílskúr við einbýlishús þeirra
hjóna, Engilráðar Margrétar Sig-
urðardóttur, í Víðihlíð á Sauðár-
króki. Þar unir Aðalsteinn sér
löngum stundum, ekki síst yfir vet-
urinn, við að saga steina og slípa og
vinna úr þeim óteljandi muni.
Hann segist ekki vera búinn að
stofna formlegt fyrirtæki í kringum
þessa iðju en hefur þó kallað hana
ýmsum nöfnum, eins og Steiniðja
Aðalsteins og Aðalsteinar.
Klárar tvo á góðum degi
Aðalsteinn segir sveitunga sína í
Skagafirði og nágranna á Króknum
vera duglega að koma með steina
sem þeir finna í gönguferðum um
fjörur og fjöll. Einnig fær hann
marga steina af Austfjörðum, þar
sem rætur Aðalsteins liggja en
hann er alinn upp á Langanesi og í
Þistilfirði. „Verkfæri og meirihlut-
ann af steinasafninu fékk ég frá
vini mínum, Geir Hólm á Eskifirði,
þegar hann hætti sjálfur í þessu,“
segir Aðalsteinn um leið og hann
sýnir blaðamanni forláta bréfahnífa
sem hann vann úr blágrýtissteini,
sem kom einmitt frá Geir. Þá eru
innan um safnið steinar frá útlönd-
um, m.a. frá Grænlandi.
Það er því af nægu að taka í bíl-
skúrnum, bæði unnir og óunnir
steinar, eða svo mikið að hann hef-
ur ekki tölu á þessu öllu saman. Að-
alsteinn er mjög vel tækjum búinn,
getur gert ótrúlegustu hluti með
steinana og býr til úr þeim hrein og
klár listaverk. Hann segir algengt
að steinanir séu notaðir í minja- og
verðlaunagripi og sem kertastjakar
og statíf undir penna, litla fána og
fleira.
Mikil vinna býr að baki hverjum
fullunnum steini en Aðalsteinn seg-
ist þó geta náð að klára tvo steina á
„góðum degi“, eins og hann orðar
það. Eftir að hafa sagað þá til hefst
vinna við að slípa og loks svonefnd
pólering, sem gefur steinunum
glansandi fallega áferð. „Ég hef
hérna allt til alls, hið eina sem mig
vantar er stærri sög, en það er
sennilega ekkert vit í því,“ segir
Aðalsteinn og brosir.
Hann getur valið úr steintegund-
unum. Í bílskúrnum má m.a. finna
blágrýti, grágrýti, holugrjót,
gabbró, jaspís, agat, ópal, kvars,
skeljastein, hrafntinnu og stein-
gervinga. „Ég á mér margar uppá-
haldstegundir en sem dæmi nefni
ég að það er mjög skemmtilegt að
vinna úr hrafntinnu. Steinninn er
frekar mjúkur en það er alveg
hægt að slípa hann. Ég hef alltaf
haft gaman af fallegum steinum en
vegna brauðstritsins gafst aldrei
neinn tími til að sinna þessu áhuga-
máli fyrr en nú,“ segir hann.
Stefnir á 50 ár í múrverkinu
Aðalsteinn hefur unnið töluvert
af steinum fyrir bróður sinn, Sig-
mar, sem býr til alls konar verð-
launagripi og er með sitt fyrirtæki,
Módelskartgripi, einnig í bílskúr,
nánar tiltekið í Kópavogi.
Þá er Aðalsteinn í góðu samstarfi
við Sigurð Þórólfsson, listamann og
gullsmið í Mosfellsbæ, sem ólst upp
á Sauðárkróki. Aðalsteinn hefur
lagt til slípaða steina í hálsmen og
borað í þá göt með sérstakri borvél
sem vinnur sig í gegnum hörðustu
efni. „Þetta er ánægjulegt sam-
starf, “ segir Aðalsteinn.
Vinnuaðstaðan í bílskúrnum er
alltaf opin ef þau hjónin eru heima
og hefur verið töluverð traffík til
hans. Þeir sem koma með steina fá
líka stundum eitthvað í staðinn.
„Ég hef ekkert verið að auglýsa,
þetta hefur spurst út og fólk hefur
gaman af því að kíkja hingað inn.“
Sem fyrr segir er Aðalsteinn
ekkert hættur í þeirri iðn sem hann
lærði til meistara í. Á næsta ári
verða 48 ár liðin síðan hann byrjaði
í múrverkinu.
„Mig langar að klára 50 árin, ný-
liðun í greininni er lítil á lands-
byggðinni og það vantar alltaf múr-
ara. Ég var nú orðinn dálítið
gamall þegar ég byrjaði að múra,
var fyrst nokkur ár til sjós og líkaði
afskaplega vel þar, varð aldrei sjó-
veikur. Hafði líka farið í kokka-
skóla en stoppaði stutt við þar.
Annars langaði mig alltaf í hús-
gagnasmíði en af því varð ekki.
Múrari varð ég og er enn.“
Aðalsteinn umkringdur steinum
Myndarlegt úrval af unnum steinum í bílskúrnum hjá Aðalsteini J. Maríussyni á Sauðárkróki
Allt frá litlum hálsmenum upp í stóra legsteina Hefur alltaf haft gaman af fallegum steinum
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Steinsmiður Aðalsteinn J. Maríusson með forláta bréfahnífa sem hann vann úr blágrýti að austan.
Steinar Úrvalið hjá Aðalsteini er mjög fjölbreytt. Ófáa steinana hefur hann
slípað í bílskúrnum, sem stendur fólki opinn þegar einhver er heima.
Aðalsteinn hefur farið höndum um
margar eldri kirkjur og byggingar
sem hann hefur endurgert í samráði
við Þjóðminjasafnið og fleiri aðila.
„Uppáhaldshúsið mitt er gamli
prestsbústaðurinn á Sauðanesi við
Þistilfjörð en ég fermdist frá Sauða-
neskirkju,“ segir Aðalsteinn þegar
talið berst frá steinum að endurgerð
gamalla húsa.
Bústaðurinn á Sauðanesi var að
hruni kominn þegar Aðalsteinn og
fleiri iðnaðarmenn af Þjóðminja-
safninu voru fengnir til að endur-
gera húsið upp úr 1990. Með Aðal-
steini í múrverkinu var Björn
Ottósson, múrarameistari á Krókn-
um. Þessi vinna tók nokkur ár en
Sauðaneshúsið er orðið mikil stað-
arprýði í dag, notað sem kaffihús og
upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Meðan á þessu verki stóð fyrir
austan, og að því loknu árið 2002,
hefur Aðalsteinn komið að viðgerð
fleiri húsa og kirkna, t.d. Eiríks-
staðakirkju á Jökuldal, Lundar-
brekkukirkju í Bárðardal og Þing-
eyrarkirkju í Dýrafirði. Þá gerði
hann, ásamt Sigtryggi og Gísla
Björnssonum frá Framnesi og
Flugumýrarhjónum, Ástu og Sig-
urði, við Flugumýrarkirkju að utan.
„Settum hana í sparifötin,“ eins og
Aðalsteinn segir. Þessi vinna hefur
haldið áfram en þeir Aðalsteinn og
Sigtryggur voru síðasta sumar í
vinnu á Geitaskarði í Langadal við
viðgerð 100 ára gamals húss.
Endurgerð Prestsbústaðurinn á Sauðanesi við Þistilfjörð var endurgerður af
Aðalsteini og fleiri iðnaðarmönnum. Myndirnar teknar fyrir og eftir verkið.
Vinnur enn við endur-
gerð gamalla húsa
Sauðanes við Þistilfjörð í uppáhaldi
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR
FRÍ SJÓNMÆLING
Klippið út auglýsinguna
DAGLINSUR
Verð frá
2.500 kr.
Mu
nið
gja
fab
réfi
n
MIKIÐ ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR
LINSUMÁTANIR
FRÁBÆR TILBOÐ
Í GANGI
UMGJARÐIR+GLER
FRÁ 19.900,-